Dagur - 17.09.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 17.09.1969, Blaðsíða 2
2 Morgunslund á „Mennlaveginum" GANGSTÍGURINN, sem bugð- ast upp kambinn neðan frá Sjón arhæð á brekkubrún við M. A. hefur löngum verið kallaður „Menntavegurinn“, enda tor- sóttur sem hinn. Hann var víst lagður fyrir meira en 5 tugum ára af Páli Árdal skáldi og skóla stjóra m. m. Vegur sá hefur mörgum þjónað á þessu árabili, án viðurkenningar eða teljandi viðhalds. Hann er því eðlilega illa farinn af veðri og vorleys- ingum. En nú eigum við, 5 „strákar11, mjög misgamlir, að rétta hann eitthvað við og lagfæra. Sumarmorguninn 25. júlí er einn af þessum yndislegu, sem margir gefast við Eyjafjörð sum sumur: sól í heiði, — þó Maríu- tása í hálofti, — hvít skýjaborg trónar á Blámannshatti. Pollur- inn svartur af logni, en speglar þó græn tún og hvít hús með rauðum þökum. Vegavinnumennirnir, dreng- irnir ,,mínir“, eru duglegir þeg ar þeir vilja — og jafnvel oftar — hlaupa með hjólbörurnar, en brattinn er mikill og mölin þung, svo að stundum er vafa- mál, hvort hefur stjórnina, bör- urnar eða ökumaðurinn! Og við næstu hvíldarstund fjúka skyrt urnar, og of bjartir kroppar hljóta blessun sumarsólar. Ys og þys dags og borgar vex. Bílar og stórar vinnuvélar láta að sér kveða. Börn hjóla og hlaupa, líka á leið til starfa — í vinnuskóla, skólagarða eða fram á bryggjusporð með stöng og beitu. Bílar þjóta, og margir á óleyfilegum hraða — í fögnuði stýrimanns, m. a. á nýju landi, glæsilega beygju undir malbiki austan við Timburhús KEA, þar sem þyrsklingar og mar- hnútar glettust við frúarlegar grásleppur fyrir fám árum. fs- land er að stækka. Blessaður spóinn heyrist „vella“ suður hjá Naustum, en kríurnar svífa um gargandi og stinga sér úr háalofti í logn- sortann, og eftir aðsókn að dæma, draga þær einhvern feng úr djúpinu, þótt skipstjóri segi alveg „dauðan sjó“ allt inn an við Hjalteyri. Bæjarmenn, sem um „Mennta veginn“ eiga leið þennan morg- un, lýsa ánægju sinni yfir verki okkar og vegarbót. Utlendingar nema staðar og horfa til allra átta, með sjónauka á lofti. Og myndavélar eru í margra hönd- um, til þess að eiga a. m. k. með okkur, lengur en þessa morgun stund, undra fegurðina, sem við blasir nær og fjær, út um Kald- bak og inn til hlýrra dalbotna Eyjafjarðar. Neðan brekkunnar standa þrjár merkisbyggingar; Skjald- borg, Sjónarhæð og „Gúttó“, allt stórhýsi á sínum blómatíma og heimkynni áhrifaríkra hreyf inga í bænum. Þökin eru marg- lit, en hefðu samt sum gott af meiri málningu. Margt er fallegt að sjá í garði Gooks við Sjónarhæð, en brekkurnar hér um kring eru misfagrar, njóli og fíflar mestu ráðandi í gróður fai'i, — en slíkt er nú þekkt víð- ar og á æðii sviðum tilverunn- ar, að lifa verður við fíflastjórn! Efst í gilinu glyttir í affalls- dyngjur, og rofabörðin glotta við vegfarendum í „kamba- brún“. En ungar víðiplöntur eru farnar að teygja sig upp úr grasi og sinuþófa í suðurbrekkunni og bera vitni um áhuga til um- bóta og fegurðarþrá, enda þarna komnar fyrir atbeina Fegrunar- fél. Akureyrar, skilst mér. En meira þarf til, fleiri að leggja hönd á plóginn. Mun ekki skáld ið, Páll Árdal, við lok sinnar vegagerðar á þessum stað, hafa séð í anda fegurra næsta um- hverfið og frekari umbætur hér í brekkunum? Það vil ég álíta. Okkar verk, þessa daga, nær of skammt og