Dagur - 04.09.1968, Blaðsíða 2

Dagur - 04.09.1968, Blaðsíða 2
2 KR-inffar urðu íslandsmeistarar - SKÓGRÆKTIN EINS og knattspymuunnendum mun vera kunnugt, kemur hið iræga Benfica-knattspyrnulið til Reykjavíkur 18. þ. m. og leik 'ur við Val. Vegna mikils knatt- spyrnuáhuga á Akureyri vill Valur gefa Akureyringum kost á því að tryggja sér aðgöngu- miða í stúku á þennan leik og mun pöntrjnum á aðgöngumið- um veitt móttaka á íþróttavell- inum hér í síma 21588 til 10. sept. n. k. Er nú unnið að því, að fá lækkun á flugfargjöldum í þennan umtalaða kappleik. Síðasta sunnudag háðu Vest- ■mannaeyingar og Akureyringar oæjarkeppni í knattspyrnu, og ’ór leikurinn fram á Akureyri, og lauk með sigri hinna síðar- 3UNNUDAGINN 1. september ú. var háð hin árlega keppni um Nafnlausa bikarinn, gefinn af Helga Skúlasyni augnlækni. — Leiknar voru 18 holur með % rorgjöf. LTrslit með forgjöf. högg 1. Sævar Gunnarsson 71% 2; Ragnar Steinbergsson 73 3. Hafliði Guðmundsson 73% 4. Hörður Steinbergsson 76y4 5. Þengill Valdimarsson 77% Úrslit án forgjafar. högg 1. Sævar Gunnarsson 77 2. Ragnar Steinbergsson 82 3. Hafliði Guðmundsson 83 í. Hörður Steinbergsson 87 >. Gestur Magnússon 88 Föstudaginn 6. september n.k. FIRMAKEPPNIN í KNATTSPYRNU — 3. UMFERÐ — 1. RIÐILL. Hiðvikudagur 4. september. Starfsm. Tryggva Sæmunds- uonar — Starfsm. bæjarfógeta. Verksmiðjur SÍS — Starfsm. :?ob. 2. RIÐILL. ÍFimmtudaginn 5. september. Slippstöðin — Starfsm. Val- Ljarkar. Vatnsveita Ak. — KEA. 3. RIÐILL. ÍFöstudagur 6. september. Útgerðarfélag Ak. — Verk- takar MA. Póstur og sími — Bankastarfs xnenn. 4. RIÐILL. Laugardagur 7. september. Old boys (gestir) — Oddi og Marz. Rafveita Ak. — Starfsm. Ak,- bæjar. Ath. Allir leikirnir fara fram á Sana-vellinum og hefjast kl. 18.45 og 19.45. nefndu 3:2 eftir framlengdan leik. Leikmenn ÍBA voru lengst af 10 því að Kára Árnasyni var vísað af velli, fyrir litlar sakir, að því er virtist. Keppnin var hörð og sigur Akureyringa verð skuldaður. Dómari var Páll Línberg. Keppt var um veg- legan bikar, sem Knattspvrnu- ráð Ak. gaf til þessarar keppni og er keppt um hahn aðeins hér á Akureyri. Vinnst hann til eign ar við þrjá sigra í röð eða fimm sigra alls. Fyrstudeildarkeppninni í knattspyrnu er nú lokið. Urðu KR-ingar íslandsmeistarar að þessu sinni, hlutu 15 stig. Fram hlaut 12 stig, Akureyringar 10 stig og eru í þriðja sæti, Valur hefst svo ein skemmtilegasta keppni klúbbsfns, eða Coca Cola keppnin, með og án forgjafar. Leiknar verða 72 holur þannig: Föstudaginn 6. sept. kl. 3 e. h. 18 holur, laugardaginn 7. sept. kl. 1.30 e. h. 18 holur, sunnu- daginn 8. sept. kl. 8 f. h. 36 hol- ur.úrslit. Búist er við mikilli þátttöku og verða áhorfendur eflaust margir. X 31 - SAMÞYKKTIR (Framhald af blaðsíðu 8). mótmælir eindregið innflutningi á tertubotnum og: smákökum. 