Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 10.04.1969, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Framfíðin og landið HVERS VEGNA tölum við Norð- lendingar um byggðastefnu og nauð syn jafnvægis milli landshluta? Hvers vegna viljum við láta koma í veg fyrir, að lífvænleg byggðarlög, héruð, kaupstaðir, þorp í heilum landshluta dragist afturúr eða fari í eyði? Hvers vegna er það talið óheppilegt að þjóðin öll eða mestöll safnist saman í einni stórborg? Hvað er athugavert við það, að þjóðfélag vort verði borgríki en ísland að öðru leyti lítið eða ekki byggt? Þessum spurningum má svara á marga lund. Ýmsum mundi verða fyrst fyrir að segja: þjóðinni ber að gegna skyldum sínum við landið, henni ber að sýna því ræktarsemi með því að byggja það, hún á ekki að hopa af þeim vettvangi, þar sem lífsbarátta landnámsmanna og af- komenda þeiiTa var háð í ellefu ald- ir. Hvert byggðarlag á sinn tilveru- og framfararétt. Öll eru þessi svör góð og gild á sinn liátt, en fleira kemur til. íslenzk náttúruauðævi á landi og sjó, verða bezt nýtt á þann hátt, að um hæfilega dreifða landsbyggð sé að ræða, því þau eru um land allt og út frá ströndum þess. En meira er í húfi. Frambúðar eignaréttur þjóð- arinnar á landinu öllu og framtíð íslenzkrar þjóðmenningar og Islend- inga sem sjálfstæðrar þjóðar, er án efa undir því komin, að telja megi, að landið sé byggt og notað af fs- lendingum. Byggð var og verður rétturinn til landsins. Það er svo sem vel hugsanlegt að öll þjóðin gæti skapað sér „mann- sæmandi“ þjóðartekjur í 2—3 þús. manna verksmiðjuborg við Eaxaflóa. En gerbreyting af þessu tagi mundi hafa í för með sér rótarslit íslenzkrar þjóðmenningar. Ein stór borg án landsbyggðar er ófær um að geyma og þroska þá menningu, sem náttúra landsins hefur mótað og fóstrað. Orðfæð borgarbama og vanræksla stuðlamáls, eru glögg aðvörunar- merki. Slík borg mundi verða með alþjóðlegu sniði og menning hennar aðfengin stórveldismenning. Mat slíks borgríkis á gildi lands- ins er líklegt til að breytast frá því sem nú er, ef persónuleg tengsl við aðra landshluta yrðu að meira eða minna leyti úr sögunni. Enn er al- menn, sterk andúð á því, að leyfa útlendingum að stofna til byggðar sem um munar á íslandi. Viðhorf borgríkis gæti orðið með öðrum hætti og vera má, að framandi þjóðir og alþjóðasamtök, sem ekki komast hjá að ráðstafa landlausu fólki hefði (Framhald á blaðsíðu 2) SURTUR, REYKUROG SNEPILL Frásösn Árna Everts Jóhannssonar UPP FRA HOFSÓSI gengur Unadalur austur í hálendið, norðan Ennishnjúks. Frá þjóð- vegi er í góðu veðri fagurt að sjá fram í Unadal og hefur mig oftar en einu sinn langað til að ferðast þar um, en tíminn, í þau skipti, ekki leyft það. En fyrir nokkrum dögum vildi svo til, að bóndinn á fremsta byggða bæ dalsins, Hrauni, Árni Evert Jóhannsson, leit inn á skrifstof- ur Dags. Greip ég þá tækifær- ið og spurði um Unadal. í lauslegri endursögn sagði hann svo frá: Fremsti byggði bærinn í Una dal er Hraun, að norðan, en litlu utar í dalnum, og gegnt Hrauni, er Hólkot. Fyrrum voru fimm byggðar jarðir framar en eru nú komnar í eyði, flest hús fall- in en rústir einar minna á blóm leg býli og margt fólk, sem þar lifði og starfaði. Á sumum bæj- um var allt að 20 manns, svo sem á Bjarnastöðum. Grundar- land var einnig talin góð jörð og þar var myndarlegur búskap ur. Þegar ég var drengur og fluttist frá Gröf á Höfðaströnd að Hrauni, 1914, man ég, að þar voru hlöður fyrir