Dagur


Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 21

Dagur - 12.02.1968, Qupperneq 21
ar yfir Norðurland. Mestir munu þeir hafa orðið á Húsavík og í grennd, en voru vægari bæöi aust- ur undan og vestur undan. A Ak- ureyri fundust nokkrir vægir kipp- ir þessa nótt. A Húsavík var getið um skaða á húsum, og einn bær, „laskaðist svo mjög að ekki var að hugsa til að búa í honum framar" (Norðanfari VII, 1868, bls. 7), sprungur komu í jörðina, o. s. frv. Varð vart við kippi á Húsavik næstu daga og allt fram í miðjan janúar a. m. k. Nokkru síðar birtist í Norðan- fara eftirfarandi fréttaklausa: „E 1 d g o s. Um næstliðið nýár hafði nokkrum sinnum sjest úr Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu, logi upp úr hafi, í norður af svonefnd- um Mánáreyjabrekum, sem liggja út af Tjörnesi, og aftur úr Köldu- kinn nú fyrir skömmu sama sjón og á sömu stöðvum. Af þessu ráða menn, að eldur hafi verið uppi hjer norðan fyrir landi, og að jarðskjálftinn, sem hjer er að framan getið, verið því samfara, eður staðið í sambandi við eldgos þetta.“ Ekki er mér kunnugt um fleiri heimildir um þetta gos, en þó er líklegt að þær finnist einhvers- staðar, t. d. í gömlum dagbókum frá þessum tíma, sögusögnum o. s. frv. Væri mér þökk í því, ef ein- hver vildi benda mér á eitthvað slíkt. Séu athugaðar líkur fyrir gosi á þessu svæði, kcmur í ljós,' að þsér eru einmitt nokkuð miklar. Norður af Tjö'rnesi géngur mjótt en langt gmnn, sem nær alla leið á móts við Melrakka- sléttu: Innst á því, um 10 km.1 und- an landi eru Mánáreyjar, og eru þær að sögn Þorvaldar Thorodd- sen, úr móbergi. Nokkru utar eru Mánáreyjabrekar, sem áður eru nefndir, en það eru blindsker, nokkur saman. A öllu svæðinu frá landi út fyrir Brekana er minna en 50 metra dýpi. Þar fyrir utan er um 50—70 m. dýpi og heitir yzti hluti grunnsins Mánáreyjaflak. Tjörnesgrunnið, ásamt austur- hluta Tjörness sjálfs, er beint framhald vesturmarka eldgosa- beltisins mikla, er gengur í gegn- um þvert landið, og hefur á Norð- urlandi stefnu beint í norður- suður. Norðanlands eru á þessu belti, hin frægu eldstöðvar í Öskju og við Leirhnjúk, hérumbil í beinni stefnu frá Eyjarbrekunum. Af þessu leiðir, að telja verður eldgos á þessu svæði mjög eðlilegt. Grunnið sjálft og lögun þess bend- ir einnig eindregið til þess að svo geti verið, enda líklegasta skýring- in á tilveru þess og eyjanna og skerjanna, að þetta sé allt saman myndað við eldsumbrot fyrir til- tölulega skömmum tíma. Þar við bætist enn, að á grunninu eru, á nokkrum stöðum svæði, sem rugla segulnál áttavitans, m. a. er eitt slíkt svæði, rétt hjá Eyjarbrekun- um, en önnur liggja í beinni stefnu þar norður af. Styrkleiki jarðskjálftanna á Húsavík virðist og benda til hins sama. Hins vegar eru lýsingar á „eldinum,“ svo ófullkomnar, að af þeim verður naumast dregin nein ályktun. Stórgos hefur þetta ör- ugglega ekki verið, enda hefðu þess þá sézt meiri merki. Hitt er líklegra, að þetta hafi aðallega verið hraungos, og farið að .mestu fram neðansjávar, en eldtungur skotið upp kollinum af og til, líkt og nú hefur oftle^a drðið vart við í nánd viði Surtséy. Slíkt gos getur vcrið reyklaust og öskufall því ekkert. (Sbr. einnig síðasta Öskju- gOS). t : l í 1 ' I' M , . : Hér virðist því alit beta að sama brunni, að eldgos í hafi út af Mánáreyjabrekum, um áramót- in 1867—68 hafi vel getað átt sér stað. Þess má geta að lokum, að eld- ur var um sama leyti uppi í Vatnajökli (líklega á Grímsvatna- svæðinu), en það gerir auðvitað hvorki að auka né minnka líkurn- ar fyrir eldgosi út af Tjörnesi. Að tvö, eða fleiri eldgos hafi orðið samtímis á Islandi er engin ný bóla. Heimildir eru um fleiri eldfyrir- bæri á hafinu fyrir Norðurlandi, og verða þau væntanlega til um- ræðu síðar. Hér var aðeins ætlunin, að vekja athygli á þessu máli, og vil ég því enn beina þeirri ósk til allra, sem kynnu að hafa einhverj- ar heimildir um eldfyrirbæri á hafinu fyrir norðan land, að senda þær eða upplýsingar um þær til Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Þeir kusu hið einfalda líf Á KLETTAEYJU einni í sunnanverðu Atlantshafi býr fámennasta samfélag manna. Það telur 270 manns og það eru meira en tvö þúsund km. til næstu byggðrar eyjar. Fyrir sjö árum tók eyjan að gjósa og íbúarnir vor fluttir til Englands. Eftir árs dvöl þar fór fram skoðanakönnun á því, hvort eyjaskeggjar vildu hverfa heim eða setjast að í Bretlandi. Nœr allir vildu snúa heim aftur. Þeir höfðu gaman af bílum, stórhýsum og iðandi mannhafi stórborgarlífsins og öllum nú- tímpþæf*indum. En hávaðinn ætlaði að æra þá. Eftir þennan reynslutima voru þeir orðnir þreyttir á „menningunni" og lífsþægindunum og óskuðu þess að hverfa heim. Þar beið þeirra sjósókn og garðyrkja, og lítið samband við umheim- inn. En þar beið þeirra líka meiri hreysti og heilbrigði. Þeir þekktu fátt til hinna ýmsu smitnæmu sjúkdóma fjölmennis- ins og voru næmir fyrir þeim á meðan þeir dvöldust í Englandi. Þegar eldgosum á eynni linnti var brezka stjórnin svo rausnarleg að flytja þá til eyju sinnar á ný, þar sem friður Tristan-eyjar beið þegna sinna. Þetta minnsta samfélag veraldar var stofnað upp úr 1800. DAGUR 50 ÁRA 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.