4. Fundurinn sendir áskorun til sýslusambandanna um að koma upp fullkominni krabba- meinsleitarstöð á Akureyri, t. d. með því að stofna krabbameins- félög innan sambandanna, sem yrðu síðan deildir innan Krabba meinsfélags fslands. 5. Þá var gert upp happdrætti SNK, en það var stofnað til styrktar dvaladheimilis vangef- inna á Akureyri. Ágóðinn kr. 632.500.00 var afhentur forráða- mönnum byggingarinnar, en upphæðinni skal varið til kaupa á innanstokksmunum. Eftirtald ir vinningar eru ósóttir hjá KEA: 18788, þvottaskál, Skaga- fjarðarsýsla. 6313, frystikista, Akureyri. 12945, kæliskápur, Skagafjarðarsýsla. 2241, sauma- vél, Út-Eyjafjörður. 10625, vöfflujárn, Suður-Þingeyjar- sýsla. 8500, hraðsuðuketill, Norð ur-Þingeyjarsýsla. f happdrætt isnefnd voru frú Ásta Jónsson, frú Sigríður Hafstað og frú Helga Kristjánsdóttir. Kvöldvaka var haldin að kvöldi þess 20. og var þar margt til gamans gert. Gestir fundarins voru hinar öldnu forvígiskonur í málum kvenna, þær frú Halldóra Bjamadóttir, frú Aðalbjörg Sig urðardóttir og frú Hólmfríður Pétursdóttir. Margar konur úr nágrenninu sóttu fundinn og mættu alls um sextíu konur. Stjórn SNK skipa: Frú Dóm- hildur Jónsdóttir, Skagaströnd, formaður, Emma Hansen, Hól- um, ritari og frú Sigríður Guð- varðardóttir, Sauðárkróki, gjald keri. er í fjórða sæti, einnig með 10 stig, Vestmannaeyingar fengu 9 stig og Keflvíkingar 4 stig. Aðsókn að Éþróttavellinum á Akureyri hefur verið meiri í sumar en nokkru sinni áður. Kappleikur ÍBA og KR sló þó öll met í aðsókn. Áhorfendur voru um fjögur þúsund. □ NÝTT ÍSLANDSMET ÍSLANDSMET í 800 m. hlaupi kvenná setti Barbara Geirsdótt- ir (KA) á frjálsíþróttamóti á mánudagskvöldið. Hljóp Bar- bara á 2.40.4 mín. en eldra metið var 2.41.9 mín. □ Þegar munir hverfa „ÞAÐ var tekin vel merkt pen- ingabudda úr kápuvasa lítillar dóttur minnar, er hún var í sundi síðastliðinn fimmtudag. í buddunni var m. a. silfurhring ur — merktur Guðrún — og gullhringur, báðir hæfilegir á hennar litlu fingur. Hvernig á ég að geta fengið þetta aftur?“ sagði kona er átti erindi við blaðið í fyrradag. Það er of algengt að heyra um slíka atburði. Reiðhjól, þríhjól, sleðar og ýmsir aðrir hlutir hverfa. Oft eru hér að verki óvitar eða börn. Af hvaða hvöt- um, sem þetta er gert, er nauð- synlegt að foreldrar og aðrir fullorðnir vinni á móti þessu af fremsta megni. Er það sjálfsagt bezt gert með því að fylgjast vel með hvað böm hafa undir hönd um af slíkum hlutum og reyna að koma því til skila, sem þau eiga ekki. □ - Talaði við himdinn (Framhald af blaðsíðu 8). í löngum stökkum, hlaupalagið dálítið frábrugðið því venjulega. Svo skiptum við okkur ekkert af honum. Eftir æði langa stund kom hann með kindurnar og voru þær nú sjö talsins. Allt gekk þetta vel þar til kom að Brekkudalsá, sem dálítill