Dagur - 21.10.1970, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1970, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarniaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. LANDS6YGGÐ HVERNIG á að hafa landsbyggð? Þessi spurning brennur á vörum víða um heim, en var til skamms tíma lítill gaumur gefinn. Síðustu aldirn- ar þöndust gömlu borgirnar út og nýjar borgir voru reistar, einkum í iðnaðarlöndum. Borgarlífið hefur verið eftirsóttara. Þar er hámenning- in talin vera, þægindin mest, mögu- leikarnir flestir og hvergi önnur eins tækifæri til að höndla hamingjuna. En skuggahverfi stórborganna segja sína sögu, og nú standa íbúar stórborganna frammi fyrir nýju vandamáli og geigvænlegri liættu. Það er búið að spilla andrúmslofti og vatni svo mjög, að gróður og dýra- líf tortímist, og fólk er byrjað að ganga með lofthreinsigrímur fyrir andliti. Nú er atomöld, og véltækni á háu stigi. Gífurleg brennsla elds- neytis farartækja, mengað loft frá verksmiðjum, lirgangsefni af ýmsum toga, rányrkja og ofveiði hafa rofið hið eðlilega samhengi allrar lifandi náttúru, sem maðurinn og umhverfi hans er hluti af. Við blasir svo geig- vænleg tortíming, að hvarvetna er snúist til vamar. Ekki er það á valdi okkar íslend- inga að leysa liið mikla vandamál stórþjóðanna. En við megum minn- ast þess með þakklæti í huga, að hér var landsbyggð dreifð frá fyrstu tíð, og fram á okkar daga, eins og aðrar þjóðir óska nú eftir. Einnig, að enn eigum við hálfnumið land og því óteljandi möguleika til að skapa byggð og búsetu á annan veg í frarn- tíðinni, en þróun síðustu áratuga bendir til og leitt hefur ófarnað yfir aðrar þjóðir. íslendingar hljóta að forðast það nú, með reynslu annarra í huga, að þjappa byggð sarnan á takmörkuð- um svæðum lands, en vanrækja lands byggðarstefnuna og þar með nýtingu auðlinda að verulegu leyti. Lands- byggðina þarf að efla, dreifa lands- byggð, svo mikið gildi hefur hún fyrir framtíð þjóðarinnar allrar. Of- vöxtur Reykjavíkursvæðisins, á kostnað landsbyggðar, er slys. En þjóðfélagið liefur þó enn að veru- legu leyti á valdi sínu, hvemig land- ið verður byggt á komandi tímum. Ráðstöfun fjármagns og raforku, staðsetning opinberrar þjónustu og nýting orkulinda mun ráða þar rniklu um. En þessi mál öll verða rædd á Alþingi næstu vikur og mánuði. □ Beilur um Hornborgarsjöen í Svíþjo Vatnsveitustjórinn bendir á stað, þar sem stífla yrði gerð í Glerá vegna vatnstöku, ef til kænii. Sá staður er við Fosslæk og lítinn spöl framan við gamla göngubrú yfir ána. (Ljósm.: E. D.) - Ný vafnsveifa fyrir Ákureyrarkaupsfað MIKLAR umræður fara nú fram í mörgum löndum heims um náttúruvernd. Eitt' dæmi um slíkar umræður fara nú fram í Svíþjóð um þessar mund ir og virðast umræðurnar vera allharðar. í sænska landbúnaðarviku- blaðinu Jordbrukarnes Fören- ingsblad frá 11. september er skýrt frá harðri deilu, sem risin er á milli nokkurra aðiia varð- andi náttúruvernd á svæði Horn borgarstöðuvatnsins í Skara- borgslan í Svíþjóð. í umhverfi vatnsins er og hefir verið all- mikil byggð, en árið 1902 var byggð rafstöð við afrennsli þessa mikla vatns. Raforkufram leiðendur vilja nú auka orku- framleiðslu þessarar rafstöðvar með því að hækka yfirborð vatnsins með gerð hærri stíflu. Landeigendurnir í nágrenni vatnsins vilja hins vegar ekki að yfirborð vatnsins verði hækk að og sama gildir um náttúru- verndarfélög og náttúruunnend HAUSTIÐ 1968 var, á aðalfundi Kennarafélags Eyjafjarðar, sam þykkt tillaga þess efnis, að stjórn félagsins var falið að vinna að því, að kennari yrði sendur utan til náms í tal- kennslu, þar sem brýna nauð- syn bæri til að