Dagur - 02.12.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 02.12.1967, Blaðsíða 4
.v. , -S&í Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ALDAN RÍS Á Á ÞINGINU fyrir kosningar boðaði ríkisstjórnin verðstöðvun. Til þess að nýjar verðhækkanir kæmu ekki í ljós, jók hún niðurgreiðslur af ríkis- fé til mikilla muna. Til sérstakra af- nota í kosningunum kom hún því í kring, að sett voru ný lög um yerð- stöðvun, sem í rauninni voru ekki annað en nafnið tómt og féllu úr gildi 1. nóv. sl. «5 -¦ ¦ í kosningunum sögðu stjómakí blöð, að verðstöðvunin og fyni við- reisnaraðgerðir myndu gera atvinnu vegunum kleift að standa af sér afla- rýrnun og verðlækkun sjávarvara, Og að með gjaldeyrisvarasjóðnum væri áfram tryggður „frjáls" innflutnihg- ur erlendra vara. Það var sérstaklega fram tekið, að stefna stjómarinnár væri sú, að koma í veg fyrir gengis- breytingu. En í byrjun októbermánaðar var komið ahnað hljóð í strokkinn. Kosn inganiðurgreiðslurnar voru skyndi- lega felldar niður og ýmsar helzíu nauðsynjavörur stórhækkuðu í verði af þeim ástæðum. Samtímis voru boðaðir nýjir skattar til ríkissjóðs og ríkisstofnana. Enn lýsti þó forsætis- ráðherra yfir því, að gengi krónunn- ar skyldi óbreytt standa. Hann sagði þá, að gengislækkun mundi skapa fleiri vandamál en hún gæti leyst og talaði um það sem fjarstæðu, að láta „verðsveiflur" sem orðið hefðu verða til þess að breyta gengisskráning- unni. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu stjóm arinnar í október er nú búið að lækka krónuna um 25%. Hér skal ekki um það rætt, hvort einhver hluti gengislækkunar sé rökrétt af- leiðing af falli sterlingspundsins. Gengi krónunnar hefur um langan tíma ekki verið miðað við sterlings- pund heldur Bandaríkjadollar og enn er ekki vitað hvaða áhrif nú- verandi staða pundsins hefur á verð útflutningsvara, sem greiddar em í pundum. Sjálfir búast Bretar við að þurfa að greiða vörur, sem þeir kaupa, á hærra verði í pundum en áður. En það sem máli skiptir í sam- bandi við verðlag innanlands er, að vegna þess að allur erlendur gjald- eyrir hefur hækkað í verði, (dollar- inn úr 43 krónum í 57) verður jafn- framt mikil verðhækkun á erlendum vörum. Nú þegar er búið að hækka verð á benzíni og olíum, flugfari milli landa, smjörlíki og ýmsu öðm. A næstu dögum og vikum koma verð hækkanirnar fram hver af annarri — ekki aðeins af innfluttum vörum, heldur einnig á innlendum vömm, sem unnar em úr erlendum efnum, á iðgjöldum til trygginga, og ýmsri (Framhald á blaðsíðu 7). NÝLEGA var þess minnst, eink um á Norðurlandi, að liðin eru 40 ár frá því Kristneshæli tók til starfa og þá tekið á móti 50 brjóstveikum sjúklingum, flest- um úr héruðum og bæjum norðanlands. Á þessum undan- gengna starfstíma hefur tekizt að lækna sjúklinga sem skipta hundruðum. Berklar eru ekki horfnir með öllu í þessum fjórð ungi fremur en öðrum lands- hlutum, en þetta er orðinn við- ráðanlegur sjúkdómur. Talið er, að .langsamlega flestir af þeim, sem sýkjast af berklum, nái sér aftur og fái fullan bata. En þeg- ar Kristneshæli tók til staría stóð fólk að kalla mátti vamar- laust gegn þessum vágesti. Oft kom það fyrir í hinum sólríku byggðum norðanlands, að í 8— 10 manna fjölskyldu veiktist einn