Dagur - 29.11.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT &ÍS&W*" jJjjllÍj&tÍiífr:-- í gær voru vegheflar þegar teknir að fást við snjóinn. (Ljósm.: E. D.) Fénu beitt og gefinn fóðurbætir Kasthvammi 17. nóv. Veturinn hefur farið harðindalega að, því þó snjór sé ekki mikill, er vont til jarðar, og 'hefur verið það, síðan tekið var í hús, en þaS var allsstaðar gert 26. og 27. okt., veður voru þó ekki það vond að fé hrektist. Beitt hefur þó verið flesta daga og gefinn fóðurbætir, en ekki hefur verið komist hjá að gefa hey en reynt er að fara sparlega með þau, því hey munu vera í minnsta lagi hjá flestum ef harðindi verða til vors, sem engir eiga von á, en aðrir eru bjartsýnni og vænta góðs kafla einhvern- tíma. Spretta var víSast heldur lé- leg, þó misjöfn eftir bæjum, heyskapartíminn stuttur og heyskapartíðin ekki hagstæð, en þó voru hey ekki hrakin til Dularfullur hlutur á f erðinni Húsavík 24. nóv. Jónas Egils- son forstöðumaður Olíusölii K. Þ. segir svo frá: Þriðjudag- inn 21. nóv. fór hann við annan mann á bifreið austur í Keldu- hverfi. Kl. 21.15 vovu þeir stadd ir skammi_frá bænum Laufási í Keldulhverfi. Þá sjá þeir á lofti lýsandi hlut, því líkastan sem glampaði á málm. Stærð og lög un virtist 'þeim ekki ósvipuð barðastórum hatti og fór koll- urinn á undan. Afturúr gengu leifturstrókar, margir metrar á lengd. Þeim virtist hlutinn að- eins vera í 2—300 metra fjar- lægð frá þeim, þegar hann var næst þeim og í um 80—100 m. hæð frá jörðu. Stefna hlutarins var frá norðaustri til suðvesturs og hraðinn virtist ekki ýkja mikill. Þ. J. ÞRJÁTÍU KINDUR FÓRUST ÚR BÁRÉARDAL er blaðinu tjáS eftirfarandi: Tíð hefur ver ið óhagstæð í haust. Féð kom almennt á hús 26. október og var svo til allsstaðar samfelld innistaða til 18. nóvember. En þá tók snjó að mestu í byggð. Þrjátíu kindur fórust í sveit- inni í stórhríðinni fyrir síðustu tnánaðamót. Q mikils skaða og þar hjálpaði kuldinn. Flestir fækkuðu bæði fé og gripum, aðallega nautgripum, og það fer að verða með naut- gripaergnina hér í dalnum eins og krónuna, að hún minnkar alltaf. ' : '.' Dilkar reyndust betri en í fyrra og munaði verúlega á sumum bæjum. Fullorðið fé var gott. Heimtur voru víðast góð- ar. Rjúpur sjást ekki það telj- andi sé. Vegurinn var greiðfær, en spilltist í stórhríðinni sl. laugar dag, þann 11., en er þó að heita má greiðfær jeppum. G. Tr. G. Slæmt færi á Fljótsdalsheið Klausíurséli 17. nóv. Hér Kom spilliblöti í gær og er nú fremur lélegt til beitar fyrir sauðfé ef ekki hlánar meira. í gær var verið að reka ær tilraunabúsins á SkriSuklaustri yfir FljótsdalsheiSi, þær eru alltaf hafðar hér yfir á Jökul- dal fram í nóvember í landi sem Rani'heitir og Skriðuklaust ur á frá fornu fari. Nú var færi svo slæmt á Fljótsdalsheiði að ófært var fyrir fé og var feng- inn snjóbíll frá Egilsstöðum til að leggja slóð fyrir féð og voru þeir' komnir nærri byggð með féð kl. 11 í gærkveldi en fóru af fjallsbrún héðan kl. 9 í gær- morgun. Bágrækar kindur tóku þeir í snjóbílinn og óku þeim niður undir byggð. Haglítið er orðið á heiðum og hreindýrin flykkjast til byggða. Bændum var ráðlagt að setja ekki á guð og gaddinn á vetri komanda og munu þeir hafa farið eftir því að einhverju leyti. Én hreindýrin voru öll sett