allt hey, íbúð arhús að mestu úr timbri, fremst á hlaði stofa og skáli, kvistherbergi í risi. Að baki þessara bygginga voru svo aðr- ar bæjarbyggingar, m. a. bað- stofa með 6 rúmum. Svo kom tími aukinnar rækt- unar, girðinganna, steinsteypu og véla. Þá varð bylting og margt raskaðist. Annað mat var lagt á bújarðir en áður, fólk flutti búferlum og settist að í bæjum, en margar jarðir fóru í eyði og hafa ekki byggzt á ný. En landið flytur enginn með sér og alltaf leitar féð fram í dalbotna og fram í fremstu grös. Færri bændur þurftu að smala sama land og áður, og kem ég að því síðar. Oft komu Fljótamenn og Ól- afsfirðingar að Hrauni og gistu og voru þeir jafnan kærkomnir. Þeir fóru Mjóafellsdal, með- fram Unadalsjökli og niður Unadal. Þessir rösku menn töldu fjögurra tíma ferð, fót- gangandi manni, niður Unadal að Hrauni. Nú fara menn ekki þessa leið lengur, nema í fjár- leitum. Bændur fremstu byggðra bæja í Unadal eiga margar ferð ir að baki fram Unadalinn haust og vor og hafa oft komizt í hann kraþpann að koma fé heim í stórhríðum og ófærð, því féð sækir enn sem fyrr inn til landsins, enda landgæði þar mikil. Jafnan var þörf góðra hesta og hunda við smala- mennsku og alveg lífsnauðsyn eftir að byggðum býlum og fólki fækkaði. Arni segir nú frá forystusauð, hesti og hundi, sem bættu þessa þörf að sínum hluta. Ég átti svartan, hníflóttan for ystusauð, Surt, mikla vit- skepnu. Einu sinni bar það til seint að hausti, að Hjálmar bóndi í Hólkoti hélt fram á Una dalsafrétt að vestan (norðan). Dalurinn skartaði sínu fegursta enn og sól skein í heiði og veð- ur var stillt. Þegar hann kom fram á móts við Bjamastaða- engið varð honum litið yfir dal- inn og sá þá Surt forystusauð upp á stórum steini og hagaði hann sér undarlega, snerist í hring og viðraði í allar áttir. Eftir litla stund rak hann upp hátt jarm, stökk niður af stein- inum og tók á rás til byggða. Árni Evert Jóhannsson. Þarna var margt fé umhverfis °g fylgdi það foringja sínum. Ég var heima þegar þetta gerðist og varð undrandi þegar ég sá Surt koma heim með féð. alla leið heim á hólinn ofan við bæinn. Átti ég nú von á illviðri. Næsta morgun var hið bezta veður, en næstu nótt gekk í hið versta veður, norðan rok og ó- hemju snjókomu. Hrakti þá víða fé í skurði og aðrar ófær- ur og fórst margt. Ég missti þá aðeins eina kind, enda var flest mitt fé við túngirðinguna og átti ég það Surti að þakka. Þegar ég lét fé mitt í hús, var það mitt fyrsta verk að ganga til forystusauðsins og strjúka honum og þakka hon- um fyrir liðveizluna. Ekki veit ég hvað hann hefur skilið mik- ið, en hann horfði á mig rólegu augnaráði og lét sér a. m. k. vel líka. Þegar Surtur var á sínum fyrsta vetri, beitti ég honum með öðru fé. Reyndi strax á hann í fyrstu snjóum. Tók ég Surt þá og lét hann í skaflana hvað eftir annað, þar til honum skildist, að hann ætti að fara á undan. Þurfti ekki síðan að örva hann til forystunnar. Surtur var gæfur og rólynd- ur, athugull og ákveðinn. Oft- ast ruddist hann fyrstur úr húsi, þegar beitt var. En ef hann brá vana sínum og fór ekki fyrstur út, fór ég að athuga minn gang og treysti þá ekki veðrinu. Brást það aldrei, £ið ef Surtur var treg ur, kom vont veður og fór ég eftir því. Einu sinni, fyrri hluta vetrar, tók að hríða og hélt ég þá ríð- andi af stað fram dalinn. Mig vantaði 30 kindur og vildi ná þeim í hús. Þegar ég kom fram að Spáná, sem var fremsti bær, sá ég hvar Surtur kom yfir skriðuna, framan af dal, og all- ar æmar með honum. Þurfti ég þá ekkert að hafa fyrir smala- mennskunni. — Svipaða sögur gerðust margar. Surtur var far- inn að eldast er hann fórst í snjóflóði, ásamt 5 kindum öðr- um. Var hann þá á heimleið með þennan hóp í feikilegri ó- færð. Reykur heitir hann og er svartur að lit, orðiim 16 vetra og eiginlega kominn á eftirlaun. Hann var undan jarpri púls- hryssu, en taldi til gæðinga í föðurætt. Snemrna varð hann mannelskur, enda móðir hans mikið notuð. Hann fékk marg- an góðan bita og sopa og varð með stærstu hestum, bar sig vel og var hinn skörulegasti að sjá. Ekki var hann neinn fjör- hestur en viljugur, klárgengur með tölti, þolinn mjög og góður ásetu í langferðum. Þegar Reykur var í tamningu hjá mér, þá á fimmta vetur, fór hann sína fyrstu svaðilför fram Unadal. Ég var þá að sækja fé, en snjó hafði hlaðið niður og þó mest á meðan á ferðinni stóð. Hafði ég þrjú hross: Gráa hryssu, röska, sem helzt var til stórræðanna, bleikan eldishest og svo Reyk. Á heimleiðinni reyndi mikið á hrossin, því um- brotaskaflar voru víða komnir. Beitti ég Gránu í skaflana og gekk það fyrst vel, en brátt neitaði hún að fara á undan. Tók ég þá þann bleika og brauzt hann um fast þegar hann hætti að ná niður og uppgaf sig fljótlega. Var þá ekki um annað að ræða en reyna folann, þótt óharðnaður væri. Hann var hinn rólegasti, jafnvel þótt ekki botnaði, brauzt aldrei um, en vóg sig áfram þar sem dýpst var. Hann einn dugði og fannst mér hann gera það vel. Síðan áttum við margar ferðir og í misjöfnu veðri og færi og brást hann mér aldrei. Stundum sýnd ist mér liggja mikið við að ná fénu, ef útlit var fyrir áhlaup, t. d. fyrri part vetrar þegar féð var langt frammi á dalnum. Var þá farið á stökki nær alla leið- ina og bar okkur Reyk fljótt yfir því hesturinn lagði mikið undir sig á valhoppi og stökki og mæddist lítið. Og margar ferðirnar kafaði hann fremstur og tróð slóðina, án þess að sýna þreytumerki. Hefi ég aldrei átt jafnduglegan og þarfan ferða- hest, þótt ég hafi hinsvegar átt gæðinga, sem skemmtilegri voru til kirkjuferða á góðviðris- dögum. Reykur var bjargvætt- ur á hverju hausti og vetri og þá beztur, þegar mest á reyndi. Þegar Reykur var 10 vetra var stúlka á fermingaraldri að smala og reið á Reyk. Vildi þá svo illa til, að hann festi annan afturfót milli tveggja stórra steina og skall við það á hlið- ina. Stúlkan kom grátandi heim og sagði tíðindin. Þetta ~ var snemma vors. Ég flýtti mér á staðinn. Var hesturinn þá laus, en tyllti ekki í fótinn, enda sneri hófurinn út, hafði brákazt um hófskegg. Ég kom honum heim og lét 'hann inn. Mér fannst ómögulegt að lóga hon- um. Ég ráðfærði mig við hesta- menn, sem allir voru sammála um, að ekkert væri annað að gera við hestinn, og illa gert að láta hann kveljast. Konan mín þekkti lækni, Lár Us Helgason, sem fyrir tveimur eða þremur dögum var kominn til Hofsóss til að leysa annan lækni af um tíma. Hún vildi að ég bæði hann að binda um fót Reyks. Fór ég og hitti hann. Hann sagðist enginn dýralækn- ir vera og færðist undan. Á end anum lét hann til leiðast, vegna kunningsskapar held ég. Hann skoðaði Reyk lauslega, fór síð- an höndum um hann hátt og lágt og talaði við hann á meðan. Ég sá ekki betur en að hann dáleiddi hestinn. Svo mikið var víst, að heita mátti að hann stæði eins og þúfa á meðan fót- urinn var settur í heljarmiklar gifsumbúðir. Eftir nokkrar vikur var svo þessi umbúnaður tekinn af og tók hann