Dagur - 24.09.1969, Blaðsíða 8

Dagur - 24.09.1969, Blaðsíða 8
8 Skilaréttin við Glerá. Safnið á, leið til réttar. (Ljósm.: E. D.) Sauðf járslátrun stendur yfir SMATT & STORT SAUÐFJÁRSLÁTRUN er haf- in í héraðinu og virðist væn- leiki svipaður og í fyrra fyrstu dagana. Á Akureyri verður 34.500 kindum lógað, á Dalvík 11.000 og í Grenivík 6.000, allt UM miðjan mánuðinn sendi Al- þýðubandalagið forsætisráð- herra áskorun um að kalla þeg- ar saman þing til að fjalla um atvinnumál og yfirvofandi at- vinnuleysi. Hljóðar kafli úr bréfinu svo: „Samkvæmt skýrslum voru nær 1100 manns skráðir atvinnu lausir nú í ágústmánuði, um hásumarið, þar af 433 í Reykja- vík og 420 í öðrum kaupstöðum, enda þótt hundruð íslendinga séu nú starfandi erlendis. Með haustinu eru þegar ráðnar eða yfirvofandi uppsagnir í stórum stíl á fjölda vinnustaða. Er ljóst, Mx Abel Rodrigvez Loretto Á MORGUN, fimmtudag, leik- ur Abel Rodrigvez Loretto á pípuorgelið í Akureyrarkirkju. Hann er Mexikani að upp- runa, nam fyrst hljóðfæraleik heima en síðan fjögur ár hjá Fernando Germani, einum fræg asta orgelleikara okkar tíma og dvaldi við það nám í Róma- borg og hlaut ítalskan náms- styrk. Abel R. Loretto hefur verið búsettur um eins árs skeið hér í sláturhúsum Kaupfélags Ey- firðinga. Slátrun hófst á Dalvík 16. sept., á Akureyri 17. sept og í Grenivík 18. september. Þessi sláturfjártala er nokkru hærri en í fyrra. að svo framarlega, sem ekki verður unnið markvisst og skipulega að lausn þessara mála, verður á komandi vetri atvinnuleysi í Reykjavík og víð ar stórfelldara en síðastliðinn vetur, með geigvænlegum afleið ingum fyrir fjölda einstaklinga og þjóðfélagið í heild.“ Síðar í bréfinu er skorað á forsætisráðherra, „að hlutast til um, að Alþingi verði kvatt sam- an nú þegar til að vinna að lausn þessa stórmáls". Og þar er á það bent, að það sé frumskylda stjórnarvalda að tryggja atvinnu handa öllum og að voða atvinnuleysisins verði aðeins bægt frá með samstilltu átaki ríkisvalds, sveitarfélaga og lánastofnana. □ MATTHÍAS SÝNIR MATTHÍAS Gestsson opnar ljósmyndasýningu í Lands- bankasalnum á fimmtudaginn, 25. september kl. 20, og sýnir um 50 myndir. Sýningin verður opin kl. 14—22 til sunnudags- kvölds. Matthías Gestsson hefur áður haft sýningu í Hliðskjálf í Rvík og eru margar myndirnar þær sömu, en aðrar nýjar. Verður forvitnilegt að sjá ljós myndh- Matthíasar. Q á landi, kennt píanóleik við Tónlistarskólann á Selfossi og verið kirkjuorganisti þar syðra og talinn góður listamaður. Tónleikarnir hefjast kl. 8.30. Verkin, sem hann hefur valið sér að leika, eru eftir Bach, Pachelbil, Vierne, Lauglais og Liszt. Þess er vænzt af bæjarbúum, að þeir fjölmenni í kirkju sína annað kvöld til að njóta listar- innar. (Ljósm.: E. D.) Nú í sláturtíðinni verða flutt 200—220 tonn dilkakjöts til Bretlands. Síðar verða flutt út 150 tonn eða meira frá þessu svæði. Reiknað er með, að alls verði flutt úr landi 6.000 tonn kindakjöts. Nýr markaður virð- ist vera að opnast í Sviss, er menn binda nokkrar vonir við, ennfremur í Svíþjóð, en þangað hefur kjöt ekki verið selt síð- ustu árin. Verð kjöts á brezkum (Framhald á blaðsíðu 7) SVO bar við á miðvikudags- morguninn 17. september nú í haust, að selur var skotinn í Eyjafjarðará hjá Hrísum í Saur bæjarhreppi, en það er um 27 km frá sjó. Var þetta kópur 22 kg að þyngd. . Ráðunautur Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar var á ferð ásamt búandmönnum að athuga ræktunaraðstöðu á bökkum Eyjafjarðarár, er þeir allt í einu sáu óvænta hreyfingu í vatni ár innar og hugðu, að þar myndi lax vera og ekki smávaxinn. En þá rak kobbi hausinn upp úr vatninu. Þar sem selir þykja óæskilegir í lax- og silungs- veiðiám, var þegar ákveðið að skjóta sel þennan. Skaut Njáll JÁRNNÁMA í FJÖRUSANDI Frá því í júlí í sumar hefur veo ið unnið að björgun járns á Mýrdalssandi, undir stjórn Bergs Lárussonar. Þessu járni var á sínum tíma kastað úr belgísku skipi, er Persi hét. Talið er, að þarna í sandinum séu 3—4 þús. tonn af járni. í sumar er búið að bjarga nær 700 tonnum, en áður 1400 