Dagur - 06.12.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 06.12.1967, Blaðsíða 5
4 5 i Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. OKKUR er flestum þannig farið, að við horfum meira til þess og finnum til þess, sem vantar, en þess er við höfum öðlast. Þetta gildir að sjálf- sögðu á sviði íþrótta, sem á öðrum sviðum. Þessa dagana ættum við Jkí að gefa okkur tíma til að gleðjast yfir unnum sigri, þar sem skíðalyftan nýja er. Hún var vígð á laugardag- inn og verður nú til afnota um langa framtíð, skíða- og fjallafólki til liins mesta hagræðis og ánægju. Hún stað festir einnig betur en flest annað J)á ákvörðun, að Akureyri skuli vera miðstöð vetraríþrótta hér á landi. í þessu sambandi er hollt að minn- ast þeirrar aðstöðu, sem æskufólki er búin hér á Akureyri. íþróttavöllur- inn er vinsælasti útiskemmtistaður bæjarbúa á sumrin, einkum þegar knattspyrnan er annars vegar. Sund- laug bæjarins, bæði inni- og útisund- laugin, er góð og auk þess menning- arleg og ánægjulegt J)ar að koma, innanhúss. Við eigum að vísu ekki marga sundkappa, en það verður fremur rakið til })ess, live áhugi á öðrum íþróttagreinum er mikill og eflaust verður sundíj)ióttin innan skamms í meiri hávegum höfð á Ak- ureyri en verið hefur um sinn. ÍJn-óttahús bæjarins er auðvitað löngu of lítið. En þörfu hlutverki J)jónar Jiað, J)að sem J)að nær og hef- ur veríð heilsubrunnur, ef á annað borð er unnt að tala uin slíkt í sam- bandi við inniíjnóttir, sem vart Jiarf að draga í efa. Til viðbótar er svo ÍJ)róttaskemman nýja, fyrir knatt- leiki og fleira og marga áhorfendur. Golfið er mikið iðkað í bænum og aðstaða betri en víðast annarsslaðar, og skilyrði orðin góð til að gera bæði fullkominn og fagran golfvöll á nýj- um stað. Skautamenn liafa haldið uppi merkilegri starfsemi og er þar átt við skautasvell fyrir almenning, sem bærinn liefur nú tekið að sér að halda opnu eftir J)ví sem unnt er. Pollurinn er eitt bezta svæði til skemmtisiglinga og veiða, sem hugs- ast getur. Er raunar furðulegt, að þessi aðstaða skuli ekki betur notuð ennþá en raun ber vitni. Þá hafa skátafélögin í bænum ýmsa starfsemi með höndum, sem er sömu ættar og íþróttahreyfingin, og að síðustu skal svo minnt á Skíðaliótelið í Hlíðar- fjalli, sem er enn Jiýðingarmeira fyr- ir skiðaíþróttina og fjallgöngumar en áður, með tilkomu skíðalyftunn- ar. Hér er ekki tæmandi upptahiing, en hún sýnir J>ó, að úr ýmsu er að velja fyrir allt Jiað fólk, sem vill og getur stundað íjiróttir, ásamt námi og störfum til þess að auka lireysti sína og heilbrigði. Einkum er þess- (Framhald á blaðsíðu 7). ÍÞRÓTTA-ÁFANGI Höfn í Hornafirði er fyrirmynd ar staður segir Jóhann Ösmundssoii, nýkominn að austan NÝLEGA var Höfn í Homa- firði á dagskrá í útvarpinu og vakti þjóðarathygli. En það var í samtalsþætti Stefáns Jónsson- ar fréttamanns við heimamenn þar. Byggðin er aðeins hálfrar aldar gömul og sumir frum- byggjendanna enn ofar moldu. Fyrir nokkrum dögum kom Jóharm Ögmundsson heim það- ah frá því að setja þar sjónleik ’á'svið og ræddi blaðið við hann iihí