Dagur - 13.12.1967, Blaðsíða 6

Dagur - 13.12.1967, Blaðsíða 6
6 Skipstjórafélag Norðlendinga verður 50 ára 13. febrúar 1968. Árshátíð og afmælis- fagnaður verður haldinn að Hótel KEA 27. des. 1967 og hefst með borðhaldi stundvíslega kl. 19.00. Þátttaka tilkynnist á Hafnarskrifstofuna, símar 1-13-91 - 1-15-39 og í síma 1-13-39 - í-1471 fyrir 22. des. Aðgöngumiðar afhentir í Hafnarskrifstofunni 23. og 27. des. milli kl. 13.00—15.00. SKEMMTINEFNDIN. Einbýlishús í smíðum Tilboð óskast í einbýlishús í sraíðum. SÍMI 1-20-36 Fíleruðu dúkarnir eru komnir. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson Tilvaldar gjafir til vina erlendis eru handofnir treflar, langsjöl og reflar o. fl. Silfurskeiðar o. fl. með Akureyrarmerkinu eða mynd o. fl. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson BARNA- KULDASKÓR BARNA- INNISKÓR BARNA- SKÓR LEÐURVÖRUR H.F. - STRANDCÖTU 5 Til viðskiplamanna KEA Félagsmenn og aðrir viðskiptamenn, sem skulda oss í reikningi, eru vinsamlegast áminntir að gera full skil eigi síðar en 15. þ. m. Akureyri, 9. des. 1967. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Akureyringar - Nærsveitafólk Seljum milli kl. 1 og 6 á daginn lítið gallaðar TÖSK- UR á hagstæðu verði. , Verksmiðjan GLITBRÁ Ráðhústorgi 3, III. hæð TIL JÓLANNA: NYLON- UNDIRKJÓLAR verð frá kr. 183.00 MITTISPILS NÁTTFÖT NYLON- NÁTTKJÓLAR VELUR- NÁTTKJÓLAR með löngum ermum KORSELETT SOKKABANDABELTI BRJÓSTAHÖLD NYLONSOKKAR CREPESOKKAR Útsaumaðir VASAKLÚTAR Verzlunin DYNGJA Mjög falleg TELPUPILS TELPUKJÓLAR DRENGJAFÖT PEYSUR lang- og stutterma NÁTTFÖT, ódýr TELPUSLOPPAR DÖMU-N YLON - SOKKABUXURNAR komnar aftur VERZLUNIN RÚN Sími 2-12-60 Jólavörur á gjafverði Þar sem verzlunin verður framvegis aðeins með músik- og sportvörur verða birgðir af jólavörum frá þyí í f.yrra seldar á fimmtudag og föstudag á sér- staklega lágu verði. Jólatrésskraut - Skrautkerti Leikföng - og ýrasar aðrar vörur svo sem kventöskur, innkaupatöskur, myndaalbúm o. fl. SPORTVÖRU- OG HLJÓÐFÆRAVERZLUN AKUREYRAR RÁÐH Ú STORGI 5 NÝJAR BÆKUR FRÁ LEIFTRI FRÉTTABRÉF ÚR BORGARFIRÐI. Um þriðjung aldar skrifaði Kristleifur á Stóra-Kroppi bréf til vina sinna og sveitunga, sem fluttust til Vesturheims. Bréf þessi eru ekki aðeins bráðskemmtileg, þau eru stórfróðlegur annáll þessa ömurlega tímabils í sögu íslenzku þjóðarinnar — Kr. 397.75. NÁTTMÁLASKIN, eftir Guðrúnu frá Lundi. — Ekki eru ellimörk sýnileg á þessari síðustu bók Guðrúnar — og vin- sældir hennar eru samar og áður. Flestar hennar bækur eru uppseldar, og síðustu árin hafa þær venjulega verið þrotnar í bókabúðum fyrir jól — og svo mun enn verða. — Kr. 349.40. SKESSAN f ÚTEY, eftir Ólöfu Ámadóttur. Fagurt ævin- týri, skreytt fjölda mynda eftir Árna Gunnarsson. Ollum börnum þótti vænt um Staðar-Boggu, af því að bún gaf sér stundum tóm til þess að segja þeim sögur. Og sagan sem hún segir þeim í þetta skipti er af Skessunni í Útey. — Kr. 134.40. AF SJÓNARHÓLI. Minningaþættir Kristjáns frá Garðs- stöðum. Kristján hefur á langri ævi mörgum manninum kynnzt og lýsir í bók sinni af mikilli glöggskyggni kostum þeirra og