Dagur - 29.11.1967, Side 1

Dagur - 29.11.1967, Side 1
Ferðaskrifsfofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar til annarra landa. L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 29. nóvember 1967 — 73. tölub. HOTEL Herbergle- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Siglufirði 28. nóv. Hér var í nótt eitt versta veður, sem komið hefur lengi en er nú batnandi og ekki er mikill snjór. N iðurlagningarverksmið j an er nú lokuð, ennfremur Tunnu verksmiðjan. Nær 100 manns létu skrá sig atvinnulausa 1. nóv. sl. og hefur atvinnuástand sjaldan eða aldrei verið verra hér á Siglufirði en nú. Skip tala daglega vörur til útflutnings, bæði mjol og lýsi. Nokkuð bar á að fólk fengi inn- kaupagleði í síðustu viku. Þá gekk hveiti til þurrðar, en yfir- leitt var ekki vöruþurrð, hins vegar mun hafa gengið veru- FRÚ ALVÍS ALLRA síðasta sýning saka- málasjónleiksins Frú Alvís verð ur á laugardaginn og hefst kl. 8. Sýningar eru orðnar 14 talsins Þórhalla Þorsteinsdóttir í aðal- hlutverkinu. og hefur aðsókn verið mjög mikil. Sýningum átti að ljúka um síðustu helgi, en vegna margra óska þeirra, sem enn hafa ekki farið í leikhúsið, er ákveðið að bæta við einni sýn- ingu, eins og áður segir. Ljós- myndin er af Þórhöllu Þorsteins dóttur, sem leikur aðalhlutverk ið af mikilli prýði. (Ljósmynda stofa Páls). □ Fyrsta stóla-skíðalyfta landsins verður vígð í Hlíðarf jalli næstk. laugardag ÍÞRÓTTARÁÐ Akureyrar tjáði fréttamönnum á mánudags- kvöldið yflr bolla af góðu kaffi, að skíðalyftan nýja í Hlíðar- fjalli væri tilbúin til notkunar og yrði vígð 2. des. kl. 1.30 með liátíðlegri atliöfn. Á sunnudag- inn verður svo lyftan opnuð al- menningi og verður svo fram- vegis um helgar. Við vígsluna á laugardaginn verða ræður fluttar og boðs- gestir prófa skíðalyftuna. En kl. 3 býður bæjarstjórn til kaffi- drykkju í iSkíðahótelinu. Skíða menn fara blysför frá Strompi að Skíðahótelinu. Skíðalyftan í Hlíðarfjalli er fyrsta stóla-skíðalyftan, sem upp er sett hér á landi og getur flutt 134 menn í einu, ef hver stóll er setinn. Miðað er við, að lyftan flytji 500 manns á klukku stund upp í skíðalandið. Hæðar mismunur er 200 m. á þessari Ieið. Öryggisbúnaður er talinn fullkominn. — Notkunarreglur hafa verið birtar hér í blaðinu, ásamt myndum til skýringar, og ættu menn að glöggva sig á þeim. íþróttaráð leggur áherzlu á, að fólk sé skjóllega klætt því 'kalt er í lyftunni, og það tekur 7-—8 mínútur að fara upp — 1000 metra leið. Mesta hæð stól anna frá jörð er 7—8 metrar. Lyftustjóri er Hörðúr Sverris- son og með honum verða að- stoðarmenn eftir því sem þörf krefur. Til að gæta fyllsta öryggis þurfa allir að gæta þess, að fara eftir settum reglum. Bygging skíðalyftunnar í sum ar gekk vel undir verkstjórn Magnúsar Guðmundssonar, og með tæknilegri aðstoð Péturs Bjamasonar og fyrirgreiðslu Hermanns Sigtryggssonar og fþróttaráðs. Rétt er að geta þess, að til vígslu skíðalyftunnar er m. a. boðið fjármálaráðherra, íþrótta fulltrúa ríkisins, stjórn ÍSÍ og Skíðasambands, þingmönnum kjördæmisins og forráðamönn- um hinna ýmsu skíðafélaga. Skíðalyftan mun kosta 4—4V2 millj. króna, en 40% þeirrar upphæðar greiðir íþróttasjóðui'. Dagur óskar bæjarbúum og öðrum unnendum skíðaíþróttar innar til hamingju með fyi'stu skíða-stólalyftu landsins. Q HEITT VATN FUNDIÐ VIÐ URRIÐAVATN Egilsstöðum 28. nóv. í gær var flugfæri