Dagur - 12.02.1968, Side 4

Dagur - 12.02.1968, Side 4
verða leyst, virðist þörtin augljós. Oianskráður óska- listi er sprottinn at þeirri reynslu, sem íyrir hendi er og hann er staðfesting á því mikilsverða hlutverki, sem „heimablöð“ gegna í lífsbaráttu fólksins. Og þótt rúm vikublaða sé takmarkað, er það staöreynd, að þau eru jafnan rituð af meiri kunnugleika og skiln- ingi á málefnum síns landshluta en önnur blöð, og hafa oít úrslitaþýðingu í mörgum málum. I sambandi við þróun hinna ýmsu framfaramála hér á Akureyri vil ég nefna tvö dæmi. Tilraunir með niðurlagningu síldar í smáum stíí höfðu staðið all- lengi og veitt þeim dýrmæta reynslu, er að því stóðu. En það vantaði átak til að koma upo verksmiðju í þessari framleiðslugrein. Dagur birti þá hverja grein- ina af annarri um málið, til að skýra nauðsyn á stuðn- ingi samfélagsins. Málið tók nýja stefnu og með stuðningi Alþingh komst það i höfn. Á annað hundrað manns starfa síðan langtímum saman við þessa framleiðslugrein á Akureyri. Dagur fékk á sínum tíma ýmsa menn úr skipa- iðnaðinum og járniðnaöinum iil að segja opinberlcga álit sitt á því, hvort mögulegt væri að koma upp stál- skipasmíði á Akureyri. Svörin voru öll jákvæð. Um- ræðurnar leiddu til vaxandi áhuga og síðar fram- kvæmda. Þetta eru staðreyndir, sem allir geta rannsakað, og svipaða sögu geta önnur héraðs- og fjórðungs- blöð eflaust sagt af sinni baráttu í ýmsum hagsmuna- málum. Þá er þess líka að gæta, að oft leggjast blöo ólíkra stjórnmálaskoðana á eitt og er áhrifaafl þeirra þá mjög mikið. Sagt er, að ekkert blað geti orðið gott, nema marg- ir leggi hönd að. Þetta er auðvitað rétt og þyrfti úr að bæta. En þá rekur maður sig þegar á þá köldu staðreynd, sem fyrr er að vikið, fjármálahliðinni. Þess vegna vinnst of sjaldan tími til þess, hér hjá okkar blaði, að fullvinna það efni, sem tekið er til meðferðar hverju sinni og er birt sem einskrifað hrá- efni. Á þessu sviði og mörgum öðrum er breytinga þörf, og í prentun blaða, sem er mjög dýr, eru riýj- ungar á næsta leiti, sem e. t. v. auðvelda blaðaút- gátuna. Það eru nú liðin 17 ár síðan ég réðist í þjónustu Dags og vann ég fyrstu fimm árin við auglýsingar og afgreiðslu. Tilviljun ein réði þessari ráðningu. Hauk- ur heitinn Snorrason var þá ritstjóri blaðsins. Mikla mannkosti hans og óvenjulega blaðamannshæfileika mat ég því betur, sem ég kynntist þeim meira. Við vorum svo samverkamenn í íimm ár, eða þar til hann tók við ritstjórn Tímans en ég tók við hans starfi hér við Dag. Þessi ár voru mér ágætur skóli. Þá og síðar kynntist ég einnig Ingimar Eydal, þeim vitra og hógværa öldungi og Jóhanni Frimann, sem var eink- ar gott að starfa með. En þessir menn, ásamt Jónasi Þorbergssyni og raunar fleiri, sem ég kynntist ekki og minnzt verður af öðrum, hötöu unnið sína stóru sigra við blaðið. I þeirra höndum varð Dagur út- breiddasta blað, sem út var gefið utan hötuðstaðar- iris, gagnmerkt og vinsælt. Sá grundvöllur, sem þess- ir menn lögðu svo farsællega, var traustur. Það var í senn auðvelt og vandasamt að taka við ritstjórn Dags þegar Haukur Snorrsson lét af því starli. Auövelt var það vegna þess hversu fyrirrenn- arar mínir höiðu búið í haginn. En vandasamt var að fylla autt sæti þess manns, sem aí samtíð sinni var talinn einhver fjölhæfasti og skarpasti blaðamaður landsins. Þótt það tækist ekki nema að nokkru, má geta þess, unnendum Dags til ánægju, að kaupend- um hefur mjög fjölgað, grunnurinn er enn ósprung- inn, hvað 'sém mönnum sýnist svo um það, sem ofan á hefur veriö byggt. Ymsar breytingar hafa orðið á Degi frá einum tima til annars. Mitt fyrsta verk var að koma upp eins traustu kerfi fréttamanna á Norðurlandi, og kostur var á og hefur það gert blaðinu kleift að birta meiri og almennari fréttir en áður. Og til þess að fá ýmsa menn til liðs við blaðið og leggja því verulega andlega næringu, valdi ég oft viðalsformið, og á þann hátt hefur blaðið notið margra ágætra manna, sem annars hefðu ekki látið til sín heyra. Hins vegar heí- ur blaðið ekki séð sér fært að gera erlendum málum nein veruleg skil, enda hafa þau innlendu kallað úr öllum áttum og verið látin sitja fyrir. Við þessi tímamót í sögu blaðsins sendi ég lesend- um þess alúðarfyllstu þakkir fyrir ágæta samvinnu og umburðarlyndi svo og blaðstjórn. Ennfremur þakka ég samstarfsmönnum mínum við blaðið, eink- um þeim Þorkeli Björnssyni og Jóni Samúelssyni af- greiðslumönnum og gjaldkerum ágæta trútt sam- starf. Þakklæti færi ég greinarhöfundum og viðmæl- endum góðan stuðning, einnig þakka ég starf þeirra í Prentverki Odds Björnssonar h.f., sem vinna að prentun blaðsins og prentsmiðjustjórunum þeirra hlut. Að siðustu óska ég svo Norðlendingum þess, að framfara- og menningarmál þeirra eigi jafnan trausta málsvara hjá nórðlenzkum blöðum. 4 DAGUR 50 ÁRA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.