stund. Hvaða sjónleik settir þú á svið? Kjamorku og kvenhylli. Þeir hafa 8 ára gamalt leikfélag og hafa sýnt ýmsa góða sjón- leiki á undanförnum árum. Frumsýningin á Kjarnorku og kvenhylli var 22. nóvember sl. Formaður félagsins er Þórhall- ur Dan Kristjánsson. Félags- heimilið er gott og heitir Sindra bær. Mánagarður er svo annað félagsheimili í nágrenninu. Hvernig leizt þér á staðinn? Kauptúnið er mjög álitlegt. Ég hefi hvergi komið, þar sem atvinnu og efnahagsöryggi er meira. Enginn held ég að sé rík ur, en atvinna er þar meiri en nóg, og því yrði tekið fengins hendi, að þangað flytu 1—200 duglegir menn. Verkefnin eru yfirfljótandi. Allt byggist þetta á sjónum. Þeir eiga ný og góð skip, sem leggja mikiim afla á land. Og þar er borguð uppbót á fiskinn? Já, það er ekki aðeins, að greitt sé fyrir fiskinn við mót- tóku, heldur er föstum við- skiptavinum, sem leggja þar upp að staðaldri, greidd uppbót og hefur hún verið töluverð. Frystihús kaupfélagsins þarf víst ekki að kvarta, svo vel gengur rekstur þess. Annað frystihús er þar ekki á staðn- um. Kaupfélagið er stærsti við- skiptaaðilinn í Höfn og greiðir götu margra, styrkir jafnvel ungt fólk til náms. Kaupfélags- stjórinn er Ásgrímur Halldórs- son. Og allt Framsóknarmenn? Ég get ekki sagt ég heyrði pólitík berast í tal. Já, hvað ættu menn að vera annað en Framsóknarmenn á þessum f yrirmy ndarstað ? Geysimiklar hafnarframkvæmdir eru á döf- inni — alveg ný höfn. Þeir eru búnir að byggja sína sérkenni- legu kirkju og óvenjumyndar- legt gistihús, sem mun eiga mikil verkefni, þegar opnast betur ferðamannaleiðir á þenn- an fagra stað. Hvemig er verzlunin? Ég held að menn litu upp hérna, ef þeir sæu hið myndar- lega þriggja hæða hús kaup- félagsins og kjörbúðimar þar. Þetta er allt fyrsta flokks. Mikið byggt? Milli 20—30 hús í byggingu nú og heil hverfi nýrra húsa vitna um velmegunina. Og hús- in eru ódýr, öll byggð í tíma- vinnu upp á gamla móðinn. F ramtíðar-ferðamannastað - ur? Þarna koma fjölmargir út- lendingar, t. d. nú í sumar. Ég hef trú á því, að þessi staður verði fjölsóttur, svo sérkenni- legt og undrafagurt er þarna í nágrenninu, ekki sízt þegar Skeiðará er brúuð. Það er mikil bjartsýni tveggja fjölskyldna að byggja glæsilegt hótel, sem ég minntist á, en með bættum sam göngum breytist margt. Það er fyrirmyndar- og menningar- bragur á þessu hóteli. Búið er að steypa aðalgötuna og verið er að undirbúa endurbætur á raforkustöðinni og stækkun. Er ekki herstöð á næsta leiti? Jú, á Stokksnesi er radarstöð Bandaríkjamanna með 160 manna starfslið. Þessir menn eru algerlega einangraðir frá þorpinu og árekstrar því engir. Þeir eru ekki að flækjast um og gera allt vitlaust, eins og Jóhann Ögmundsson. (Ljósm.: E. D.) dvöl útlendinga stundum leiðh- til. Elías Jónsson lögregluþjónn sagði mér, að þessir útlending- ar væru boðnir og búnir til hjálpar, hvenær sem væri. Ég fór með honum nokkrum sinn- um til Stokksness og var tekið af frábærri alúð. Hermennimir búa að sínu, dvelja takmarkað- an tíma, eru konulausir og und ir sterkum