á og nú eru þau komin til byggða í hálf haglausa heima- haga. Það er fremur skuggalegt útlit. G. A. A HVERFANDA HVELI Mörgum þykir, sem nú sé flest á hverfanda hveli í stjórnmál- unum, einkum í efnahags- og atvinnumálum. Sjálf hefur ríkis stjórnin staðfest þetta svo ekki verður um villst. Meiri óvissa ríkir í landinu, bæði í efnahags- og atvinnumálum en oftast áður og hin megna óánægjualda rís hátt. GENGISFELLING Forsætisráðherra sór og sárt við lagði fyrir kosningar og allt fram í bktóber í haust, að ekki yrði gengi íslenzku krónunnar fellt. Hann taldi alla tapa á því þegar til lengdar léti og eru nokkur ununæli hans þar um, frá 16. október sl., birt á öðrum stað. Menn geta borið það sam- an við orð hans í útvarpi í kvöld — þriðjudag —. ÞRIÐJA KOLLSTEYPAN Gengisfelling sú, sem nú var gerð, er þriðja gengisfelling þessarar ríkisstjórnar. Strax er farið að veita undanþágur og efna þannig til þeirrar fjórðu. Gengisfelling þessi er stað- festing sjálfrar stjórnarinnar á eigin verkum og er ekki unnt að fá gleggri dóm um stjórnar- farið. VERKFÖLLUM FRESTAÐ Stjórnin hefur ekki við að búa til frumvörp og draga þau til baka. Hrmglandahátturinn og ráðleysið kemur daglega fram. Allt miðar þetta að stundar- friði, en síðan stéttastríði og nýrri verðbólguöldu, sem þegar er skollin yfir — svona til að undirstrika raupið um verðfest- inguna —. Verkföllum var frest að og sýndist sumum að stéttar félögin væru á undanhaldi, meira en góðu hófi gengdi. En foringjar verkalýðshreyfingar- innar lýsa því yfir, eftir að hafa frestað yfhTýstum' verkföllum um sinn, að aðeins sé imi frest- un að ræða. SVARTUR BLETTUR A TUNGUNNI Þjóðinni var sagt, þegar 750 millj. kr. skattar voru lagðir á hana fyrir fáum vikum, að þetta yrði hún að þola, ella yrði geng ið fellt. Það er verið að imi- heimta þessa skatta og var ekki látið dragast —. En svo kom gengisfellingin líka — þrátt fyr ir allt. Stjórnin hafði skrökvað og ætti tungan að vera farin að dökkna í ráðherrum. ÞJALFUNARLEYSI Það bar nýlega við vestur j Bandaríkjunum, að maður einn, sem fyrir tveim áratugum var meðal mjög vel þjálfaðra her- manna, einkum í því að verjast árás og yfirvinna andstæðinga með berum höndum, var stadd- ur í margmenni. Náinn vinur hans og félági kom aftan að hon um í mannþrönginni og tók hann haustaki í gamni. Hinn fyrrverandi hermaður brást ósjálfrátt við á þann hátt, sem í alvöru væri. Vinur hans lá samstundis á götUnni. Það, sem bjargaði lífi hans var það, að hermaðurinn var alveg kominn úr þjálfun og hafði ekki í 20 ár þurft á kunnáttu sinni að halda í sjálfsvörn. Sjalfsbjor Húsavík 24. nóv. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Húsavík, hefur nú eignazt sitt félagsheimili. Heimilið er í stóru, virðulegu, gömlu timburhúsi, sem nú heit- ir Árgata 12, en hét áður Snæ- land. Og svo heitir það raunar enn í hugum flestra Húsvík- inga. Snæland stendur á Stang- arbakka, norðanverðum og gnæfir yfir Búðarárgil. Það er tvær hæðir og kjallari, en eign- arhluti Sjálfsbjargar er götu- nú félagshelmlli I BÓLSTAÐARHLÍDAR- HREPPI hafa verið töluverðar útihúsabyggingar og meiri en áður. Þannig hafa verið byggð hús yfir 4 þús. fjár í hreppnum og '3 fjós á síðustu þremur ár- um. Eitt fjósanna er lausgöngu- fjós fyrir