Dagur - 17.09.1969, Blaðsíða 5

Dagur - 17.09.1969, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. UPPLAUSNIN Á ÞESSUM áratug hafa átök á vinnu markaðinum og meira eða minni vinnustöðvun við framleiðsluna orð- ið nærri árviss atburður. Þessir at- burðir hafa endurtekið sig nærri ann aðhvert ár vegna gengisfellingar og hitt árið af öðrum ástæðum. Það er flókið mál að gera sér grein fyrir niðurstöðum slíkra átaka fyrir vinn- andi fólk eða fyrirtæki, en einfalt mál, að þjóðarbúið tapar. Það tapar afköstum vinnunnar og afköstum at- vinnutækjanna. Þetta hefur verið ár- visst tap. En atvinnurekstur og vinna liefur einnig tapast af öðrum ástæð- um en vinnudeilum. Stundum hefur stöðvun átt sér stað vegna þess, að greiðsluþol atvinnuveganna brast í verðbólgunni, á meðan stjórnvöld voru að gera það upp vig sig, hvort stundin til opinberra aðgerða væri komin og hvort þær aðgerðir ættu að vera gengisfelling eða eitthvað ann- að. Vöxtur höfuðborgarsvæðisins á kostnað landsbyggðar hefur haldið áfram á þessum áratug, og nú er það orðið stórborg með meira en 100 þús. íbúa eða rúmlega helming þjóð- arinnar innan sinna vébanda. Þang- að er nú orkulindum landsins veitt í vaxandi mæli og erlendu stóriðju- fjármagni. Hin blindu lögmál stjóm leysisins láta ekki að sér hæða. En nú dregur á loft nýja bliku, sem ekki stóð í neinni hagfræðilegri veðurspá. fslenzkt fólk er farið að flytja úr landi í það ríkum mæli, að það þyk- ir tíðindum sæta. Sagt var frá því í blöðum að á 25 ára afmæli lýðveldis- ins hefði stór hópur íslenzkra inn- flytjenda til Ástralíu komið saman í kanadískri borg, þá staddir þar. Stór- ir hópar trésmiða og járnsmiða, flest- ir úrvalsmenn, hafa verið við vinnu í Svíþjóð á þessu ári og nú er talað um, að múrarar fari til Þýzkalands. Hætt er við að þessir menn komi ekki allir aftur. Það kostar erfiði og áhættu að leita sér og sínum staðfestu í fjar- lægum löndum. Hér er alvara á ferðum. Annað hvort er að losna um tengsl ýmsra hér við land og þjóð eða hér er á ferðinni vantrú á ís- lenzkt stjómarfar og getu íslenzkra atvinnuvega til að veita þjóðinni „mannsæmandi kjör“, nema hvort- tveggja sé. í góðærinu voru gefnar út þjóðhagsskýrslur, sem innrættu þjóðinni, að hún væri ein af ríkustu þjóðum heims og tekjuhæstu. Tíma- bundnar fiskigöngur og verðliækk- anir sjávarvara erlendis voru túlkað- ar sem hagvöxtur og leiðin til bættra lífskjara átti að vera vörðuð með „viðreisninni“. Þessar skýrslur vom (Framhald á blaðsíðu 2) VINNAN VEITIR MANNI DÝPSTU GLEÐINA Rætt við Stefán Rögnvaldsson áttræðan SVARFDÆLINGAR vóru jöfn um höndum bændur og sjó- menn, réru frá Böggvisstaða- sandi haust og vor og fóru í hákarlalegur. Hin tvíþætta at- vinna gaf góða björg í bú og var um leið allharður skóli og þroskavænlegur hraustum mönnum. Böggvisstaðasandur var verstöð án fastrar búsetu, liggur fyrir opnu hafi og ókyrru en oft er stutt á góð fiskimið. Fyrir áttatíu árum fæddist Rögnvaldi bónda Jónssyni á Skeggstöðum í Svarfaðardal og konu hans, Sigurlínu Stefáns- dóttur, sveinbarn er hlaut nafn- ið Stefán. Litlu síðar varð fyrsta barnsfæðingin á áður- nefndum Böggvisstaðasandi, en þá hafði þangað flutt fjölskylda til fastrar búsetu, sú fyrsta á þessum stað, sem nú heitir Dal- vík, er sérstakt sveitarfélag