Dagur - 12.02.1968, Page 10

Dagur - 12.02.1968, Page 10
einnig á Austurlandi og raunar víðar um land og meðal Islendinga í Vesturheimi. Ekkert blað, sem gefið er út utan höfuðborgarinnar, hefir notið álits á borð við Dag eða haft slík áhrif sem hann nú um 50 ára skeið, enda ritstjórar hans allir hinir merkustu menn. Þegar Tíminn á síðasta áratug tók að færast í aukana sem dag- blað, var enn leitað til Dags, er mikils þótti við þurfa. Og Dags- ritstjórinn reyndist þar syðra vandanum vaxinn, blaðamaður og stjórnandi í fremstu röð, ávann sér traust og mannhylli á hinum nýja vettvangi. Ritstjórnarsaga Hauks Snorrasonar í Reykjavík, og þar með saga hans sjálfs, varð styttri en vonir stóðu til. Marga setti hljóða, er það spurðist, að hann væri fallinn frá löngu fyíir aldur fram. Árið 1959, þegar gömlu kjör- dæmin voru lögð niður með stjórnarskrárbreytingu og Norður- Iandskjördæmi eystra varð til, urðu kynni mín af Degi og starf- semi hans, og af forystumönnum við Eyjafjörð, meiri og nánari en þau höfðu áður verið. Dagur varð þá fyrir allt hið nýja kjördæmi það, sem hann hafði áður verið fyrir Akureyri og aðrar Eýjafjarð- arbyggðir — þótt aðildin að út- gáfu hans sé raunar hin sama og fýrr. Dág'ur hefir í þessi 8 ár verið sá' málávari okkar I Frumsóknar- manna hér á austarrverðu Norðurr landi, sem við mættum >sízti ián. vera. Allan þennan i tíma hefi ég haft sámstarf, meita'og minná, við* núverandi ritstjóra blaðsins, Erling Davíðsson, kynnzt hæfileikum hans og hugðarmálum, áhuga og dugnaði í starfi, þar sem ekki eru taldar vinnustundir, en því meir hugsað um árangurinn. En við Dag hefir einnig öll þessi ár verið annar maður að verki, sem ekki hefir legið á liði sínu, og er frá 10 DAGUR 50 ÁRA unnendum blaðsins mikillar þakk- ar verður, núverandi afgreiðslu- maður Dags og framkvæmdastjóri á fjármálasviðinu, Jón Samúels- son, sem jafnframt hefir átt góðan þátt í skipulagsmálum okkar F ramsóknarmanna. Nú, í höndum Erlings Davíðs- sonar, er Dagur enn á vaxtar- skeiði, blað vaxandi útbreiðslu og vaxandi áhrifa, og það blað, er gleggstar fréttir flytur af Norður- landi og jafnvel víðar að úr dreif- býli, og eigi sízt af þeirri ástæðu vinsælt af mörgum, einnig utan þessa landshluta. Ritstjóri Dags er maður vel ritfær, einn snjallasti höfundur fróðleiks og frétta í við- talsformi, sem við slíkt fæst um þessar mundir, og sjálfur áhuga- samur fréttaljósmyndari, en af penna hans og myndum hafa fleiri blöð en Dagur notið góðs sem kunnugt er. Gestkvæmt er á skrif- stofu hans, því að margir eiga er- indi við Dag, og margt þarf að ræða. Er því næði stundum slitrótt til ritstarfanna. Dagur er nú sem fyrr ódeigur málsvari samvinnu- stefnunnar, norðlenzkra viðhorfa í landsmálum, eflingar höfuðstað- ar Norðurlands og annarra norð- lenzkra byggða, og réttir bróður- hönd annarri landsbyggð, sem í vök verst. Gegn mestu mannlífs- plágu vorra tíma hér á landi, of- nautn áfengis, er nú í Degi á ný fram flutt hin afdráttarlausa hug- vekja ýmsra þjóðkunnra stjórn- málamanna, er búðum réðu, fyrr á þessari öld. En í öðrum íslenzk- um stjórnmálablöðum er sá boð- skapuf nú lítt uppi hafður, svó að athygíi veki. Nú þegar útbreiddasta og áhrifamesta blað landsbyggðar- innar utan höfuðborgarinnar hefir komið út í hálfa öld, er ástæða til að staldra við í tómi, líta yfir far- inn veg og hyggja að framvindu mála í hinu unga íslenzka lýðveldi — og í landi því, er vér nútíma Islendingar höfum í arf tekið. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem fyrrum á hafísvetri gerðist hvata- maður að stofnun Dags, sagði í þessu sama blaði fyrir 25 árum: „Mér finnst vel við eiga að benda á, hve mikla þýðingu það hefir fyrir þjóðina að halda jafn- vægi milli landshluta og atvinnu- greina. Nú á dögum er það yfirvof- andi hætta í mörgum þjóðfélög- um, að höfuðstaðurinn verður til- tölulega of stór í samanburði við aðra bæi eða borgir í landinu.“ Þórarinn Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal, sá mæti maður, sagði um Dag á 40 ára afmæli hans 12 febrúar 1958: „Blaðið hefir alla tíð verið í for- ystu um réttmætar kröfur Norð- lendingafjórðungs og Norðlend- inga á hendur ríkisvaldinu til úr- bóta á málefnum fjórðungsins í atvinnu-, samgöngu- og menning- armálum, jafnframt því að vera vettvangur, þar sem framfaramál innanhéraðs hafa verið borin fram og rökrædd. I öllum þessum mál- um hafa áhrif blaðsins verið mikil og heillarík." Okkur Islendingum þykir vænt um höfuðborg okkar og viljum veg hennar mikinn. En engum, og ekki henni sjálfri, er það til góðs, að hún standi yfir höfuðsvörðum norðlenzkra byggða eða annarra lífvænlegra byggða hér á landi. Með þetta fyrir augum hefir Dag- ur lagt fram sinn skerf til þjóð- málanna. Aldrei hefir þess verið brýnni þörf en nú,- að í höfuðstað Norður- lands sé merki baráttunnar á þessu sviði hátt haldið. Og hvernig sem á stendur í stjórnmálum, ber sú barátta jafnan nokkurn árang- ur, ef af heilindum er háð og manndómi, svo sem dæmi sanna. í anda félagshyggjunnar ber okkur, sem nú hyllum Dag eftir hálfa öld, og þeim, sem á eftir Framhald á bls. 59.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.