Dagur - 03.09.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 03.09.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hJ. Kjördæmisþingið á Húsavík 5.-6. sept. FÉLAGSSAMBAND Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra (F.F.N.E.) var stofnað árið 1960, og var stofnþing þess haldið á Laugum í Reykjadal. Sambandið var stofnað og þv ísett lög með samkomu lagi milli Framsóknarfélaganna í gömlu kjördæmunum fjórum á sam- bandssvæðinu. Fulltrúasamkoma sambandsins nefnist kjördæmisþing. Kjördæmisþingið, sem liáð verður á Húsavík 5. og 6. sept. n. k., er tíunda aðalþing sambandsins, en auk þess hafa verið háð tvö aukaþing. Átta aðalþing hafa verið háð á Laugum, en eitt aðalþing og aukaþingin tvö á Akureyri. Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti 48 fulltrúar stofnfélag- anna, fulltrúar frá félögum ungra Framsóknarmanna og félögum Fram sóknarkvenna, stjórnannenn sam- bandsins, alþingismenn Framsóknar- flokksins í kjördæminu og fyrsti vara þingmaður og tveir heiðursfélagar sambandsins, sem báðir eru fyrrv. alþingismenn. Fó að þeir einir, sem nú hafa verið nefndir, eigi atkvæðis- rétt, eru aðrir Framsóknarmenn — konur og karlar — í kjördæminu einnig velkomnir á þingið eftir því sem húsrúm leyfir, og vil ég geta þess, að þingið á Húsavík fær stóran fundarsal til umráða í félagsheimil- inu þar. Kjördæmisþing ákveður starfskrá sambandsins, tekur ákvörð- un um framboð til Alþingis, sbr. 9. gr. sambandslaganna frá 31. ágúst 1968, og liefir æðsta vald í málefnum sambandsins, svo sem nánar er ákveð ið í sambandslögunum. Það kýs sjö manna sambandsstjórn og sjö menn í miðstjórn Framsóknarflokksins. Formaður sambandsstjórnar er nú Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal í Þstilfirði. Kjördæmisþingi eru að jafnaði ætlaðir tveir dagar til starfa, og svo er einnig að þessu sinni. Sambands- stjóminni ber að leggja fyrir þingið hverju sinni uppkast að tillögu um landsmál, kjördæmismál og fjármál og skipulagsmál sambandsins. Þegar afgreidd hafa verið kjörbréf fulltrúa, forsetar og aðrir starfsmenn þingsins kjörnir og mál reifuð, samkv. sam- bandslögunum, skipta fulltrúar sér í þrjár fastanefndir (auk kjörstjóm- ar), sem fá til meðferðar tillöguupp- köst stjórnarinnar og einstakra fé- laga eða fulltrúa, og gerir síðan hver nefnd tillögur til þingsins um af- greiðslu þeirra mála, er hún hefir (Framihald á blaðsíðu 4) Sigurður Sveinbjörnsson KVEÐJA HINN 20. ágúst lézt á Akur- eyri skáldið og verkamaðurinn Sigurður Sveinbjörnsson frá Syrðri-Bakka í Arnarneshreppi. Hann átti heima á Akureyri frá 1940. Sigurður fæddist 27. febrúar 1896 á Syðri-Bakka og voru foreldrar hans hjónin Svein- björn Sigfússon og Halldóra Jónsdóttir, er þar bjuggu og ólst hann þar upp og dvaldist til fullorðinsára. Árið 1930 kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni, Hallfríði Guðjónsdóttur, Hall- grímssonar frá Reistará í sömu sveit, er talin var einhver fríð- asta dóttir sveitarinnar á þeim tíma. Þau Sigurður og Hallfríður dvöldu í heimasveit sinni næstu 10 árin eða