unglingur, eða einhver á bezta aldri, af berklum. Enginn læknir gat komið til hjálpar. Vífilstaðir voru byrjaðir sitt heillaríka starf, en þar var yfir fuUt". Fremsti maður í berklavörn- um sagði, að Norðlendingar y/ðu jð bíða í 30 ár eftir nýju hæli á þeirra vegum. Heimilin gátu ekkert aðhafst til varnar •riema bíða dauðans, óttaslegnir "yfir nýrri smitun. Þrír myndar- legir vinir mínir norðanlands áttu gáfaða og gullfallega syst- ur, sem beið með óþreyju eftir hvíld. Hún spurði einnar spurn ingar: „Eru fætur mínir ekki að kólna." Það var eina vonin. Á árunum 1916—1919 var einskonar góðæri hér á landi. Stríðið skapaði augnabliks verð h.ækkun. Þá réðust þróttmiklar, norðlenzkar konur í héraðinu í það stórvirki að hefja söfnun peninga og annarra gjafa til væntanlegs berklahælis norðan lands. Gert var ráð fyrir að það yrði reist í Eyjafh-ði, í miðjum fjórðungnum, þar sem berklar voru mest útbreiddir. Áhuga- samar konur söfnuðu á nokkr- um misserum hundrað þúsund krónum, ennfremur vinnulof- orðum. 1 þennan sjóð gaf Magnús á Grund, eini vel efnaði bóndinn í fjórðungnum, 20 þús- und krónur og Ragnar Ólafsson sömu upphæð. Geta menn hug- leitt hvað slíkar gjafir væru nú að krónutölu. En gjafimar vovu margar, flestar litlai*, en pen- ingur ekkjunnar var líka dýr- mætur. Síðan kom kreppa úti í hinum stóra heimi. Þá féllu niður samskot til hugsjónamála. Fólk varð að spara til að geta lifað. Síðan liðu nokkur ár. Krepp- an varð minna tilfinnanleg. Dug legur ráðherra hækkaði gengið til þess að sanna lífsmátt at- vinnuveganna. Dagur var þá orðinn áhrif amikið málgagn hugsandi manna í héraðinu. Blaðið var alltaf sjálfbjarga með atfylgi kaupenda og góðra vina. Hann hafði þá og síðar vel vakandi og ritfæra ritstjóra. Þá vann áð blaðinu einhver rit- færasti imaður í blaðamanna- stétt á þeim tíma, Jónas Þor- bergsson. Hann hafði með átak anlegum hætti mætt hvíta dauð anum. Fyrst missti hann móður sína þegar hann var sjö ára. Heimilið leystist upp. Tveir eldri bræður byrjuðu að vinna fyrir sér og urðu báðir kunnir rithöfundar og bændur og for- ystumenn í landbúnaði. Jónas óx upp með góðu fólki en á mörgum heimilum. Eitt ár vor- um við nágrannasmalar, enda vorum við jafn gamlir og góðir vinir. Hann gat ort gamanvísur en þar þraut mig skáldgáfuna. Jónas hafði erft brjóstveikina, enda var hún allsstaðar land- læg. Fékk hann nokkurn bata um stund með sjóböðum á bæ einum við Eyjafjörð, þar sem hann var í vinnu hjá góðu fólki. Jónasi tókst að verða nemandi og njóta handleiðslu Stefáns meistara og fleiri skörunga. Hann fór til Ameríku og vann við andleg og líkamleg störf, Jónas Jónsson frá Hriflu. líkt og Knútur Hamsun. Þá vann Jónas sitt fyrsta verk í þágu menntalífs í landinu með því að fá ungmennafélögin til að bjóða St. G. St. til íslands- ferðar. Stórskáldið 'fór um land allt og var fagnað eins og and- legum konungi. Þá varð Jónas Þorbergsson ritstjóri Dags og þótti spretta úr spori í þjóð- málaáíökunum. Engin hætta var á, að Jónas gleymdi berkla- málinu. Vel mundi hann missi móður sinnar og eigin baráttu. Nú bættist við nlissir konu hans, dóttur Jóns skálds Þor- steinssonar á Arnarvatni. Hann tók nú upp í blaði sínu ein- hverja hörðustu og bezt heppn- uðu