Dagur - 20.12.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1967, Blaðsíða 8
lB SMÁTT OG STÓRT BÆTT LÍFSKJOR Stjómarflokkarnir sögðu í vor, að auknum þjóðartekjum skyldi skipt sem jafnast á milli þegna þjóðfélagsins svo að lífs- kjör alls fólks gætu enn batn- að verulega — ef það aðeins bæri gæfu til að kjósa sér rétta stjórnarforystu —. Og fólkið kaus íhaldið yfir sig á ný. HVAÐA BORGIR ERU STÆRSTAR? í árbók Sameinuðu þjóðanna er að finna íbúatölu um 1500 borga (höfuðstaða eða borga með 100.000 íbúa og meira). Hverjar séu tíu stærstu borgir lieims veltur að nokkru á því, hvort útborgir eru reiknaðar með eða ekki. Fremri dálkur- inn er án útborga, en sá síðari NYI SAMKOMUSALURINN í Gagnfærðaskólanum var vígð- ur við hátíðlega athöfn á laug- ardaginn. Hófst sú atíiöfn með sameiginlegum söng undir stjórn söngstjórans, Áskels Jóns sonar, kl. 2 e .h. Bæjarstjórinn, Bjarni Einarsson, flutti ávarp og afhenti skólanum hina nýju byggingu til afnota og skóla- stjórinn, 'Sverrir Pálsson, veitti honum viðtöku með ræðu og rakti um leið byggingarsögu stofnunarinnar og minntist fyrr verandi skólastjóra, þeirra Þor steins M. Jónssonar og Jóhanns Frímanns. Stúlknakór nemenda söng, ennfremur söng stúlknakór og kennarar lag Áskels Jónssonar við skólasöng þann, er Jórunn Olafsdóttir orti, er hún var nem andi skóiícns, en undirleik ann- aðist Ingimar Eydal, Hörður Áskelsson og Árni Árnason léku á píanó, ennfremur Ragn- heiður Árnadóttir lög úr My fair lady, og Ágúst Kvaran las ljóð.1 Ávörp fluttu formaður fræðsluráðs, Brynjólfur Sveins son, og settur skólameistari, Steindór Steindórsson, og Jór- unn Olafsdóttir flutti kveðju gamalla nemenda. Vígð voru ný hljómflutningatæki skólans. Oll var athöfnin hin hátíðlegasta. ÞYNGRI BÁGGAR með útborgum. Tölurnar eru Síðustu daga og Vikur hefur for milljónum: sætisráðherrann og hans undir- New York 7.9 11.3 sátar líka talað um hina drengi Tókíó 8.9 10.9 legu og réttlátu skiptingu —. London 7.9 En það er ekki skipting hinna París 2.8 7.4 auknu lífsþægmda, er lofað var Buenos Aires 3.0 7.0 fyrir kosningar, sem nú er talað Sjanghaí 6.9 um, heldur liinar þungu byrðar, Los Angeles 6.8 sem allir verði að bera. Svona Chicago 6.6 geta málin snúist þegar illa er Moskva 6.4 6.5 stjórnað. Bombay 4.8 LENGUR SETIÐ EN SÆIT ER vinnu hér í Egilsstaðakauptúni í vetur. En það vantar einhvers konar öruggan iðnrekstur, og það vantar einnig aðstoð hins opinbera í þessu efni. Egilsstöðum 19. des. Lítill snjór, aðeins jólasnjór og allir vegir færir. Skólar eru hættir störfum í bráð og nemendur komnir heim til sín, svo og aðkomufólk í síld arplássum. Jólaundinbúningur er í full- um gangi. Atvinna hefur verið með daufara móti. Ekki held ég þó að iðnaðarmenn skorti at- Fengu afla upp við landsfeina Grímsey 19. des. ísinn lætur sjá sig öðru hverju og um daginn var svo mikið íshrafl, að höfnin fylltist af ís. Sjómerin voru þá búnir að setja trillubáta sína, fhöfðu óttast, að ísinn kynni að verða nærgöngull. Nokkrir menn skutust á ára- bátum á sjó í gær og fyrradag eftir þriggja vikna landlegu og fengu „ágætan reiting", hérna rétt fyrir framan. Snjólaust má kalla, kyrrt og bjart síðustu daga. Við eigum von á flugvél Norðurflugs í dag. Vegna óstillinga hefur ekki alltaf verið hægt að fljúga áætlunardaga, þriðjudaga, en þá eru höfð dagaskipti við drottinn. S. S. Menn bíða betri daga og brátt fer að .lengja daginn. Ríkis- stjórnin bíður líka betri daga en flest sýnist myrkvað hjá henni. Við höfum lengi vonað, að hún færi nú að hrökklast frá völdum, en hún hefur nú setið miklu lengur en gott er og held ur bará áfram að sitja. Það er annars undarlegt hvað öll fyrir tæki eru nú illa komin með rekstur sinn — strax og á móti blæs — það er eins og allt hafi áður verið holgrafið. V. S. BANKARNIR LOKA --------- íslendingur segir 17. þ. m. í