Dagur - 02.12.1967, Síða 7

Dagur - 02.12.1967, Síða 7
7 - ÞRÁR NÝJAR AB-BÆKCR (Framhald af blaðsí'ðu 5). langt á kaffihúsunum og virða konurnar ekki viðlits. Og ef til vill eru líka alda- hvörf í vændum. í hverju ein- asta húsi þorpsins vakir draum ur um Ameríku, allir virðast vei-a að safna sér fyrir fari vest ur um haf og sumir hafa jafn- vel komizt þangað, eins og t. d. rakarinn í þorpinu. Þjálfuð hugkvæmni og at- hyglisgáfa höfundarins sér fyrir því, að lesandanum finnst fyrr en varir, að hann sé sjálfur látlega og hjartahreina fólks, staddur mitt á meðal þessa góð- og mikið má vera, ef hann kveð ur það ekki með nokkrum sökn uði að. lokinni frásögn. Höfundurinn var kominn til Aþenu, þegar sjórnarbyltingin varð í Grikklandi, aðfaranótt hins 21. apríl, og í bókarfor- mála rekur hann kynni sín af þessum afdrifaríku atburðum. Þá má geta þess, að Kristín Þor kelsdóttir hefur gert mjög skemmtilegar teikningar í bók- ina. Akureyringa frá Iþróttaráði Akureyrar í Hlíðarfjalli hér ofan við Akureyri hefur nú í sumar verið unnið að byggingu skíðalyftu (stólalyftu) og er hún nú fullgerð og verð- ur tekin í notkun nú um helgina. Forstöð stólalyftunnar er sunnan við Skíðahótelið, en endastöð á svokallaðri Stromphæð. Lyftan er um 1000 m. löng og tekur ferðin um 7—8 mín. Undanfarna vetur hefur verið mikil aðsókn í Hlíðarfjall og því miður orðið nokkuð um slys og óhöpp. Með tilkomu hinnar nýju stólalyftu má búast við, að ungir sem gamlir sæki Hlíðarfjall í enn ríkara mæli og fjölmenni verði þar meira en' nokkru sinni fyrr. íþróttaráð Akureyrar telur rétt, að út komi fréttatilkynning á þessum tímamótum. Jafnframt vill íþrótta- ráð óska eftir samstarfi bæjarbúa í heild um aðgæzlu í sambandi við ferðir og dvöl í Hlíðarfjalli. 1. Sé farið eftir settum reglum, er stólalyftan mjög auðveld í notkun, en áríðandi er, að fólk sýni varkárni, þegar ferðast er í henni, einnig í námunda við lyftuna. 2. Togbraut er staðsett norðan Skíðaliótelsins, og er það svæði mjög ákjósanlegt fyrir börn og einnig þá, sem litla æfingu hafa á skíðum. 3. Skíðaráð Akureyrar hefur byggt myndarleg mannvirki á Stromphæð, sem er um 1000 metra ofan við Skíðahótelið. Þar er togbraut og það svæði eingöngu ætlað þeim, sem vanir skíðaiðk- endur eru. Togbrautarbelti eru nauðsynleg, þegar ferðast er í tog- brautunum. 4. Tilraun verður gerð með merkingar á skíðaleiðum í Hlíðar- fjalli, og er æskilegt, að skíðaiðkendur fari efir þeim leiðum, sem þá eru miðaðar við getu þeirra og hæfni. Skíðaleiðir frá endastöð stólalyftu og niður að fors,töð munu verða þrjár, merktar með lit- uðum stöngum og riúmerum: 1. rautt erfið leið, 2. gult allerfið leið og 3. grænt auðveld leið. Fyrirhugað er að merkja göngubrautir fyrir þá, sem áhuga hafa á gönguferðum, og verða þær leiðir merkt ar bláum stöngum og tölustafnum 4. 5. Foreldrar athugið, að börn séu í fylgd fullorðinna í Hlíðarfjalli, þau séu vel búinn að iheiman og skíðaútbúnaður þeirra sé í full- komnu lagi. Börn innan 10 ára fá ekki aðgáng að stólalyftunni, nema í fylgd fullorðinna. 6. Skíðahótelið er eins konar miðstöð Hlíðarfjalls. Varast skal að vera langt þar frá eða leggja af stað heimleiðis nema skipulag sé á, einkum í vondum veðrum, sem oft geta snögglega skollið á í Hlíð- arfjalli. Þá er þess óskað, að börn og fullorðnh- leggi af stað heim- leiðis tímanlega fyrir rökkur. 