baráttu, sem háð hefur ver ið um lífsnauðsynjamál í ísr lenzku fjórðungsblaði. Hann hóf mál þar sem áhrifamiklar norðlenzkar konur höfðu í góð- æri fengið með samskotum fimmta hluta þess fjár, sem þurfti til að reisa 50 manna berklahæli á Norðurlandi. Mælti Dagur með því, að haldið væri áfram hinu sigursæla byrjunarverki norðlenzkra kvenna* en nú varð að hefja nýja fjársókn og beita þar fyrir verki áhugasömum Norðlend- ingum. Jónas gekk á fund þriggja norðlenzkra leiðtoga í þjóðar- og félagsmálum. Tveir voru landskunnir forgöngu- menn í viðskipta- og féiagsmál- um en hinn þriðji mikill laga- smiður. Þeir voru: Ragnar Ólafsson stórkaupmaður, Vil- hjálmur Þór samvinnuleiðtogi og Böðvar Bjarkan snjall lög- maður. Allir voru þessir menn mikJum hæfileikum búnir en skiptir í lífstrú og atvinnu. Þeir félogar völdu Ragnar til for- ystu í stjórninni, en Vilhjálm til framkvæmda. Allir lögðu þeir fram fjárstuðning í bezta lagi og gáfu vinnu sína og fengu aðra'til að gera slíkt hið sama. Guðmundur landlæknir kom norður og valdi heimilinu stað á Kristnesi, þar sem fyrrum bjó landnámsmaður. Þar var jarðhiti og fleiri kostir. Guðjón Samúelsson gaf teikninguna og skipulagsuppdrátt, Guðmundur HHðdal gaf alla stjóm raforku- mála en Geir Zoega forstöðu vegamála. Þá flutti Kristján Kristjánsson alla byggingavöru í hælið fyrir hálfvirði og verka- menh gáfu kaup fyrir alla yfir- vinnu og f jöhnargir áhugamenn í bænum og sveitunum gáfu vinnu. Ofan við Kristnes hefur skógur verið ræktaður og eru þar að verða fögur skógarlönd. Tveir norðlenzkir læknar, Jón- as Jónasson yngri, skáld og rit- höfundur og Snorri Ólafsson, hafa styrkt berklavarnir í 40 ár og sigrað hvíta dauðann, þótt enn vanti fólk aðstöðu til hvíld- ar og aðhlynningar eftir bar- áttu við hættulegan óvin. Nú er kallað, að hvíti dauðinn sé á flótta í Eyjafirði, en þó munu enn vera um 80 gestir á Krist- neshæli til lækninga og til að ná fullum kröftum. Hafa þessir tveir læknar og hjálparlið þeirra gefið hinu fagra Krist- nesi líf og sál. í tilefni af Kristnesmálinu buðu norðlenzkir forystumenn eitt sinn til veizlu í Reykjavík og kynntu málið þar fyrir ýms- um valdamestu mönnum þjóð- arinnar. Ragnar Ólafsson hafði einkum orð fyrir norðanmönn- um, sem á þessu kvöldi hrifu alla viðstadda með glæsi- mennsku, rausn, háttvísi og þeirri málfylgju, sem var við hæfi þessu norðlenzka framtaki. Á þeirri stundu eignaðist Krist- neshæli marga stuðningsmenn. Þegar litið er yfir Kristnes- málið er margs að minnast. Þar koma konur við sögu, er skipta hundruðum. Eftirtektarvert er, hve víða gætti fórnarlundar. Þar á fjöldi karla og kvenna sína frægð saman. Vinnugleðin var frábær. Kristneshöll var reist á einu ári. Við síðustu átökin reyndi mjög á alla for- göngumenn málsins. En með sameigmlegu átaki var hælið fullgert og hvíti dauðinn hrak- inn á vonlausan flótta. Þó að þessi grein fjalli um framkvæmd nauðsynjamáls í einum landsfjórðungi er for- dæmið vissulega allri þjóðinni til fyrirmyndar. Við þá fram- kvæmd tóku allir höndum sam- an og unnu stórvirki. Nú í vetr- arbyrjun er svo ástatt í þjóð- félaginu, að allir eru á móti öll- um og þróun mála ískyggileg. í þeim þrengingum er hollt að minnast þess norðlenzka ham- ingjudags, þegar