geldneyti. Ennfremur á fimmta þús. rúmmetra hlöð- ur. Þá hefur verið byggt íbúðar hús og annað endurbætt stór- lega. Jarðabætur hafa og verið töluverðar og engin jörð farið í eyði í ár. Hins ber að geta, að Bergsstaðir í Svartárdal og Ey- vindastaðir í Blöndudal eru ný lega farnir í eyði en báðar jarð irnar eru þó nytjaðar. Heyskapur var í tæpu meðal lagi í sumar og á nokkrum jörð um mikið kal í túnum, sérstak- lega í Svartárdal. Féð var með vænna móti í haust. Bústofn er svipaður og áður. ? Stórir bílar mættust Grímsstöðnm 28. nóv. Litill snjór er hér ennþá og ágæt beitarjörð. En veðráttan hefur verið dálítið rysjótt að undan- förnu. í gær var bifreiðum hjálpað til að komast leiðar sinnar. Sex bílar voru að fara austur en fimm vestur, allt stórir flutn- ingabílar. Bílarnir mættust hér á Grímsstöðum í sœmilegu veðri og vona ég, að allir hafi komizt leiðar sinnar. K. S. hæð hússins og hálfur kiallar- inn, samtals um 220 fermetrar að gólffleti. Þar voru áður tvær íbúðir, sem félagið keypti, aðra á árinu 1966 og hina á þessu ári. Félagið tók við eigninni í byrj- un júlí sl. Það hóf þá að gera á henni nauðsynlegar breytingar og búa hana húsgöngnum og hefur nú skapað sér mjög hlý- legt félagsheimili. í því er all- rúmgóðar félags- og fundarsal- ur, búinn borðum og stólum. Skrifstofuherbergi er ágætt, en ekki ennþá búið tilheyrandi hús gögnum eða tækjum. Eldhús er mjög gott, með eldavél og skáp um og smám saman er verið að búa það bollum og glösum og öðrum nauðsynlegum eldhús- áhöldum. Við anddyri eru tvö snyrtihei'bergi. Tvö herbergi eru í norðausturhorni götuhæð arinnar. Þau eru leigð nú sem stendur og 'þar er unnið a'ð skó- smíði og bókbandi. HeimiliS verSur notaS fyrir fundi og aðrar smásamkömur félagsins og annarra, sem þess kunna að óska. Ágæt aðstaða er til að bera fram veitingar. Fyrirhug- að er, að á næstunni verði kom- ið á fót iðju fyrir félagsfólk, með svo skerta starfsorku, að það geti ekki sótt hinn almenna vinnumarkað. Allmiklar vonir eru tengdar við framleiðslu á raflagnaefni úr plasti. En Sjálfs bjargarfélögin á Norðurlandi eru í sameiningu að reyna að koma á fót slíkri iðju, og er þá gert ráð fyrir, að frumvinnan fari fram á Akureyri en frá- gangsvinna og pökkun hjá öðr- um aðildarfélögum norðan- lands. Sjálfsbjörg á Húsavík, sem er félag fatlaðra á Húsavík og ná- grenni, var stofnað 20. júní 1960. Stofnend'ur voru 36. Nú eru félagsmenn 66 og styrktar- félagar 50. — Stjórn félagsins skipa: Jón Þór Buck formaður, Þorgerður Þórðardóttir gjald- keri og Valdimar Hólm Hall- stað ritari. Meðstjórnendur Sig urður Sigurðsson og Hjálmar Hjálmarsson. Við opnun heimilisins bárust félaginu nokkrar góðar gjafir, m. a. merki félagsins útsauma'S í stramma og innrammað. Gjöf- in var frá einum félaganna, Sig urði Sigurðssyni, sem sjálfur hafSi saumaS merkiS í frístund um sínum,,. Þ. J. MIKILL FJORKIPPUR í VERZLUN Húsavík 24. nóv. Fólk á Húsa- vík befur m'jög aukiS vörukaup sín hina síðustu daga. Mest er aukning í kaupum á húsmun- um, búsáhöldum svo og á mat- vörum. í dag var svo komið, að tvær sendibifreiðar K. Þ. höfðu ekki undan að flytja matvöru heim til fólks og við var bætt 10 tonna vörubifreið og þótti ekki af veita. Þ. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.