Dagur - 20.12.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 20.12.1967, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. AÐ BYGGJA BORG VIÐ VÍGSLU nýja samkomusalar- ins í Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri á laugardaginn flutti Bjami Einarsson bæjarstjóri eftirfarandi ávarp: „Við, sem hér erum og aðrir bæjar búar, störfum að því á einn eða annan hátt að byggja hér borg. En það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Undirstöður Akureyrarborg- ar verða á allan hátt að vera galla- lausar og engan stein vanta í hleðsl- una. Þar má ekki einu sinni finnast sprunga í nokkrum steini, því þá gæti hin mikla yfirbygging riðað til falls. Og steinarnir í þessari unclir- stöðu eru af mörgu tagi. Þær eru, fjármál, hráefni, vélar, tæki, dugn- aður, reynsla og hyggjuvit. En allt væri þetta næsta fánýtt ef sjálfan máttarstólpann vantaði eða væri óburðugur. Máttarstólpinn er þekk- ingin. Án þekkingar er fjármagnið fánýtt og dugnaður einskis verður, og liyggjuvit án þekkingar er ámóta lítilfjörlegt og þekking án hyggju- vits. Þjóðfélagið okkar, nútímaþjóð- félagið, er flókið. Rekstur þess, hvort sem er á fiskibátum, bænda- býlum, verkstæðum eða æðstu stjóm ardeildum, krefst traustrar þekking- ar, almennrar þekkingar og sérfræði. Og það hefur verið sannað með töl- um, að aukning fjárframlaga til þess að auka eða bæta þekkingu fólksins, gefur þjóðfélaginu meiri arð en nokkur fjárfesting önnur. Af þessum ástæðum hlýtur sú menntastofnun þessa bæjar, sem veit ir mönnum undirstöðuþekkinguna, að hafa sérstaka þýðingu. Gagn- fræðaskólinn leggur hornstein þeirr- ar menntunar, sem síðan er bvggt á, hvort sem er við langskólanám eða í hinum tæknilegu sérgreinum at- vinnulífsins. Nú, J>essa »dagana bíðum við öll í ofvæni eftir úrslitum í máli, sem e. t. v. segir til um, hvort tekizt hafi að bæta nýrri og voldugri máttarstoð í atvinnulíf þessa bæjar. Á ég þar við spuminguna um, hvort Akureyring- um verði falin smíði nýs strandferða skips. Við vitum, að þetta yrði stærsta skip, sem smíðað hefur verið á íslandi, og sömuleiðis vitum við, að þetta skip verður að vera ramm- gerð völundarsmíð, því erfitt og áhættusamt er að sigla með strönd- um íslands. Og smíði slíks skips krefst margvíslegrar þekkingar, en við teljum að það, sem þegar hefur verið unnið á þessu sviði, sanni, að sú þekking sé þegar til staðar í þess- um bæ. En athugið, þetta er ekki nema byrjunin. Ef vel fer, er skipa- (Framhald á blaðsíðu 7). BARNA OG UNGLINGABÆKUR FRÁ BÓKA- FORLAGI ODDS BJÖRNSSONAR BÓKAFORLAG Odds Bjöms- sonar, sem á sjötíu ára afmæli á þessu ári, hefur gefið út marga eigulega bók bæði að efni og frágangi á þessu tíma- Bili ög má í því sambandi minn ast Bókasafns alþýðu, sem á si-nm- tíð bar af öllu, sem þekkzt hafði til þess tíma í bókagerð, svö að enn 'hefur naumazt verið lengra komizt í þeirri grein. Þeir, • sem nú eru komnir á efri .