með meira en þúsund íbúa. En sveinn sá, er þar leit dagsins Ijós fyrst barna varð síðan kunnur kaupmaður þar á staðn um, Sigurður Jónsson. En víkjum nú aftur fram í dalinn til litla bændabýlisins, Skeggsstaða, þar sem Stefán Rögnvaldsson og þau systkini uxu úr grasi og nutu umhyggju foreldranna. Þrettán ára gamall missti Stefán föður sinn, sem fórst með hákarlaskipinu Krist- jáni og þeir tólf saman úr sömu sveit í vikunni fyrir hvítasunnu. Þá tók alvara lífsins við. En nú hittum við Stefán sjálfan að máli á heimili hans, Karlsbraut 25 á Dalvík, að nýafstaðinni mikilli afmælisveizlu í tilefni áttræðisafmælis hans, 4. sept- ember. Stefán er stæltur og hvikur, teinréttur, fremur holdskarpur, hár vexti, glaður og léttur í máli, skjótur til svars og vel máli farinn, sjóndapur orðinn en að öðru leyti eru lítil elli— mörk á honum að sjá. Maður getur vel ímyndað sér þennan ósérhlífna atorkumann á bezta aldri, hve fjarlægt það hefur verið honum þá, að hætta við hálfnað verk, eða að ganga syfjaður til vinnu sinnar, og eflaust hefur honum einnig ver ið það óljúft, að láta á sig halla ef deilt var, eða láta sinn hlut eftir liggja þegar keppt var á vettvangi starfs og lífs. Tókstu við búi með móður þinni er faðir þinn andaðist? Já, við bræðurnir, Jón, sem var eldri og ég. Við fórum að róa á Böggvisstaðasandi eins og margir aðrir og vildum vera menn eins og þeir þótt ungir værum að árum, fengum lánað- an árabát og rérum til fiskjar. Við öfluðum en veiktumst báð- ir af skæðri lungnabólgu, sem þá gekk hér og lagði marga í gröfina. Við fórum gangandi heim, sárlasnir. Jón dó en ég skrimti og þá var ég fjórtán ára og við mamma héldum búskapn um áfram. Ég átti að heita fyrir vinnan, með hjálp guðs og góðra manna. En síðar leigði mamma jörðina en við áttum þar þó heima og ég fór á ný að stunda sjóinn. Þú varst lengi formaður. Hve gamall varstu þegar þér var trúað fyrir bát? Ég var á átjánda árinu þegar ég varð fyrst formaður á bát Kristjáns frá Ufsum og hét bát- urinn Jón og var ég tvö vor á honum. En alls var ég formaður á tólf vélbátum. Og þeir flutu allir hjá þér? Já, ég missti aldrei bát og ekki heldur mann og var ég þó glanni og er enn. En ég held að guð hafi verið við stýrið með mér alla tíð. Trúðir þú á handleiðslu hans, sem ungur maður? Já, frá barnsaldri, þótt ég hefði það lítið að umræðuefni og það hefur verið mér ómetan- legur styrkur. Ég átti þetta með sjálfum mér. Hvernig var aðstaðan hér á Dalvík á þínum fyrstu formanns árum? Bryggjur voru eiginlega eng- ar, laus bryggja, sem skotið var fram og fiskurinn borinn upp í kassabörum. Fyrst þurfti mað- ur að kasta honum upp á þilfar með berum höndunum, síðan að bera hann upp að söltunarskúr- unum. Og þá voru engin spil á bátunum svo maður þurfti að draga allt á höndum og það var erfitt verk þegar lagt var á djúpu. Mér er sagt að þú hafir verið með hraustustu mönnum? Þótt ég sé kominn á raupsald ur og það fyrir löngu, verð ég að segja það, að ég var aldrei neitt sérstakt hraustmenni, í hæsta lagi seiglingsmaður. Á meðan ég átti heima frammi í sveit lagði ég stund á það, að auka líkamshreysti mína því mig langaði mikið til þess að verða vel að manni. Æfði ég hlaup og lyftingar kappsamlega og hef líklega haft gott af því, og svo var ég þannig gerðm-, að