aga. Suðursveitin, Hornafjörður og Lónið búa yfir mikilli nátt- úrufegurð og andstæðurnar eru svo miklar, að engu öðru er líkt. Maður getur ekið upp að skriðjökli og stigið svo að segja úr bílnum og út á skriðjökul- inn. Komstu að nýju Jökulsár- brúnni? Já, og brúin er geysilegt mann virki. Og þar sá ég eina 50—60 seli í lóninu, rétt við brúna. Ég var í bíl með lögreglunni. Lög- reglumaðurinn flautaði og sel- irnir bara teygðu sig lengra upp úr og létu ekki aðra undrun í ljósi. Svo var sírenan sett á og þá var nú buslugangur og boða föll, þetta óhljóð líkaði þeim ekki. Ég var hissa á því, að mér sýndist vatnið renna upp í móti. í reyndinni var þetta svo. Þarna gætir nefnilega flóðs og fjöru. Ofan við brúna eru 5—7 metra háir ísjakar og standa í botni. Þetta er um 100 metra lón, frá skriðjöklinum að brúnni, og svo sem aðrir 100 metrar fram í Sjó. Vatnsmagnið er feikilega mikið. Hvað sýndist þér markverð- ast á heimilum fólks? Fólkið er alúðlegt og frjáls- «KSxSxs>«xSxSx®KSxS><sxSxíxíx$xexS^^ Bagxjr kemur næst út á laugardaginn, 9. desember. legt í umgengni, yfirleitt mikið reglufólk og traust. Af 7 konum í sjónleiknum okkar reyktu að- eins tvær og sama hlutfall er hjá piltunum. Víns var aldrei neytt. Heimili þessa fólks bera auðvitað svip af fólkinu. Eitt er þó e. t. v. sameiginlegt einkenni og það eru skrautsteinarnir, sem hvarvétna eru. En í þessum landshluta er náma af hinum fegurstu og furðulegustu stein- tegundum, sumum að vísu vand fundnum. Steinasafn tilheyrir hverju heimili. Sumir steinarn- ir eru svo furðulegir og marg- brotin náttúrusmíð, að orð eru alveg gagnslaus. Ég sá líka við bæinn Hraunkot í Lóni, að heim reiðin var skreytt fögrum stein um. Við vorum þrír saman og komum þarna eitt sinn heim. Okkur var boðið inn en við máttum ekki vera að því og kvöddum. En það vildi svo til, er við ætluðum að stytta okkur leið, að við festum bílinn og bóndinn dró hann upp. Var nú ekki hafnað góðum mat. Það var búið að leggja á borð fyrir okkur. Systir bónda, dulrænum gáfum gædd, sagði: Ég vissi að þið mynduð koma aftur og reyndust það orð að sönnu. Ég varð undrandi en kunnugir ferðafélagar mínir ekki. Þeir þekktu til. Maður ekur fram með klöppum, með ótal stöllum. Á hverjum staili eða syllu hefur verið komið fyrir þessum sér- kennilegu bergtegundum. Bónd inn þarna er einn af hinum mestu steinasöfnurum. Þetta er sérkennilegt og líka fallegt. Höfn í Hornafirði hefur verið endastöð þangað til í sumar, og enginn hefur komizt með hægu móti lengra austur. Nú er þetta að breytast, t. d. með Jökulsár- brúnni, og eflaust verða þær ár, sem enn eru óbrúaðar, ekki farartálmar um langa framtíð, segir Jóhann Ogmundsson að lokum og þökkum við svörin. E. D. Hjalti Haraldsson fimmtugur HJALTI HARALDSSON bóndi í Ytra-Garðshorni í Svarfaðar- dal er fimmtudagur í dag, 6. desember. Hjalti er maður vin- sæll og virtur í sinni sveit og hefur verið oddviti sveitar- stjórnar Svarfaðardalshi’epps nú um nokkurra ára skeið. Á síðari árum hefur hann tekið þátt í stjórnmálum og er nú fyrsti varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins hér í kjördæminu. Dagur flytur Hjalta hammgju- óskir sveitunga hans og tekur undir þær. Sjálfur sendi ég þakklátar kveðjur fyxir gömul kynni og góð, ásamt heilla- óskum. E. D. Guðrún frá Lundi: NATTMÁLASKIN. Prentsmiðjan Leiftur h.f. Reykjavík. Um lángt árabil hefur Guð- rún frá Lundi verið einn af mikilvirkustu skáldsagnahöf- undurn þjóðarinnar og flestum öðrum vinsælli og meira lesin, ef dæma má eftir skýrslum bókasafna. Skáldsögur hennar hafa komið út ár eftir ár í tuga- tali, verið rifnar út og lesnar, og enn eftir að hún er komin um áttrætt leikur hún sér að því að skrifa langar skáldsögur, sem þjóðin tekur fengins hendi og les sér til ánægju. Eitthvað hlýtur sú kona að hafa til brunns að 'bera, sem um áratugi heldur óskiptri athygli svo mik ils lesendahóps. Þó að skömm sé frá að segja hef ég ekki lesið nærri allar skáldsögur Guðrúnar og því ekki fylgzt sem skyldi með rit- höfundarferli hennar. Þó las ég Dalalíf á sínum tíma, og minnti það mig nokkuð á Jón Trausta góðrar minningar. Sú saga var gripin úr íslenzku sveitalífi um og eftir síðustu aldamót, þar sem sjóndeildarhringurinn var ekki víður og áhugamálin risu ekki hátt. En persónulýsingar voru allgóðar, enda þó söguefn- in væru stundum smá. Þetta var eins konar þverskurður af hversdagslífi fólksins og auð- séð, að skáldkonan hafði glöggt auga fyrir misfellunum engu síð ur en því, sem betur fór. Styrk- ur hennar lá í frásagnargleð- inni. Henni var létt um að setja sig inn í hugsunarhátt þess fólks, sem hún var að lýsa, þekkti sveitabraginn eins og hann víða var fyrir rúmlega hálfri öld, þegar fátt var til skemmtunar nema „draga í spil“ eða rabba um náungann yfir kaffibolla. Stíll hennar er hvorki flókinn eða háfleygur. Hann er án allra útúrdúra. Sag an fellur áfram í breiðum og lygnum straumi eins og venja var um íslendingasögur, og les- andinn sér þetta fyrir sér Ijós- lifandi, og kannast við þetta allt saman. Ef til vill er það ein mitt meginástæðan fyrir því, hvað Guðrún hefur oi'ðið vin- sæl af alþýðu manna, sem kann betur við að lesa um fólk, er kunnuglega kemur fyrir sjónu, cn persónur af öðrum hnöttum. Og Guðrún hættir sér hvergi út fyrir það, sem hún ræður við. í þessari 22. skáldsögu henn- ar: Náttmálaskin, er sögusviðið enn þá nokkuð hið sama og við fangsafnin áþekk og fyrr. Enn þá er lýst dalalífi, þar sem smá- þorp er önnur endastöðin, en stórbýli í sveitinni hin. Hrólfur á Bakka er harðhnjóskukarl, síngjarn og smásálarlegur, og kona hans engu betri. Þau 'hrekja frá sér dætur sínar hverja af annarri, af því að þær vilja ekki lúta valdi föðurins um ástamál sín, og gömul kona, sem unnið hefur á heimilinu fyr ir sáralítið kaup, er hrakin það- an og sögð til sveitar, þegar hún er orðin uppgefin og örvasa. Eldri dótturinni ofbýður þessi harðneskja, tekur gömlu konuna til sín og gerir vel til hennar , eftir að hún sjálf hefur kollhlaupið sig á fljótfærnislegu ástarævitýri með snotrum snápi, sem reyndist óhræsi. Stúlkan kemst þó brátt í tæri við almennilegan mann, sem elskar hana, en er þá