þar til þau fluttust til Akureyrar, eins og fyrr seg- ir, eignuðust heimili í Geisla- götu 1 og áttu þar heima meðan bæði lifðu. Sigurður Sveinbjörnsson var karlmannlegur maður og hraust menni á yngri árum, stórskor- inn í andliti, rómmikill, minn- ugur með afbrigðum og marg- fróður og atorkumaður til allra verka. Sigurður var heilsutæpur um árabil á miðjum aldri, en sökkti sér þá niður í lestur góðra bóka og þroskaði andlega hæfileika sína. Fór hann þá að yrkja og átti mikið safn frumsaminna ljóða er hann lézt, en var þó búinn að senda frá sér tvær ljóðabækur, er hlutu lofsamlega dóma. Ég held, að Sigurður hafi ekki fyllilega unað þeim hlut er líf- ið gaf honum. Mun hugur hans hafa staðið til skólagöngu, en fátæktin kæfði slík áform í fæð ingunni. Efast ég ekki um, að þar hefði hann, vegna góðra gáfna, skarað fram úr á sumum sviðum. Um hitt er örðugt að dæma, hvernig æviþráðurinn hefði þá spunnizt, hvort hann hefði leitt til frægðar og frama, eða hljóðlátrar gæfu og lífs- fyllingar. En ég efast um, án nokkurra fullyrðinga, að skáld- skaparneistinn í brjósti Sigurð- ar, hefði nokkurn tíma glæðzt til ljóðasköpunar við önnur skilyrði en sjálfsmenntun, van- heilsu um skeið og þau kröppu kjör, sem verkamönnum falla í skaut. Víst er, að við þessi kjör náði Sigurður miklu valdi á íslenzku máli í ljóðagerð, og eru mörg kvæða hans bæði fagurlega ort og bera höfundi Sigurgeir Sigíússon % á Eyrarlandi KVEÐJUORÐ SIGURGEIR SIGFÚSSON bóndi á Eyrarlandi í Önguls- staðahreppi andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. ágúst s.l. og var jarðsunginn í Kaupangi 27. ágúst að við- stöddu fjölmenni. Sigurgeir fæddist í Holtakoti í Ljósavatnshreppi 27. maí 1896 og voru foreldrar hans Sigfús Þórarinsson og Guðrún Guðna- dóttir, barnmörg hjón og efna- lítil. Varð Sigurgeir því snemma að fara til vandalausra og vinna fyrir sér, varð harðduglegur maður og eftirsóttur, smiður að eðlisfari, eins og þeir bræður fleiri. Og hvarvetna sómdi hann sér vel í sveit vaskra manna, þar sem erfið verkefni þurfti að leysa. I hópi vina var hann sínum vitni um heiðríka hugs- un, þroskaða skapgerð og mikl- ar gáfur og þau vitna um mann, er ætíð tók svari smælingjans. Dagur fékk nokkur kvæði Sigurðar Sveinbjörnssonar til birtingar í jólablöðum og oftar og við áttum oft tal saman, stundum um daginn og veginn, stundum um Ijóðagerð og las hann þá stöku sinnurn fyrir mig óprentuð kvæði sín eða fór með Ijóð annarra skálda, er hann kunni og eru mér þær stundir minnisstæðar. Með Sigurði Sveinbjörnssyni frá Syðri-Bakka er gáfaður maður, sérstæður, skáldmæltur og góður drengur genginn. E. D. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). bagga með norðlenzkum stéttar bræðrum sínum þegar þörfin var mest. Nú geta norðlenzkir bændur launað greiða á sama hátt og mun nægur vilji fyrir. hendi. Grasvöxtur er mikill liér nyrðra víðast á grónu landi þótt óræktað sé og gefur það möguleika til heyöflunar. Nú er hin mesta nauðsyn að sem mests fóðurs sé aflað, svo meira verði aflögu lianda þeim, sem í brýnni þörf eru. Gagn- kvæm aðstoð er nauðsyn í þessu efni, sem mörgum öðrum. Þessi mynd var tckin hjá bænum Kambi í Reykhólasveit á Barðaströnd. Þar varð bifreiðaslys. Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Akureyri var á vesturleið, (bifreið hans til vinstri) og mætti þá bíl úr Reykjavík í „vinstri villu“ með þeim afleiðingum, að fjórir slösuðust, þeirra á meðal kona Árna og systir, er síðan voru fluttar flugleiðis til Akureyrar frá Króksfjarðarnesi. , Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda (Framhald af blaðsíðu 1). Voru síðan kynntar tillögur frá ýmsum aðilum sem Stéttarsam- bandinu höfðu borizt og skip- aðar nefndir. Nefndir störfuðu á laugardag og hófst fundur kl. 4.30, en eftir hádegisverð var fundarmönnum boðið að skoða byggðasafn Húnvetninga, en það er við Reykjaskóla og hið myndarlegasta í vistlegum húsa kynnum. Hannibal Valdimarsson for- - FRETTABREF AUSTAN AF LANGANESI manna kátastur og í hópi eyfirzkra bænda var hann jöfn- um höndum farsæll búmaður og sá vaski hagleiksmaður, sem oft var til leitað í hinni miklu uppbyggingarþörf sveitarinnar. En hinn þingeyski piltur frá Holtakoti kvæntist Sigríðí elztu dóttur Einars alþingismanns Árnasonar á Eyrarlandi 1922. Tók Sigurgeir þar fljótlega við búi og þau hjón og bjó þar síð- an alla ævi, fyrst á hluta jarð- arinnar móti tengdaföður sín- um, en síðan á móti Jóhanni Benediktssyni svila sínum, er þar býr enn. Sigurgeir og Sig- ríður bjuggu ekki stóru búi á eyfirzkan mælikvarða og þó góðu búi og arðsömu og höfðu mikla kartöflurækt um fjölda ára, m. a. stofnrækt á vegum Grænmetisverzlunarinnar. En þau hættu búskap að mestu fyr ir nokkrum árum því Sigurgeir þjáðist af vanheilsu mörg hin síðári ár og lá þungar legur. Börn þeirra hjóna eru fimm, þrír piltar; Árni, Einar og Ingvi og ein dóttir; Ragnheiður. Sigurgeir á Eyrarlandi var vinsæll maður, góður heimilis- faðir og nágranni, og því er hans nú saknað í eyfirzkri bændastétt og þökkuð hálfrar aldar dvöl á hinu víðsýna þing- mannssetri við Eyjafjörð. — Dagur sendir ástvinum hins látna samúðarkveðjur og þakk- ar góð kynni. E. D. (Framhald af blaðsíðu 8). ur. Undanfarna daga hafa sláttu tætarar verið að verki á hafra- og byggökrum, þar sem menn eru að reyna að bæta sér upp kalið með ærnum kostnaði og er grænfóðrið aðallega verkað sem vothey með maurasýru. Framsóknarfélögin hér í sýslu, austan og vestan heiðar, hafa nýlega haldið fundi og kos ið fulltrúa á kjördæmisþingið á Húsavík, 5.—6. þ. m. Alþingis- menn flokksins í kjördæminu og fyrsti varamaður, Jónas Jóns son, er aat á þingi í vetur í for- föllum Gísla Guðmundssonar, mætti á fundum þessum, og höfðu þingmennirnir framsögu. Forseti fslands, dr. Kristján Eldjárn, og forsetafrú, Halldóra Ingólfsdóttir Eldjárn, komu í opinbera-. heimsókn í Norður- Þingeyjarsýslu laugardaginn 23. ágúst og var sýslumaður Þing- eyinga, Jóhann Skaptason, í för með þeim, svo og forsetaritari og kona hans. Allmargir N.