ég hafði jafnan áhuga á því, sem ég var að gera. Þú munt vera búfræðingur, Stefán? Já, ég fór á Hólaskóla, var þar tvo vetur og útskrifaðist 1910. Þá var Sigurður Sigurðsson skólastjóri og þar var gott að vera. Ekki gekk mér sérlega vel, hefði átt að læra betur. Dvöl mín i Hjaltadal var þó ekki árangurslaus, því hvað sem náminu leið réði ég mig vetrar- mann á Skúfsstöðum þrem ár- um síðar og þar kynntist ég konuefninu mínu, Rannveigu Jónsdóttur, heimasætunni á bænum og giftum við okkur 1914 og fórum að búa á Skeggs- stöðum og eignuðumst átta börn, þrjár dætur og fimm syni. Tengdaforeldrar mínir voru Jón Sigurðsson og Guðrún Ásgríms dóttir. Þegar ég gifti mig orkti Jón hagyrðingur, stundum kallaður sælor, þessa vísu. Friður, ást og eining sanna ykkur jafnan falli í skaut, vinátta guðs og góðra manna gjörvöll flýi mæða og þraut. Drottinn ungan svein og svanna signi og blessi á lífsins braut. Varð ekki fljótlega þröngt um ykkur á Skeggsstöðum? Jörðin er lítil og ómegðin óx fljótt, en þó hefðum við haft þar nóg að bíta og brenna, eins og þar stendur. En sjórinn lokkaði mig, það var alltaf verið að biðja mig að taka þennan eða hinn bátinn og ég fór að stunda sjóinn. Þá fannst mér of erfitt fyrir konuna að annast búið langtímum saman og tók það ráð að flytja. Fór ég fyrst í Fell, það var ofurlítið kot hjá Hóli, hérna norðan við Dalvík og er nú í eyði. Síðan var ég á Litla- Hóli, skammt frá, í tvö ár. En þótt ég væri bátsformaður þessi árin var afkoman heldur erfið, og framtíðin ekki sem glæsileg- ust. Þá var það eitt vorið, að við Jóhann Jóhannsson leigðum okkur lítinn mótorbát, Skíða, í félagi og gerðum hann út, en bátinn átti Þorsteinn Jónsson. Skíði var 7 tonna bátur og ég aflaði sæmilega um vorið, svo ég gat keypt sement í húsið hérna, sem við erum í, sagði Stefán brosandi. Já, ég man þann dag þegar ég tók skófluna á öxlina og konan spurði hvað ég ætlaði að fara að gera. Grafa fyrir húsgrunni og síðan að byggja hús, svaraði ég. Þá hristi hún höfuðið og spurði hvort ég væri alveg að tapa vit- inu. En hún sagði þetta þannig, að það örvaði mig fremur en hitt, og svo gróf ég grunninn. Þetta gekk eins og í sögu og steypumölina bar ég í fötum upp á sjávarbakkann og ók henni svo á litlum sleða á sjálf- um mér um veturinn, að hús- grunninum. Ur steini skyldi það vera og á bjargi byggt, eða a. m. k. á öruggum grunni. Næst var að ráða tvo smiði og höfðu þeir aldrei áður byggt hús. Sjálfur hrærði ég alla steypuna og vann með þeim eftir því sem ég gat. Þetta hús nefndi ég Brúarland því brúin á Brimnesá er hérna rétt norðan við, en nú heitir það Stefán Rögnvaldsson. Karlsbraut 25, því fínt skal það vera og með borgarbrag. En þá var hér fátt húsa og Dalvík smáþorp og vantaði eiginlega allt til alls. Svo sýnir Stefán mér húsið, og er það hið snyrtilegasta og mjög vel við haldið, þótt það sé bráðum orðið 40 ára. í þessu kemur unglingspiltur inn og kallar í afa sinn utan úr dyrum og spyr, hvort hann sé ekki að koma. Má ekki vera að því, seg_ ir sá aldraði og bætir við: Og hertu þig við að koma heyinu saman. Varstu að hugsa um að fara í heyskap? Það stóð til að fara fram í sveit og hirða ofurlítið af heyi, en það munar nú kannski ekki mikið um mig, núorðið. Sjónin er orðin mjög léleg þótt ég fari minna