Dagur - 21.10.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVER2LUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Frálö greglunni Á SUNNUDAGSNÓTT lenti maður einn út af vegi á bíl sín- um nálægt Teigi í Hrafnagils- hreppi. Daginn eftir velti sami maður bíl sínum við Aðalstræti. Þrír farþegar voru með honum í það sinn og sakaði engan. Eftir að vegir urðu hálir, um og eftir helgina, hafa orðið all- margir árekstrar, en ekki hafa menn slasazt í þeim. í gær var tilkynntur þjófn- aður, sem framinn hefur verið fyrir eða um helgina. Nokkru magni af notuðu uppsláttar- timbri var stolið frá nýbyggingu Vegagerðarinnar sunnan og vestan við Lund. Biður lögregl- an þá, sem gefið geta upplýsing ar um mál þetta, að gera henni aðvart. Bifreið valt um helgina vest- an í Vaðlaheiði. Kastaðist hún til í snjóskafli og valt, en á veg- inum, en ekki út af honum. Mun bíllinn hafa skemmzt lítils háttar. □ Framkv. við Lagarfossvirkjun Egilsstöðum 20. okt. Snjór er ekki í byggð. Þungfært er á Oddsskarði en ekki verulegar hindranir á Fjarðarheiði. í haust var gerður samningur milli Stangveiðifélags Reykja- víkur og félags landeigenda á vatnasvæði Lagarfljóts og Jök- ulsár. En það er meginhluti Héraðs, að Selfljóti þó undan- skildu. Gildistími samningsins er 10 ár, og á þeim tíma hafa leigutakar einir rétt til veiða og þurfa að láta árlega 250 þús. laxaseyði í árnar. Laxastigi er við Lagarfoss, en lélegur, og með ákvörðun um Lagarfoss- virkjun verður fiskvegur þar gerður. Heita má víst, að Lagarfoss verði virkjaður, því að fram- kvæmdir eru þegar hafnar með vegalagningu, sem unnið er að, austan fljóts, og búið er að ákveða línustæði og panta efni í línuna, sem verður lögð seinni partinn í vetur, háspennulínu frá Eiðum að Lagarfossi. Verð- ur fyrsta virkjun 5600 kw. orku ver, rennslisvirkjun, og er kostnaður áætlaður 180 millj. króna. En með litlum kostnaði má auka orkuna um helming, og svo verður þetta tengt aðal orkuveitusvæðinu. Þessari nýju virkjun á svo að stjórna frá Grímsárvirk j un. Framkvæmdir þessar verða boðnar út í vetur, ef þau heim- ildarlög, sem nú liggja fyrir Al- þingi um Lagarfossvirkjun verða samþykkt, sem enginn efast um. V. S. Heldur meira af rjúpunni í ár Húsavík 20. okt. Lítill trillu- bátur sökk við hafnai'garðinn í óveðrinu. Hann átti Jóhann Straumland. Annarri trillu var bjargað og var hún þá eitthvað skemmd orðin. Þær lágu báðar við hafnargarðinn. Snjólaust er að kalla. Rjúpna Leiksýning í LEIKFÉLAGIÐ IÐUNN í Hrafnagilshreppi hefir undan- farið æft sjónleikinn Tengda- mamma eftir Kristínu Sigfús- dóttur. Sjónleikur þessi var síð- ast sýndur fyrir átján árum í gamla þinghúsinu að Hrafna- gili, og þá var aðalhlutvei'kið Kristín Sigfúsdóttir. skyttur fóru á kreik 15. október og fengu gott veður tvo fyrstu dagana og upp í 25 rjúpur á dag og niður í ekki neitt. Er það 'betri veiði en undanfarin ár. Sauðfjárslátrun lýkur um helgina. Féð er lélegra til frá- lags en í fyrra. Þ. J. Laugarborg leikið af frú Pálínu Jónsdóttur, Grund, en nú hefir frú Sigríður Schiöth það með höndum. Aðrir leikendur eru: Þuríður Schiöth, Lilja Jónsdóttir, Alda Kristjáns dóttir og Anna Jóhannesdóttir, en karlm.hlutverkin leika þeir Ulfur Hreiðarsson, Pétur Helga son, Hallgrímur Indriðason og Jóhann Halldórsson. Leikstjóri er Ágúst Kvaran. Áformað er að frumsýna í lok þessa mánaðar. Geta má þess, að Kristín sál. Sigfúsdóttir skrifaði fleiri leik- rit, m. a. sjónleikinn Melkorku, sem byggður er á Laxdælasögu. Þetta leikrit hefir ekki ennþá verið sýnt á leiksviði, en í maí- mánuði 1954 var því útvarpað frá Akureyri. Aðalhlutverk léku þá Björg Baldvinsdóttir (Mel- korka), Guðmundur Gunnars- son (Höskuldur) og Matthildur Sveinsdóttir (Jórunn). Ágúst Kvaran bjó leikinn til útvarps- flutnings og stjórnaði æfingum. Blaðadómar, bæði um leikritið sjálft og flutninginn, voru eink- ar vinsamlegir. Hér er verið að bora á eyrum við Hörgá, í landi Vagla. (Ljósm.: E. D.) Ný val nsveita fyrir AkureyrarkaupslaS Uppi ýsinga leitað lijá Sigurði Svanbergssyni AKUREYRINGAR