endist varla lengi: Kröppustu beygjurnar, þar sem brattinn er líka mestur, þyrfti að malbika — með vatns- í'ásum. Þá gætu beinu kaflarnir haldið sér nokkurn veginn. Við krókana þyrfti handrið og nokkra góða bekki til hvíldar, þar sem bezt sér yfir. Nokkuð þarf að fæi'a til og laga, með stórvirkum vélum og gróðurfar ið að breytast. Með blómabeð- um, runnum og stökum trjám í nánd yrði „Menntavegurinn" (Framhald af blaðsíðu 8). um nr. 96, 22. des. 1965 um ráð- stafanir til að bæta fjárhag Raf magnsveitna ríkisins. Sam- kvæmt skýringu rafveitustjóra hefur þessi breyting það í för með sér, að orkuverð frá Laxár virkjun til Rafveitu Akureyrar hækkar um ca. 12%, eða um 2.9 millj. á ári. Á þessu fjárhags- ári veldur þetta um 1.8—1.9 millj. króna nýjum útgjöldum fyrir Rafveitu Akureyrar, sem ekki var gert ráð fyrir í fjár- hagsáætlun ársins 1969. Rafveitustjórn samþykkii' að útsöluverð raforku Rafveitu Akureyrar hækki af þessum sökum um 10% nema raforka til húshitunar, sem verði óbreytt, þó þannig að kwst- verð standi á heilum aurum. Rafveitustjórn telur að með þessu móti ætti að mestu leyti að fást tekjur á móti þessum útgjöldum, en að öðru leyti verði að skera niður nýjar fram kvæmdir að mati rafveitustjóra. Ályktun um fjárveitingu til byggingar nýs barna- og unglingaskóla. Bæjarráð Akureyrar beinir eindregnum tilmælum til við- komandi yfirvalda ríkisins, að við gerð fjárlaga fyrir 1970 verði veitt fé til 1. áfanga nýs barna- og unglingaskóla fyrir 200—250 nemendur í Glerár- hverfi á Akureyi'i. Skóli þessi vei'ði staðsettur samkvæmt til- lögum skipulagsnefndar í gx’ennd við gamla Glerárhverfis skólann. Fjárveitingin miðist við að skólinn verði gerður fok- heldur á næsta ári og mun bæjaisjóður veita fé til bygg- ingarinnar í samræmi við það. Bygging setlaugar við Sundlaug Akureyrar. Með bréfi dagsettu 23. júlí sl. fer sundlaugarstjóri, Haukur Berg, þess á leit, að leyft verði að byggja setlaug við Sundlaug Akureyi’ar samkvæmt fram- lagði’i teikningu af slíkri laug, sem hann telur henta vel. Jafn- framt fer sundlaugai'stjóri fram á, að heimild vei’ði veitt til lán- töku til framkvæmdanna ca. kr. 260—300 þúsund, sem endur- greitt yrði á næstu þremur ár- um. — Samþykkt. Bótakrafa frá Vilhelm Jensen fyrir skepnuhús. Með bi’éfi dags. 8. júlí sl. til- kynnir Vilhelm Jensen, Hrafna gilsstx’æti 19, að hann hafi látið meta skepnuhús sín á erfða- festulandi nr. 600. Matið fram- kvæmdu Sigurður Hannesson og Snorri Guðmundsson, til þess skipaðir af bæjarfógeta. Býður bréfx’itari Akureyrar- stórum aðgengilegri og af unaði ríkari. Og í sambandi við hann kæmi svo e. t. v. annar „lysti- garðui’" bæjai'ins, í brekkunni norður og upp af Sjónarhæð, útivistarsvæði með skógi, rjóðr um, gosbrunni og blómskreytt- um gangstígum! „Menntavegurinn“ og brekk- an þarna gætu boðið upp á heilsulind, þeim (o. fl.) sem festast við hægindin framan við sjónvarpið og aka á lúxusbíl „milli búi-s og eldhúss“ — eða því sem næst! Eitthvað þarf til úrbóta slíku. Sjálfsagt er einhver áætlun um þetta svæði í skipulagi bæj- arins, þótt enn bíði framkvæmd (Framhald á blaðsíðu 7) bæ eignirnar til kaups fyrir matsverð kr. 42.000.00 að við- bættum matskostnaði kr. 4.350.00. Jafnframt áskilur hann sér allan rétt í sambandi við yfix-mat og síðari samninga, ef bæjarráð sér sér ekki fæi't að semja á grundvelli