Dagur


Dagur - 23.12.1967, Qupperneq 4

Dagur - 23.12.1967, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. fyrir fæti VID lokaafgreiðslu fjárlaganna fyrir árið 1968 fluttu þeir Gísli Guð- mundsson, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Björn Jónsson eftir- farandi breytingartillögur, sem sér- staklega varða Norðurlandskjör- dæmi eystra: 1. Að veittar yrðtt 400 þús. kr. til safnahússins á Húsavík. 2. Að heimilað yrði að veita ríkis- ábyrgð fyrir 1.2 millj. kr. láni til að koma lögreglustöðinni á Akur eyri í nothæft ástand á árinu 1968 3. Að heimilað yrði að ábyrgjast 1 millj. kr. lán vegna undirbúnings framkvæmda við Fjórðungssjúkra húsið á Akureyri. 4. Að heimilað yrði að greiða úr ríkissjóði vegna framkvæmda á árinu 1968, eða sem geymslufé til næsta árs, aukaframlag til skóla- húsa í Eyjafjarðarsýslu, Norður- Þingeyjarsýslu og Suður-Þingeyj- arsýslu allt að 10 millj. kr. 5. Að heimilað yrði að greiða kostn- að allt að 10 millj. kr. við búfjár- skipti vegna hringskyrfis, ef ákveðin verða á árinu 1968. I umræðum lýsti f jármálaráðherra því yfir, að hann mundi halda sig við þann skilning á búfjársjúkdómalög- unum, að greiða mætti kostnað við búfjárskipti vegna hringskyrfis án sérstakrar lagaheimildar — ef til kæmi. — Akváðu flutningsmenn þá, að láta tillögu sína ekki koma til at- kvæða. En hinar tillögurnar, sem lýst er hér að framan voru allar felldar af meirihluta þeim, sem að stjóminni stendur og verður síðar vikið að því. Síðar verður einnig sagt frá breyt- ingartillögu, sem Stefán Valgeirsson og fleiri fluttu við heimildagrein fjárlagafrumvarpsins með það fyrir augum, að rétta nokkuð lilut bænda í verðlagsmálum og þá með sérstöku tilliti til úrskurðar gerðardóms, svo og tillögu sem Gísli Guðmundsson og fleiri fluttu í því skyni að grynna á skuldum ríkisins við hafnarsjóði vegna framkvæmda undanfarin ár víðsvegar um land. En þessar tillög- ur náðu heldur ekki fram að ganga. Verður nú látið staðar numið að sinni. Gleðileg jól! Þuiisrt - ÓVÆNT JÓLAGJÖF (Framhald af blaðsíðu 8). Bjöm bóndi ríður á undan — traustur ferðamaður og ná- kunnugur á þessum slóðum. Næstur ríður Barði. Hann hafði alls ekki fengist til að verða eft-ir á Vaði, þótti skammar- legt að koma ekki heim með lækninum þótt ekki hefði hann reynzt fullkominn sem fylgdar- maður. Síðastur kemur svo Óskar læknir og er í góðu skapi. Hann raular fyrir munni sér og klappar um makka Grána og virðist allt vel horfa. — Og nú er veðrið heldur hæg- ara.------- En í baðstofunni á Hamri er baráttan hörð, baráttan við þjáninguna, dauðann, vonleys- ið. Hvað voru daglegir erfið- leikar við búskap í sárri fátækt hjá þessu? Sveinn bóndi heyrir böm sín tvö gráta í frambaðstofunni og eldri systurma reyna að hugga þau. Hann horfir á fölt og kvöl- um merkt andlit konu sinnar. Þórunn ljósmóðir er á stjái inni og frammi en virðist nú ekkert fá aðgert lengur. Hjálpin verð- ur að koma fljótt — annars — En er nokkur von að læknir kömist inn að Hamri í þessu veðri — og það með ekki öfl- ugri fylgdarmanni en Barða litla? Greindarleg augu bónd- ans- hvarfla að glugganum — fönn upp í gegn — að klukk- rmni — nærri 9. — Þeir ættu að vera komnir fyrir löngu að öllu sjálfráðu — og að andlit- inu á koddanum á ný — fallegu andliti þrátt fyrir þjáningasvip- inn. Aumingja Sigrún — ósköp.