hafa verið svo lánsamir að hafa gott neyzluvatn, enda þorstlátir menn og nota meira vatn en al- mennt gerist og þurfa um 110 lítra á sekúndu hverri saman- lagt til að allir séu ánægðii' og hvergi sé skortur á vatni. Þess ber þó að geta, að iðnaðurinn er vatnsfrekur og vinnsla sjávar afla alveg sérstaklega. Þessari miklu vatnsþörf bæjarbúa, sem nú telja meira en hálft ellefta þúsund, og fyrirtækja þeirra, þarf Vatnsveita Akureyrar, sem er eitt af fyrirtækjm bæjarins, að fullnægja. Vatnsveitustjóri er Sigurður Svanbergsson. Ferðamenn og jafnvel einnig sumir bæjarbúar, taka í fögru og góðu sumarveðri eftir litlum smáhýsum í Hlíðarfjalli nokkru norðar í fjallinu en Skíðahótel- ið, og öðrum mjög líkum frammi í vesturhlíð Glerárdals. En það eru hvorki hænsnakofar eða sumarbústaðir, og ekki er hér heldur um tjöld að ræða, þótt þau sjáist víða á fögru sumri, heldur hefur Vatnsveitan byggt hér yfir lindir þær, sem spretta fram úr fjallinu, ískald- ar og hreinai'. Þessum lindum er svo safnað saman í miklar vatnsæðar, er liggja til bæjar- ins og miðla vatnsveitukerfi hans. Sorglegl slys SNEMMA á sunnudagsmorgun inn var 18 ára piltur og tvæi' 15 ára stúlkur á ferð á Akur- eyri, og lenti bíll þeirra, Chevro let, árgerð 1959, fram af gamalli trébryggju, svokallaðri Sverris- bryggju á Oddeyri. Pilturinn, Sigurður Brynjólfsson frá Reykjavík, og önnur stúlkan, Lára Harðardóttir, Lundargötu 17, drukknuðu. Hin stúlkan En bærinn vex og þarf árlega aukningu vatns í hlutfalli við vöxt sinn. Nú er svo komið, að lindar Hlíðarfjalls og Glerárdals anna ekki vatnsþörfinni mikið lengur og verður þá að bregða á önnur ráð til úrlausnar. Undanfarin misseri hafa jarð- fræðingar, svo sem Jón Jónsson og verkfræðingurinn Pétur Pálmason, ásamt vatnsveitu- stjóra, rannsakað nágrenni Ak- ureyrar og leitað vatns og lík- legra vatnstökustaða. Telja þeir boranir í næsta nágrenni ekki líklegar til mikils árangurs og tilraunaborun á Þveráreyrum gaf ekki góða raun. Eftir þessar rannsóknir þykja tveir vatnstökustaðir helzt koma til greina, og er annar þeirra Glerá. Hinn er eyrar við Hörgá í landi Vagla á Þelamöi'k. Hrísey 20. okt. Nú er norðan- veðrið gengið niður og komin sunnangola. Skemmdir urðu engar, enda ekki aftakaveður. Snurvoðabátar eru farnir út. Færabátar fengu allgóðan afla áður en veðrið spilltist. Verið er að smíða kennara- bústað og mjölskemmu við a Oddeyri komst til lands, gerði vart við sig í húsi einu við Strand- götu stundarfjórðung yfir 6 og var þá lögreglunni gert aðvart um atburðinn. Eftir nokkra leit m .a. með hjálp tveggja froskmanna fannst bíllinn á hvolfi 6—8 m. norðaustur frá bryggjunni, með líkum hinna látnu. (Frá lögreglunni) En þar hafa boranir farið fram og náðzt til grunnvatnsins á um 20 metra dýpi. Og þar er nú verið að bora fjórðu holunr til reynslu, en tvær voru boraðar 1968. Borholur þessar gefa ekki sjálfrennandi vatn og verður að dæla úr þeim vatninu ef til kemur. Eflaust geta Hörgáreyr- ar fullnægt vatnsþörf Akureyr- (Framhald á blaðsíðu 4) VEGIRNIR HÁLIR VEGIR eru snjólausir að kalla en hálir hér í nágrenni. Þó voru höft á Múlavegi, sem hreinsa átti í gær. En einhver þæfingur mun vera þegar austur fyrir Mý vatnssveit kemur, en vegur þó fær allt til Héraðs. Á götum bæjarins var fljúg- andi hálka á mánudagsmorgun- inn. En flestir fóru varlega og alvarleg slys urðu ekki þá. □ frystihúsið, ennfremur saltfisk- hús, sem er þó skemmra á veg komið. En stærsta verkefnið er þó hafnargerðin og er stöðugt unnið við hana. Við höfum verið svo heppnir að losna við mikið af fiski nú að undanförnu. Og Jökulfellið, sem hér lá í vari, tekur eitt- hvað af fiski. Sumarið hefur verið sæmi- lega gott hjá okkur í tekjulegu tilliti og auðveldar það rm a. skólafólkinu að svala mennta- þrá sinni. Á föstudaginn opinberuðu Ingibjörg Ingimarsdóttir og Hallgrímur Sigmundsson sjó- niaður. S. F. Frá Leikfélagi Ak. SKÓLASÝNING verður á fimmtudag en almenn sýning á laugardag. □ Skóisfólk með sæmilegar tekjur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.