- Þingeyingar komu til móts við forseta og föruneyti hans við Jökulsárbrú á Hólsfjöllum. Sýslumaður og Björn Haralds- son bóndi í Austurgörðum, for- maður móttökunefndar, mæltu þar nokkur orð og Benedikt Sigurðsson bóndi, Grímstungu á Fjöllum flutti stutta ræðu en forseti svaraði. Síðan var ekið niður Hólsfjöll, Hólssand, yfir Jökulsá þar nyrðra, inn í Keldu hverfi og dvalið um stund í Ás- byrgi. í Skúlagarði var sezt að kaffiborði og fór þar fram mót- tökuathöfn á vegum sýslunnar og var þar margt manna saman komið. En Björn Haraldsson stjórnaði samkomunni. Konur í íslenzkum búningi gengu um beina. Af hálfu heimamanna fluttu ræður, Gísli Guðmundsson al- þingismaður á Hóli, Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja á Vík- ingavatni, Sigtryggur Þorláks- son hreppstjóri á Svalbarði, Guðmundur Björnsson hrepp- stjóri á Lóni, Helgi Kristjáns- son, Leirhöfn og Ævar Kjartans son í Grímstungu. En Guð- mundur Þorsteinsson frá Lundi og Jónas A. Helgason bóndi í Hlíð fluttu kvæði. Að lokum talaði forséti.ls- . mann GuðmundsSon, Jón Helga lands, dr. Kristján Eldjárn, og son og Sigsteinn Pálsson. Þá seti ASÍ flutti ávarp og gat þess, að það væri einstakt, að forseti ASÍ væri bóndi eins og nú, það ætti að treysta samtök bænda og launþega í landinu. Heilla- skeyti barst frá BSRB. Stjórn Stéttarsambandsins er þannig skipuð: Gunnar Guð- bjartsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Bjarni Halldórs- son, Ingi Tryggvason, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, Páll Diðriksson og Ólafur Andrésson. Einar Ólafsson, sem setið hefur í stjórn Stéttarsambandsins í aldarfjórðung hættir nú störf- um fyrir samtökin að eigin ósk. 1 varastjórn voru kjörnir: Guð- mundur Sverrisson, Gunnlaug- ur Finnsson, Sigurður J. Líndal, Hermóður Guðmundsson, Her- mæltist að vanda vel. Á eftir ræðu hverri og ljóði, reis fólk úr sætum og söng ættjarðarljóð, en söngnum stýrði Björg Björns dóttir í Lóni og lék undir á orgel. Allmargir héraðsbúar fylgdu forsetahjónunum vestur Tjörnesveg og var þar stað- næmst á fögrum stað við sjó fram. Er mikil ánægja með komu forsetahjónanna hingað. G. G. var Ólafur Andrésson, Sogni, einnig kjörinn í framleiðsluráð í stað Einars Ólafssonar. Fundi lauk um hádegi næsta dag- Fundarstörfin mótuðust að nokkru af því, að mörg mál þurfti að ræða og tíminn of naumur. Margar og merkar tillögur voru samþykktar. -í fyrsta lagi það, að stjórn Stéttarsambands- ins var falið að fylgjast mjög KJÖRDÆMISÞINGIÐ Á HÚSAVÍK 5.-6. SEPT. (Framhald af blaðsíðu 4) fjallað um. Venja er, að nefndir starfi að kvöldi fyrra fundardags og að öðru leyti eftir þörfum, og hafa þær yfirleitt átt annríkt. Síðari daginn fer fram afgreiðsla mála, umræður um nefndar álit, atkvæðagreiðslur um tillögur, kosningar o. fl. Ályktanir kjördæmisþings um landsmál og kjördæmis- mál eru að jafnaði birtar í Degi og stundum einnig í Tímanum, en þingtíðindi send þeirn, er atkvæðisrétt höfðu hverju sinni. Ég hefi orðið þess var, að ályktanir og starfshættir kjördæmis- þingsins liér hafa vakið at- hygli flokksmanna, og einn- ig annarra, víða um land. Þingsókn fulltrúa hefir jafn- an verið góð og oft ágæt, og