oi'ðin svo tortrygg, að hún ætlar aldrei að þora að eiga hann, eins og hana langar þó til. Loks kemst hún í góða höfn fyrir einstaka þolin- mæði og mannkosti elskhugans. Ástir yngri systurinnar eru þó næstum því enn þá undar- legri. Hún verður bálskotin í elskhuga systur sinnar og reyn ir jafnvel við hann, eftir að hún sjálf hefur eignast barn með geðslegum og góðum pilti, sem henni þykir þó varla viðlits- verður. Allt fer, þetta samt vel á endanum, því að gamla kon- an, Bergljót, erfir jörð og gefur þeim. Það sem vekur athygli um þessa aldarfarslýsingu Guðrún- ar í Lundi, er hversu óhrjálegt það mannlíf er, sem hún lýsir. Að undanteknum örfáum per- áónum er fólkið í sveitinni og á Mölinni smásálarlegt, illgjarnt og ómannúðlegt. Það þvaðrar og lýgur hvað upp á annað, og er svo lítilsiglt að furðu gegnir. Jafnvel ein aðalsöguhetjan í bókinni, Jóhanna Ijósmóðir, þor || Séra BENJAMÍN || ;; skrifar um bækur ir ekki að skrifa fyrir annan mann utan á bréf til mannsins, sem hún elskar í hjarta sínu, vegna þess að hún óttast, að far ið verði að slúðra um það í sveit inrii, ef í-ithönd hennar þekkist á bréfinu. Auðvitað er það tal- inn stórglæpur, ef kona eign- ast barn utan hjónabands, þótt það þyki hins vegar ekki nema sjálfsagt, að konur giftist til fjár hvaða rudda sem er. Vinnu- harka, peningagræðgi og nízka yfirskyggir. allar mannúðartil- finningar fólksins, og orðbragð þess er heldur trassalegt og hæverskulaust. Nornitt Ráða, sem er eins konar Setta í Bolla- görðum eða Leitis-Gróa, spillir öllu með málæði sínu og ill- kvittni og ber róg og getsakir manna á meðal, en er hunangs- sæt í hina röndina. — Skáldkonan virðist líta held- ur kaldrænum augum á sögu- persónur sínar og lýsir þröng- sýninni og vesaldóminum með sterkum litum. Og kannske er mönnum stundum mestur greiði ger með því að sýna þeim framan í sig með góðum spegli* Þetta hefur Guðrún frá Lundi gert í skáldsögum sínum. Og ef við könnumst við vor eigin andlit í skuggsjá hennar, mætti það til vamaðar verða. Þá hefði skáldkonan ekki erfiðað til einskis. Hafi hún þökk fyrir sitt undramikla ævistarf. Hannes J. Magnússon: MANNLÍF í DEIGL- UNNI. — 1966. Þetta er ein bezta bókin, sem ég hef lesið nýlega um skóla- mál og alls konar vandamál upp eldisins, og vil ég eindregið hvetja sem flesta eldri og yngri til að lesa hana með athygli. Þarna er hver hugvekjan ann- arri betri eftir einn af reynd- ustu og ágætustu skólamönn- um þjóðarinnar, og má hezlt bera þessa bók sáman við Skóla ræður séra Magnúsar Helga- sonar, sem vinsælar urðu og mikið lesnar fyrir um það bil þriðjungi aldar. Ekki er unnt að velja betri bók til að 'gefa vini sínum um jólin, og ekki mundi þetta sízt vera hollur lestur ungum for- eldrum, sem löngun hafa til að gefa barni sínu sem bezt vegar- nesti fyrir lífið, og fylgja því á leið með góðri handleiðslu og fyrirbænum. Hannes J. Magnús son hefur gefið þjóð sinni ljóm- andi góða bók, sem á það skilið að verða lengi lesin. Guðmundur Jónsson: SONUR KOTBÓNDANS Leiftur . Reykjavík 1967 Guðmundur Jónsson er einn af beztu