minnst einn tal- kennari yrði starfandi í hverj- um landsfjórðungi. Vorið eftir hóf stjórnin undirbúning þessa máls. Þar sem félagið hefur ekki yfir neinum sjóðum að ráða, þótti sýnt, að leita yrði til sveit arfélaga og félagasamtaka þessu máli til stuðnings. Var ákveðið, að snúa sér til þessara aðila í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um. Skólastjórar á svæðinu voru beðnir að leggja málinu lið, hver í sínu skólahverfi, en kvenfélögunum og sveitarfélög- unum send tillagan og eftirfar- andi greinargerð: „Ollum er kunnugt, að æði margir þjóðfélagsborgarar hafa meiri eða minni talgalla. Má þar til nefna: stam, smámæli, gor- ■ mæli, hljóðskrið o. fl. Viðkom- andi fólki er mikil raun að tal- gallanum, en flestir geta ekki ráðið bót á honum hjálparlaust. Árlega koma í skóla börn með meiri eða minni talgalla og jafnvel ófullkomna getu til þess að gera sig skiljanleg. Háir það mjög námi þessara barna og veldur þeim oft sálar- kvölum. Almennt kennaranám er ekki miðað við talkennslu. Til þess þarf sérhæft nám, er tekur tvö ár og verður að stunda það erlendis. Kennarar, er lokið hafa þessu sérnámi, fá lítið hærri laun en almennir kennarar, og tveggja ára nám erlendis myndi varla kosta minna en 360 þúsund krónur, fyrir utan vinnutap, er næmi nokkru hærri upphæð. Fáa mun því fýsa til þessa náms og má í því sambandi nefna, að aðeins tveir talkennarar eru starfandi í landinu við almenna skóla, og eru þeir í Reykjavík. Hafa þeir svo mikið að gera, að tæpast er þess nokkur kostur að fá þá til starfa úti á landi. Þó kom annar þeirra til Akureyrar fyrir nokki- um árum og vann ómtanlegt starf. Var þó ekki hægt að sinna nema örlitlu broti af þeim verk efnum, sem fyrir lágu. Að fenginni reynslu, sjáum við okkur ekki annað fært, en ur á þessu svæði, því með þessu móti fara hundruð hektara und ir vatn og þetta muni ekki hvað sízt gjörbreyta fuglalífinu á vatninu og í umhverfi þess. Um þetta mál hafa margir sér fræðingar látið í ljósi álit sitt hér að lútandi, og á ólíkan hátt, og í mörgum tilfellum hafa stór yrðin ekki verið spöruð. Deil- urnar um þetta mál hafa komið allmikið fram bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi í Svíþjóð, og við- horf almennings varðandi þetta deilumál er talsvert ólíkt. Hér eru aðallega þrír aðilar, sem eiga í deilum. í fyrsta lagi rafstöðvareigendur, í öðru lagi landeigendur og í þriðja lagi náttúruverndarráð og þeir sem með því standa. Landeigendur segja m. a. að rafveitueigendur hafi ekki stað ið við þá samninga, sem upp- haflega voru gerðir varðandi virkjunarframkvæmdir og hafi oft brotið „Vatnalögin“. Stíflu- gerðin við affallið úr vatninu almenningur taki höndum sam- an og vinni að þessu máli svo sem kostur er. í því sambandi snúum við okkur til sveitar- stjórna og bæjarstjórna og biðj- um liðsinnis. Hugmynd okkar er sú, að hver bæjar- og sveitar stjórn í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum veiti af almannafé, er þær hafa yfir að ráða, sem næst finun krónum á hvern ein- stakling sveitarfélagsins og yrðu greiðslur þessar inntar af höndum í tvö ár. Með þessu framlagi væri vel hugsanlegt, að kennari fengist til þess að hefja þetta dýra nám. Kennar- anum yrði sett ákveðin skilyrði varðandi styrkinn og starf eftir að námi r lokið. Myndu styrkj- endur sitja fyrir starfi þessa manns. Við sendum yður hér með eyðublað til útfyllingar og vilj- um um leið taka fram, að okkur er nauðsyn á að vita svarið, á hvorn veginn, sem það verður. Að lokum viljum við benda á, að ef þetta mál fær ekki nægi- legar undirtektir, getum við átt von á, að börn og unglingar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um muni enn um sinn verða án leiðbeininga á þessu sviði og vafalaust getum við reiknað með því, að sum þeirra beri þess merki alla ævi.