tonn- um. Grafa þarf allt að 8 metra niður að járnlirúgunum. MJÓLKURBLAND HANDA REYKVÍKINGUM? Til umræðu er, vegna fyrirsjáan legs skorts á mjólk á Reykja- víkursvæðinu í vetur, að setja í hana íblöndunarefni, auk vatns, til að drýgja liana. Ætlunin er t. d. að setja smjör og vatn í mjólkina, til reynslu og mun það ráð hafa verið notað í Nor- egi um nokkurt skeið. Að öðr- um kosti er um tvær leiðir að vélja: Mjólkurskömmtun eða flutningar mjólkur frá öðrunii landshlutum, svo sem frá Norð- urlandi. Mikil hörmung er það í góðu grasræktarlandi, að hafa ekki næga mjólk. OFFJÖLGUN FÓLKS Talið er, að jarðarbúar séu rúm lega 3 milljarðar að tölu og fjölgar þeim óðfluga því meðal- fólksfjölgun í heiminum er 2%, en í ýmsum löndum er hún 3.5% og tvöfaldast þar fólks- fjöldi á 20 árurn. En samkvæmt Kristjánsson í Grænuhlíð hann með haglabyssu. Selir hafa nokkrum sinnum flækzt fram í Eyjafjarðará, en ekki áður farið svo langt. En (Framhald á blaðsíðu 2) NÝLEGA var í Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar haldinn fundur um heykaup fyrir hér- aðið. En þar hafa óþurrkar ver- ið miklir og fyrirsjáanleg fóður- vöntun. Niðurstaða fundarins var sú, að tveir ráðunautar sam bandsins, þeir Bjarni Arason og Guðmundur Pétursson á Gull- berastöðum voru sendir hingað meðaltalinu tvöfaldast tala jarðarbúa á 35 árum. Fjölgun fólks á jörðinni er eitt stórkost- legasta vandamál framtíðarinn- ar. Nú þegar er helmingur jarð- arbúa vannærður. Þjáningar, grimmd og ofbeldi munu flæða yfir jörðina ef svo heldur sem horfir í offjölgunarvandamál- inu. STANGVEIÐIVATN Athuganir beinast í vaxandi mæli að lnöguleikum á auknu notagildi veiðivatna hér á landi. En veiðileyfi virðast hin bezta söluvara bæði utanlands og innan. Líklegt má telja, að Mý- vatn, sem löngum hefur verið drjúg matarkista þeirra húenda í Mývatnssveit, er land eiga að vatninu og veiðirétt eiga þar, gæti orðið eftirsótt stangveiði- vatn. Þar er hin gómsæta bleikja veidd í net, en mögu- leiki væri á því, ef það þætti betri hagnýting,- að hætta neta- veiði, en leigja báta og veiði- rétt. MARGIR FERÐAMENN Ekki verður sett upp neitt reikningsdæmi um tekjur a£ slíkum veiðiskap. En ljóst er, að þetta myndi mjög auka straum ferðamanna til Mývatns sveitar, með þeim kostum, er slíkt er talið hafa á okkar tíma. Sennilega yrðu veiðibátarnir léttir og stöðugir árabátar, vatn ið vel merkt í veiðisvæði, regl- ur settar um veiðarfæri, fylgdar menn tiltækir til að leiðbeina óvönum og strangt eftirlit haft. Eflaust hafa Mývetningar hugs að þessi mál, en naumast kom- ist að samhljóða niðurstöðu vegna ólíkra staðhátta og hags- muna. En gaman er að velta til Eyjafjarðar til heykaupa, og voru þeir hér fyrir helgina. Ákveðið mun vera, að héðan fari 5 þús. hestar suður og eru flutningarnir þegar að hefjast. Þá hafa sunnlenzkir bændur einnig hug á, að kaupa nokkuð af heyi hér. Hjalti Gestsson ráðunautur mun koma hingað og semja um heykaup. En þegar hefur verið beðið um 2 þús. hesta. Auk þess hafa einstakir bændur keypt hey hér nyrðFa. Eyfirðingar höfðu, samkvæmt könnun, er form. Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar gerði í Eyja- firði að tilhlutah búnaðarmála- stjóra, um 30 þús. heyhesta til sölu og síðan er vitað um meira til sölu. Verð er 3—4 kr. kílóið. Tónlistarfélagsfundur N. K. LAUGARDAG 27. sept. verður haldinn fundur stjórnar og styrktarfélaga Tónlistar- félags Akureyrar í Borgarbíói kl. 5.30. Er hér um að ræða rabb fund um vetrarstarfið og vænt- anlegar skipulagsbreytingar í félaginu. Er þess fastlega óskað að styrktarfélagar T. A. mæti á fundinum. — Aðalfundur T. A. verður í Tónlistarskólanum sunnudaginn 28. þ. m. kl. 5.30. (Fréttatilkynning frá Tón- listarfélagi Akureyrar). Tveir fullfermdir bílar, eru að leggja af stað með liey frá Eyjafirði vestur á Skógarströnd. (Ljósm.: E. D.) Aij}ýðubandalagið - atvinnumálin Mexikani leikur í kirkjunni hér Selur skotinn frammi í Eyjafirði fyrir sér þessu stórmáli og ræða (Framhald á blaðsíðu 2). 5 þúsiond heyhestar í Borgarfjörð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.