þá fyrst að tylla ögn í fót. Um sumarið snerti ég hest- inn ekki, en er leið að hausti var hann lítt haltur að sjá. Átt- um við margar ferðir saman eft ir þetta og bar ekki á helti í Reyk. Þó fannst mér stöku sinn um ég finna, að hann hlífði fæt- inum. Síðustu árin hefur þetta ágerzt og nú er hann, eins og fyrr segir, kominn á eftirlaun. Snepill var hann kallaður, hvolpur, sem ég fékk eitt sinn, kolsvartur var hann með örlít- inn hvítan blett í hringuðu skotti. Hann varð mér fljótt fylgispakur og hafði ég hann dag hvern með mér við fjár- gæzluna, strax fyrsta veturinn. Lærði hann þá bæði eitt og ann að, svo sem að halda kyrru fyr- ir, ganga á eftir mér, ef ég sagði honum það, fara heim á undan mér o. s. frv. Hann var alveg þögull og gelti aldrei að kind. Hann var góður nemandi og ég lagði mig allan fram við kennsl una. Ég varð að fá nágranna minn með hund til að kenna Snepli að gelta. Hann hallaði undir flatt á meðan á þessari tilsögn stóð, þ. e. nágranni minn sagði sínum hundi að gelta. Á eftir sagði ég Snepli að gelta, og þá loksins skildi hann hvað hann átti, að gera. Ég gat látið Snepil taka kind, hvar sem var og hvenær sem var. Ég gat líka látið hann sækja fé, þótt það væri langt frá og hann sæi það ekki, þegar hann fór af stað. Benti ég hon- um þá í rétta átt. Land, sem talið var að þyrfti sex menn til að smala, smalaði ég einn með hundinum og fór sjaldan af baki. Geta menn því 5 gizkað á, að sá er ekki einn, sem hefur slíkan félaga. Einu sinni, í göngum, var ég í fyrirsát út við Spánárdal. Gangnamenn áttu í erfiðleikum með forystuá úr Fljótum. Hún sótti fast á brattann og þeir voru búnir að missa hana hvað eftir annað og seinast út við Spánárdalinn. Ég sá hana bera við loft, og Snepill hefur þá kannski séð hana líka. Ég sendi hann eftir henni og sagði hon- um að sækja hana. Hvarf svo hundurinn og leið langur tími. Á endanum sáum við hvar Snep ill kemur með ána og fara þau greitt. I þetta skipti lét Snepill sér ekki nægja að skila ánni í fjárhópinn, heldur fór með hana eina alla leið í réttina. Stökk ærin yfir réttarvegginn, þar sem hún kom að og vék hund- urinn ekki frá, fyrr en búið var að reka safnið í réttina. Það vildi svo til, að Snepill bjargaði föður mínum og mér í annað sinn, í hríð og nátt- myrkri. Faðir minn, Jóhann Everts- son bjó á Hrauni á undan mér. Hann var einu sinni á ferð, stuttu fyrir jólin og Snepill fylgdi honum. Mikill snjór var en bjart þennan dag. En um kvöldið gerði logndrífu og svo skall náttmyrkrið á og pabbi villtist. Pabbi kom svo að svo- kallaðri Grænutóft, milli bæj- anna og hugðist taka stefnu það an. En hann gekk stóran hring og kom á sama stað, og fór svo einnig í annað sinn. Datt pabba þá í hug að segja Snepli að fara nú heim. Tók hundurinn þá við forystunni í stað þess að elta. Pabbi fylgdi honum og komu þeir innan tíðar heim í hlað á Hrauni. Einu sinni var ég á heimleið frá Hofsósi, einnig í hríð og nátt myrkri. Þegar ég fann, að ég var ekki orðinn viss á áttunum, bað ég Snepil að fara á undan. Gerði hann það og tók aðra stefnu. Af því ég gerði mér Ijóst, að ég hafði tapað áttum, lét ég hundinn ráða, þótt mér fyndist hann fara skakkt. Eftir hæfilegan tíma vorum við komnir heim. Þegar ég var á ferðalögum gætti Snepill farangurs mins og var hann þá vel geymdur, því hann leyfði engum að snerta hann. Einu sinni var ég á Hofs- ósi, þurfti inn á símstöðina og hafði eitthvert dót með mér, sem ég skildi eftir úti og bað