skemmtisöguhöfund- um, sem nú eru uppi á íslandi. Honum er létt til máls og at- burðarásin er slík, að lesandinn getur skellt upp úr á hverri blaðsíðu, og er það einhver munur en þurfa að pæla gegn- um einhverjar þrautleiðinlegar vangaveltur. Einkum er Guð- mundur hugvitssamur, þegar um það er að ræða að láta mey kynnast manni. Ef til dæmis er um lækni að ræða, fótbrotna þær rétt við húsdyrnar hjá hon um og eru dregnar inn til við- gerðar og verður af hjónabandi. í annan stað er fótur tekinn af manni og trúlofast hann hjúkr- unarkonunni. Stundum hvolfir skipi og eru hjúin þá tekin sjó- vot, berháttuð ofan í rúm og breiddar yfir tvær æðardúns- sængur. Út af þeim fæðist skáld kona. Yfirleitt er ástarlífið fjör- ugt í skáldverkum Guðmundar, sem sízt ber að lasta, enda draga konurnar sig lítt í hlé. Sonur kotbóndans er reyndar miklu fremur tvær sögur en ein, það er að segja önnur sag- an er innan í hinni eins og ger- ist og gengur í Þúsund og einni nótt. Seínni sagan, sem allt í einu upphefst áður en hinni ei- lokið, fjallar um Hagakónginn og Hagadísina og er hún engu síður skemmtileg, en sú fyrri. Allt er þetta • mannskapsfólk og bráðskemmtilegt, sem er meira en sagt verður um sumt fólk í skáldsögum. Flestir eru for- framaðir í Kaupmannahöfn upp á gamla móðinn. Sögurnar enda alltaf vel, þó að mennirnir verði að ganga gegnum miklar þreng ingar. Engum leiðist, sem les skáldsögur Guðmundar Jóns- sonar. (Framhald af blaðsíðu 1). ráði. Með skírskotun til þessa lagði minnililutinn til, að mál- ið í heild og þar með talin til- laga meirihlutamanna um end- urskoðanda, yrði tekin af dag- skrá. Þessi frávísunartillaga, sem flutt var af Jóhanni Her- mannssyni, var svohljóðandi: Með tilvísun til þess, að árs- reikningar bæjarsjóðs og fyrir- tækja hans eru hér lagðir fram samkvæmt samþykkt bæjarráðs frá 30. okt. sl. en hins vegar fylgir þeim, dagsett 17. nóv. sl. frá 5 af 9 aðalmönnum bæjar- stjómar — þar sem lagt er til, að bæjarstjóm samþykki, að fenginn skuli löggiltur endur- skoðandi til að endurskoða reikninga bæjarsjóðs og fyrir- tækja hans fýrir árið 1966, en tveir af flutningsmönnum til- lögunnar mynda meirihluta bæjarráðs. Samkvæmt sam- þykkt Húsavíkurkaupstaðar er það eitt af verkefnum bæjar- ráðs að sjá um að ársreikning- amir séu samdir og samkvæmt 51. gr. sömu samþykktar er það lagt í vald bæjarráðs, hvort viðurkenndum endurskoðanda er falið að framkvæma verkið hverju sinni. Það verður því ekki séð, að reikningarnir séu lagðir fram eins og meirihluti bæjarráðs og bæjarsjómar vill láta ganga frá þeim, og virðist Sigiir þinn er sigur minn Landkynningarspjald F. I. klýtur íieiðurs- verðlaun á sýningu Ó L A F U R TRÝGGVASON, kunnur Akureyringur fyrir huglækningar og ritstörf um dulræn efni, sendir nú á jóla- bókamarkaðinn fjórðu bók sína, skáldsöguna SIGUR ÞINN ER SIGUR MI'NN. Útgefandi er Skuggsjá, Hafnarfirði. Fyrri bækur Ólafs — Hug- lækningar, Tveggja heima sýn og Hugsað upphátt — allar um trúmál og dulfræði, hlutu góð- ar viðtökur, enda gagnmerk hugsjónarit á úrvalsmáli. Ólafur