Kristneshæli var vígt fyrir fjórum áratugum. Jónas Jónsson frá Hriflu. \ýjar Bókaforlagsbækur Leiksviðsmynd úr gamanleiknum Allra meina bóí, seni var frumsýndur í SjálfstæoishásinU' á fimmtu daginn. (Ljósm.: M. G.) ykur slarfsemi sína í FYRRAKVÖLD bauð Sjálf- stæðishúsið á Akureyri frétta- mörmum og ýmsum öðrum til fagnaðar í tilefni af því, að frumsýndur var gamanleikur- inn, Allra meina bót. En með þeim skemmtiþætti eykur stofn unin á fjölbreytni starfseminn- ar. Hofst kvöldfagnáður þessi kl. 7 með ágætum kvöldverði en sj'ðan hófst frumsýningin. Hér er um að ræða gamanleik, sem varð vinsæll í höfuðborg- inni, bæði texti og þó sérstak- lega, sönglögjn, sem eru eftir JóhMúla Árnason. Ágúst Kvar an setti leikinn á svið. En Jó- hann Konráðsson, hinn vinsæli, norðlenzki söngvari, fer með aðalhlutverkið, Dr. Svendsen lækni, sem er sérstaklega skurð glaður læknir og telur skurð- lækningar allra meina bót. Þá var mjög vel valið í kvenhlut- verkið, þar sem Helena Eyjólfs dottir er, því auk söngsins kem ur hún vel og frjálsmannlega fram í hlutverki Höllu. Þá leik ur Þorvaldur Halldórsson, vin- sæll dægurlagasöngvari, Pétur Þorvald og Emíl Andersen gamla Andrés, sem upp var skorinn 29 sinnum ogfsló þaf með, ásamt lækni sínum, öll skurðmet. Hans leikur var mjög skemmtilegur. Þráinn Karlsson leikur svo leynilögreglumann- inn Stórólf, og spillir ekki gamanseminni. Piltur og stúlka, Örn og Sigríður, leika lækna- nema og hjúkrunarnema og koma lítið við sögu. Hliómsveit Ingimars Eydal annast tónlistina og þar með undirleikinn og gerir það af smekkvísi. Mývetningar sýndu leik þenn an hér á Akureyri fyrir nokkr- um árum. Má þyí segja, að Allra meina bót sé gamall kunningi, en engu að síður vel- kominn. . • . ? HID gamalkunna' og myndar- lega Bókaforlag Odds Björns- sonar h.f. á Akureyri hefur enn sent frá sér nokkrar nýjar bækur. Rússland undir hamri og sigð er myndskreytt, vönduð bók um Októberbyltinguna í Rúss- landi fyrir hálfri öld. Höfund- urinn er Hemrann Pörzgen, Þjóðverji, kunnur blaðamaður og talinn einn af fróðustu mönn um um rússnesk málefni, bæði vegna persónulegrar reynslu og fræðilegum athugunum. Bókin er því heimildabók, sem mörg- um mun kærkomin. En Sovét- ríkin koma öllum við, hvort sem menn vilja eða ekki og þetta stórveldi er sögulega merkilegt á margan hátt og hvern dag á dagskrá á vettvangi heimsviðskipta og frétta. Bók þessi skiptist í: Hálf öld undh hamri og sigð — svipljós úr sögu og nútíð, síðan margir þættir, tímatal, yfirlit og mynd ir. Verkið kom út samtímis í mörgum löndum. Þýðingu inn- gangs gerði Kristján Karlsson, en Magnús Sigurðsson þýddi aðra texía bókarinnar. Setningu og umbrot annaðist Prentverk Odds Björnssonar h.f., en prent un og bókband fór fram í Þýzka landi. Myndimar eru sérlega fjölbreyttar og birtast í kaflan- um: Byltingin og böm hennar, sem er hátt í 200 blaðsíður. Bók þessi. um Októberbyltinguna í Rússlandi 1917 er hin myndar- legasta á að líta. Huldufólkið í hamrinum er ættarsaga, framhald af Kirkj- unni í hrauninu, sem út kom fyrir tveim árum. Höfundurinn er Eiríkur Sigurbergsson. Mælt er, að skáldsaga þessi byggist á MANNLÍF í DEIGLU. Bók með þsssu nafni, eftir Hannes J. Magnússon fyrrum skólastjóra á