ferða í björtu um næstu götur. Ég gæti gengið til vinnu ef sjóndepran væri ekki, og ég sakna þess að geta ekki tekið til hendi því nóg er að starfa. Ég hef heyrt þær sögur um jarðabótavinnu ykkar Kristjáns Halldórssonar frá Klængshóli, að þið hafið afkastað ótrúlega miklu? Við unnum dálítið hjá bænd- um og vorum þá á góðum aldri. Kristján er einhver sá dugleg- asti maður, sem ég hef þekkt. Hann var bókstaflega ódrepandi þrekmaður. Jú, við unnum víst sæmilega og það man ég fyrir víst, að þá var ég oft þreyttur að kveldi og var þó fremur seig ur, en þá gat Kristján leikið sér. Hann er nú 82 ára og gengur að slætti eins og forkur enn í dag. Þú vannst töluvert að verka- lýðsmálum á árum áður? Ofurlítið, en ég hef alltaf ver- ið þeirrar skoðunar, að heil- brigðara sé, þegar því verður við komið, að vinna ákvæðis- vinnu og greiða laun eftir af- köstum, fremur en vinnustunda fjölda. Já, og vinnumiðlun sá ég um. Samkvæmt kenningunni um ákvæðisvinnu, tók ég að mér að flytja jarðsímarúllur upp á Heljardalsheiði, í félagi við Sigurð Þorgilsson. Rúllurn- ar voru 1500 pund hver, 5 tals- ins og þær voru fluttar í bíl fram að Hóli í Svarfaðardal. Við vissum lítið hvað við vorum að taka að okkur. Rúllurnar flutt- um við svo á sleðum upp að Stóruvörðu. Yfir gilin komum við þeim með talíum. Þetta gekk, en við sáum það þegar við vorum að vinna þetta erfiða verk, að tilboð okkar var hrein vitleysa, en þá var of seint að iðrast og ekki að okkar skapi. Við fengum 80 aura á tímann og lögðum hart að okkur. Lentir stundum í vondu á sjó? Já, auðvitað, en það varð aldrei slys. Ég get sagt þér eina sjóferð í góðu veðri, sem þó gekk nærri þreki mínu. Svo bar til í sláttarbyrjun heima á Skeggsstöðum, er ég var að hamast að slá, að til mín kom Jóhann í Sogni, kunningi minn, útgerðarmaður á Dalvík og lengi útibússtjóri KEA þar á staðnum. Hann sagði þær frétt- ir, að nú væri ágætur afli, en sig vantaði formann á Kveldúlf, fjögurra lesta bát með fjögurra hestafla Dan-vél. Báturinn var búinn að standa uppi í fjöru á annað ár sunnan við Sagn. Hann bauð mann í staðinn fyrir mig til að. slá og hann kom svo máli sínu, með sínum kunnu viðræðuhæfileikum, að ég stóðst ekki mátið og lofaði að koma og róa nokkra róðra. Tók ég svo tvo góða nágranna mína með mér, þá Tryggva á Hvarfi og Gunnlaug Sigurðsson frá Hofsárkoti, og héldum til Dal- víkur. Þar var þá verið að beita línuna í fyrsta róðurinn og einnig verið að setja Kveldúlf á flot. Mér sýndist báturinn ekki álitlegur og líklegt fannst mér að hann væri orðinn gisinn af að standa ómálaður svo lengi upp í fjöru. Hann lak þó ekki mikið og við fórum í róðurinn, lögðum línu okkar út af Töng- um, fram af Siglufirði og lágum yfir í blíðskaparveðri. En þegar við förum að draga er fiskur á hverjum öngli, eins og maður kallar og lestin fylltist von bráð ar og svo kippuðum við á dekk, það ég þorði. Svo var haldið í land. En þegar báturinn fór að síga, jókst lekinn ískyggilega mikið og þurfti einn stöðugt að vera við dæluna og mátti halda sig vel að til að hafa undan. Dan-vélin hikstaði öðru hverju og var með ýmiskonar óþægð, en ég gat þó haldið henni gang- andi. Ég hlífði mér ekki við dæl una og ekki lá Tryggvi heldur á liði sínu, en Gunnlaugur var heilsuveill og var því ekki hægt að