sam bandi við Slippstöðina h.f. á Akureyri: „Bankarnir liafa til- kynnt stöðvun á viðskiptum við fyrirtækið, hafi það ekki fengið verkefni — —“ Frétt þessi Iiefur vakið furðu og mik ið umtal. En sem betur fer er liún ósönn og mun ritstjórinn hafa fengið orð í eyra fyrir þetta fleipur sitt. ÓSKILJANLEGT! fslendingur féllst í síðasta blaði sínu- á það, að hann skilji ekki það sem Dagur liefur sagt imi landsbyggðarmál og áætlanir þar að lútandi. Hafa og íslend- ings-greinarnar borið því vitni. Rétt er þó að taka undir húmor hans, er liann líkti Vestfjarða- áætluninni við draug. En draug arnir sjást ekki alltaf og þannig fór þegar spurt var um þessa áætlun á Alþingi, að þá fannst hún ekki. Ástæðan var sú, að liún hafði aldrei verið til. M ANNT ALSUPPLÝ SIN G AR UM NORÐURLÖND Eftirfarandi upplýsingar um Norðurlönd eru sóttar í nýút- komna árbók Sameinuðu þjóð- anna, „United Nations Demo- graphic Yearbook, 1986“. Þær eru frá miðju síðasta ári eða í nokkrum tilvikum ári 1965: íbúatala: frá miðju Danmörk 4.7 millj. Finnland 4.6 millj. ísland 195 þús. Noregur 3.7 millj. Svíþjóð 7.8 millj. F J ÖLSK YLDU STÆRÐ f nútíma þjóðfélagi merkja framfarir ekki einungis, að menn keppi eftir betri lífskjör- um, heldur einnig að menn séu þess umkomnir, að takmarka stærð fjölskyldu smnar, sagði U Thant í ávarpi sínu til mann fjölgunarnefndar. En S. þ. styðja þau ríki, sem gera áætl- (Framhald af blaðsíðu 5). Norðurstjarnan og Niðursuðu- verksntiðjan á Akureyri ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar hefur farið þess eindregið á leit við fjárveit- inganefnd Alþingis, að Nið- ursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar & Co. á Akureyri njóti fyrirgreiðslu, hliðstæða þeirri, sem fram hefur kom- ið í fjárveitinganefnd um 8.5 millj. kr. sjálfskuldar- ábyrgð ríkissjóðs til Norður stjömunnar h.f. í Hafnar- firði. En niðursuðuverksmiðj an hér stendur jafnfætis Norðurstjörnunni í tækni- legum búnaði, getur fram- leitt fleiri vörutegundir en sú sunnlenzka og getur veitt 150 manns atvinnu við full afköst. En undanfarið hefur verksmiðja þessi átt í mikl- um rekstrarörðugleikum. Niðursuðuverksmiðjan á Akureyri er bænum mikil nauðsyn í atvinnulegu tilliti og hún hefur flutt út góðar vörur fyrir kærkominn gjald eyri, úr lieimafengnu hrá- efni, sem er smásíld, veidd á innanverðum Eyjafirði. Atvinumálanefnd telur ekki annað samræmast yfir- lýstri stefnu ríkisstjómarinn ar en fyrirgreiðsla þessara hliðstæðu fyrirtækja sé sams konar af opinberri hálfu. Þennan rökstuðning hljóta allir að geta fallist á. Nýtt og mjög vandað íþróttahús var tekið í notkun á Dalvík í haust. (Ljósmynd: E. D.) EINS og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu var tekið í notkun nýtt íþróttahús á Dal- vík sl. haust og Matthías Ás- geirsson ráðinn íþróttakennari þar. Mjög mikill áhugi á inni- íþróttum, sérstaklega hand- knattleik, er nú á Dalvík og raunar í Ólafsfirði líka. Sl. sunnudag fór fram bæjar- keppni milli Dalvíkur og Ólafs fjarðar í handknattleik, að við- stddum um 400 áhorfendum. Keppt var um 3 verðlaunagripi og er fyrirhugað að slík keppni fari fram árlega. Áður en keppnin hófst ávarp aði Hilmar Daníelsson sveitar- stjóri Dalvíkurhrepps við- stadda. Fyrst var forleikur milli KA og Dalvíkur í 2. fL kvenna og sigraði KA 7:5. Þá léku Dal- vík og Ólafsfjörður í 4. fl. karla og fóru leikar svo að Dalvíking ar sigruðu 11:10. Næst var leik ur í 3. fl. karla og sigruðu Dal- víkingar þar einnig 16:15. Að lokum var svo leikur í meistara fl. karla, og fóru leikar svo að Ólafsfirðingar sigruðu með 27:23. Dagur óskar öllum Dalvík- ingum til hamingju með nýja íþróttahúsið, og vonandi tekst þeim sem fyrst að ljúka að fullu byggingu hússins, en salurinn er enn of lítill til meiri háttar kappleikja. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.