Akureyri, er nýkomin út og SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). morgun, en hún verður vígð með viðhöfn í dag. Hér í blað- inu hafa fyrr og nú birzt leið- beiningar um notkun, sem eiga að koma í veg fyrir óhöpp ef eftir er farið. Snjósleði er til, taks uppi í Hlíðarf jalli, ef á þarf að halda. Þá verður einnig við- vörunarkerfi, til að gefa leið- beiningar ef þoka eða hríð skellur á. HROSSIN A iiðrum stað er sagt frá hross- um, sem nauðuglega var bjarg-. að, flestum, úr árhólma, sem yfir flæddi. Rétt er að minna hrossaeigendur á að nauðsyn- legt er að fylgjast með útigöngU' hrossunum, og varast ber að láta þau svitna í ,Jiestaragi" er verið er að ná einu og einu hrossi til að taka á hús. SAMKEPPNI Þórður Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðishúss- ins sagði við frumsýningu á „Allra meina bót", að Leikfélag ið hefði gott af samkeppni, þótt héf væri aðems um að ræða skemmtiþátt fyrir húsið. Eru það orð að sönnu. Ætti slík við- leitni að efla leiklistaráliugann, bæði meðal áhorfenda og leik- ara. Hannes J. Magnússon. - NY VERÐHÆKKIBVARALDA (Framhald af blaðsíðu 1). upplausn i peningamálum ver ið jafn mikil. Atvinnustéttim ar, sem afboðuðu allsherjar- verkfalli um sinn, segja, að. afboðunin sé aðeins frestun og þær munu eflaust skipuleggja sókn í kaupgjaldsmálum áður en langt líður. Segja má, að aflabrestur og verðfall sumra sjávarafurða hljóti að koma fram í verri lífskjörum, vegna þess, að stjórnarstefnan í efnahags- málum, sem átti að koma í veg fyrir lifskjaraskerðingu þótt nokkrar verðsveiflur yrðu á erlendum mörkuðum, , var blekking. En núverandi ríkisstjóm, sem er einskonar útgerðarfélag auðmanna, er ekki treystandi til þess að skipta byrðunum rettlátlega, enda fram komið, að þær eru lagðár hlutfallslega þyngstar á herðar þeirra, sem minnstan hafa máttinn til að bera þær. Og hvað er nú orðið af verð stöðvunarstefnu stjórnarinn- ar? ? er verkið í tveim hlutum, grein ar og erindi um skóla- og upp- eldismál frá ýmsum tímum á 40 ára starfstíma höfundar á 'því sviði. Þetta erinda- og rit- gerðasafn er að mestu áður birt hingað og þangað, en kveikja allra þessara ritsmíða er upp- eldis- og skólastarf mitt, segir höfundur í formála. Og bókin er fyrst og fremst ætíuð for- eldrum og kennurum, en til- einkuð er hún nemendum Barnaskóla Akureyrar. Ritgerðir þær og greinar, sem . fÍestar eru stuttar, eru margar óvenju góðar hugvekj- ur, oft spunnar um einn efnis- kjama, spakmæli eða einhvem stuttorðan boðskap spakra manna. En fyrirsagnir munu vera um 70 talsins. Fyrri hluti bókarinnar heitir Mótun og mannrækt, en síðari hlutinn heitir Þekking og þroski. I þessari bók er drepið á fjölda vandamála skóla og heim ila í uppeldis- og skólamálum og um þau rætt á þann veg, að lesandinn er fróðari að lestri loknum — og um leið kærleiks- ríkari og betri uppalandi —. Mannhf í deiglu er 330 blað- síður, fullt af lífsreynslu mikOs skólamanns, sem auk 'þess er góður rithöfundur. Q TIL ÆVINTÝRALANDA eftir Eirík Sigurðsson skólastjóra á Akureyri er nýkomin í bóka- búðir. Þessi nýja bók Eiríks er barna- og unglingabók og aðal söguhetjan er Palli, sem áður var frá sagt í bókinni „Týndur á öræfum". Margt drífur á daga Palla, sumt alveg