Dagur - 02.12.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 02.12.1967, Blaðsíða 1
HOTEL HerbergU- pantanir. FerSa- skriistoian Túngotu 1. Akureyrí. Sími 11475 D AGU K L. árg. — Akureyri, laugardaginn 2. desember 1967 — 74. tölublað r * I •! 1 1 Túncfötu i. Feroaskrifsfofansi.ni ii47S Skipuleggjum ódýrustu ierðirnar til cnmctrra landa. Skipasmíðaaðstaðan í bænum athuguð STJÓRN Skipaútgerðar ríkis- ins ásamt framkvæmdastjóra hennar var á Akureyri í gær og átti viðræður við bæjarstjórn, atvinnumálanefnd og kynntu sér aðstöðu til skipasmíða og skipaviðgerða. —En aðal erindi þeirra mun þó hafa verið að kynna sér aðstöðu til betra skipulags vörudreif- ingarinnar hér um slóðir. ? Síðasta síldarfólkið fór í gær Kaufarhöfn 1. des. Dálítill snjór er kominn, allt þó fært í ná- grenninu en bæði á Tjörnesi og hjá Auðbjargarstöðum í Keldu- hverfi hafa miklar umferðar- tafir orðið. Ekkert er róið vegna ógæfta. Tveir dekkbátar eru þó á floti ennþá, en búið að setja trill- urnar. Kaffi vantaði hér nokkra daga, ennfremur sykur. Þessar vörur voru keyptar upp fyrir gengisfellinguna. Hins vegar höfðum við olíu til tveggja mán aða og vorum því rólegir í verk fallinu. Síðasta aðkomuverkafólkið fór héðan í gær og er nú lítið um að vera og allt rólegt. Rjúp- ur hafa ekki veiðzt svo teljandi sé og virðist mjög lítið af þeim, hvarvetna þar sem til hefur fréttzt. H. H. Sænskir kvikmyndatökumenn eru hér að kvikmynda fjárrekstur í Eyjafirði og voru augsýnilega ánægðir með þennan þátt mynd (Ljósm.: G. P. K.) arinnar. Sý verðhækkunaralda skellur yfir í kjölfar gengislækkunar GENGI íslenzku krónunnar hefur nú verið fdlt í þriðja sinn á valdatíma viðreisnar- stjórnarinnar, sem í upphafi ferils síns- og jafnan síðan hef- ur talið sig standa vörð um verðgildi krónunnar. Forsætis ráðherra og meðreiðarmenn hans, sóru fyrir gengisfellingu fram á síðustu stund. Og til þess að útiloka haiia algerlega fluttu þeir hið margumtalaða emahagsmálafrumvarp sitt um 750 millj. kr. nýjar álögur. En þær kofnu þegar fram í hækkuðu vöruverði. Sama dag og Bjarni Ben. ráðherra flutti varnarræðu í útvarps- umræðum um svik sín og stjórnarinnar í sambandi við gengisfellinguna, varð annar ráðherra, stærri þjóðar, að biðjast lausnar. Hann hafði lika neitað gengisfelUngu, sem þar var svo gerð. Vilja fá þyrlu fil aí fryggja flufninga Egilsstöðum 1. des. Allir vegir um Hérað eru enn færir, enda mjög lítill snjór í byggð. Enn- fremur er Fagridalur fær og stundum Fjarðarheiði. Henni átti að halda opinni fram eftir vetri, í sambandi við flugferðir til Egilsstaða og vegna al- mennra flutningaþarfa. Hefur það gengið svona nokkurn veg- inn. Oddvitinn okkar er nú að telja sína hjörð fysir Hagstof- una og hefur komið í ljós, að fólksfjöldi hefur aukizt hér um 60—80 manns á árinu. Hér hefur því verið hreyft, að fá hingað þyrlu til að flytja fólk og farangur og vera ti'l öryggis ef vegir teppast alveg, eins og stundum kemur fyrir. Það eru sveita- og kauptúnahreppar, sem að þessu munu standa, ef af verður og þá í félagi við þyrlueiganda syðra. En þyrla sú, sem um