í allar áttir en e. t. v. hefur eitthvað spillzt í nótt, þó komu bílar noi’ðan yfir fjöll í gær eða nótt. Útivinna er orðin lítil og fjar ar út. Þess vegna er nú dauft yfir og litlar eða engar stærri framkvæmdir framundan. Helzt binda menn von'ir við Lagar- fossvirkjun. Mál það er þó enn í nefnd. Reiknisheili þeirra hef ur víst enn ekki skilað því áliti, sem ráðamönnum syðra líkar. Heitt vatn hefur komið upp við borun hjá Ui'riðavatni, 6 km. frá Egilsstaðakauptúni. Ekki er búið að bora nerna 200 m. niður og vatnið 62 stiga heitt. Um magn heita vatnsins er enn ekki vitað með vissu, en talið líklegt, að nægi Egilsstaða kauptúni til upphitunar húsa. Hitaveita er dýrt fyrirtæki, en senn verða íbúar 600 talsins og við þá tölu var miðað, þegar (Framhald á blaðsíðu 5). Úr þingræðu Bjarna Benediktsscnar forsætisráðherra 16. okt. HÉR fer á eftir kafli úr þing- i-æðu Bjaina Benediktssonar, er hann flutti 16. október sl. „Eins og við erum staddir er ég sannfærður um, að gengis- lækkun skapar okkur fleiri vandamál en hún leysir. Ég er sannfærður um, að þeir, sem tala um gengisbreytingu, sem ætti að vei'ða lausn, er hjálp- aði sjávai'útveginum, og jafn- vel iðnaðinum á næstu misser um, hafa ekki hugsað það mál til hlítar. í fyrsta lagi: Við hvaða söluvei'ð á okkar afurð um eigum við að miða gengis- breytingu, er nú færi fram? Eigum við að miða við það lág marksverð á síldarlýsi, sem nú er komið, eða það lágmarks verð á hraðfrystum fiski, sem nú er á sumum tegundum hans í aðalmai'kaðslöndunum? Eigum við að láta slíkar verð- sveiflur leiða til svo örlaga- ríkra breytinga eins og gengis lækkun óneitanlega hlýtur að vei-a? Nei, ég þori að fullyrða, að það þarf að skoða það mál miklu betur heldur en gert hefur verið, til þess að menn geti varið að ákveða gengis- lækkun, sem þar að auki hlyti að lenda mjög hart og e. t. v. einna hai'ðast á útvegsmönn- unum nú vegna ‘þeirrar miklu endurnýjunar flotans, sem hef ir átt sér stað undanfarin ár og er m. a. möguleg vegna þeirra miklu lána, sem erlend ir útflytjendur hafa veitt út ó þessi skip. Ég á þess vegna eftir að sjá, að það myndi létta fyrir sjávarútveginum í heild, þó að gengisbreyting yrði nú ákveðin, alveg eins og' ég vil segja, að það er engin gengis- breyting, sem getur forðað okkur frá erfiðum vertíðum öði'u hverju, sbr. hina mjög erfiðu vetrarvertíð sl. ár. Það er engin gengisbreyting, sem gerir það auðveldara að ná í síldina norður við Svalbarða, heldur en ef hún er nokkra tugi mílna út frá landinu sjálfu eða upp við þess strend ur. Hér er um allt annað eðlis vandamál að ræða heldur en gengisbreyting geti leyst.“ Q lega á aura fólks og vei'ða nú minni fjárráð til kaupa á jóla- vörum en annars hefði orðið. J. Þ. Skíðalyftan í Hlíðarfjalli. (Ljósm.: Hermann Sigtryggsson) Smásíld veiddist Á SUNNUDAG og mánudag veiddist smásíld norðan við Oddeyri, af þeirri stærð, sem heppilegust er til niðursuðu. Þessi síld var átulaus og lxófst niðursuða í Niðursuðu verksmiðju K. Jónssonar & Co. strax á mánudaginn. Þar vinna nú 60—70 manns. Smásíld af þessari stærð hefur ekki veiðzt að heitið geti á Eyjafirði þetta ár fyrr en nú. Vona menn að fram hald verði liér á og niður- suðan verði starfrækt, eig- endum og fjölda vinnandi fólks í bænum til verulegrar hagsældar. □ MIKKIÐ ATVINNULEYSI ER NÚ A SIGLUFIRÐ!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.