furðulegt, eins óg ferðalag hans til suð- rænna landa, ennfremur Oslóar einhverjum sannsögulegum at- burðum, eða að flugufótur sé fyrir einhverjum atriðum sög- unnar. Skáldsaga þessi hefst að nýlegu afstöðnum Skaftáreld- um. En aðalsöguhetjan er Ás- björg Sigurðardóttir. Einu sinni var eftir Sæmund Dúason, er annað bindi og ber undirtitilinn: „Fulltrúar farins tíma" og „Úreld vinnubrögð". Hér er um 240 bls. bók að ræða, margskonar minningar og meira en helmingur bókarinnar fjall- ar um þau vinnubrögð í dag- legu atvinnulífi, sem nú eru horfin og heyra sögimni til. Bók þessi er fyrir margra hluta sák- ir hin fróðlegasta og munu margir hafa gaman að því, sem hún hefur að geyma. Njósnir að næfurþeli ér drengjasaga eftir Guðjón Sveins son úr Breiðdal og er þetta fyrrihluti sögunnar, en sá síðr ari væntanlegur á hæsta ári. Sagan segir frá þrem röskum strákum, sem verða varfr við útlending í laridi og ! káfbát Eiríkur Sigurðsson. ferð, sem er verðlaun fyrir dugnað við nám. Til ævintýralanda er tíunda harnabók höfundar, auk þýddu •bókanna. Með þessum bókum sínum hefur Eiríkur Sigurðsson lagt fram drjúgan skerf til þeirr ar bókmenntagreinar, sem ætl- uð er yngstu kynslóðinni sem læs er orðin. Þessi nýja bók er yfir 100 blaðsíður með teikn- ingum eftir Bjarna Jónsson. Hún er -skemmtileg, hollur lest- ur og lipurlega rituð. — Bóka- útgáfan Fróði gefur út. ? PIPP A SKÓLAFERÐALAGI heitir barnabók eftir Sid Ro- land, snúið á íslenzku af Jónínu Steinþói-sdóttur á Akureyri, en hún hefur áður þýtt barnabæk- (Framhald á blaðsíðu 7). skammt undan landi litlu! áður. Efnið er spennandi enda söguefni nærtæk af slíkum við- burðum frá síðustu heimsstyrj- aldarárum. Bókin er 150 blað- síður. Margir drengir munu hafa gaman af að kynnast sög- unni um þá félaga, er þar grein ir f rá. i Hanna María og villingarnir er ehn ein bamabók. Höfund- urinn er Magnea frá Kleifum, og segir frá systrum tveim, sem sendar voru frá Reykjavík til afa síns í Koti, sem fær töluvert verkefni við að temja. Þetta er læsileg bók og snyrtileg, 160 blaðsíður að stærð. ; Strákarnir í Stóradal er myndasaga í stóru broti. Lei£ Halse samdi textann en Sigurð ur Gunnarsson íslenzkaði. Ivar Pettersen teiknaði myndimar, sem síðan eru prentaðar í litum. Myndasögur af þessu tagi henta mörgum börnum betur en myndlausar sögur 6g mun þessi myndasaga koma mörgum í gott skap. ? Þrjár nyjarAB-bækur ÞJÓFUR f PARADÍS Ný skáldsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson Ein þeirra bóka, sem komnar eru út um þessar mundir hjá Almenna bókafélaginu, er Þjóf- ur í paradís, ný skáldsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson.- Hefur hann haft hana í smíðum lengi að undanförnu og lauk að fullu við hana fyrir tveimur mánuð- um. Indriði G. Þorsteinsson vann sér snemma til meiri og skjótari frama en títt er um unga skáld sagnahöfunda. Fyrsta bók hans, Sæluvika, safn ~af smásögum, kom út árið 1951, og þótti hún, strax óvenjutraust byrjanda- verk. En lofsamlegir dómar hafa aldrei freistað Indriða til handahófs, og liðu hú fjögur ár þar til hann sendi frá sér næstu skáldsögu sína, Sjötíu og níu af stöðinni. Sú bók skipaði höf- undi sínum örugglega á bekk með fremstu skáldsagnahöfund um þjóðarinnar, og