ætlast til eins mikils af hon- um. Jæja, bilar þá ekki dælu- skömmin á miðri heimleið og hún var lífæð okkar. Fór ég þá niður í vélari'úm með fötu. Seg- ir ekki af fei'ðum okkar fyrr en við lögðumst að bryggju með mikinn afla. En þá var svo af mér dregið, að ég var studdur upp á bryggjuna og hef ég ekki orðið þreyttai'i í öðrum fiski- róðri. Stundum hugsaði ég um það síðar, hve fyi'ii'hyggja okk- ar var lítil, að athuga bátinn ekki betur áður en farið var í sjóferðina. Ég skammast mín fyrir það, en guð gaf okkur gott veður og við komumst að landi. Svo þéttist báturinn og það var líka bi'ætt í hann og fórum við nokkuð marga róðra og fiskuð- um sæmilega. Áttirðu góða hesta á mcðan þú varst við búskap? Bleikur minn var talinn bezti hesturinn í Svai'faðardal á þeim tíma. Hann var mikill gæðing- ur og gaman að ferðast á honum á ísilagðri Svai'faðardalsá. Aldrei brotnaði ísinn? Jú, undan bifreið, sem ég hafði og notaði til flutninga á möl í byggingu eina hér á Dalvík, er fói' niður um ísinn, því möl- in var tekin handan ár. Þá hjálp aði mér maður einn, Jóhannes að nafni, um langt skeið mið- stöðvarlagningai'maður hjá KEA á Akureyri. Hann náði bílnum upp og tók ekki eyri fyrir. Það var gullmaður og gat tekið til hendi. Eru börn þín flogin út um hvippinn og hvappinn? Konan mín andaðist 1964 og tvo drengina okkar missti ég fyrir nokki-um árum, sama dag- inn. Þá þurfti ég að beita mig hörðu til að falla ekki saman en standa uppréttur. Hin böi-nin eru öll búsett hérna rétt í kring um mig. Mér þykir afar vænt um þau og barnabörnin mín, því þau hafa öll reynzt mér svo vel og breiða faðminn á móti mér í hvert sinn er þau sjá mig og vilja allt fyrir mig gei-a. Og eitt barnabarn, di'engur, hefur vei'ið hjá mér frá því hann var lítill snáði og okkur kemur vel saman. Það var þessi, sem leit hérna inn áðan, uppkominn piltur að vei'ða og nú í vinnu. Ekki veit ég til þess að ég eigi mér óvildarmann og er sáttur við alla, enda hafa Svai'fdæl- ingar og Dalvíkingar reynzt mér vel frá fyrstu tíð. Hvað um framtíð Dalvíkur? Ég hef sagt Jóni mínum það (Jón Stefánsson oddviti á Dal- vík) að mér þyki óvai'lega farið í framkvæmdamálum sveitar- félagsins. Tímarnir eru óvissir og er krónan gott dæmi um það, og það er verið að seig- drepa þjóðina með gífurlegum erlendum lántökum og veikja með því eignai-rétt okkar á landi okkar. En þróunin hér á Dalvík hefur verið farsæl og á ýmsum sviðum er hér bæði myndarskapur og manndómur. Hvernig líkar þér við unga fólkið? Vel og góð og blessuð er menntunin, sem svo mai-gir njóta nú, þegar hún er notuð á réttan hátt og manndómui'inn eykst með henni. En auðvitað bíta mai'gir unglingar á, þegar hinir eldi'i egna fyrir þá og vilja ná af þeim peningum. Mér sýnist rætast vel úr fyrir flest- um þótt einhverjar snurður hlaupi á þráðinn á viðkvæmasta aldrinum, og unglingarnir eru góðir, þrátt fyrir allt, sem um þá er sagt. Viltu gefa þeim heilræði? Já, það heihæði vildi ég öðr- um fremur gefa þeim og öðrum, að í sveita þíns andlits skaltu þíns brauðs neyta. Þetta þurfa allir að hafa hugfast, þ. e. að menn verða að vinna fyrir sér. Við gömlu mennirnir áttum ekki annars kosts og það var gott á sinn hátt. Vinnan þi'oskar og hún veitir hina dýpstu gleði að hverju vel unnu dagsverki loknu, segir