ái‘,:minnast þess með gleði, hví- lík hstræn nautn var af því að handleika þessar fögru bækur, og var þá efni þeirra engu síð- 'úr: býstárlegt og girnilegt til fróðleiks. Ein af fyrstu bókunum, sem ■ ég"eignaðist var Blástakkar eft- ir" Zacharias Topelius í snilldar legri þýðingu séra Matthíasar - Joáiumssonar. Man ég það, er ég seinna las allar Herlæknis- . sögurnar í fremur ljótri útgáfu og morandi af prentvillum, hví- lík eftirsjá mér fannst þá að því; að þessi skemmtilegi sagna bálkur skyldi ekki allur hafa fengið sömu útgerð og Blástakk ar. Sama var að segja um Sög- ur frá Síberíu og Úraníu. Þar fór saman snilldarleg þýðing á hugðnæmu og framandlegu efni. Oddur Björnsson var ekki aðeins brautryðjandi í fallegri bókaútgáfu. Hann var vandur að efni bókanna, og ef þær voru þýddar af erlendum tungum, fékk hann til þess ‘hina færustu menn. Hafa afkomendur hans reynt að feta í hans fótspor að þessu leyti. Merkur þáttur í. bókaútgáfu forlagsins hefur ávallt verið út gáfa bamabókmennta. Mun láta nærri, að iheill tugur barna- og. unglingabóka hafi komið út 'hjá forlaginu á þessu ári. Sumt af því eru að vísu endurprentanir vinsælla bóka, sem áður hafa komið út. Þannig hafa verið endurprent aðar á þessu ári tvær fyrstu barnabækur Ármanns Kr. Ein- arssonar, sem löngu voru upp- gengnar og nefnast nú: Tvö ævintýri. Eftir þennan höfund hafa á þrjátíu árum komið rúm ir tveir tugir bamabóka og hafa þær orðið ákaflega vin- sælar, enda prýðilegar bæði að efni og orðafari. Hafa sumar þessar bækur verið þýddar á erlendar þjóðtungur og hvar- vetna hlotið lof og verið mikið lesnar eins og t. d. Nonna- bækurnar voru á sínum tíma og eru enn. Hið sama má segja um barria bækur Jennu og Hreiðars Stefánssonar. Þær munu einnig vera orðnar milli tuttugu og þrjáfíu og sumar í annarri út- gáfu. Þessar bækur hafa sömu kosti og bækur Ármanns, að þær eru skrifaðar á góðu ís- lenzku .máli. Holl og heilbrigð hugsun er í sögunum og þær eru hæfilega „spennandi“. Auk endurprentunar á sögunni: Adda trúlofast, hefur líka kom ið út í ár sagan: Stelpur í stutt- um pilsiun, sem óhætt er að mæla með fyrir ungar stúlkur á gelgjuskeiðinu. Þessir tveir höfundar bæta hvor annan upp. Ármann skrif ar meira fyrir drengi, en Jenna og Hreiðar fyrir stúlkur. Um báða þessa höfunda gildir reyndar hið sama og Guðmund ur Hagalín rithöfundur segir í ágætum formála að Tvö ævin- týri, þar sem hann ræðir um bókmenntir fyrir börn og ungl- inga: „Með samningu þessara bóka hefur Ármann Kr. Einars son veitt íslenzkum bömum og unglingum lesefni, sem svalar ævintýraþrá þeirra, veitir þeim innsýn í fjöldamargt, sem þau kunna engin eða lítil skil á, og vekur hjá þeim virðingu fyrir manndómi og drengskap.11 Bækur eins og þessar auka ekki aðeins lestrarfýsn ungl- inga, heldur auka þær . jafn- framt menningu þeirra og sið- ferðikennd, án þess þó að vera leiðinlegar. Þá er kominn nýr barnabóka höfundur til sögunnar, sem lík- legur er til að ná vinsældum, en hann heitir Guðjón Sveins- son. Eftir 