Snepil að gæta þess. Lagðist hann strax niður hjá dótinu. Bar þá að nokkra síldarsjómenn af nýkomnu skipi. Ungur há- seti gekk þangað, sem hundur- inn lá, en Snepill urraði. Fer sjómaðurinn þá að hoppa og hlæja og gera sig líklegan til að hafa hendur á farangri mínum. Ég sá út um gluggann hvað verða vildi, kallaði til piltsins og bað hann gæta sín, því hund urinn myndi ekki leyfa honum að snerta neitt af því, sem þarna væri. Sá ég, að Snepill var mjög reiður og óttaðist, að slys gæti hlotizt af. Skipstjórinn var viðstaddur. Hann talaði nú til áhafnar sinn- Þéllhýlisvandamál ferlællinganna ar, benti á hundinn og sagði, að þarna væri mállaus ferfætling- ur að vinna sitt skyldustarf. Færi vel á því, að ýmsir þeir, sem meiri þættust vera og gengu uppréttir, væru jafn trú- ir og áreiðanlegir til verka. Skyldu þeir láta þennan trúa þjón í friði, en reyna heldur að læra af honum og taka hann sér til fyrrimyndar. E. D. FYRIR mörgum árum, fór Gunnar Árnason, frændi minn, þess á leit við mig, að ég mælti eftir sig látinn, nokkur orð, þessari beiðni hans er mér nú Ijúft að uppfylla, en andlát hans hefur nú að borið. Ég minnist þess, er ég á upp- vaxtarárum mínum í foreldra- húsum, þá gesti bar að garði, hversu einlægan fögnuð það vakti hjá foreldrum mínum er Gunnar kom, sem þá var bóndi að Krónustöðum í Eyjafirði, en Gunnar byrjaði sinn búskap móti föður mínum og systur sinni, foreldrum mínum, var samvinna þeirra með ágætum. En móður minni var það óbland in ánægja að sjá systkini sín, sem komu í heimsókn með ára- bili venjulega, þar sem fjarlægð in var mikil. Þó var móður minni kærari heimsókn Gunn- ars, sem átti rót sína að rekja frá uppvaxtarárum þeirra syst- kina, og sambúskaparárum for- eldra minna, en Gunnar var systkinum sínum öllum svo ein lægur góður vinur, vegna sinna meðfæddra kosta, en hann var ákaflega blíðlyndur og sáttfús maður, hann var öllum er hon- um kynntust sanngjarn, og sam vizkusamur, gerði gott úr öllum málum, þannig sáttasemjari ef eitthvað bar á milli í leikjum eða starfi. Gunnar var ákafa dugnaðar- maður, hlífði sér hvergi við vinnu, og ætlaðist til að aðrir gerðu hið sama, meðan á vinnu stóð. Gunnar átti þeirri gæfu að mæta á lífsbrautinni að eignast góða konu, ísgerði Pálsdóttur frá Brettingsstöðum á Flateyjar dal, en hjónaband þeirra voru Mjólkurvörur hækka í GÆR hækkuðu mjólkurvörur í verði, að því er Framleiðslu- ráð hefur auglýst, og er þó um smáhækkun að ræða, miðað við ýmsar aðrar vöruverðshækk- anir á siðustu vikum. Q MEIRA en helmingur mann- kyns býr í borgum. Vísinda- menn hafa rannsakað þau áhrif, sem þéttbýlið hefur á einstakl- ingana og hinar minni og stærri heildir. En hvemig er heilbrigði okkar háttað vegna þessarar samþjöppunar? Mannfræðingur inn dr. Edvard Hall hefur mjög einar kærleiks. og hamingju- stundir, allt frá fyrstu kynnum til síðustu samverustunda, slík- ur samverutími er fremur sjald gæfur í nær 60 ára hjúskap, sól skinsbraut, kærleiksvegur, ham ingjuleið. Barnahópurinn var stór, og þar sem annarsstaðar var heilla dísin með í verki, þeirra börn eru öll mannvænlegt myndar- fólk. En síðustu árin sem Gunn ar lifði, spyrjum við, hví lagði guð þann þunga kross á Gunnar að lifa í mörg ár, án þess að hversu þau hjón tóku mér vel, hann skynjaði rétt, gang hins daglega lífs, hvers var að gjalda? En guð ræður. Ég minnist þess er ég eitt sinn fór vestur í Þverárdal í Húnaþingi, er Gunnar bjó þar, þar var sem að hitta sína eigin