ávirðingum, hárra sem lágra — eftir því sem þeir koma honum fyrir sjónir. — Kr. 397.75. FIMMTÁN ÍÞRÓTTASTJÖRNUR, eftir Kristján Jóhanns- son. — Margir hafa gaman af að rifja upp atburði, sem farnir eru að fyrnast, — líta inn á Melavöllinn og skoða þá, sem fyrstir kveiktu eldinn í huga íþróttaæskunnar. Þá áttum við menn, sem stóðu jafnfætis úrvali milljónaþjóða. — Kr. 198.85. SKULD eftir Oddnýju Guðinundsdóttur. — Oddný hefur áður skrifað bækur og fengið góða dóma. En þessi bók er betri. Oddný er greind kona, en bindur ekki að öllu leyti sína bagga sömu hnútum og samferðamennirnir. Lesið SKULD. 350 bls. — Kr. 322.50. PERLUBANDIÐ, eftir Hugrúnu. — í bókinni eru ellefu sög- ur, sem sérstaklega eru ætlaðar börnum og unglingum. — Eins og allar góðar barnabækur á hún erindi til allra þeirra, sem hafa yndi af því, sem fagurt er. — Kr. 134.40. MANNLÍF f DEIGLU, eftir Hannes J. Magnússon. Höfund- ur bókarinnar er kunnur og reyndur skólamaður með langan starfsferil að baki, hefur staðið í önn og erli uppeldisstarfsins í meira en 40 ár og var skólastjóri í 18 ár. Eftir hann liggur ekki færri en 17 bækur. — Merk bók og vönduð að frágangi. — Kr. 397.75. TODDA f TVEIM LÖNDUM, eftir Margréti Jónsdóttur. — Fyrir nokkrum árum þekkti hver unglingur í landinu Mar- gréti Jónsdóttur. Þá starfaði hún við Barnablaðið Æskuna. Sú kynslóð er vaxin úr grasi. En sögur Margrétar eiga sama erindi til barnanna nú eins og þegar þær voru skrifaðar. — Kr. 107.50. AÐ VESTAN OG HEIMAN, eftir Finnboga Guðmundsson landsbókavörð. — Hér birtist á einum stað rúmlega 40 erindi og greinar, samið á árunum 1951—1966, er einkum fjalla um íslendinga vestan hafs, byggðir þeirra og margvísleg mál- efni. Bókin er sérstaklega skemmtilega skrifuð, og fylgja margar myndir. — Kr. 295.60. FREMRA-HÁLS ÆTT. Niðjatal Jóns Árnasonar bónda að Fremra-Hálsi í Kjós 1733—1751. Safnað hefur og skráð Jó- hann Eiríksson. — Hér er á ferðinni mikið og að mörgu leyti mei-kilegt fræðirit, 514 bls., og er þetta þó aðeins fyrri hluti verksins. — Kr. 483.75. LJÓÐ EINARS H. KVARAN. — Þessi fallega Ijóðabók hef- ur ekki verið fáanleg á undanförnum árum. Bókin kom út 1948 og seldist upp á skömmum tíma. En svolítið af upplagi bókarinnar var ekki bundið, og komst ekki í framkvæmd fyrr en nú. Bókin er 150 bls. í skrautbandi og kostar aðeins kr. 96.75. MILLJÓNASEÐILLINN, eftir Mark Twain. Flestir íslend- ingar kannast við rithöfundinn Mark Twain, þann heims- kunna háðfugl og snjalla rjthöfund. Og yngri kynslóðin í þúsundatali hefur lesið sögurnar hans um Tuma Iitla og Finn. — Milljónaseðillinn er bráðsnjöll saga. — Kr. 107.50. SONUR KOTBÓNDANS, eftir Guðmund Jónsson. — Guð- mundtir er frægur um land allt fyrir áhuga.þann og eldmóð, er bann hefur sýnt í því að korna upp styttum og minnis- merkjum yfir merka íslendinga. En hamj er Ííka rithöfund- ur og hefur áður gefið út nokkrar bækur. — Kr. 161.25. ÍSLAND — NÝTT LAND. Nýjasta og fallegasta myndabók- in frá íslandi. Lesmál á: íslenzku, ensku, dönsku, þýzku, frönsku. Sendið hana vinum og vandamönnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.