----- Snati er farinn að gelta í ákafa. — Er það mögulegt, — getur allt lagast enn. Guð minn góður — hjálpaðu.------ Það er sópað frá efstu rúð- unni. Sigrún hefir verið sem í dvala, en opnar þó aðeins aug- un, er maður hennar rís á fæt- ur og læðist hratt til dyra. Ljósmóðirin Þórunn lýtur að sængurkonumii og hvíslar: „Nú eru þeir komnir.“ „Guði sé lof!“ sést fremur en það heyi'- ist frá vörum Sigrúnar. Einni stundu síðar heyrast hljóðin í tveimur duglegum drengjum í höndum Ijósmóður- innar. Tæpara mátti það víst ekki standa, en nú virðist allt í lagi. Drengirnir hljóða hraust- lega og þótt fölur sé vangi móð urinnar leikur henni þó nú þeg ar bros um varir og geisli í auga. „T-veir drengir", segir Björn bóndi og kennir öfundar í rómn um. Hann situr nú ásamt lækn- inum og húsbónda yfir rjúk- andi kaffibollum. Drengirnir eru þagnaðir, hafa sofnað ofan við móður sína. Eldri börnin eru komin inn að stokknum — feimin og undrandi í senn, en glaðna við atlot móðurinnar, er hún leggur máttvana hönd sína á litlar hendur þeii'ra, sem grip ið hafa um stokkinn eins og til öryggis. „Betra minna og jafnara meinið þér víst“, sagði læknir- inn íhugandi. - 06, SEM LEIÐ AÐ JÓLUM (Framhald af blaðsíðu 1). hafði innkaup þá um daginn. Mér var næsta óskiljanlegt hvernig ég komst heim með vagninum, svo fullur var hann. Ekki hafði vagninn ekið lengi, er athygli mín beindist að litlum dreng, sem stóð skammt frá mér í þvögunni. Hann hélt á litlu baðmullar- húsi, illa gerðu og óhreinu af öhreinum litlum höndum og reyndi að verja húsið sitt gegn troðningi og stympmg- um fullorðna fólksins. Dreng- urinn var óhreinn á að líta, en svipur hans hreinn og bjartur og bar vott um hið tæra sak- leysi bai-nssálarinnar. Eitt var víst, að litli drengurinn birtist mér sem persónugervingur horfinna bernskustunda við undirbúning jólanna og gömlu jólasagnanna í barnablöðun- um. Ég reyndi að varpa af mér þreytu dagsins og skyggn ast inn í hugarheim barnsins, setja mig í fótspor sálfræð- ingsins: Langt mundi síðan, að drengurinn litli fylltist hjartans fögnuði og tilhlökk- un til jólahátíðarinnar. Og, sem leið að jólum hefur fögn- uður hans aukizt og orðið að fá útrás á vettvangi starfsins. Verða virkur þátttakandi í jólahátíðinni. Afleiðingin af tilhlökkun drengsins til jól- anna varð því þetta litla baðm ullarhús. Stór og dýrmætur hlutur í augum lítils bams, sem bjó það til. Það stakk undarlega í stúf við hina mörgu og stóru böggla full- orðna fólksins í vagninum. Hér var jólaljósið sjálft. Það Ijós, sem eitt getur lýst það upp, sem önnur Ijós megna ekki, hversu björt sem þau eru. Hve hamingjusamur yrði ekki sá maður, sem fengi hús barnsins í jólagjöf, hús jóla- gleðinnar. Hina stóru gjöf í allri sinni smæð. — Fögnuður jólanna ríkti í sál minni, er ég kom heim í herbergiskytru mína. Barnið hafði gefið mér jólagjöf, lítið óhreint hús, sem orðið var að stórri höll í hug- borg sjáandans. Við aftansöng í þorpskirkj- unni tók ég eftir gömlum manni. Hann söng jólasálm- ana sterkari röddu en aðrir og af svo miklum innileik, að það var sem englasöngur. Við hlið gamla mannsins stóð litli drengurinn og hélt í hendi hans. Þá skildi ég gkmla manninn. Hann hafði hlotið gjöf bamsins, sem ekkert átti til nema viljann til að gleðja aðra og hreint hjarta, gjöf jólabarnsins sjálfs. □ „Einn drengur væri sú stærsta jólagjöf, sem ég gæti óskað mér nú“, svarar Björn bóndi