foreldra eftir mörg ár, langrar fjarveru. Þarna í Þverárdal undi ég mér vel í marga daga, og einn dag tók Gunnar frændi minn hesta og reið vestur í sveitina til að sýna mér hluta hennar, allt þarna var mér fram andi, en gleði mín var mikil yfir ferðalaginu, öllum móttök- um frændfólksins, sem voru innilegar og kærleiksríkar. Gunnar Árnason var fæddur að Skuggabjörgum í Dals- mynni, Grýtubakkahreppi, þann, 24. okt. 1883, hann var vinmarg ur bæði í Eyjafirði og í Húna- vatnssýslu, hann var bóndi góð- ur, og átti góða hesta, einnig margt fé, gestrisinn og góður heim að sækja, líf hans var allt bundið við sveitabúskapinn, þó lærði hann ungur söðlasmíði. Þær fögru sveitir er hann bjó í, áttu hug hans allan, þó mun Þverárdalur hafa verið snjó- þyngri en Krónustaðir, en Gunnar bjó lengst á þessum tveim stöðum, en styttri ára- fjölda, á fleiri bæum, bæði hér norðanlands og vestan. Með Gunnari er genginn einn virtur bændahöfðingi, prúð- menni, dugmikill og samvizku- samur, gestrisinn og góður eig- inmaður og faðir, bústólpi ís- lenzkrar bændamenningar. Frið ur sé yfir minningu hans. Vertu sæll frændi, guð signi þína sál. Jón G. Pálsson. Nú þegar sál þín horfið hefur burt hér verður aldrei framar um þig spurt. Erfiðum tíma loksins lokið er, líknsamur Drottinn tekið móti þér, Þökkum við öll sem þekktum frænda vel, þakkirnar flytjum yfir gröf og hel. Liðinna daga ljóma slær á braut ljósgeislar hlýjir féllu í vina skaut. J. G.P. rannsakað áhrif þess, er margir lifa á litlu svæði. Af niðurstöð- um hans má nefna, að of mikil mannþröng leiðir til afbrota, kynvillu, eykur árásarhneigðir og örvar til stórra afbrota. Þetta er að gera okkur sjúka, segir hann. Sjúkdómseinkenni eru eiturlyfjanotkun, andlegir sjúk dómar og mikið af sjúkdómum, sem rekja má til hinnar miklu spennu, offita, magasár, asmi og jafnvel krabbamein. Fyrstu áhrifin af afmörkuð- um svæðum þéttbýlis í dýra- ríkinu voru athyglisverð. Villt- ar skepnur, margra tegunda bæði á landi og vatni verja ákveðið landsvæði er tryggir viðkomandi næga fæðu og frið- land til að auka kyn sitt. En hvernig haga dýrin sér þegar þau eru svipt umráðasvæði sínu? í tilraunaskynj var stórri hlöðu skipt í nokkur hólf eða svæði en íbúamir voru rottur. Vísindaleg athugun á hegðun dýranna var auðveld, án þess það truflaði rottumar. Þriggja ára athuganir leiddu til ískyggi legrar líkingar á stórborgarlífi mannanna. Venjulega er sambúð rott- anna allgóð. Hjá þeim gilda reglur um eignarréttinn, til- hugalíf, hjónaband og uppeldi afkvæma. En þegar yfirfjölgun varð í hlöðunni fór margt úr skorðum og reglurnar voru brotnar. Kvenrotturnar gátu ekki haldið fjölskyldunni sam- an og ungviðin dreifðust og fór- ust að verulegum hluta. Grimm ar karlrottur drápu ungrottur, nenntu ekki að starfa, höfðu jafnvel ekki eðlileg samskipti við kvendýrin. Krufningar sýndu, að hjá kvendýrum voru nýru og hjörtu óheilbrigð og kynkirtlar beggja kynja. Það kom í ljós, að hæfilegt olnbogarými var rottunum eins nauðsynlegt til að lifa heil- brigðu lífi, eins og matur, vatn og súrefni. Dr. Hall segir, að of mikið þröngbýli hjá fólki láti sig heldur ekki án vitnisburðar í sömu átt. Óeðlilegt kynlif, óhollar samkvæmisvenjur, minni mótstaða gegn freisting- um eru ávextir hins nána þétt- býlis. Og ef ekki tekst að ráða bót á þessum vandamálum og mörgum öðrum af sama toga, verður naumast lengi hægt að lifa borgarlífi. Offjölgunin eyði leggur góða framkomu og hún eyðileggur