kauptil- boðsins. Bæjarráð ákveður að hafna kauptilboðinu og véfengir rétt- arstöðu nefndi’a húsa. Bótakrafa frá 6 eigendum skepnuhúsa. Með bréfi dags. 9. apríl sl. fara sex eigendur skapnuhúsa sunnan Þingvallastrætis fram á að þeim vei’ði greiddar bætur fyrir skepnuhús sín samkvæmt mati dómkvaddra manna. Bæjai’ráð ákveður að synja bréfriturum um bótagreiðslur. Erindi Leikfélags Akureyrar. Stofnuð leikhúsnefnd. Með bréfi dags. 9. júlí sl. fer Leikfélag Akureyrar fram á eftirfarandi: 1. Komið verði á leikhúsnefnd bæjarins, sem skipuð sé full- trúum frá bænum og L. A. Verksvið nefndarinnar væri um sjón með rekstri og endurbót- um á núverandi leikhúsi og undii'búningur að nýrri leikhús byggingu bæjai’ins. 2. Lagfæringar verði gerðar í sumar á leiksviði Samkomuhúss ins með því að breikka leiksviðs opið um 1.5—2.0 m og færa um leið ljósatöflu leiksviðsins á heppilegri stað. Bæjarráð samþykkir, að kom ið vei’ði á fót þriggja manna leik húsnefnd, einn nefndarmaður verði kosinn af bæjai’stjórn Ak- ureyrar, annar tilnefndur af Leikfélagi Akureyrar, en þi'iðji maður verði húsameistai’i bæj- ai’ins. Að öðru leyti fi’estar bæjar- ráð afgreiðslu erindisins. Erindi Vlf. Einingar um rekstur verkamannaskýlisins. Tekinn var fyrir liður í fund- argerð hafnarstjórnar dags. 27. júní sl. sem vísað var til af- greiðslu bæjan’áðs á bæjar- stjórnai’fundi 1. júlí sl. Er hér um að ræða erindi frá Vlf. Ein- ingu um í’ekstur verkamanna- skýlis við höfnina, sem opið verði allan daginn. Bæjarráð samþykkir að verka mannaskýlið verði opið til reynslu frá kl. 7.00 til 17.00 virka daga frá 1. september til áramóta, en auk þess á kvöldin og um helgar ef skip eru inni, svo sem verið hefur. Laun umsjónarmanns verði ki’. 10.000.00 á mánuði sama tíma. Aukavinna verðui' ekki greidd. □ - Frá bæjarstjóriiinni Arni Gunnar Tómasson F. 12. ágúst 1942. D. 15. febrúar 1969. KVEÐJA TIL FORELDRA FRÁ KUNNINGJUM harmfregnin óvænta góðvini snart. Lifendur sorg hefur lostið, lífsþráður brostið. Hvar eru rök, réttlætt sem geta þá örlaga sök, er bar þig að frosthulu faldri feigðarvök kaldri. Lífið er starf, lífstrúin framsækna, tekin í arf, krefst þess að byrðin sé borin, þótt blæði í sporin. Starfið er líf, sterkasta vopnið og öruggust lilíf þeim, sem að liefir í huga með heiðri að duga. Heimilis liag hugðist þú efla um starfsaman dag, gekkst undir iðninnar merki ötull að verki. Sköpum er skipt, skyldum og starfi á æðra svið lyft. Unnt er þó engum að skilja örlaga vilja. Sorgin er sár, syrgjandi ástvina hrynjandi tár, andvörpin hrópa í hæðir, hjörtunum blæðir. Brostin er von bundin við lífsglaðan, ástfólgin son. Erfitt er atvikin skilja. Efann að dylja. Hver veitir fró, hver gefur sorgþjáðum friðsæld og ró, liuggar í harminum sefann, lirífur burt efann? Guðsneistinn einn, geymdur í manninum ósnortinn, hreinn. Trúin á takmarkið dulda, tilganginn hulda. Lifandi ást. Alföður lífsins, sem neinum ei brást. Þreki mót þjáningu teflir þolgæðið eflir. Líknandi mund, leggi á blæðandi saknaðar und, huggun á hugvegu leiðir, hugraunum eyðir. Aldrei hné tár, eigi til jarðar féll kvistur svo smár að ei væri eining í stærra, einhverju kærra. Samhyggð í sorg, samkennd, er eigi mun borin á torg. Færist sem fámæltur óður, föður og móður. F. G. Helkalt og hart

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.