hefur verið rætt í þessu sambandi tekur 7 farþega eða hálft annað tonn af vörum. Gæti þyrlan komið hingað í janúar eða febrúar ef um semst. V. S. Gengisfellingin, sem átti að koma í veg fyrir, með 750 millj. kr. skattinum, kom svo til viðbótar og er nú lögfest, svo sem landslýð er kunnugt. Leggjast nú afleiðingar beggja þessara ráðstafana á þjóðina, sem geigvænleg verðbólga. Jafnframt er kaupgjald slitið úr sambáhdi við vísitöluna svo að launþegar fá ekki skaða sinn vegna hækkaðs vöru- verðs bættan í kaupi nema með nýjum samningum. Stjórnarvöld landsins, sem þessum aðgerðum stjórna flytja hvar sem þeir mega við koma, bænir til launþega um það, að þola allt bótalaust og láta sem ekkert sé. En kaup verkamanna og iðnverka- manna fyrir 8 stunda dag- vinnu er 110—135 þús. krónur á ári, en framfærslukostnað- urinn 236 þús. kr.! Margt er öfugsnúið í okkar þjóðfélagi eftir 8 ára samfellt afla- og markaðsgóðæri. Óvissan er mest áberandi á nær öllum sviðum, einnig hreint öngþveiti í efnahags- og atvinnumálum. Og ný óða- verðbólgualda skollin á. Osam lyndið í landinu hefur aldrei verið meira, né siðferðisleg (Framhald á blaðsíðu 5). Snúum oss að skemmliionaoinum Gunnarstöðum Þistilfirði 1. des. Hér kólnaði í veðri með gengis- fellingunni. Vonuðu menn þá, að það mundi hlýna með van- traustinu, en sú von brást. Engir rauðir varðliðar eru hér í Þistilfirði, en þó er hér menningarbylting og hún mikil. Því til sönnunar ber að nefna þetta: Björg Björnsdóttir æfir KRÖFUR í ÞROTABÚ 54 MILLJ. Mikið er unnið í ár að holræsagerð á Akureyri. En slík mann virki eru færð í kaf eins skjótt og auðið er. (Ljósmynd: E. D.) FYRIR skömmu rann út frest- ur til að skila kröfum í þrotabú Friðriks Jörgensens. Skiptaráð- andi borgarfágeta Reykjavíkur hefur upplýst, að kröfurnar nemi 54 millj. kr. Hjá Sakadómi Reykjavíkur liggur fyrir mál á hendur Friðriks þessa fyrir gjaldeyrisbrot. En Friðrik Jörg ensen var mikill útflytjandi ýmsra sjávarafurða, svo sem margir norðlenzkir sjómenn kannast við, einkum af grá- sleppuviðskiptum sínum við hann. En á sínum tíma bauð hann hærra verð fyrir hrogn /en rótgróin fyrirtæki treystu sér til að bjóða og hreppti nokkur viðskipti, sem enduðu samkvæmt því, er að framan greinir, og margir harma nú hversu til tókst Q kirkjukór Svalbarðs- og Sauða neskirkju. Hefjast þær æfingar kl. 3 síðdegis og standa til kl. 7 að kveldi. Þá taka við æfingar leikfélagsins, stundum til tólf. Svanhildur Sigurðardóttir he£- ur hér einnig dansnámskeið og þeir séra Marinó prófastur Kristinsson á Sauðanesi og Þór arinn bóndi Kristjánsson í Holti æfa karlakór. Það er því mörg starfsemin. Hyggnir menn og hugsuðir líta svo á, að bændur séu nú að verða leiðir á að bíða eftir verð lagsgrundvellinum og þar með afurðaverðinu. Og af því. af- koma þeirra sé síður en svo glæsileg og útlitið jafnvel skuggalegt, bregði bændur og fleiri á það ráð, að efla nú skemmtiiðnaðinn sem mest, samkvæmt því áliti Gylfa, að sú iðngrein eigi sér lítil takmörk og glæsta framtið ef vel sé á haldið. Ó. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.