7. í athugun er að koma upp kerfi með aðvörunarhljóðmerkjum, sem þá gefa til kynna, að óskað sé eftir, að fólk komi heim að Skíða hóteli og verður það einkum notað í sambandi við veðurbreytingar. íj 8. Vatnsvéita Akureyrar nýtir vatnsæðar í námunda við skíða-S landið, og er fólk áminnt um að fleygja ekki matarleyfum og öðruí! rusli, hvar sem er og gæta í hvívetna ýtrasta hreinlætis. Rekstur mannvirkja í Hlíðarfjalli er dýr, og mikið fé þarf til þess“ að unt sé að veita fullkomna þjónustu, 'hvað öryggisútbúnað og eftirlit snertir. Slysahætta er ávallt fyrir hendi, hvar sem er og hvenær sem er, og því aldrei of oft fram tekið, að fólk fari varlega. íþróttaráð Akureyrar mun gera allt, sem í þess valdi stendur til að fyrirbyggja óhöpp í Hlíðarfjalli og vill enn taka fram, að það leitar til bæjarbúa um samstarf, sem stuðla mun að því, að Hlíðar- fjall geti í framtíðinni í enn ríkara mæli en nú er,- orðið ánægju- legur staður þeim, sem vetraríþróttir og fjallaferðir vilja stunda. Við þökkum af alhug öllum þeim, sem heiðruðu minningu, GUÐBJARTS SNÆBJÖRNSSONAR, .skipstjóra, og sýndu honum vinarhug í veikindum hans. Sérstak- ar þakkir færum við heimilislækni, frú Ingu Björns- dóttur, læknum, starfsliði og samsjúklingum á Lyfja- cleild Sjúkrahúss Akureyrar. Guðrún Sigurðardóttir, Gyða Þorgeirsdóttir, Sigurður Guðhjartsson, Sólveig Guðbjartsdóttir, Ellert Guðjónsson, Snæbjörn Guðbjartsson, jósej) Guðbjartsson og barnabörn. Bókin er öll hin vandaðasta að gerð, sett og prentuð í Litho- prenti h.f., en bundin í Félags- bókbandinu. BLANDIÐ I SVARTAN DAUÐANN Ný skáidsaga eftir Steinar Sigurjónsson Steinar Sigurjónsson er höf- undur, sem margir kannast við af orðspori, en hinir virðast færri, sem kynnzt hafa bókum hans af eigin raun, og hefur •hann þó gefið út fjórar skáld- sögur og eina Ijóðabók. En þetta fálæti, sem reyndar er ekkert einsdæmi um ungan höf und, sem þræðir jafnóvenjuleg- ar slóðir og Steinar Sigurjóns- son, hefur ekki tekið til gagn- rýnenda hans. Þeir hafa verið nokkurn veginn á einu máli um það, að hann hefði til að bera ótvíræða höfundargáfu, að vísu óráðna, en samt í slíkum rnæli, að skylt væri að veita honum fulla eftirtekt. Nú hefur Steinar Sigurjóns- son gefið út nýja skáldsögu hina stærstu frá hans hendi til þessa, og nefnist hún Biandað í svart- an dauðann, en útgefandi er Almenna bókafélagið. Sagan gerist á Akranesi, þó að naum- ast verði það góðkunna bæjar- félag dæmt af nokkru því, sem þar segir, enda fjallar hún um mannlíf og umhverfi, sem gæti víst eins átt sér stað í hverju öðru sjávarplássi af svipaðri stærð, en blasir sjaldnast við almennings sjónum. í raun er sögusviðið sérstakur heimur, og fólkið, sem lifir þar og hrær- ist, á vettvang sinn við yztu mörk þjóðfélagsins, ef ekki utan garðs í samfélaginu. En einnig á þeim slóðum virðist höfundui'inn öllu kunnugur. Þetta er ekki tiltakanlega „fag- urt mannlíf“ og:möi'gu'er þar lýst ærið umbúðalaust, en svo er nærfærnum skilningi höfund ai'ins fyrir að þakka, að lesand- inn snýr að lokum ríkari af samúð frá þessum dimmleita heimi, þar sem hver maður kem ur til dyra eins og hann er klæddur og ástríðurnar lýsa í myrkrinu eins og maurifdi. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar, Kristín Þorkelsdóttir hefur séð um útlit hennar og teiknað káp una. Lokun búða í desember VERZLANIR á Akurevri eru opnar eins og hér segir í desem bermánuði: Laugardaginn 2. des. til kl. 16. Laugardaginn 9. des. til kl. 18. Laugardaginn 16. des. til kl. 22. Þorláksdagur 23. des. til kl. 24. Athygli skal vakin á því, að Kjötbúð KEA og kjörbúðir í úthverfunum eru opnar eins og hér segir: Laugardaginn 2. des. til kl. 12. Laugardaginn 9. des. til kl. 12. Laugardaginn 16. des. til kl. 16. Þorláksdagur 23. des. til kl. 24. Ennfrcmur Byggingarvöru- deild: Laugardagimi 2. des. til kl. 16. Laugardaginn 9. des. til kl. 18. Laugardaginn 16. des. til kl. 20. Þorláksdagur 23. des. til kl. 20. Véladeild: Laugardaginn 2. des. til kl. 16. Laugardaginn 9. des. til kl. 18. Largardaginn 16. des. til kl. 18. Þorláksdagur 23. des. til kl. 18. Raflagnadeild: Laugardaginn 2. des. til kl. 16. Laugardaginn 9. des. til kl. 18. Laugardaginn 16. des. til kl. 20. Þorláksdagur 23. des. til kl. 24. Á aðfangadag verða allar kjör búðir KEA opnar kl. 9—12 árd. vegna brauð og mjólkursölu. Athugið auglýsingu í viðkom- andi búðum. SKÖPUN ARUNDRIN BERA VITNI UM SPEKI GUÐS. Opinber fyrirlestur fluttur af Leif Sandström fulltrúa Varð turnsfélagsins sunnudaginn 3. des. kl. 16.00 í Kaupvangs- stræti 4, annari hæð. Aðgang ur ókeypis. Allir velkomnir. — Vottar Jehóva. MUNIÐ spilakvöld Ólafsfirð- ingafélagsins að Bjargi í kvöld kl. 8.30. — Nefndin. LEIÐRÉTTIN G. Afmælisfagn- aður Umf. Einingar í Bárðar- dal hefst kl. 21 í dag, laugar- dag, en ekki kl. 2 eins og sagt var í síðasta blaði. GJAFIR OG AHEIT: Strand- arkirkja kr. 500 frá G. M. og R. G., kr. 200 frá N. N., kr. 1000 frá Sigrúnu Jensdóttur, kr. 150 frá R. d.d., kr. 300 frá N. N. — Akureyrarkirkja: 'kr. 300 frá ónefndri konu, kr. 500 frá K. N., kr. 500 frá gam- alli konu á Oddeyri, kr. 500 til minningar um Emil Tóm- asson frá Guðmundi Gests- syni og fjölskyldu. — Sumai'- búðir við Vestmannsvatn kr. 300 frá Lilju Jóhannesdóttur. Gefendum færi ég beztu þakkir. — Birgir Snæbjörns- son. - ALDAN RIS A NY (Framhald af blaðsíðu 4). þjónustu. Fullyrt er, að hita- veitugjöld í Reykjavík hækki um 17%. Launþegar, sem nú eiga að fá uppbót 1. des. hafa frestað verkföllum, sem boð- uð voru. En á yfirlýsingum verkalýðsforingja er ljóst, að stéttarfélög hafa í hyggju að bæta hlut sinn innan skamms. Þau virðast ekki ætla að sætta sig við hin nýju lagaboð um að slíta kaup- gjald úr sambandi við Iiækk andi vísitölu framfærslu- kostnaðar. Forystumenn sjó- manna krefjast þess, áð hlut- ur þeirra verði greiddur á núverandi skráningarverði þess erlenda gjaldeyris, sem hánn er seldur fvrir. Útlitið er ískyggilegt. Ný dýrtíðáralda er þegar risin. Hún mun rísa hátt á næsta ári. □ Frá bókamarkaðiniiiii (Framhald af blaðsíðu 5). ui' og tekizt vel. Bókin fjallar um músaranga, Pipp litla og bróðir hans. En á ferðum þeirra ber ýmislegt til tíðinda, eins og að líkum lætur. Bókaútgáfan Fróði í Reykjavík er útgefandi þessarar bókar, sem ætluð er yngstu lesendunum og hentar vel til þess að liðka stirðlæsa í lestrinum. □ ...þauviljaleikföngin írá Eeykjalundi REYKJALUNDUR, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík: Bræðraborgarstíg 9, símf 22150

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.