Dagur - 13.12.1967, Page 4

Dagur - 13.12.1967, Page 4
4 NYTSAMAR JÓLAGJAFIR! TALANDITÖLUR í SIÐASTA hefti Fjármálatíðinda er athyglisverð skýrsla um „íbúðabygg- ingar og húsnæðisþörf“, rituð í Efna hagsstofnuninni af Pétri Eiríkssyni. Höfundurinn áætlar, að byggja þurfi ca. 8000—8500 íbúðir á 5 ára tímabilinu 1967—71 í landinu í lieild. Eitt af því, sem hann hefur gert athugun á er f jöldi nýrra íbúða eftir landshlutum. Skiptir hann nýj- um íbúðum ár livert í tvo flokka. Annars vegar íbúðir á Reykjavíkur- svæðinu, hins vegar er landsþyggðin utan Reykjavíkursvæðisins. íbúar Reykjavíkursvæðisins telur höfundur í árslok 1966 vera 102.756, en annarsstaðar á landinu 94.452. Mun hér farið eftir bráðabirgðatöl- um Hagstofunnar það ár. En hlut- fallið milli nýrra íbúða er allt annað og landsbyggðinni utan Reykjavík- ursvæðisins mjög í óhag. Árið 1966 voru byggðar 1140 íbúð ir á Reykjavíkursvæðinu en ekki nema 610 íbúðir annarsstaðar á land inu. Með nýjum íbúðum er liér átt við framkvæmdir við íbúðabygging- ar á árinu, umreiknaðar í fullgerðar íbúðir. Miðað við íbúatölur og íbúðafjölda á Reykjavíkursvæðinu eru nýju íbúðirnar utan Reykjavík- ur innan við 60% af því sem þær hefðu átt að vera á árinu 1966. Að líkindum er hlutfallið ekki hag- stæðara fyrir landsbyggðina á þessu ári. Til viðbótar er svo þess að geta, að árið 1966 voru 244 íbúðir teknar úr notkun utan Reykjavíkursvæðis- ins en ekki nema 28 á Reykjavíkur- svæðinu. En er þá ekki húsnæðis- ástandið verra á Reykjavíkursvæð- inu en utan þess? Nei, því fer fjarri að svo sé. Meðalmannfjöldi á íbúð utan Reykjavíkursvæðis er 4.65 en ekki nema 3.89 á Reykjavíkursvæð- inu. Hér er vissulega alvarleg þróun á ferðinni í liúsnæðismálum, frá sjón- armiði landsbyggðarinnar. Eitt höf- uðskilyrði þess, að fólk setjist að í kaupstöðum, þorpum og sveitum er auðvitað, að það hafi viðunandi luis- næði. En fjárfestingin í íbúðabygg- ingum virðast, samkvæmt þessum tölum, beinlínis miða að því, að höf- uðborgarbyggðin aukist á kostnað annarra byggða á landinu. Þannig er farið að því í framkvæmd að stuðla að jafnvægi milli landshlut- anna! Lánaúthlutun húsnæðismála- stofnunarinnar hefur nú undanfarið sætt mikilli gagnrýni hér á Akur- eyri og víðar. Verulegur liluti af starfsfé stofnunarinnar er nú, að fyr irlagi stjómarvalda, bundinn í svo- kallaðri Breiðholtsáætlun í höfuð- borginni, en víðsvegar um land bíð- (Framhald á blaðsíðu 7). EKKERT GENGISFELLINGARVERÐ. Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÉÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.L JÓLA-EPLIN eru komin Úrvals REÐ „DELECIOUS“ Mjög gott verð í heilum kössum. KJÖRBÚÐIR KEA PICNIC sett Campina ÚTILEGUSETT TJÖLD SKAUTAR BAKPOKAR, nýjasta gerð VEIÐISTENGUR Ambassadeur hjól SVEFNPOKAR, 3 tegundir DSÆNGUR verð kr. 495.00 Japönsk skíði með plastsólum og stál- köntum, allar lengdir. UNGLINGA- og BARNASKÍÐI SKÍÐASTAFIR, stál, frá 95 cm. til 145 cm. á lengd. ÖRYGGIS- SKÍÐABINDINGAR KÁTT FÓLK KÁTT FÓLK Nýjársfagnaður verður haldinn að Hótel KEA 1. janúar 1968 og hefst stundvíslega kl. 7 e. h. með borðhaldi (4 réttaður mat- ur). Fögnum nýju ári með söng og dansi, glensi og gríni. Síðir eða stuttir kjólar, dökk föt og slaufa. — Verð aðgöngumiða 800.00 kr. fyrir hjón. — Aðgöngu- miðar afgreiddir að Hótel KEA föstudaginn 15. des. frá kl. 8—10 e. h. Áríðandi að félagar taki miða sína á áðurnefndum tíma, annars seldir öðrum. STJÓRNIN. JÓLAKERTIN Á JÓLABORÐIÐ Fjölbreytt úrval af íslenzkum og erlendum tegundum. NÝLENDUVÖRUDEILD FORELDRAR Gefið gagnlegar jólagjafir: GEFIÐ SKÍÐAÚTBÚNAÐ Allir þurfa að eignast skíði. Bezta úrval landsins er hjá okkur. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. KULDASKÓR TIGER KULDASKÓR á alla f jölskylduna Ódýrir KARLMANNA-SANDALAR stærðir 38-46 SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. ÓDÝRT! ÓDÝRT: Seljum til jóla LEIKFÖNG og PLASTMÓDEL með stórafslætti FRÁ GAMLA VERÐINU BRYMJÓLFUR SVEINSSON H.F. i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.