'hann kom út á árinu bókin: Njósnir að næturþeli, sem á margan hátt er vel úr garði gerð, þó að atburðarás þeirrar sögu sé svo ‘ æsileg að jaðri við hið ótrúlega. Ekki ef- ast ég samt um, að drengjum muni þykja bók þessi skemmti- leg og hefur hann það sameigin legt við hina fyrrnefndu höf- unda að skrifa gott mál, og er það mikill kostur. Enn má nefna framhald af hinni vinsælu sögu Magneu frá Kleifum: Hanna María og vill- ingamir. í flokki unglingabóka má líka nefna skáldsögu Ingi- bjargar Sigurðardóttur: Dala- prinsinn, en Ingibjörg á sinn örugga lesendahóp og er óhætt að treysta því, að bækur henn- ar skírskota alltaf til þess, sem göfugast er og bezt í mönnun- um. Af þýddum bókum má nefna: Valsauga og bræður hans hvítu, Indíánasaga, sem drengjum mun áreiðanlega þykja ævin- týraleg og skemmtileg, og Böm í ísrael, sem er raunsönn lýs- ing á lífi barna í samyrkjubú- um í Landinu helga. Þetta er afbragðsbók og mun vera hugs- uð sem upphaf að bókaflokki um börn í ýmsum löndum og er þetta því jafnframt mennt- andi bók í landafræði fyrir unga lesendur. Loks ber að geta um myndahefti eða mynda sögu er heitir: Strákamir í Stóradal, sem yngstu kynslóð- inni mun efalaust þykja ekki svo lítill fengur að. Allar þess- ar þrjár bækur eru þýddar af Sigurði Gunnarssyni skóla- stjóra, sem er bæði vandvirkur þýðandi og smekkvís að velja efni. Því fer vitanlega fjarri að ég hafi Iesið allar barnabækur, sem komið hafa út í ár. En það þori ég samt að fullyrða, að ég er viss um, að barna- og ungl- ingabækur frá Bókaforlagi Odds Björnssonar standa þar í fremstu röð, og á forlagið mikl- ar þakkir fyrir, 'hversu vel það hefur vandað til útgáfu þessara bóka fyrir unglinga. Því að „smekkurinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ Benjamín Kristjánsson. Tvær góðar bækur Haföminn. Bókfellsútgáfan hefur sent frá sér myndskreytta og fallega bók um haförninn. Höfundur- inn er Birgir Kjaran, sem er mikill náttúruunnandi og kunn ur höfimdur. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um hinn tignarlega fugl, íslenzka haf- örninn, bæði lifnaðarhætti hans, ýms munnmæli, þjóðtrú og þjóðsögur. En arnarstofninn sl. sumar var talinn saman- standa af 40 fullorðnum fuglum og 16 ungfuglum, og er því á takmörkum þess að deyja út. Þessi bók Birgis um örninn mun stækka þá sveit manna, sem nú berst fyrir verndun stofnsins. En flestum mun þykja, að þá sé íslenzk náttúra mun fátækari orðin, ef örninn hverfur að fullu. Dr. Finnur Guðmundsson skrifar góðan þátt í bókina um lifnaðarhætti arnarins og taka ýmsir fleiri þar til máls. Bókin er því úr mörgum þáttum ofin og öll hin glæsilegasta. Merkir íslendingar. Út er komið VI. bindi í þess- um bókaflokki Bókfellsútgáf- unnar í Reykjavík og hefur Jón Guðnason fyrrv. skjalavörður búið hana til prentunar og ritar formála. Þeir, sem bókin fjallar um, eru: Jósep Skaftason eftir Pál V. G. Kolka, Pétur Guðjóns son eftir Einar Jónsson, Þóra Melsteð eftir Boga