hinn aldni heiðurs- maður að lokum og þakka ég viðtalið, um leið og ég ber fram þá afmælisósk, að honum megi til æviloka endast hinn bi-enn- andi áhugi á framtíðarmálum er til heilla horfa og hin litríka skapgerð hans „fölni ekki fyrr en fellur stofn“. Einnig er þess óskandi, að hin fríða sveit, Svai'faðardalur, megi enn um langa tíð fóstra syni og dætur, sem að atorku og manndómi líkjast hinum átti'æða, en sí- unga Stefáni Rögnvaldssyni. Hann er einn hinna mörgu Svai'fdælinga, sem byggðu eitt (Framhald á blaðsíðu 7) Enn um Einarsstaðamótið HÉR í blaðinu kom fyrir nokki'u athugasemdir frá Guð- mundi Snorrasyni um fjórðungs mót hestamanna að Einarsstöð- um, og er þar rætt um hvort aðstaða og völlur hafi verið 1. flokks eða ekki. Guðmundur deilir þar á Sigfús mótsstjóra fyrir viðtal er við hann var haft og telur hann ekki fara með rétt mál. Ekki vil ég blanda mér í þeii'ra deilur, en ég persónu- lega tel að aðstaða og fram- kvæmd þessa móts hafi verið með þeim sóma, að við Norð- lendingar höfum ekki haft bet- ur skipulagt og fi'amkvæmt mót. Hins vegar hvort hlaupa- braut hafi verið nógu góð, þá tel ég að Guðmundur sé á réttri leið að ekki sé nóg bindiefni látið með vikurmölinni. Og svo eru það nú hnútur Guðmundar út í val dómnefndar góðhesta. Þar finnst honum einkennilegt að fara út fyrir fjórðunginn til að fá dómnefnd. Ég aftur á móti tel að þar sé að flestu leyti ver- , ið að gera rétt, þá kemur síður til kunningsskapur og klíka og líklegt að dómar vei'ði raun- hæfir og sanngjarnir, og er það mitt álit að þessi ski'if Guð- mundar séu frekar af pei'sónu- legi'i rót runnin, sem ræða ætti annai's staðar en í blöðum. Og það að fara út í þá sálma að yfii'fara einkanir og bera saman, þá hefði mátt fai-a út í þá sálma fyrr, t. d. eftir Húna- versmótið 1964. Og ég er þeirr- ar skoðunar að dóma á mótum eigi ekki að gera að blaðamáli, vegna þess að það er til í því sambandi til svolítið sem heitir persónuleg skoðun og smekkur, og einum finnst gott það sem öðrum ekki finnst, þannig að vafasamt hlýtur að vera að rísa upp í blöðum eftir mót og ætla að kveða upp hinn eina og rétta dóm á hverjum hesti. Og ég sýndi sjálfur hesta á þessu móti, og hefi gert á nokkrum undan- förnum mótum og tel þessa dóm NORÐIIRLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA: Fordæmir dráff á birfingu Norðurlandsáæfiunar ÁLYKTUN UM BYGGÐA- JAFNVÆGI OG NORÐUR- LANDSAÆTLUN. Kjördæmisþingið áréttar fyrri ályktanir sínar um nauðsyn þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og þakkar Fram sóknarflokknum í heild og ein- stökum mönnum innan hans, ekki sízt Gísla Guðmundssyni alþingismanni, fyrir skelegga baráttu fyrir viðurkenningu á nauðsyn þessa máls. Er svo komið, að æ fleiri gera sér ljóst, að byggðajafnvægismálið — þróun og efling landsbyggðar — er eitt brýnasta verkefni þjóð- arinnar nú og í næstu framtíð. Telur kjördæmisþingið, að upp- byggingu allra meginþátta þjóð lífsins á sviði atvinnu- og menn ingarmála beri að framkvæma út frá því sjónarmiði, að stuðlað' sé að jafnvægi í byggð landsins. Miðsóknarafl höfuðborgarsvæð- isins er þegar orðið allt of mik- ið, og tími til kominn að stemma stigu fyrir frekari þróun í þá átt, enda verður það að teljast liöfuðborginni sjálfri fyrir beztu. Á jniklu