þeir, sem lengsta leið hafa átt á þingstað t. d. úr Ólafs- firði og austan Öxarfjarðar- heiðar, liafa ekki látið sitt eftir liggja. Mér til mikillar ánægju hefi ég tekið eftir því, að margir líta svo á, að hér sé um að ræða mikilsvert ábyrgðarlilutverk, sem verði að sitja fyrir öðru þessa tvo daga ár hvert. Og svo segir mér hugur um, að á Húsa- víkurþinginu muni ýmislegt það bera á góma, sem vanda- samt má teljast, eigi síður en á hinum fyrri kjördæmis- þingum. G. G. vel með EFTA-málinu og gera sér grein fyrir áhrifum á land- búnaðinn, ef af inngöngu í EFTA yrði. Samþykkt var að skora á ríkisstjórnina, að hafa fullt samráð við samtök helztu atvinnuveganna og þjóðina. í öðru lagi lýsti fundurinn því yfir, að framkvæmd á lausa- skuldamálinu væri slík að bænd um kæmi að of litlu gagni og var skorað á ráðherrann að end urskoða reglugerðina og breyta þar t. d. ákvæðum um vexti, miðað við bráðabirgðalög um Breiðholtsbyggingarnar, en þar voru vextir 5%, en 9% eiga ibændur að greiða. Um mánaðamótin hækkaði verð á landbúnaðarvörum, eink um mjólk og er hækkunin um 4%. Grundvallarverð á mjólk til bænda er á yfirstandandi verðlagsári kr. 10.46 en á kart- öflum kr. 10.02, en skipting hef ur ekki verið ákveðin milli sauð fjárafurða, og er því óvíst um kjötverðið. □ Prentara- verkfalli er lokið VERKFALLI bókagerðar- manna, er stóð í viku, lauk með samningum, er samþykktir voru með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða deiluaðila á mánudag- inn. Samkvæmt samningunum hækka grunnlaun um 11.3— 19.4%, auk fríðinda. Blaðamenn voru ekki í verkfalli, eins og margir virðast álíta, heldur prentarar, bókbindarar o. fl. iðnaðarmenn í gerð blaða og bóka. □ Piltur slasast — rúður brotna víða í bænum Á MÁNUDAGINN varð það slys við nýbyggingu Iðunnar, að ungur verkamaður féll 8 metra og var fluttur meðvitundarlítill á sjúkrahús og er þar. Meiðsli hans voru ekki að fullu rann- sökuð í gær, er blaðið leitaði frétta. Um síðustu ,helgi varð gler einkum fyrir barðinu á óróleg- um mönnum. Brotnar voru rúð ur tveim hæðum í Hafnar- stræti 96, gler á benzíngeymi hjá Bifröst, 9 rúður í Skjald- borg og rúða í verzlunarglugga Skemmunnar. Voru þar tveir ölvaðir að verki og brutu rúð- una í átökum sín í milli. Lög- reglan fann annan þeirra sof- andi og blæðandi og flutti á sjúkrahús. Lögreglan biður þá, sem upplýsingar kunna að gefa um önnur rúðubrot, að láta hana vita. □ Um ellilieimilin á Akureyri (Framhald af blaðsíðu 8). kosti um 15 millj. kr. með bún- aði, og telur stjórn Elliheimilis- ins sig hafa á hendi fjármagn til að gera hana fokhelda. Þegar á þessu ári hafa heimilinu bor- izt 150 þús. kr. í gjafafé til bygg ingarinnar, en áður hafa því borizt fjárgjafir um 600 þús. kr., auk þess sem Sjómannadags- ráðið á Akureyri hefir tilkynnt heimilinu umtalsvei't framlag. Þá hefir Kvenfélagið Framtíðin stutt Elliheimili Akureyrar með stórf j árf ramlögum. Vistheimilið í Skjaldarvík. , í júní 1965 gaf Stefán Jóns- son, forstöðumaður vistheimilis ins í Skjaldarvík og eigandi þess og jarðar og bús, Akur- eyrarbæ heimilið, jörðina og búið og afhenti til umsjár og rekstrar 1. okt. sama ár. Mun þetta ein stærsta og rausnar- legasta gjöf, 'sem einstaklingur hefir gefið hér á landi. Vistheimilið tekur um 75 vist menn, og er nú fullskipað. Það er rekið eins og Eilliheimili Alcureyrar sem sjálfseignar- stofnun, þ. e. því er ætlað að standa, hvað bú og rekstur vist- heimilisins snertir á eigin fót- um. Fyrsti forstöðumaður heim ilisins var Jón H. Þorvaldsson, en síðan tók Jón Kristinsson við, og er enn. Vistheimilið þ. e. þær bygg- - Raunvísindadeild (Framhald af blaðsíðu 1) bætzt verðhækkanir samkv. byggingavísitölu svo að húsið mun kosta fullbúið 23—24 millj. Þar við bætist svo undirbúnings kostnaður og innanbúnaður, svo að kostnaður alls verður naum- ast innan við 27 milljónir. Þá er enn eftir að greiða nokkuð af húsgögnum og kennslutæki hafa nær engin verið keypt. Eins og áður var getið er Skarphéðinn Jóhannsson, Rvík, arkitekt hússins, og hefur hann frá upphafi haft yfirumsjón með framkvæmdum. Sérstakar teikn ingar gerðu: Verkfræðiskrif- stofa Sigurðar Thoroddsen, Rvík, hitalögn vatns- og frá- rennsli, Sigurður Halldórsson, Rvík, raflögn og Almenna bygg ingafélagið, Rvík, járnalagnir. Verkstjóri var Aðalgeir Finns- son, byggingameistari. Eftirlits- maður af hálfu skólans v'ar Haukur Haraldsson, tæknifræð ingur. Húsið er 550 fermetrar að flat armáli og 6000 rúmmetrar. Það er tvær hæðir og kjallari. Á hvorri hæð eru fjórar kennslu- síofur ásamt tækjageymslum og vinnuplássi fyrir kennara. Fjór ar stofurnar eru sérstaklega búnar til verklegrar kennslu, en tvær þeirra sem fyrirlestra- og kvikmyndastofur. Er til þess ætlazt, að á neðri hæðinni verði kennd eðlisfræði og stærðfræði, en á efri hæðinni líffræði, jarð- fræði og efnafræði. í kjallara er salur, 200 fermetrar að flatar- máli auk lítils sviðs. Er hann í bili ætlaður til skemmtanahalds og félagsstarfsemi, en verður einnig notaður til kennslu ef þörf krefur. Einnig eru í kjall- ara eldhús, snyrtiherbergi, fata- geymsla, hita- og loftræstiklef- ar, geymslur o. fl. Raflögn hefur annazt Raf h.f., múrvinnu Dofri h.f., innanhúss- málningu Kristján Benedikts- son, utanhússmálningu Jón Ara son, pípulögn Júlíus Björnsson, en laus húsgögn og ýmsar inn- réttingar hafa Ágúst Jónsson og Stáliðn h.f. annazt.“ □ ingar þess, sem þá voru til, var ekki fullsmíðað er Akureyrar- bær eignaðist það. Einnig þurfti það nokkurra viðgerða við, og hefir verið unnið að þessum lag færingum öll ár síðan 1965. í vor var hafin 140 ferm. við- bygging, tveggja hæða, 766.8 rúmm., og mun hún verða fok- held fyrir vetur. Áætlaður kostnaður kr. 2 millj. fullgert. Byggingu annast Trésmíðaverk stæðið Reynir, Akureyri. Nokk urt lán hefir þegar fengizt til framkvæmda þessara og vilyrði fyrir meiru. Þá hefir hrepps- félögum í Eyjafjarðarsýslu og vestanverðri Suður-Þingeyjar- sýslu verið boðið að leggja fé til byggingar þessarar gegn for- gangsrétti að vistrúmum, og munu a. m. k. sum þeirra hyggja á slíka samvinnu. Svo sem Eilliheimili Akur- eyrar hefir vistheimilinu í