Th. Melsteð, Valdimar Ásmundsson ristjóri eftir Jón Guðnason, Einar Jóns son prófastur eftir Davíð Seh. Thorsteinsson, Sigurður Stef- ánsson prestur í Vigur eftir Sigurð Kristjánsson, Briet Bjarnhéðinsdóttir — sjálfsævi- saga, Ólafur Davíðsson fræði- maður eftir Steindór Steindórs son, Jón Ólafsson bankastjóri eftir Þorstein Þorsteinsson, Halldór Vilhjálmsson eftir Pál Zophoníasson, Guðmundur Bárðarson eftir Bjarna Sæ- mundsson, Magnús Sigurðsson eftir Eirík Einarsson, Gunn- laugur Clausen eftir Sigurjón Jónsson og Steinþór Sigurðsson eftir Jón Eyþórsson. Q Leynifélagið Sjö saman ENID BLYTON er tvímæla- laust einn vinsælasti barnabóka höfundur, sem nú er uppi, og þúsundir ungra lesenda í öllum löndum — og einnig hér á landi — bíða með óþreyju eftir hverri nýrri bók frá hennar hendi. Nú hefur hún farið af stað með nýjan flokk sögubóka og er hin fyrsta þeirra þegar komin ,á íslenzku. Heitir hún Leynifélagið Sjö saman, en út- gefandinn er Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, sem jafn framt hefur tryggt sér einka- rétt til útgáfu á þessum bóka- flokki öllum. Leynifélagið Sjö saman fjall- ar um afrek og ævintýri sex drengja og einnar stúlku, sem öll eru leiksystkini og vinir, en hafa nú stofnað með sér leyni- legan félagsskap, meira að segja mjög leynilegan í þeim tilgangi að hjálpa lögreglunni til að halda uppi lögum og rétti. Þetta er mjög samvalinn og dug mikill 'hópur, logandi af athafna þrá og ævintýralöngun, en að sama skapi drengilegur í öllum viðbrögðmn. Að sjálfsögðu dríf ur margt á dagana fyrir þeim félögunum og þemur sér þá vel, að þeir láta sér ekki allt fyrir brjósti brerma, en með hug- kvæmni sinni og hetjulund sigrast þeir á öllym erfiðleikum og hreppa sitt hrós að lokum — eins og vera ber. Leynifélagið Sjö saman er 126 blaðsíður, fallega bundin og prýdd fjölda mynda eftir brezka málarann George Brook. Elísabet Jónasdóttir hefur þýtt bókina á íslenzku, en Víkings- prent séð um prentunina. Ferðaþættir og minn- ingar úr Breiðafirði UM EYJAR OG ANNES II. — Ferða- þættir og niinningar úr Breiðafirði, eftir Berg- svein Skúlason. — Bóka- útgáfan Fróði. — 293 bls. Þetta er sjötta bók Berg- sveins Skúlasonar um Breiða- fjörð. Má því segja, að hann hafi sýnt mikinn áhuga á að bjarga frá glötun sögu þessa sérstæða byggðarlags. í bókinni eru ferðaþættir um Barðastrandasýslu, greint frá nokkrum inneyjum við Skarð- ströndina, lýst árstíðum í Breiðafjarðareyjum og minn- ingar um nokkra Breiðfirðinga. Eyjar þær, sem sýrt er frá í bókinni eru: Akureyjar, Rauðs eyjar, Rúfeyjar og Djúpeyjar. Er þar skýrt frá ýmsu athyglis- verðu um þessar eyjar og fólk- ið, sem þar hefur búið. En skemmtilegasti kafli bók- arinnar þykir mér lýsing á árs- tíðunum í Breiðafjarðareyjum og þeim fjölbreyttu störfum, sem þar hafa verið unnin. Þá eru þar sérstaklega góðar lýs- ingar á dýralífinu. í þessum lýs ingum af árstíðunum er liðin saga af störfum fólksins. Það er mikils virði að fá góða