Tryggvason. Nú býður þessi ágæti hugsuð ur okkur Norðlendingum upp á skáldsögu. Hvað kemur til? Ég opna forvitinn hina nýju bók, blaða dálítið í henni og les hana svo í einum fleng. Höfundur hefur valið sér samtalsformið — örðugasta stílháttinn, og tekst oft vel. Þetta er ástarsaga í þess orðs beztu merkingu. Hörð bar- átta með sigrum og ósigrum, óhamingju og hamingju. Ófreskjan, illvætturin, sem við er að etja, er hinn miskunnar- lausi svikari, Bakkus. Mótvæg- ið er hinn fómandi kærleikur og takmarkalaus trú á siguy hins góða. Eins og vænta mátti er hér um ritsmíð að ræða, sem er fram komin af innri þörf höf- undar til að hjálpa, varða veg- inn til sannrar‘harttingju, forða frá spillingu. Hver getur valið sér göfugra verkefni? - Lágkúruleg framsetning og ógeðslegt efnisval.margra hinna nýrri skáldsagnahöfunda hefur án efa orðið hugsjónamanttin- um Ólafi Tryg'gyasyni hvatning til að ráðast í skáldsagnagerð, til mótvægis þeirri andlegu örbirgð, sem víða blagir við. Slík viðleitni verður seint' full- þökkuð. Heilshugar óska ég höfundin- um til hamingju með fyrsta 9káldsögu sína og vona, að hún hljóti verðugar viðtökur hjá þjóðinni. Enginn skilji orð min svo, að ég telji söguna galla- laust verk, en kostimir eru svo yfirgnæfandi, að á þá ber að leggja áherzlu. Samtölin hefðu sums staðar þurft að vera styttri og orðaValið alþýðlegfa. Menn talast ekki yfirleitt við í spakmælum og orðskviðum. En eftirtektarvert er það og skemmtilegt á vissan hátt, hve þessi lítt skólalærði höfundur á létt með að orða hugsanir sínar á listrænan hátt. Ég rek ekki söguþráðinn og nefni ekki persónur. Hvort tveggja er mjög sniðfast og.eftir minnilegt. Mörg atriði virðast ljóslifandi eftir lestur bókarinn ar. Slíkt talar sterku máli um kosti bókar. Efnið er í senn snörp brýning til atlögu við einn hatramasta ógæfuvald ís- lenzkra fjölskyldna — og dýrð- aróður um kærleikann, sem fórnar öllu, og sigrar að lokum. SIGUR ÞINN ER SIGUR MINN er tilvalin jólagjöf. Jóhannes Óli Sæmundsson. Á UNDANFÖRNUM árum hef ir Flugfélag íslands látið búa til mörg auglýsingaspjöld (placards) til kynningar á nátt- úrufegurð íslands og á landinu sem ferðamannalandi. Mun óhætt að fullyrða, að þessi þátt- ur í landkynningarstarfsemi félagsins hafi reynzt hinn far- sælasti. Nýlega var í Turin á ítalíu haldin alþjóðleg samkeppni og sýning á auglýsingaspjöldum og voru 200 spjöld valin til keppn- innar víðsvegar að úr heimin- um. í keppninni hlaut auglýs- ingaspjald Flugfélags íslands með mynd af Dynjanda í Arnar firði heiðursverðlaun. Myndina af Dynjanda, sem spjaldið var gert eftir, tók Jón Þórðarson, en prentun þess var innt a£ hendi í Kassagerð Reykjavíkur. SKOTFÆRI SUÐUR í GÆR var allgott bílfæri frá Akureyri til Reykjavíkur, „skot færi að kalla“ að því er einn bílstjóri tjáði blaðinu. Frá Vege gerðinni var þó farið upp á Öxnadalsheiði í gærmorgun til að athuga veginn og veita að-- stoð ef með xyrfti. Til Húsavíkur var og vel færi og í fyrrakvöld var Múlaveguj.’ enn opinn en talinn þungfær :! gær. Snjór er lítill en kóf víða í gær, sem olli töfum á bíla- leiðum. Q Úrslit í Haustmóti Skákfélags Akureyrar Meistaraflokkur: 1.—3. Halldór Jónsson, Júlíus Bogason og Björn Sigurjónsson (frá Kópavogi) 6 vinninga hver. 4. Kristinn Jónsson 5V2 v. 5. Jó- rstjórnarfundur haldinn á Húsavík ekki tímabært að taka þá til umræðu og legg ég því til, að málið verði tekið af dagskrá og tekið fyrir næsta mál. Tillaga Jóhanns var sam- þykkt með 7 ^tkvæðum. Þá gerðist það furðulega, að fo.r- seti bæjarstjórnar, Guðmundur. Hákonarson, ber undir atkvæði endurskoðunartillögu meiri- hlutamanna, sem búið var að vísa frá, samkvæmt 'framan- sögðu og sinnti ekki mótmæl- um bæjarstjóra, né ábending- um minnihlutamaima um fund- arsköp. í 'þessu efni fór Guð- mundur að vilja fyrsta flutn- ingsmanns endurskoðunartil- lögurinar, Ásgeirs Kristjánsson ar, en neitaði bæjarstjóra, Bii-ni Friðfinnssjmi, um orðið, áður Á LAUGARDAGINN var mið- stjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins haldinn í Reykjavík. Kom þá í ljós, samkvæmt fregn um að sunnan, að kommunistar með Lúðvík í ibroddi fylkingar höfðu ætlað sér ríflegan. liluta í nefndalvjöri. Eftir að meiri- hlutavaldinu hafði þannig verið beitt afdráttarlaust, gengu en hann bar tillöguna undir at- kvæði. Tillaga Ásgeirs o. fl. var svo samþykkt með 5 atkvæðum flutningsmanna. Bæjarstjóri stóð þá uþp „og gaf yfirlýsingu þess . efnis,' að hann væri búinn að ganga frá reikningunum 1966 eins og hann ætlaði sér og myndi ekki hafa frumkvæði urn að fá lög- giltan endurskoðanda til að yfir fara þá. Ekki varð annað skilið af orðum hans, eri að hantt ætl- þykkt meirihlutamanna að engu. Málsmeðferð forseta. hefur verið kærð til félagsmálaráðu- neytisins og bíða menn úrskurð ar þess með nokkurri efth-- væntingu. □ Hannibal og .Bjöm Jónsson af fundi í mótmælaskyni og fylgdi þeim yfir tuttugu manns. Eft- ir þetta leystist miðstjórnar- fundurinn upp að nokkru, en stjómmálaályktun var þó sam- þykkt og lesin í útvarp. Viðsjár miklar eru nú sem oft áður innan þessai-a undar- legu samtaká. Q hann Snorrason 41/-) v. — Kepp- endur í meistaraflokki voru 103 og var mjög góð þátttaka. Keppendur í I. flokki voru 5. Úrslit urðu þessi: 1.—2. Marinó Tryggvason og Stfeán Ragnarsson með 3 vinn- inga. Þeir Marinó og Stefán tefla einvígi um réttindi í meist araflokki. Q - SKÍÐALYFTAN (Framhald af blaðsíðu 8). mann Sigtryggsson með gull- merki ÍSÍ fyrir góð störf og var það makleg viðurkenning. Skíðamenn fóru nú blysför í fjallinu og flugeldum var skot- ið. En áður en hófi í Skiðahótel inu lauk, kvöddu alþingismenn imir Ingvar Gíslason, Gísli Guð mundsson og Stefán Valgeirs- son sér hljóðs og ávörpuðu við- stadda rneð ámaðaróskum 1 til- efni af hinni fyrstu stóla-skíða- lyftu landsmanna. Laugardagurinn 2. desember 1967 mun verða talinn merkux* dagur í sögu íþróttamála á Ak- ureyri. Vonandi fylgir hamingja þeim framkvæmdum í Hlíðar- fjalli, sem þar hafa verið gerðar fyrir æsku bæjarins. Q Ókyrrð í Alþýðubandalaginu aði sér að hafa umrædda- sam- tækifæri heiðraði hann Her-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.