Dagur - 23.12.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1967, Blaðsíða 8
^-S^©^«^!5^*^©^^^*^©^-*^©^*^©^K^í3-s«-}-í5-í-^©v?^©-í-5!;- ©-^«--J-©-^«-^-©-M:-->©-M:--4-©-}-**í3 ^= -5- t <3 | ® 9 ¦> <3 f <3 <¦ <3 <5 'f <3> JÓLATRÉ standa hér þétí í snjónum, tiibúin til afhendingar. Þau eru höggvin í skógum józku í <¦ Ý heiðanna. Og börnin láta sig ekki vanta, þar sem jólavörurnar eru. § •'"'¦¦¦ (Ljósmynd: E. D.) © T OVÆNT JOLAG e e - AÐFANGADAGUR JOLA - ÞRÁTT fyrir skýjaþám um him in allan hafði þó sólar gætt um stund. Um hádegið lyfti hún sér aðeins að brún bungunnar milli Stapafells og Hengju- hjalla. Sjálf hafði hún ekki sézt en suður á milli fjallanna var sem sæi í logaglóð í risahlóðum og sló rauðum blæ upp í grámu snjóþungra skýja. En nú var roðinn allur horf- inn en húm og, blámi skamm- degis og fjarlægðar lagðist um fjöllin og tröllahlóðirnar. Oskar læknir og fylgdarmað- urinn hans ungi stefndu inn úr þorpinu og riðu greitt. Piltur-- inn var reyndar úr þorpinu, en hafði nú dvalið árlangt á Hamri, innsta bænum í sveit- inni, einmitt undir Stapafelli. Hann hafði farið að heiman um morguninn og ljósmóðirin hafði sagt, að hann yrði að koma með 'lækni til baka, hvað sem það kostaði. Læknirinn hafði ekki tekið honum neitt illa og möglunar- laust yfirgefið konu, börn og beztu jólagleði til þess að sinna skyldu sinni. Og röskur ferða- maður var hann. Og í kvöld gat það nú komið sér betur. — Myrkrið var að skella á. Öldu- skvaldrið frá Urtuskeri og Arnarsandi fór vaxandi, og nú var farið að snjóa. Nú var um að gera að halda sér við bakk- ana og fylgja svo ánni, ef hægt væri fyrir hríð og myrkri, þeg- ar í innsveitina kæmi. Bara að hann færi nú ekki að hvessa! Barði litli hvetur hest- inn og hraðar för eftir niætti. Drífan fellur þéttar og þéttar. — Hræddur — nei — — en bara að hann hvessi nú ekki í þessa lausamjöll! En hvassviðrið kom og mjöll- in rauk sem í villtum hamstola dansi. Gegnum bylinn bi-jótast tveir menn. Þeir hafa misst af bökkunum, ganga og teyma hestana. Stefnan er óviss, mest undan veðrinu. Skeð getur að þeir rekist á einhvern bæinn, og áin er ísi lögð og engin hætta við hana. Óskar læknir hefir oft farið hér uín áður, en sannast að segja veit hann nú ekkert, hvei-t þeir eru komnir. Barði er enn ókunnugri og fylgir nú aðeins fast í spor Grána læknisins. Hvernig myndi þessu ljúka? Jæja, — bezt að hugsa ekki um það en halda áfram. „Við skulum fara á bak um stund," hrópar lækn- irinn gegnum bylinn. En-------- hvað er þetta? Er ekki ljós þarna? Nei — það er horfið. — Jú, víst er það ljós, — þarna kémur það aftur. Jafrtvel hestarnir virðast skilja að þessi litla stjarna í iðunni framundan boði eitthvað betra. Og á. ' svipstundu eru ferðamennirnir komnir á vett- vang. — En — Ijósið er ekki í neihum bæ? Hestarnir hafa numið staðar við lága girðingu. Innan við hana er ljósið. Það er á ofurlitlum hávaða þarna, hvítt vaxkerti á undirskál og glær kúpa ýfir." Örskammt frá rís einhver strókur vafinn um- búðum og bundinn við sívalan, hvítan staf. Ljósið logar vel, blaktir aðeins, því að loft