frá- sögn um þau frá kunnugum manni, sem þekkir þetta allt af eigin reynslu. í þessum köflum, sem ritaðir eru á góðu máli, njóta rithöf- undahæfileikar höfundar sin bezt. Þar er hærra til lofts en í hinum afmarkaða sögulega stíl. Aftast í bókinni eru manna- minni, þar sem rninnst er nokk urra þeirá manna og kvenna, sem sett hafa svip á lífið í Breiðafjarðareyjum. Þessar minningargreinar eru góður bókarauki. Þar er hag- lega drengnar myndir af skap- gerð þessa fólks og ævikjörum. Það eru traustir bautasteinar og lausir við allt skrum. Frágangur bókarinnar er góð ur og utan um hana smekkleg kápa af Breiðafjarðareyjum. Ég óska höfundi til hamingju með þessa myndarlegu bók um æskustöðvar hans. Eiríkur Sigurðsson. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). anir um takmörkun fólksfjölg- unar. Fólksfjölgunarvandamál heimsins er eitt liið stærsta og alvarlegasta. Takmörkun barn- eigna í ýmsum Iöndum, er að margra áliti, ekki síður liður í framförum en aukin fram- leiðsla. - íbúatala Indlands (Framhald af blaðsíðu 1). ára aldri, en í iðnaðarlönd- unum er hlutfallstalan 28 prósent. • Dánartalan fyrir allan heim- inn var á fyrra helmingi þessa áratugs 16 á hverja 1000 íbúa. í iðnaðarlöndun- um var dánartalan 9 pró- mille, en í vanþróuðum lönd um var hún tvöfalt hærri. • Fæðingartalan (miðað við hverja 1000 íbúa) var á ár- unum 1960—64 að meðaltali 40 í vanþróuðum löndum, en 21 í iðnaðarlöndum. • Meðalaldur manna hefur stöðugt hækkað á síðustu 20 árum. í flestum löndum er hann samt -hærri hjá konum en körlum. Árbók Sameinuðu þjóðanna hefur að geyma tölur frá nálega öllum löndum heims um íbúa- fjölda, frjósemi, dánartölu, hjónabönd og hjónaskilnaði, íbúafjölda stærstu borga o. s. frv. Á hverju ári tekur hún fyr- ir eitt tiltekið svið. Að þessu sinni er manndauði sérstaklega tekinn fyrir og honum gerð mjög ýtarleg skil. Á miðju ári 1966 skiptust jarð arbúar þannig: Afríka 318 milljónir, Norður-Ameríka 217 milljónir, rómanska Ameríka 253 milljónir, Asía 1868 milljón ir, Evrópa 449 milljónir, Ástralía, Nýja-Sjáland og Suð- urhafseyjar 17 milljónir og Sovétríkin 233 milljónir, sam- tals 3.356.000.000. í heiminum búa 25 menn á -hverjum fer- kílómetra lands. Q Nýtt frá Grikklandi: VASAR og STYTTUR LESLAMPI er tilvalin jólagjöf GRENISALAN er í fullum gangi HYACINTUSKÁLAR Veljið BLÓMIN TÍMANLEGA á Þorláksdag. Blómabúðin LAUFÁS sf. Sími 1-12-50 N ý k o m i ð: Nylon-Velour TELPUNÁTTFÖT Verzl. ÁSBYRGI Barnlaus hjón óska eftir 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ til leigu frá áramótum. Upjil. í síma 5-11-53 Raufarhöfn. NORÐVESTAN ÁTJÁN í útlöndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi! Alkunn er staðreyndin um gasprarann, sem sagði: Sáuð þið hvernig ég tók hann! — þeg ar sjálfur hafði farið halloka. Gasprið og blekkingarnar ein- kennir á sama hátt alla túlkun stjórnarflokkanna nú. Sáuð þið hvernig við tókum það! Og sig- urgleðin og sjálfsánægjan byggð á oftrausti