vöxt- ur var í. Yfir hana vildu kind- urnar ekki fara. Hundurinn hljóp þegjandi í hálfhring aftan við þær og gekk svo nokkra stund. Oð þá ein ærin lítið eitt fram í vatnið en vildi svo ekki fara lengra. Um leið og hundur- inn sá þetta, tók hann undh- sig stökk og var á samri stundu kominn fram fyrir ána, tók í ullina neðanvert á hálsinum og togaði hana yfir miðja ána og sleppti henni þar en sótti svo féð og rak það á eftir henni. Hundurinn kom svo með hóp- inn til okkar og var þessu verki þar með lokið. Þegar hundurinn var sendur lengra en í kallfæri, notaði bóndi flautu, sem betur heyrð- ist. Vel skildi seppi kallmerki flautunnar. Og hann beið þeirra stundum, ef hann var í efa ’hvað gera skyldi. Jóhannes bóndi tal- aði við þennan ágæta hund sinn eins og maður talar við mann. Það var stundum mesta fyrir- höfnin í smalamennsku, að opna hliðin því það gat hundurinn ekki. < □ (Framhald af blaðsíðu 5). um 4 m. á hæð, en hæstu trén 5—6 metrar. Vaðlaskógur er fagurt gróðurband, sem tengir sýslurnar ásamt þjóðveginum austan þess og fer vel á því. Leyningshólar er álíka stórt skógarland, hið eina skógarland í sýslunni, þar sem gamall birki skógur vex. Þar hefur verið plantað allmiklu af lerkitrjám, frá 1956 og eru þau elztu orðin á aðra mannhæð. Miðhálsstaðir í Oxnadal, við mót Hörgárdals og Oxnadals, er eyðibýli, sem tekið var til skóg- ræktar. Skógræktarfélagið hef- ur friðað hluta þess lands og plantað skógi, sem er ört stækk andi. Og innan girðingarinnar hefur komið upp mikið af birki- skógi, sem loks tók að vaxa er landið var friðað. Og þannig er það víðar. Kóngsstaðaháls er í Skíðadal. Þar er gróður skemmtilega fjöl- breyttur og hefur aukizt síðan landið var girt, um 50 ha. Slæð- ingur af birkikjarri var þar, sem nú hækkar ört. Talsverðu hefur verið plantað af barrtrjám í þetta skógarland. Á vegum hinna ýmsu skóg- ræktarfélaga sýslunnar eru margir skógarreitir. Fjölmenn- asta félagið er Skógræktarfélag Akureyrar og Kjarnaskógur, um 90 ha., stærsta verkefni fé- laga þessara og er hér áður get- ið. í Ongulsstaðahreppi er Garðs árreitur, girtur 1932. Þar er hið fegursta birki, talið mjög gott afbrigði, ört vaxandi skógur. Afgirtur var reitur á Þela- mörk tveim árum síðar, komst síðar í umsjá Skógræktar ríkis- ins. Þar var ofurlítið af birki. Nú vex þar upp skógur, sem allir sjá er um veginn fara, en engu birki hefur verið plantað í það svæði. Hins vegar tölu- verðu af barrplöntum. í Skriðuhreppi er skógræktar reitur í Skriðu. En Skriða er fomfrægur skógræktax'bær og gömlu trén þar enn góður veg- vísir í skógrækt. Hannes bóndi á Hofi gaf á sínum tíma land til skógi-æktar milli Hvamms og Hofs (síðar gaf hann reyndar heila jörð til viðbótar). Þar vex skógur sæmilega vel í skjól- lausu og að því er virðist frem- ur ófrjóu landi. Tveir