Dagur - 13.12.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 13.12.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H0IbeT pantanir. FerSa- skrifstoian Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 13. desember 1967 — 77. tölubl. Ferðaskrifstofan !S*5« Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Boðin út smídi hafrannsóknar- skipsins Bjarna Sæmundssonar UNDINRBÚNINGUR að smíði nýs hafrannsóknarskips fyrir íslendinga er nú á lokastigi. Skipi þessu hefur þegar verið valið nafn, sem kunnugt er, „Bjarni Sæmundsson" eftir brautryðjanda haf- og fiski- rannsókna hér við land. Skip þetta verður fyrsta raf- knúna skip íslendinga, en allur rafbúnaður og allur vélabúnað- ur skipsins hefur þegar verið keyptur, auk þess allar vindur, en þær eru fjölmargar á slíku skipi — svo og fiskileitartæki. Verð allra þessara tækja er þriðjungur af byggingarkostn- aði skipsins og eru þessi tæki og útbúnaður í smíðum í Þýzka landi og Noregi. O MJOG MIKLIR VATNA- VEXTIR í SKAGAFIRÐI SAMKVÆMT FRÉTTUM úr Skagafirði í gær, voru þar enn gífurlegir vatnavextir en þó rénandi er á daginn leið. Húseyjarkvísl stíflaðist fram an við Húsey, flæddi yfir-Vall- hólma og braut ræsi og tók af veginn skammt frá Sólvöllum. Héraðsvötn flæddu yfir Valla 'bakka og yfir veginn í Blöndu- hlíð, einnig á He'gráhesvegiog var þar éinnig að verða ófært. f Gönguskörðum fór vatn einnig yfir veginn svo illfært varð þar yfir. Mest voru þó flóðin eða a. m. 'k. óvenjulegust í Lýtingsstaða- hreppi. Svartá stíflaðist ofan við Reykjarfoss og við þaS myndaðist svo mikil uppistaða, að bæirnir Reykjarborg og Laugarbakkar urðu umflotnir. Bóndinn á Laugarbrekku var að koma frá fé sínu og komst ekki heim sökum vatns, en fékk pramma lánaðan og reri heim. Ætlaði hann síðan að ferja fólk að heiman en varð að hverfa . frá því ráði vegna straumþunga vatnsins. Vegurinn varð alger- lega ófær hjá Starrastóðum. Bændur í Lýtingsstaðahreppi muna ekki aðra eins vatna- vexti þar um slóðir. Vegarskemmdir koma í ljós síðar. Q VERÐLAGSGRUNDVOLLUR landbúnaðarins, sem átti að taka gildi í hust, hefur enn ekki verið birtúr. Sexmannanefndin varð ekki á eitt sátt og fór mál- ið fyrir yfirnefnd. Sú nefnd lauk störfum hinn 1. dés. sl. Hljótt er iim hennar störf. Samkvæmt úrskurði hennar er grundvöllurinn nær óbreytt- ur, eða hækkun 0.23%. Þar ef mjólkin reiknuð á kr. 9.10 pr. kg. og fyrsti og annar verðflokk ur dilkakjöts kr. 64.50 kr. kg., gærur áætlaðar 33 kr. kílóið og ullin á 20 kr. kg. Þessi niðurstaða er alveg furðuleg. Samkvæmt greinar- góðum upplýsingum formanns Stéttarsambandsins, Gunnars Guðbjartssonar, hefði verðlags grundvöllurinn nú í haust átt að hækka um 40—50% og færði hann að því gild rök, Meðal þeirrá atriða, sem' van reiknuð eru, má nefna, vinnu- JÓLAVAKA, SÖNGUR BARNANNA UM SÍÐUSTU mánaðamót kom út hljómplátan Jólavaka, sem Æskulýðssamband Hólastiftis stendur að í sambandi við Fálkann í Reykjavík. Jólavakan er söngur barna- kórs undir stjórn Birgis Helga- sonar kennara, og er þar einnig einsöngur Margrétar Þorsteins dóttur, flautuleikur Auðar Árnadóttur og upþlestur Elsu Eðvarðsdóttur. Flytjendur eru börn úr Barnaskólá Akureyrar og eru þau þátttakendur í sunnudagaskólastarfi kirkjunn- ar. — Með þessari Jólavöku .vill ÆSK innleiða helgistundir inn á heimilin. Q Við vörpum af okkur áhyggjununi ððru hverju í skammdeginu Kópaskeri 12. des. Veturinn byrjaði snemma að þessu sinni og tíð hefur verið mjög rysjótt og erfið. Snjór er lítill og beitar jörð oftast næg, en hefur ekki notazt að sama skapi vel vegna illviðra. Samgöngur hafa verið sæmi- legar, miðað við venju. Þó hef- ur Auðbjargarstaðabrekkan oft verið vond og stundum alger farartálmi. En yfirleitt búa menn sig undir það, að sam- göngur truflist meira og minna á vetrum. Hingað kom allmikið magn af kjarnfóðri, sem bændur fluttu þegar heim til búa sinna. Kaup félagið hefur því lítið af þeirri voru en bændur yfirleitt nokk- uð, eða svo, að endast ætti fram í febrúar—marz. Stór kjarn- fóðursending átti að vera kom- in, en verkfall og fleira kom í veg fyrir það. Rjúpur sjást naumast og ekki hafa fregnir borizt af refum, nú að undanförnu. Menn bera það við að skemmta sér, þótt veður séu ekki sem bezt og dagar til und- irbúnings stutth. Auðgar það mannlífið að koma saman, ræð- ast við, dansa og syngja, og varpa hversdagsáhyggjum af sér öðru hverju. H. B. liðinn, kjarnfóðurnotkun, til- búinn áburð, flutningskostnáð, vexti, afurðir af sauðfé o. fl. Það við bætist illt árferði til bú skapar, óvenjuleg aðstaða af völdum óblíðrar náttúru og síð ast en ekki sízt ber svo að nefna verðbólguþróunina, sem hefur aukið framleiðslukostnað allra greina búanna. Verðlagsgrundvöllur sá, sem nú liggur fyrir, mun freklegt brot á lögum, sem þar um fjalla. Bændur eru langt frá því aS ná 'rétti sínum og þeim tekjum, sem lög mæla fyrir um og miS- ast við aðrar vinnandi stéttir í tekjum. O Mikill bruni Á LAUGARDAGSKVÖLDH) kviknaði í félagsheimilinu á Bíldudal meðan á kvikmynda- sýningu stóð. Margir lögðust á eitt við slökkvistarf þar til brunaliðið kom. Ennfremur voru notaðar slöngur frá skipi í höfninni. Hér varð af stór- bruni, sem naumast verður bættur að sinni. O UM 800 BORN ERU HEYRNARDAUF í SAMBANDI við fjársöfnun Lionsklúbbsins Njarðar í Rvík til að kaupa rannsóknartæki vegna heyrnardaufra bai'na, hefur þetta verið upplýst: Hér á landi munu vera 800 heyrnardauf börn, eða börn með heyrnarskemmdir. Mörg þessara barna þurfa að ganga undir uppskurð. Með betri tækjum, svo sem sérstakri smá- sjá, sem klúbburinn nú safnar fé til, verður árangur lækning- anna öruggari. O

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.