á sjálfum sér, skín allsstaðar út úr hverju orði um hverja einustu stjórnar- athöfn. Jú, þjóðin sér svo sann- arlega hvernig þeir taka það. Ekkert efamál það. Þegar litið er yfir blaðagrein- ar stjórnarflokka-mannanna og hlustað er á ræður þeirra, er eitt atriði sérstaklega áberandi í þeim málflutningi. Menn sem enga alvöru kunna um þjóðar- hag, setja upp glenssvip og tala varla um annað en löngun stjómarandstæðinga til að kom ast í ráðherrastóla. Þetta lítur út eins og það er, málefnin eru engin eða ill, og eðli mannanna sjálfra kemur aðeins fram. Þetta: svona var það um okkur, þegar við vildum komast að. —• Margur heldur mann af sér. Og öll rök og öll alvara hverfur fyrir þessum eina streng þeirra eigin eðlis. — Gott er þegar slík ir hlutir gerast. Gegnum þá er hægt að sjá. Því að vitanlega er megin- hluti þjóðarinnar svo viti bor- inn, að það dylst ekki til lengd- ar hvert stefnt er, og með hvemig lágsiglingu meðal- manna hugarfars. Verkin hafa talað, eins og svo oft áður í sögu þjóðarinnar. Suðaustan fjórtán skilur vel hvað það er, sem norðvestan átján hefir ver ið að framkvæma á síðastliðn- um árum. Niðurstöðurnar liggja nú ljósar fyrir, eftir síð- ustu gengisfellingu. Það ber vott um ákaflega rot ið og hefnigjarnt langræknis- eðli manna af alþek-ktum kjafta skúmaættu-m, að hressa sjálfa sig upp, í miðjum jökulstraumi afleiðinga illra verka, með því að setja upp glaðværan kátínu- svip, og þykjast vera að fara með „brandara", einmitt á þeim stundum sem þeir sjálfir hafa stuðlað að og starfrækt aðgerð- ir og lagaboð, sem ganga svo nærri efnahag og lífsafkomu þjóðarheildarinnar, að dæmi slíks er ekki hægt að telja hér- lendis, nema á tímabili einokun arverzlunarinnar dönsku. En hver varð a-fleiðing Gamla sáttmála, sem kom íslending- um að lokum undir vald dönsku krúnunnar? Margir af núlifandi -mönnum muna efna- hag og húsakynni þjóðarinnar, sem ekkert kunni til að.bjarga sér, lifði í torfhreysum við and- legt volæði og sjúkdóma eins og sullaveiki, berkla og holds- veiki. Nú á tímum, þegar endur minningin um volæðið er að hverfa, eru ar-ftakar dönsku einokunarverzlunarinnar að finna upp nýtízku aðfex-ðir til að leiða mikinn hluta þjóðarinn ar aftur inn á sömu braut. Fyrst um sinn yrði ekki brýn nauðsyn að byggja toi-fbæi, en að hverju stefnir, með vel út- reiknaðri auðvaldsstefnu? Með áframhaldandi stjómarstefnu Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu flokksins, sem stolizt hefir frá nafni sínu og fyrrverandi hug- sjónum? Ef þeir menn sem þessa stefnu núlíðandi daga verja, eru ekki alheimskir ættu þeir að hætta að hlægja eins og fífl og gera sér skrípaglennur útaf alvarlegum málefnum. Land- nýðslu-stefnu sinni ættu þeir að fi-amfylgja þegjandi. Með því móti gætu þeir að minnsta kosti bjai-gað einhverju af sögu- orðstír sínum. Þeirra norðvest- an átján væri þá gleymskunnar eign. Og þjóðinni gefin sú líkn, að geta eigi minnst þeii-ra, er hún með fórnum sínum tæki að reisa sitt eigið þjóðfélag. ÍBÚÐ TIL LEIGU 2 herbergi og eldhús frá 1. janúar næstkpm- andi, gegn fæði handa einum manni. Þeir, sem hafa áhuga fyrir þessu, leggi nöfn sín inn á afgr. oo O Dags, merkt ,,íbúð“. S. D. SKIÐALYFTAN Skíðalyftan verður opin alla daga þessa viku frá kl. 10-12 og 13-15. Milli jóla og nýárs verður lyftan ojrin 26.