Dagur - 12.02.1968, Side 51

Dagur - 12.02.1968, Side 51
Nóvember. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarins hækkaði ekki, sem neinu nam. Stráka- göngin opnuð með viðhöfn 9. nóvember. Nonnasafnið á Akureyri 10 ára. Fé fennti á nokkrum stöðum. Kjördæmis- þing Framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra haldið á Akureyri. Egg- ert Olafsson endurkjörinn formaður. Gengi íslenzku krónunnar var fellt. Alda verðhækkunar reis. Þök fuku af húsum í Ólafsfirði í ofsaveðri. Smásild tók að veiðast á Eyjafirði, eftir langt hlé. Skíða- lyftan, fyrsta stólalyfta, sem hér á landi er sett upp, vígð um mánaðamótin nóv. —des. Víða gerði atvinnuleysi vart við sig, Fljúgandi diskur sást í Kelduhverfi. Ymsar vörur gengu til þurrðar, enda á sumum stöðum kaupæði. Skipverji af austur-þýzku fiskiskipi bað um hæli sem pólitískur flóttamaður. Meðalafli hvers íslenzks sjómanns er 200 tonn en 37 tonn er meðalafli norsks starfsbróðurs til jafnaðar. Desember. Fjórum hestum bjargað á fleka úr hólma í Eyjafjarðará, en skjóta varð folalds- hryssu. Hörmulegt bifreiðaslys varð í Skriðdal austur. Miklir vatnavextir urðu í Skagafirði. Einn bóndi varð að fara á báti heim til sín. Olía og kraftfóður var af skornum skammti í landinu. Blikur laskaðis tvið Kópasker. Nýr salur G. A. tekinn í notkun. Okumaðurinn Jónas Sigurðsson fór með bíl sínum í höfnina en slapp út, steig á ísjaka og blotnaði naumast í fót. Tveir menn lágu úti á Hauksstaðaheiði og varð ekki meint af. Nýtt iþróttahús tekið í notkun á Dal- vík. Kjaradómur úrskurðar, að ríkis- starfsmenn fái enga beina kaupuppbót. Ishrafl við Grímsey og víðar við Norður- lánd. Kona fótbrotnaði á götu í Reykja- vík. Vegfarendur sinntu henni ekki. Kaldara inni en úti á hitaveitusvæði Reykjavíkur. Kollafjarðarlax veiddist við Grænland. Andrés Björnsson skip- aður útvarpsstjóri. Ríkisstjórnin ákvað að semja um smíði tveggja 1000 tonna stálskipa við Slippstöðina á Akureyri. Skíðalyftan vígð. DAGUR 50 ARA 51

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.