hin ýmsu líffæri manna. Hin stöðuga spenna eyðileggur heilsu fólks, breytir efnaskiptingu líkamans á viss- an hátt til heilsufarslegs tjóns. Víglundur Guðmundsson. - Vann 2 milljónir (Framhald af blaðsíðu 1). Víglundur er mikill reglu- maður, trúr í verki og viðskipt- um öllum. Blaðið flytur honum hamingjuóskir. Q Tilraunir voru gerðar með rádýr, er látin voru á eyju, þar sem óvinir voru ekki og fæðuöflun sæmilega auðveld. Fyrst gekk allt vel, á meðan dýrin höfðu nægilegt landrými. Þeim fjölgaði mjög mikið og urðu 300 talsins á eyjunni. En þá drapst helmingur þeirra. Krufningar sýndu, að dýrin voru vel þroskuð og í góðum holdum og vantaði ekkert í fóðrið. Hið eina, sem ekki var í lagi voru vissar tegundir kirtla er voru 50% stærrj en í heilbrigðum dýrum. Þetta staf- aði af þeirri spennu, sem skap- aðist meðal dýranna vegna of- fjölgunarinnar á takmörkuðu svæði. Skepnurnar höfðu dáið úr sjokki eða taugaáfalli. Menn og konur og einnig skepnur sanna heilsufræðileg áhrif hins mikla þrýstings af ofsetnu umhverfi. Ókumenn, sem lenda í umferðarhnútum, flauta og móðga náungann og taugakerfi þeirra fer úr skorð- um. Þegar of margir bíða af- greiðslu í búðinni, tekur það á taugarnar og það sýnir sig. Ekkert er eins upplífgandi fyrir mannveru og að vera nálægt annarri mannveru. En þegar of margt fólk er saman komið, eru þáð ætíð einhverjir og oftast margir, sem þola það ekki. Þegar þrýstingurinn að utan, vegna þröngbýlis, er orðinn mjög mikill, reyna margir að flýja á einhvern hátt. Eitur- lyfjaneyzlan er ein tegund þess flótta. En hvað er hægt að gera? Eina von okkar er sú, að geta skapað umhverfi, þar sem mað- urinn getur lifað „eðlilegú* lífi, minnug þess, að ytri mörk mannsins er ekki hörund hans, heldur miklu stærra svið, sem tilfinningalíf hans hrærist í. Þessum sviðum má skipta nið- ur. í strætisvagni eða lyftu er frjálsræði mannsins ekki arm- lengd. Fólk hefur hendurnar niður með síðunum, segir sem minnst og horfir ekki á neitt sérstakt. Dálítið meira svigrúm þarf til fjölskyldulífs og trún- aðarsamtala. Samkvæmislífið, sem mörgum er mikils virði má ennfremur skilgreina með tilliti til stærðar hins nauðsynlega umhverfis. Á skemmtisamkom- um og vinnustöðum verður fólk að búa sér einskonar „stuðara“ í varnarskyni. Þegar maður kemur inn á skrifstofu og situr innan 10 feta fjarlægðar frá mót tökustúlkunni, finnst henni venjulega nauðsynlegt að tala við hann á meðan beðið er. Ef maðurinn er í meira en 12 feta fjarlægð, finnst henni ónauð- synlegt að halda uppi samtali og heldur áfram að skrifa á rit- vélina sína. En hin félagslega framkoma fólks er mjög breyti- leg eftir löndum og menntun fólksins. En alltaf er hverjum manni lífsnauðsyn á einhverju olnbogarými. Fólkið á sjálft að vera með í ráðum um skipulagningu íbúða húsnæðis. Takmarka verður hinn gífurlega bílafjölda á við- skiptasvæðum. Fólk í stórborg- um tapar um hálftíma birtu á degi hverjum vegna hins meng- aða lofts, miðað við sveitafólk. Vatnsmengun í ám og vötnum svo og í sjónum er álíka „rúm- morðingi“ og loftmengun. Kom ið hefur í ljós, að nokkur hluti fólks, sem vinnur í gluggalaus- um herbergjum, skaðast á vits- munum og sumt verður brjálað með öllu. I Churshill sagði einu sinni: Við erum að skapa borgirnar og borgirnar skapa okkur. Q. Gunnar Árnason, fyrrum bóndi að Þverárdal í Húnavatnssýslu. F. 24. október 1883. - D. 22. marz 1969. MINNING:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.