hljóðlega. „Gefið honum annan dreng- inn, Sveinn“, segir Oskar lækn ir og lítur til húsbóndans. Hann starir undrandi á þá á víxl og hvarflar síðan augum yfir í rúmið til konu sinnar. Hún veit hvað verið er að segja og hann les ótta og bæn um miskunn í augum hennar. „Hann skyldi eiga gott hjá okkur, því mættuð þið treysta“, segir Björn varlega eins og til að reyna fyrir sér. Ljósmóðir- in virðist ekki vilja blanda sér í málin; hún setur bollann á borðið og víkur sér framfyrir. Þaðan heyrast nú hrotur frá Barða litla. Hann hafði ekki verið lengi að sofna er hann kom í rúmið. Læknirinn og Björn horfa báðir spyrjandi á Svein bónda. „Við — við getum það víst ekki“, segir hann loks stam- andi. Enn bylur hríðin á húsunum litlu vægari. Annað rífur ekki þögnina um stund. „Ljósið á gröf einkasonar Björns bónda hefir sennilega bjargað fimm mannslífum í kvöld“, segir Óskar 'læknir eftir nokkra þögn, — og síðan skýrir hann greinilega frá ferð og villu þeirra félaga, unz þeir sáu ljósið. Þau hlusta öll undrast og fagna. Síðan er þögn á ný. — „Jæja“, segir Bjöm bóndi, „er þá ekki bezt að fara að snúa heimleiðis“? Læknir kveðst verða tilbúinn mjög fljótlega. Hann talar nokkur orð við sængurkonuna og síðan Ijós- móðurina. Björn býs sig til ferðar í fram baðstofunni og svo læknirinn líka. Sveinn er sestur á rúm- stokk konu sinnar, eftii" bend- ingu hennar, og þau talast við hljóðlega. Ákvörðun er tekin. Bjöi-n á Vaði og kona hans skulu eignast son. á ný þessa jólanótt. Með bindi fyrir augum og leiddur af Ijósmóðurinni fær Björn að koma inn að rúminu og taka hvorn drenginn, sem hann vill. Þakklæti hans og aug Ijós gleði yfir jólagjöfinni léttir móðurinni fómina mikið. „Guð fylgi ykkur“, mælir hún að lokum. Þeir Óskar læknir og Björn ríða greitt norður sveitina og fylgjast að þótt úrleiðis sé fyrir lækninn. Drengurinn sefur við brjóst þessa nýja föður, vafinn fátæklegum reifum og ríkri ástúð hans. Veðrið hefir lægt talsvert og sjást öðru hvoru stjörnur tindra í skýjarofi. Nokkru eftir kl. 2 um nótt- ina ná þeir að Vaði. Óskar lækn ir ætlar heim, vill fara einn, en Björn aftekur það. Hann getur vel látið mann fara með hon- um. Hann ætlar bara að skjót- ast inn með barnið, og vekja svo Áskel vinnumann til að fylgja lækninum. Þeir hafa séð ljós loga í hjóna húsi. Þar er vakað enn eins og fleiri nætur. Björn hverfur inn í bæinn. Óskar tekur hnakkinn af hesti hans og sleppir honum inn í hesthúsið norðan við bæ- inn. Síðan bíður hann um stund. — Vitlaust er nú þetta, hugsar hann, ljómandi veður að verða og gott færi. Hvað hefi ég að gera með fylgd? Honum er óljúft að fara án þess að kveðja Björn bónda, en eftir stundar- bið enn, ríður hann þó úr hlaði. Honum er glatt í geði nú, þrátt fyrir þreytuna. Honum hafði allt vel tekizt í kvöld. Munu ekki tvö heimili fagna? Og sjálf ur hlakkar hann til að koma heim og segjakonu sinni allt af létta. En þegar hann á skammt ófai'ið til þorpsins, heyrir hann þeysireið að baki sér. Þar er kominn Bjöm bóndi. Óskar stöðvar Grána sinn: „Er nokk- uð að“, hi'ópar hann til baka. „Nei, en ég ætlaði ekki að láta þig fara einan“. Þeir ríða hlið við hlið áfram. „Fyrirgefðu (biðina,“, íieldur Björn áfram, „en jólin komu svo óvænt til okkar hjónanna og gjöf þeirra var svo stór að við gleymdum öllu öðru um stund“. Þeir eru komnir ofan að þorp inu. Himinninn er að verða heið ur. Norðurljósin