Dagur


Dagur - 23.12.1967, Qupperneq 1

Dagur - 23.12.1967, Qupperneq 1
RICHARD BECK: >~Y~< .. 1 • 1 vo kvæoi JOLAVISUR I kvöldsins jólaklukkna hljóm berst kærleiksorð frá tind að sæ; það er sem fylli angan loft og ylni kinn af vorsins blæ. í jólaljósa leiftur-rún er letruð boðun friðardags, og æskugleði úr augum skín þess aldna, er bíður sólarlags. í himindýrð ins helga kvölds í hilling birtast fögur lönd, og vonaskip, er sukku í sæ, þau sigla á ný að draumaströnd. JAFNVÆGI LÍFSINS Líf er blandið grát og gleði, gráum skýjum, stjarnaljósum, sólarskini, sorta og regni, sumarblómum, frostsins rósum, fannakyngi, fögrum lundum, friðarsælu, æstum vindum, húmgum nóttum, heiðum dögum, höfgum skuggum, geislamyndum. Þessi mynd SólarfUmu minnir á kristnihald og kirkjugöngur á jólum. ISLENDINGUR 1 ALABAMA LÆKNAVAKT UM JÓL OG NÝÁR LÖGREGLUVARÐSTOFAN hefur tjáð blaðinu eftirfarandi læknavaktir um jól og nýár: Áramótaskemmtun í Bjargi á gamlárskvöld. Ýmis skemmtiatriði. Hefst kl. 24.00. Allt bindindissinnað fólk vel- komið. Stúkurnar á Akureyri. Þorláksmessa og aðfangadag- ur, Baldur Jónsson, sími 12780. Jóladagur, Inga Björnsdóttir, sími 12611. Annar jóladagur og 27. des., Bjarni Rafnar, sími 12262. Ilinn 28. des., Baldur Jónsson. Ilinn 29. des., Inga Björnsdóttir. Hinn 30. og 31. des., Erlendur Konráðsson, sími 12050. Hinn 1. jan. 1968, Sigurð- ur Ólason, sími 11234. □ MYND ÞESSI barst blaðinu 'hér á dögunum frá fréttastofu ríkisháskólns í Jacksonville í Alabama í Bandaríkjunum. Þessi unga stúlka heitir Auð- ur Daníelsdóttir og stundar nám þarna vestra. Hún er dótt- ir hjónanna Daníels Kristins- sonar og Sigríðar Guðmunds- dóttur, Mýrarvegi 124 hér á Akureyri. í umsögn, sem mynd inni fylgdi frá frú R. K. Coffee (ilmandi nafn á einni frú) seg- ir, að Auður sé fyrsti stúdent- inn frá íslandi, sem tengdur sé Alþjóðastofnun þessa háskóla, en stofnun þessi hefur nú starf að á vegum háskólans í 21 ár, og þetta ár sitji þar 17 alþjóða- stúdentar frá 15 löndum. Auður hefur talið vestra, að veðráttan sé litlu harðari á ís- landi en í Alabama, að sönnu séu fannalög heldur meiri heima en þar, en meðalhitinn svipaður. Þá virðast frásagnir Auðar af jarðhitanum á íslandi og nýtingu hans hafa vakið undrun vestra. Svo þykir henni fólk kii-kjuræknara vestra en hér heima. Blaðið birtir þessa fallegu mynd og óskar Auði alls vel- farnaðar heima og heiman. Q é — 5 t f t I I- I l & I I s Og, sem leið að jólum í í I i I i I I I KLUKKAN tifaði á veggnum að baki mér, og með hverju tifi hennar varð skemmra og skemmra til jóla. Ég stóð upp þar sem ég hafði setið við verk mitt í stellingum Búdda og indverskra jóga og hlustað á skraddaraþanka hinna öldnu saumakvenna fataverzl unarinnar. Ég gekk að glugg- anum. Það var byrjað að rökkva. Undurfagurt var að sjá stórar hvítar snjóflygsur lognmjallarinnar koma svíf- andi niður og bera við fagur- bláan bakgrunn festingarinn- ar í ljósaskiptunum. Já, senn mundu aftur koma jól. — En hverníg stóð á þessu? Ég hlakkaði ekkert til jólanna, gat með engu móti fundið nálægð hinnar miklu hátíðar ljóss og friðar. Frá því að ég var barn hafði ég þó alltaf gert það. Var búið að svipta mig hæfileika barnsins til að gleðjast? Var það ráð- stöfun forsjónarinnar, eða var skýringarinnar að leita í and- leysi þess hversdagsleika, sem í hinu óhugþekka starfi mínu fólst? Mér væri ef til vill nær að skipta um starf og beina athyglinni að manninum sjálf um, sjálfri mannssálinni, frem ur en að klæðum hans. Greina Eftir ARNFINN KRISTJÁN JÓNSSON í t I f I t © © -<'ð-f'-s-(-í)-s#-<^i-<ss-(-S)-s?;:--ví)-f-:;;-va-f'?!c-!''S-ws-(-s-í'?;:--!'S-;--)!?-('ð-í'iK- -!'ð-f'?;t'!'S-f'?!c-('!&-f'?ií-!-®-fs;<'!'ð)-f'?iH-'ö)-f'?;c-!'®-í'?S'!-fi)-f'?'í-!-©-f'?;j-i'S-fsis-!^S)-<'?!J-í'!ö-f'?S'(^s-f'?'í'!'ð4'?s-!-©^'?^'<'ö-f'?!C'C'!S-fs;':'!^s-f'?;í-!-s-f-st-!'!&-fss- hismið frá kjarnanum. — Hreint ekki svo fráleit hug- mynd. Ég var þó enn ungur og óráðinn. Verzlunina og verkstæðið, sem ég hafði hlot- ið í föðurarf, gæti ég selt og aflað mér þannig fjár til að ljúka stúdentsprófinu, er ég hafði orðið að hætta við, þeg- ar faðir minn féll frá. Með því móti gæti ég síðar helgað mig eftirlætisnámsgrein minni, sál fræðinni. — Að loknu dags- verki var ég vanur að leita mér afþreyingar í stærðfræði gátu eða lestri skáldsögu til að reyna að gleyma hinum gráa hversdagsleika daglegs strits. Ég var hryggur vegna þess, að ég gat ekki öðlast jólanna. Ég vaknaði upp frá hugsun- um mínum við það, að klukk- an á veggnum sló sex. Starfi mínu var lokið í dag. Ég lok- aði verzluninni og hélt heim. Snjófylgsumar héldu áfram að svífa niður úr ómæligeim- um og setjast mjúklega á strætin. í fjarska heyrðist í jólabjöllu. Búðargluggamir skörtuðu með marglitu skrauti og göturnar iðuðu af fólki með poka og pinkla. Á torginu voru strætisvagnamir troðfullir af fólki, sem gert (Framhald á blaðsíðu 4). 1 I i i f I f ^l^. Blaðið óskar lesendum sínum gleðilegra jóla

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.