—30. des. á sömu tímum, ef veður leyfir. Ferðir í Hlíðarfjall með Hópferðum s.f. verða frá Ferðaskrifstofu L og L daglega kl. 9.30, 10.30 og 1 e. h. SKÍÐALYFTAN AKUREYRI Ódýrt! - Ódýrt! Kuldaskór verð kr. 429.00 til kr. 644.00 INNISKÓR í úrvali LEÐURVÖRUR H.F., Slrandgðlu 5, sími 12794 PEYSA er ávallt kærkomin JÓLAGJÖF. Hvergi meira úrval. VERZLUNIN DRÍFA Sírni 1-15-21 TIL JÓLAGJAFA: DÖMUPEYSU SETT margir litir SKÍÐAPEYSUR, þykkar BUXNADRAGTIR Stærðir 36—42 VERZLUNIN ÐRÍFA Sími 11521 TIL JÓLAGJAFA: DESERT-FLÖWER SNYRTIKASSAR, 5 gerðir BAÐPÚÐUR ILMVÖTN STENKVÖTN SKART- GRIPAIvASSAR o. fl. o. fl. VERZLUNIN DRÍFA Sími 11521 NÝKOMIÐ: NÁTTTREYJUR úr ull, 3 gerðir Hejrpileg jólagjöf. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1-15-21 BARNAKÁRFA TIL SÖLU. Sími 1-25-98. Samkvæmistöskur, gylltar, silfurl., svartar, hvítar, einnig í gjafakössum með HÖNZKUM Snyrtitöskur og töfflur í gjafakössum Töskur og pokar úr skinni Undirfatnaður og margt fleira MARKAÐURINN SlMI 1-12-61 GLEÐU.EG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! í Þökkurn viðskiptin árið 1967 = BORGARBf Ó '| AKUREYRI í Jóla- og nýársmyndir vorar i verða: 1 NUNNURNAR Einstaklega hugljúf og | skemmtileg ítölsk—amerísk 1 mynd er fjallar um afrek \ ítalskra nunna á stríðsárun- | um og fjölda ævintýra er i þær lenda í. Aðalhlutverk: i Catherine Spaak, i Amedeo Nazzari, | Didi Perego. | r r Islenzkur texti Draumóramaðurinn | Ævintýri H. C. Andersen. — i Mynd þessi er sérstök fyrir i þær sakir, að við töku henn- | ar er beitt þeirri tækni, sem i nefnd er á ensku máli „ani- : magic“, er þar um að ræða i sambland venjulegrar leik- | tækni, og teiknitækni, auk | lita og tóna. Aðalhlutverk: • Cyril Riíchard, Poul O'Keefe. r E Islenzkur texti Myndin, sem markaði tíma- 1 mót í bandarískri kvik- i myndagerð. = Hver er hræddur f við Virginíu Woolf? f (Who’s afraid of i Virginia Woolf?) Heimsfræg og stórkostlega | vel leikin, ný amerísk stór- = mynd, byggð á samnefndu i leikriti eftir Edward Albee, i sem leikið 'hefur verið í Þjóð i leikhúsinu. Aðalhlutverk: Elizabeth Taylor, Richard Burton. í apríl sl. fékk þessi kvik- | mynd 5 „Oscars-verðlaun“, i þ. á. m. Elizabeth Taylor, | sem bezta leikkona ársins i 1966 og Sandy Dennis sem | bezta leikkonan í aukahlut- i verki. Enska akademían I kaus Elizabeth Taylor og = Richard Burton beztu leik- i ara ársins 1966 fyrir leik 1 þeirra í þessari mynd. Bönnuð bömum innan 16 ára. íslenzkur texti iiWiln ii iiiiiiiViiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iii iii iiiiiiliilliniit

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.