veltur, að Norðlend- ingar sýni samliug sinn í verki að því er tekur til skipulegrar uppbyggingar í Norðlendinga- fjórðungi, og er eðlilegt, að norð lenzk sveitarstjórnarsamtök verði efld svo, að þau geti haft meginforgöngu um framkvæmd byggðaáætlana fyrir Norður- land. Hvetur kjördæmisþingið til þess, að stofnað verði eigin- legt samband norðlenzkra sveit 'l'arfélaga og komið verði upp ráðgefandi fjórðungi fyrir Norð urland. Kjördæmisþingið átelur harð lega þann drátt, sem enn hefur orðið á því, að samin verði og birt Norðurlandsáætlun sú, sem byrjað var á að undirbúa árið 1965 og heitið var, að birt yrði - NORRÆNA SUNDKEPPNIN (Framhald af blaðsíðu 8). syntu aðeins 2045, svo að við- bótin er góð. En ánægjulegt var það, að sjá viðbrögð fólksins að lokum og heyra á möi'gum, að það hefði verið unaðslegt að svamla í þessu hreina, hlýja vatni og finna hug á að sækja nú af auknum krafti í okkar ágætu sundlaugar. Og í því væi'i vissulega fólginn beztur árangur af keppninni, stærsti sigurinn. Di-egið var á miðnætti um síðustu vinninga happdrættis- ins, en þakka ber þeim, sem af góðum hug og íþróttaáhuga gáfu rausnarlega til happdrætt- isins. — Þessir keppendui' hlutu vinningana: nefnd hafa komizt mjög vel frá þessu erfiða stai-fi, og rná þar þakka að mínu áliú starfstil- högun dómnefndar og hvað þeir foi'ðuðust allai' sviptingar á hestbaki. Og það að ræða um einstaka hesta ætla ég ekki að gera, nema að leiðrétta Guð- mund með það sem liann segir um topphestinn Létti frá Sauð- árkróki, að ef Guðmundur leggði nú saman einnkanir þessa hests, í þessu plaggi sem hann tekur tölur sýnar upp úr, þá á hann að geta séð í hendi sér að talan 5 fyrir brokk er prentvilla heldur á þetta að vera 7.0, og er ég hræddur um að ef nánar væri farið út í þessa umræddu grein séu víðar skakk ar útkomur. Þar sem greinin kemur inn á að einnkanir séu of lágar tel ég hins vegar rétt hjá greinarhöf- undi, en það breytir engu um röð hestanna. Að lokum vil ég taka fram að ég fer ekki út í neinar blaða- deilur við neinn, hvorki G. S. eða annan út af hrossadómum, en ég er hins vegar tilbúinn að ræða þessi mál á öðrum vett- vangi, sakir þess að ég tel blöð- in ekki vera það. Þessi grein er einungis skrifuð sakir þess að mér finnst vera veitzt óverð- skuldað að dómnefnd fyrir störf sín. Reynir Hjartarson. - Ágætur afii í Grímsey | (Framhald af blaðsíðu 8). leysið hér í eynni og eru nú engar áætlunarferðir til okkar og frá, hvorki á sjó eða í lofti og veldur það okkur miklum erfiðleikum. Drangur átti að hefja ferðir til okkar á ný í október, en einnig það bregst og verður enn dráttur þar á. S. S. MINNING Karl Helgi Jónsson bóndi, Keldunesi. Fæddur 13. febr. 1904 - Dáinn 28. júní 1969 MIG setti hljóðann, er ég frétti lát Helga í Keldunesi. Að vísu hafði ég áður frétt, að hann lægi á Sjúkrahúsinu á Húsavík, en það mun hafa verið fjarri öllum, að það væri hans bana- lega. fyrir árslok 1967. Þingið telur geðþóttaráðstöíun ríkisstjórnar á lánsfé undir yfirvarpi Norður landsáætlunar viðsjárverða og varar við því að gera þetta áætlunarverk, sem unnið er fyrir almannafé, að áróðurs- og leyniplaggi einstakra ráðherra, pólitískra vonbiðla og annarra stuðningsmanna ríkjandi stjóm valda. Krefst kjördæmisþingið þess; að meðferð þessa máls verði opinber og undanbragða- laus. □ 1. Loftvog: Óli Sæmundsson, Geislagötu 39. 