dansa. Enn er friður á jörðu á jólanóttu. Hestarnir nema staðar en japla mélin, óþolinmóðir. Sterkar hendur mætast drengileg augu horfast á. og Þakka þér fyrh' og gleðileg jól! Hugmynd frá Sigr. Jónsd. Ak. Skrifað af Jónasi Jónssyni. Jan. 1945. Handknatfleikslið ÍBA stóð sig vel LEIKIR Vals og ÍBA um sl. helgi voru mjög ánægjulegir, og veittu Akureyringar Val harða keppni í leiknum á laugardag. Er 5 mín. voru eftir af leik var staðan jöfn og Akureyringar komust marki yfir og höfðu tækifæri til að skora aftur, en Stefán Tryggvason skaut þrumuskoti í stöng og knöttur- inn hrökk fram á völlinn til Valsmanna og þeir jafna og skora síðan 2 síðustu mörkin. Leiknum lauk því með naum- um sigri Vals 33:31. Akureyr- ingar sýndu enn góðan leik, Matthías beztur, Magnús Jóna- tansson átti og góðan leik og er alveg ómissandi fyrir hand- knattleikslið ÍBA, þá átti Stefán Tryggvason sinn bezta leik í vetur. Yngri mennirnir áttu og góðan leik, sérstaklega Þorleif- ur, sem skoraði oft glæsilega af línunni. Á sunnudag léku liðin aftur, og er engu líkara en ÍBA-liðið þoli ekki að leika 2 daga í röð. Leikurinn á sunnudag var slak ur nema fyrstu 5 mín. er Akur eyringar komust í 3 marka for- skot. Valur sigraði í þessum leik með 32:22 og var sá sigur alltof stór. Dómari á laugardag var Frí- mann Gunnlaugsson, en á sunnudag dæmdi Ái-ni Sverris- son. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚS- INU hafa borizt minningar- gjafir frá N. N. kr. 1.000.00, frá N. R. til minningar um Ragnheiði Gísladóttur kr. 1.000.00. Áheit kr. 200.00 frá N. N. — Með beztu þökkum. Torfi Guðlaugsson. Röskan, reglusáman UNGLING, 14-16 ára, vantar mig frá aramótum. Óttar Björnsson, Laugalandi. Uppl. einnig gelnar í Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, sfmar 1-11-69 og 1-12-14. SKÍÐANÁMSKEIÐ SKÍÐANÁMSKEIÐ hefst í Hlíðarfjalli 27. desember og stendur til 7. janúar. Kennarar verða Magnús Guðmundsson og Reynir Pálmason. Kennslan er fyrir keppendur S.R.A. SKÍÐARÁÐ AKUREYRAR. Þórsarar! Bezta jólagjöfin er ÍÞRÓTTATASKA frá ÞÓR. Fást í Kaupfélagi VerTamaniia. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR NÝKOMNAR VÖRUR: Marsípan kr. 27.50 pk. Niðursoðnir blandaðir ávexlir kr. 55.50 dósin Niðursoðnar perur kr. 50.75 dósin KJÖRBÚÐIR KEA Sturlungasaga (ú tgá fa Menn ingarsj óðs) Bækur Pálma Hannes- sonar Saga mannsandans (A. H. B.) íslendingasagnaútgáfa Ritsafn Gunnars Gunn- sonar (Landnáma) Verzlunin FAGRAHLÍÐ TIL SÖLU: Góð SKUGGAMYNDAVÉL Verð kr. 2.000.00. Uppl. í Hafnarstræti 18 B ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI vörur í fjölbreyttu úrvali Á HAGSTÆÐU VERÐI SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU Sendum félagsmönnum kaupfélagsins, starfsfólki þess, og viðskiptavinum beztu óskir um gleðileg jól og farsœlt nýtt ár með þökk fyrir það, sem er að líða Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudield Vefnaðarvörudeild Herrádeild Jám- og Glervörudeild Byggingavörudeild Skódeild Véladeild Raflagnadeild Olíusöludeild Kjötbúð Stjörnu Apótek Gunmiíviðgerð Þvottahúsið Mjöll Vátryggingadeild Hótel KEA Matstofa Útgerðarfélag Brauðgerð Efnagerðin Flóra Mjólkursamlag Kjötiðnaðarstöð Rgykliús Skipasmíðastöð Smjörlíkisgerð Sláturhús og frystiliús Sameign SÍS og KEA: Kaffibrennsla Akureyrar Efnagerðin Sjöfn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.