berst því einhversstaðar frá. Og við athugun sér á sléttan stofn reynihríslu neðan við umbúð- irnar á stróknum. Hvert eru þeir nú komnir? Oskar læknir minnist þess, er hann í fyrrahaust hafði verið sóttur til einkasonar hjónanna á Vaði. Pilturinn var fárveikur, engin -von — og dauðinn kom með degi næsta. — Var ekki pilturinn grafinn heima? Barða minnti það nú líka. En gat ver- ið, að þeir væru komnir svona austarlega, — að Vaði? Ja, hann hafði sennilega snúizt meira í vestrið, er hann hvessti. Jæja — þá er að reyna að finna bæinn.-------— Á Vaði var lítið um jóla- gleðina. Húsmóðurin ekki mönnum sinnandi síðan dreng- urinn dó. Og á jólunum var það verst. Vinnufólkið var í ráða- leysi með sjálft sig þegar búið var að borða og ganga frá kvöld verkum. Hjónin voru inni í sínu húsi, ein sér. Enn er lam- andi þungi sorgarinnar yfir þessu myndarlega heimili. Því var þessvegna tekið með undrun og fögnuði, er hundarn ir þutu upp með gelti og síðan guðað á gluggann. Læknirinn á ferð . í þessu voðaveðri og Barði litli • á Hamri! Hjónin fóru fram — og allt fólkið. — Var ekki ætlunin að fá að vera? — Nei, það var nú eitthvað annað! — Og skömmu síðar er ferðinni haldið áfram. En nú er stefnan öruggari. (Framhald á blaðsíðu 5). Nálægð jóla Þú berst með straumnum, allir flýta för. í flóði Ijósa margt fær augað seitt. Um strætin reikar, staldrar við aS sjá hvað stundargæði þessa heims fá veitt. •Þó fagnar hugann allt og ekki neitt og ysinn verður fjarrænn þér um stund. Senn mun heimi boðuð heilög jól þótt hildarleiksins mæði blóðug und. Og fyrr en varði namstu nálægð hans, er nú skal minnst, þá blikar stjarnafjöld. Af úsýn stafar mildi frið og mátt. Svo mælir: vinur, fylg þú mér í kvöld! Sjá! vegu loftsins, ókunn lönd og höf þú leizt, í návist hans svo undra skygn. Hve mannlífs för var ótal þrautum þyngd og þyrnum stráð í veldi og æðstu tign! Þið sóttuð dýrlegit-stu hallir heim og höfðingjanna lituð nægtaborð. Þar klingdi glösum, flóði vín að vild. Hann virtist sleginn hryggð — og mælti'ei orð. 1 valnum hermaðurinn helsár lá — hinztu kveðju báru stjama Ijós. Annar hafði af vegi réttum villzt, vafinn fjötrum — kalin æskurós. Þar móðir vakti veiku barni hjá er vonlaus kvíði og angist svipti ró. Hinn eliimóði. öðru sinni barn, fann orku þverra — vissi að hverju dró. ' Þeim, er lifðu í skugga, ljós hann bauð, líkn og von í þraut, hvar höfðuð bið. Hverjum manni, er lifsins föður laut sem lítið barn, hann gaf sinn jólafrið. Heyr klukkur boða helgra tíða til. f trylling stríðs barst þjóð og föðurland. 1 Jesú nafni bæn um sigur bað, að biði óvinanna tjón og grand. Þá myrkva og kvöl á milda svipinn brá hin mikla raun, svo djúp og tregasár: Hví hlýt ég ennþá bera kross minn einn eftir meir en nítján hundruð ár! Hans féllu af augum heit og höfug tár. Um hljóðan stíg þú reikar — gleðifár. Kristján E. Vigfússon. ^^©-^^x-©-^?\;-^-©-^-a^©-^-*^©-^?^©-^*-^©-^*^©-^*^©-^^©-^*^©-^ l © f I I -t- & I ¦t © 1 I © | I * STOKT og fallegt jólatré við Akureyrarkirkj u. 6) (Ljósmynd: E. D.) f

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.