Skjaldarvík borizt rausnarlegar fjárgjafir, og Kvenfélagið Fram tíðin hefir stutt myndarlega að viðgangi þess. Búrekstur heim- ilisins hefir gengið vel, og til gamans má geta þess, að árið 1968 átti vistheimilið nythæstu kú landsins. Fjármögnun. Þar sem vistheimili aldraðra á Akureyri og í Skjaldarvík eru með jafnmiklar og fjárfrekar framkvæmdir og áð framan er lýst, liggur í hlutarins eðli, að þau þurfa að hafa öll spjót úti til fjáröflunar. Hefir þegar áunnizt talsvert hjá lánastofn- unum, og góðar- líkur fyrir meiru. Þá léttir mikið róðurinn, hve ýmsir hafa stutt þau mynd- arlega með fjárgjöfum, svo sem fyrr er getið, og ýmis líknar- félög verið þeim ómetanlegur bakhjarl, og þá sérstaklega Kvenfélagið Framtíðin. Þá gerir stjórn heimilanna sér vonir um, VILHJÁLMUR ÞÓR átti sjö- tugsafmæli á mánudaginn, 1. september. Hann er Eyfirðing- ur, réðist sendisveinn til KEA 1912 en framkvæmdastjóri 1923 —1940. Hann var aðalræðis- maður íslands fyrir öll Banda- ríkin 1940, bankastjóri Lands- bankans 1939, utanríkis- og at- vinnumálaráðherra 1942—1944. Forstjóri SÍS 1946—1954, aðal- bankastjóri Seðlabankans 1957, að leitun hennar eftir stuðningi hreppsfélaga í grennd beri árangur. Að sjálfsögðu hefir Akureyr- arbær lagt mest af mörkum til uppbyggingar Elliheimilis Akur eyrar, þe'ss hluta sem kominn er, og endurbóta þeirra sem þegar hafa farið fram í Skjaldar vík, en þar sem bærinn hefir mikil útgjöld önnur á könnu sinni nú, verða vistheimilin að afla sér framkvæmdafé af eigin rammleik um sinn, og hefir stjórn þeirra því horfið að því ráði að bjóða út 5 millj. kr. skuldabréfalán til 7 ára og ábyrgist Akureyrarbær greiðslu skuldabréfanna. Eru bréf þessi í þremur flokkum; 10 þús. kr. bréf, 5 þús. kr. bréf og 1 þús. kr. bréf. Vextir eru 914% og eru greiddir fyrirfram fyrir 2 fyrstu árin, þannig að menn greiða ekki nema kr. 8.100.00 út fyrir 10 þús. kr. bréfin, kr. 4.050.00 fyrir 5 þús. kr. bréfin og kr. 810.00 fyrir 1 þús. kr. bréfin. Lán þetta endurgreiðist síðan árin 1972—1976 eftir útdrætti, sem fer fram hjá bæjarfógetan- um á Akureyri í apríl ár hvert, og er gjalddagi útdreginna skuldabréfa sem og vaxta 1. okt. nefnd ár. | Bréfin eru til sölu á skrifstofu Akureyrarbæjar, sem jafnframt annast afhendingu þeirra til lánastofnana, er hafa vilja þau til sölu, en svo er um öll banka- útibúin hér á staðnum. Getur þannig hver, sem vill eignast nefnd bréf leitað til skrifstofu bæjarins eða bankanna varð- andi kaup á bréfunum, en elli- heimilin skiptir miklu um hraða uppbyggingu þeirra, að almenn ingur bregðist vel við lánaleitan þessari, auk þess sem kaup á bréfunum stuðlar að aukinni smíðavinnu í bænum. ( Fr éttatilkynning ) kosinn bankastjóri Alþjóða- bankans 1964 og lét af þvi starfi á síðastliðnu vori og er nú við- skiptalegur ráðunautur bank- ans á Norðurlöndum. Ævisaga Vilhjálms Þórs er bókarefni fremur en blaða og verður hún ekki rakin hér. En Eyfirðingar mUna atorkumann- inn og samvinnuleiðtögann og senda honum þakkir og árnaðar óskir. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.