Dagur


Dagur - 09.12.1967, Qupperneq 1

Dagur - 09.12.1967, Qupperneq 1
Herbergli* pantanir. Forða* skriístoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 HOTEL r * l If 1 r Túngötu 1. Feroaskrifstofan sími n4?5 Skipuleggium ódýrustu ferðirnar tíl annarra landa. Við vertíðariok á Seyðisfirði Saltað í 60 þús. tunnur og 69.500 tonn brædd Tveir piltar létu lífið og tveir aðrir eru mjög þungt haldnir Seyðisfirði 8. des. íbúar Seyðis fjarðar voru 905 við manntalið 1. des. 1966 og hefur þeim fjölg að eitthvað síðan. Mikið hefur verið byggt síðustu árin, og eru nú í smíðum milli tíu og tutt- ugu einbýlishús, raðhús með fimm íbúðum og fjölbýlishús er í smíðum á vegum bæjarins. Saltað hefur verið í rúmlega 60 þús. tunnur og er Hafaldan hæst með rúmlega 13 þús. tunn BINGÓ OG VIST Hrísey 8. des. Hörkuveður og rafmagnið óstöðugt. Hver situr sem fastast heima hjá sér. Kven félagið hefur þó kaffiklúbb öðru 'hverju og verkalýðsfélagið bingó. Þá hafa áhugasamir menn Framsóknarvist. Sá sem hreppir verðlaun hverju sinni, sér um næsta spilakvöld. S. F. Hernámsárin sýnd á Ákureyri í GÆR var í Borgarbíói sýnd kvikmyndin Ilernámsárin 1940 —1945, sem fyrir þremur vik- um var frumsýnd syðra og síð- an. Hér er um að ræða fyrri hluta mikillar kvikmyndar, og kemur síðari hlutinn síðar í vetur eða vor. Handrit og stjóm hefur Reynir Oddsson á liendi og kvikmynduina sá hann einn ig um, ásamt V. Knúdsen. Texta gerði Thorolf Smitli o. fl. Flytjendur eru Helga Bach- mann og Helgi Skúlason. Mikið hefur verið rætt um þessa mynd og mun marga fýsa að sjá hana. Hún verður sýnd hér næstu daga. □ ur. Síldarsöltunarstöðvar eru 8 og hafa 7 verið starfræktar í sumar. Síldarverksmiðjurnar eru tvær og hafa þær tekið á móti 69.500 tonnum. Ný vei'ksmiðja, sú þriðja, er í smíðum á svo- kallaðri Ölfueyri og er vonast til, að hún geti hafið vinnslu á næstu vertíð. Hér hafa verið mjög miklar ógæftir. Síðasta síldin barst á land 2. des. og þá aðeins smá- slattar. Rússneski síldveiðiflotinn hef ur verið hér útifyrir og fjögur viðgerðarskip hafa annast við- gerðir í flotanum. Margir tugir báta hafa verið hér inni til við- gerðar, einkum til að losna við net úr skrúfu. Einnig hafa hér komið vatnstökuskip annan eða þriðja hvern dag þegar flotinn hefur verið skammt undan, en annars leita þau til Færeyja. Ágúst Sigurjónsson hefur róið í þorsk á trillu sinni og aflað sæmilega bæði á linu og handfæri. En þorskveiðar hafa setið mjög á hakanum á undan gengnum síldaruppgripaárum, líklega um of. Snjór er sára-lítill og Fjarð- arheiði var opnuð í dag, en hætt við að hún lokist fljótt aftur. B. H. HÖRMULEGT SLYS varð sl. þriðjudagskvöld eða snemma nætur, þegar átta unglingar í nýjum rússajeppa voru á heim- leið úr Skriðdal til Egilsstaða. Innan við Gilsárbrú missti öku maðurinn vald á bifreiðinni með þeim afleiðingum, að hún steyptist fram af 20 metra þver hníptu bergi og niður í ána. Bíllinn lenti austan við brúna. Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ brast mikil klakastífla hjá Hall dórsstöðum í Laxárdal. Fyllti hún bæði inntakslón Laxár- virkjunar og síðan túrbínurn- ar. Tekin var upp rafmagns- skömmtun á öllu orkuveitu- svæðinu og stóð hún ennþá í gær. En raforkuframleiðslan Bíllinn koin niður á hjólin. ís var undir og brotnaði hann og lá jeppinn hálfgert á hliðinni í vatni. Veður var hvasst, mikið frost og vegurinn ósléttur eftir nýlega afstaðna hláku. (Framhald á blaðsíðu 2). var þó farin að aukast tölu- vert svo unnt var að rýmka skömmtunina verulega í gær. Raforkusvæðið fékk alls. um 10 þús. kw. En Laxárvirkjun fram leiðir 12.500 kw. og toppstöðin á Akureyri 4.000 kw. til viðbót- ar, þegar allt er í fullkomnu lagi- □ Úr prógrammi kvikmyndarinnar „IIernámsárin“. KEMUR NORÐURLANDSÁÆTLUN FYRIR JÓL? í MORGUNBLAÐINU 4. júlí sl., rétt fyrir kosningar — er viðtal við Magnús Jónsson fj ármálaráðherra. í viðtalinu sagði ráðherrann: „Ég tel nauðsynlegt, að vinna kerfis- bundið að alhliða uppbygg- ingu í kjördæminu. Mikilvæg asta skrefið að því marki nú, er sú áætlun um eflingu byggðar á Norðurlandi, sem unnið er að og verður lokið á þessu ári.“ Alllangt er nú liðið síðan tilkynnt var af hálfu stjórnar- valda, að Efnahagsstofnuninni hefði verið falið að vinna að gerð Norðurlandsáætlunar. Sumarið 1966 fóru um Norður land þrír menn á vegum Efna hagsstofnunarinnar, þeir Bjami Einarsson núverandi bæjarstjóri á Akureyri, Valdi mar Kristinsson og Þór Guð- mundsson, og héldu fundi með sveitarstjómum, einkum í kaupstöðum og kauptúnum. Hjá þeim kom fram lofsverður áhugi í starfi og þeir viðuðu að sér margskonar upplýsing- um, sem þeir rituðu síðan skýrslur um og afhentu Efna- hagsstofnuninni. Eigi er kunn ugt um, að þessar skýrslur hafi verið neitt leyndarmál, sem þingmenn hafi ekki feng- ið að kynnast. Á þessum skýrslum m. a. mun hafa átt að byggja Norðurlandsáætlun ina. En 'hún er ekki komin fram ennþá, en á að koma fyr ir næstu áramót, samkvæmt yfirlýsingu ráðherrans í við- talinu við Mbl., enda tími til kominn. í seinni tíð hefur þó ekkert heyrzt um, að hennar sé von næstu daga en vera má að svo sé og bíða ýmsir þess með eftirvæntingu, að áætlunin verði birt, t. d. áður en afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1968 lýkur á Aliþingi. Það eina, sem heyrzt hefur nú í þessu sarrabandi, er, að einn af frambjóðendum Sjálf- steeðisflokksins hér í kjördæm inu nú í vor, hafi verið ráðinn starfsmaður Efnahagsstofnun innar með búsetu á Akureyri, með sérstöku tilliti til Norður landsáætlunar. Hitt hefði þó mörgum þótt heppilegra, að Fjórðungssambandi Norðlend inga eða Sambandi norð- lenzkra sveitarfélaga yrði fal- ið að vinna að áætlunargerð hér eftirleiðis með aðstoð sér- fróðra, hvort sem það yrði þessi frambjóðandi Sjálfstæðis manna eða einhver annar, einn eða fleiri. Menn hafa það sem af er heldur slæma reynslu af lands hlutaáætlunargerð á vegum ríkisstofnana fyrir sunnan. Nú eru allmörg ár liðin síðan fullyrt var á vegum stjórnar- valda, að búið væri að semja Vestfjarðaáætlun. En þegar um hana var spurt nánar fóru hlutaðeigendur undan í flæm ingi. Og þegar borin var fram formleg fyrirspum til ráð- herra á Alþingi kom í ljós, að Vestfjarðaáætlunin fyrir- fannst hvergi og hafði aldrei verið til. Umræður um þetta eru í skjölum Alþingis. En nú vona menn, að ekki fari eins fyrir Norðurlandsáætluninni og hún: komi fram fyrir jólin eða nýárið, eins og ráðherr- ann sagði. Snemma í vetur minntist Dagur lítilsháttar á þetta mál, og varð það til þess, að rit- stjóri íslendings stökk upp á nef sér, en virtist þó hvorki vita upp né niður í því, sem um var rætt. Vonandi er hann ekki hræddur um, að okkur hér nyrðra sé ætlað að fá er- indreka fyrir Sjálfstaeðisflokk inn í staðinn fyrir Norður- landsáætlun fyrir áramót.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.