2. Myndavél: Fanney Jónsdóttir, Kringlu- mýri 17. 3. Hangikjötslæri: Reynir Brynjólfsson, Harðangri. 4. Værðarvoð: Bergþóra Sölva- dóttir, Grænhól. 5. Kollur (eða borð): Eygló Kristinsdóttir, Ása byggð 16. 6. Vekjaraklukka: Guðmundur Gíslason, Strand- götu 35. 7. Borðlampi: Björn Sigurðsson, Skólastíg 11. 8. Ferðataska: Björn Gunnarsson, Norðurbyggð 27. 9. Yfirhöfn: Valgerður Valdimarsdóttir, Norðurbyggð 29. 10. Mynd í ramma: Björn Arason, Skarðs- hlíð 16. 11. Eyrnalokkar: Þor- móður Einarsson, Byggðavegi 91. Framkvæmdanefndin. Jón Guðmundsson, faðir Helga, var ættaður frá Svert- ingsstöðum í Kaupangssveit í Eyjafirði, en móðir hans, Ingi- björg Jóhannesdóttir, var frá Bimingsstöðum í Ljósavatns- skarði. Þau Jón og Ingibjörg bjuggu á ýmsum stöðum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, auk Svína- dals í Kelduhverfi, áður en þau, árið 1920, fluttust að Keldunesi með sex börn sín uppkomin, þrjá syni og þrjár dætur. Þeir tvíburabræður, Karl Helgi og Sigtryggur, fæddust að Múla í Aðaldal 13. febrúar 1904 og var Helgi því aðeins 65 ára, er hann lézt. Helgi og Tryggvi, en svo hafa þeir bræður jafnan verið nefnd ir, tóku við búi í Keldunesi 1940 og hafa síðan rekið þar félags- bú. Hefi ég mikið heyrt látið af prýðilegri samvinnu þeirra. Foreldrar þeirra voru á heimili þeirra meðan þau lifðu. Þeir bræður munu hafa verið með þeim fyrstu þar um slóðir,. sem áttu vörubíl og féll það í hlut Helga framan af að annast aksturinn, en eftir að hann kvæntist Þóru Stefánsdóttur frá Arnarstöðum í Núpasveit árið 1940 varð verkaskipting þeirra bræðra önnur og annaðist Helgi eftir það meira um búskapinn. Helgi heitinn hafði mjög sér- stæða skapgerð. Léttlyndi hans og spilandi kátínu var við brugðið. Það var unun að, að sjá Helga blanda geði við unga sem aldna. Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar. En létt- lyndi var þó aðeins einn þáttur skapgerðar hans, alvara og samúð með náunganum var þar líka fyrir hendi í ríkum mæli og munu þau hjónin Helga og Þóra hafa átt þar einlæga sam- leið, sem og í öllu öðru í þeirra hjónabandi. Á heimili þeirra Þóru og Helga var allur bragur mjög til fyrirmyndar og gestrisni þar svo sjálfsögð og myndarleg, að hverjum manni var sæmd í að þiggja. Ég fæ aldrei fullþakkað þær ánægjulegu og minnis- stæðu stundir, sem ég og mitt skyldulið hafa átt hjá þeim. Helgi kvæntist, eins og áður segir, eftirlifandi konu sinni árið 1940 og eiga þau sex mann- vænleg börn, þrjú þau eldri búsett í Reykjavík, en þau yngri eru enn í föðurgarði. Megi guð og gæfan fylgja þeim og móðir þeirra á ókomnum árum. Helgi var búmaður í bezta lagi, mikill verkmaður og ósér- hlífinn og er sveitinni mikil eftirsjá í slíkum mönnum. Við sem þekktum Helga, sjá- um mikið eftir honum, en fjarri væri það skapgerð hans að við syrgðum hann. Við munum minnast hans með virðingu og miklu ~ þakklæti fyrir allar ánægjustundir, sem við urðum aðnjótandi með honum. Helgi var jarðsettur að Garði í Kelduhverfi 5. júlí síðastliðinn og var jarðarförin svo hugnæm og fjölmennið sem fylgdi Helga síðasta spölinn svo mikið að ógleymanlegt er öllum sem þar voru viðstaddir. J. S. jj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.