hefur -hún alls komið í þremur útgáfum, en auk þess verið þýdd á erlend mál og loks kvikmynduð. Síðan hafa enn komið frá hans hendi þrjár bækur, sem allar Ihafia treyst vinsældir hans, og er þá ótalin nýjasta skáldsagan, sem ekki hvað sízt mun þykja tíð- indum sæta, ef að líkum lætur. Þjófur í paradís er áhrifarík saga og mikils háttar, svipsterk og minnisstæð, þó að ekki sé hún ýkjalöng. Hún gerist í sveit, sennilega norðan fjalla, og hefst í brúðkaupsveizlu að sumarlagi. Þar, á örfáum blað- síðum, kynnist lesandinn per- sónum þessa byggðarlags, hverri af annarri — nema sjálfri söguhetjunni, bóndanum í Svalvogum. Hann' situr. ekki þessa veizlu, ekki í orði kveðnu, en návist hans er allt að einu orðin staðreynd — maður finn- ur fyrir henni eins og skugga af aðsteðjandi örlögum. En hér verður sú saga ekki rakin. Allt dregur til þess, sem verða vill, með óbrigðulli rökfestu lífsins, og lesandinn sér, hvemig hin foma „paradís" breytist hægt og örugglega í vettvang fyrir . sakamál, ósköp þjóðlegt að vísu, en samt ærið alvarlegt fyrir þá, sem bera byrði þess. Þetta saka mál dregur menn að sér eins og segull, og þá er það um leíð orðið eins konar prófsteinn, ekki áðeins á Sakbomihgihh,' konu hans og börn, heldur og alla þá, er þar koma við sögu. . Þjófur í paradís er mjög í stíl við hinar sterklegu manngerðir sögunnar, hreinþvegin af orð- skrúði og málalengingum. Ao' ytri gerð minnir hún á trausta byggingu, sem hlaðin er upp, líkt og sjálfkrafa, af haglega höggnum steinum og stuggai" frá sér öllu, sem er ofaukið. Og síðast en ekki sízt er þetta rammíslenzk skáldsaga,' ' svo rammíslenzk, að hún gæti ekki I með neinu móti verið skrifuð a£ öðrum en þeim, sem stendur aldadjúpum rótum í jarðvegi lands og þjóðar. Almenna bókafélagið hefur, kostað kapps um að gera bók- ina serri bezt úr garði. Hún er prerituð í Odda og bundin í Sveinabókbandinu. Ki'istín Þor kelsdóttir sá um útlit og kápu. I DAGBÓK FRÁ DÍAFANÍ eftir Jökul Jakobsson Ahnenna bókafélagið hefur nýlega sent frá sér Dagbók frá Díafaní eftir Jökul Jakobsson. Þar segir höfundurinn frá dvöl sinni síðastliðinn vetur i grísku smáþorpi og rekur í lifandi svip myndum kynni sín af því fólki, sem allt fram á þennan dag hef ur búið þar við sams konar lífs- hætti og forfeður þess fyrir tvö þúsund árum, klæðist eins og þeir og sækir sér vatn í sömu brunnana. En það er allt að einu einhver ókyrrð í loftinu. Umheimurinn er farinn að segja til sín og það er jafnvel von á skemmtiferðafólki næsta sumar. Svo langt gengur þetta, að menn láta sig dreyma um að „byggja hótelnefnu ofan á kram búðina sína eða kaffistofuna", og bæjarstjómin er meira að segja tekin að rumska, aldrei slíku vant. Það er sem sé komið upp úr dúrnum, að þorpsgatan, sem dugað hefur mannfólki og ösnum allt frá dögum Odysseifa og Sokratesar, er ails ekki boð- leg útlendum túristum. Þesa vegna eru nú konurnar í þorp- inu önnum kafnar við að moka sandi og möl í blikkdunka, semi þær bera síðan á öxlinni, hnar- reistar og hnakkakertar. Því að' hér bera konurnar hita og þunga dagsins í bókstaflegum skilningi. Karlmennimir hafa þar öðru að sinna. Þeir sitja dag (Framhald á blaðsíðu 7). - —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.