skógaiTeitir eru á Ár- skógsstx-önd, við Þorvaldsdalsá og í landi Hellu. Skógræktarfélag Svarfdæla hefur skógrækt á Steindyrum. Auk alls þessa og margs, sem hér er ekki talið, svo sem skóg- rækt einstaklinga, gaf Eiríkur Hjartarson Skógræktarfélagi Ey firðinga heila jörð í Svarfaðar- dal að gjöf, Hánefsstaði, og hafði þá girt og plantað í 12 ha. lands. Þessi skógarreitur er á hægri hönd þegar ekið er fram Svarf- aðardal að austan og liggur að veginum. Litlu framar, við Hofs á, er annar reitur, sem ber nafn Zophoníasar Þorkelssonar. í Oxnadal er skógarreitur, gerður til minningar um Jónas Hallgrímsson. í honum miðjum er sjónskífa, sem bendir á ör- nefni umhverfis. í Grýtu er Jóns lundur Arasonar. Jakob - Leggst ís við land? (Framhald af blaðsíðu 1). hvort búið er að ákveða ráð- stafanir til að mæta siglinga- stöðvun. En hafísnefnd var kos- in á síðasta Alþingi og vænta menn þess, að hún sofi ekki á verðinum, því formaður hennar er Stefán Valgeirsson. □ Karlsson og síðar Hjörtur Gísla son plöntuðu skógi í afgirt lönd vestanvert við Akureyri. Margir einstaklingar eiga girt skógar- svæði. Á Botni í Hrafnagilshreppi eru þrír skógarreitir: Minningar reitur Lárusar Rists, reitur MA- nemenda og Rotaryklúbbs Akur eyrar. Fjölskyldan á Jódísar- stöðum í Eyjafbði gaf land til skógræktar í Helgárselslandi í Garðsárdal, til minningar um Ingólf bónda Kristjánsson á Jódísarstöðum. Hér er engin tæmandi upp- talning á þeim stöðum, sem tré vaxa eða kjarr. Heilir bæjar- hlutar á Akui-eyri eru t. d. skógi vaxnir, svo líkast er því, að hús- in standi í skógi. Ryels-garður- inn er elzti trjáreitur bæjarins, litlu yngri eru trén í gömlu Gróðrarstöðinni. Lystigarðurinn er yngri. Við Eyrarland er dá- lítill skógarreitur, gerður af ung mennafélögum. Grundarskógur er gamall og kurmiu-. Þar sáir blæöspin sér út en nær ekki að vaxa utan girðingar. En af því, sem hér er þó upp talið, má ljóst vera, að töluvert miðar í rétta átt hér um slóðir, víða vel að unnið, enda margir ágætir skógræktarmenn í bæ og 'héraði. í sumar er vöxtur trjáa mikill og trjágróður óskemmdur þótt kalt væri í vetur og vor. Árs- sprotarnir eru því þroskamiklir, en í þeim felast fyrirheit um framtíðarskóga á íslandi. □ TIL SÖLU: RAFHA ELDAVÉL. Uppl. í síma 1-19-33. TIL SÖLU: Pedegree BARNAVAGN, stofuskápur og eldavél. Uppl. í síma 1-29-46. TIL SÖLU: Tveir þægilegir REIÐHESTAR. Uppl. í síma 1-28-04 milli kl. 7 og 10 á kvöldin. TIL SÖLU: STÁLHÚSGÖGN í eldhús. SÍMI 1-26-05. TIL SÖLU: SVEFNSSÓFI OG SKRIFBORÐ. Ennfremur MYNDAVÉL. SÍMI 1-17-64. TIL SÖLU: RENNIBEKKUR FYRIR TRÉ. SÍMI 1-27-76. HEY. Til sölu er taða og úthey. Uppl. gefur Stefán Þórð- arson, sími 1-20-84. TAN SAD BARNAVAGN TIL SÖLU. SÍMI 1-27-51. Keppí um nafnlausa bikarinn (Fréttabréf)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.