“ Flest öll sveitarfélögin hafa svarað, og öll svörin, sem borizt hafa, verið jákvæð. Tvö kven- félög hafa einnig ákveðið að leggja þessu máli lið og annað þeirra sent verulega fjárhæð. ’ Fyrir þessar góðu undirtektir vill stjórn Kennarafélags Eyja- fjarðar hér með þakka. Fram- lögin, sem væntanleg eru, hafa gert það kleift að auglýsa náms styrk. Ekki er enn vitað, hversu hár hann verður, en að sjálf- sögðu er upphæðin niikið atriði, ekki sízt vegna þess, að styrk- þegi er bundinn starfi að námi loknu. Þegar hefur verið tryggð skólavist fyrir væntanlegan styrkþega í einum fullkomn- asta kennaraháskóla á Norður- löndum og er gert ráð fyrir, að námið þar hefjist haustið 1971. Við treystum því, að þau sveitarfélög og kvenfélög, sem enn hafa ekki svarað bréfum okkar, svari jákvætt og sem allra fyrst. Nokkur framlög til viðbótar, geta ráðið úrslitum um, hvort styrkþegi fæst. Indriði Úlfsson. hafi verið illa gerð og sígið nið- ur í undirlögin og geri enn. Raf veitan hafi af og til verið að hækka stífluna en þó ekki í neinu samræmi við sig stíflunn ar, en þannig hafi yfirborð vatnsins ýmist hækkað eða lækkað og hafi slíkar sveiflur 'haft margbreytileg áhrif í dýra- lífið í vatninu sjálfu svo og á fuglalífið á vatninu og í ná- grenni þess, ennfremur á lönd jarðeigenda á þessu svæði. Slík eyðilegging hafi aldrei verið bætt, hvorki af rafveitueigend- um eða ríkisvaldi. Og þrátt fyr- ir kærur hér að lútandi, sem sendar hafi verið í gegnum náttúruverndarráð, þá hafi þeim seint eða ekki verið svarað. Ennfremur segja landeigend- ur, að þeim sé ljóst að mál þessi þurfi að meðhöndla með fyllstu varúð og tillitssemi. Fyrir það þurfi að hætta deilum og stór- yrðum en reyna hins vegar að leita samstarfs um málið. Náttúruverndarráð segir m. a.: Við eigum og þurfum að gera „Hornborgarsjöen“ og ná- grenni hans að dásamlegum dvalarstað fyrir alla þá sem unna náttúrunni og fegurð hennar. „Hornborgarsjöen“ er einstök fuglaparadís og þangað streymir ferðafólk í þúsunda- tali til að njóta náttúrufegurðar innar oog horfa á fuglalífið og þá ekki hvað sízt til að sjá „stoi'k-dansinn" svonefnda. En á margt annað er að líta í þessu sambandi. Því miður er um- gengni ungmenna og annarra á slíkum stöðum sem þessum oft mjög ábótavant og tillitslaus gagnvart hinu fagra og dýr- mæta umhverfi. En til þess að bæta úr þessu þarf raunhæfar aðgerðir og skilning allra aðila. Þessi endursögn úr Jord- 'brukarnas Föreningsblad í Sví- þjóð gefur tilefni til að renna huganum til okkar sjálfra og til þeirrar deilu, sem nú á sér stað í S.-Þingeyjarsýslu í sambandi við Laxá og Mývatn ásamt nær liggjandi landsvæðum annars vegar og Laxárvirkjunar hins vegar. Hér er á ferðinni mál, sem þarf að leysa með víðsýni og samstarfi deiluaðila og ríkis valds, en lausn þess getur haft víðtæk áhrif um langan aldur. Eins og réttilega er bennt á í frásögn hins sænska blaðs, þá duga hér engin stóryrði eða yfir læti, slíkt er verulegur skað- valdur í sambandi við rétta og farsæla lausn þessa vandamáls, sem varðar lífsafkomu og menn ingarlegt samstarf allra, er búa á þessu landsvæði. Réttlát og farsæl lausn þessa máls fæst naumast nema að ideiluaðilar geti rétt fram hendur sínar til samstarfs og það nú þegar. EFTIR tvær umferðir í fjögurra kvölda tvímenningskeppni B. A. er röðin þessi: A-riðill: stig 1. Halldór — Jóhann 395 2. Bjarni — Jóhann 379 3. Dísa — Rósa 374 4. Baldur — Ragnar 373 5. Birgir — Birgir 366 6. Mikael — Sigurbjörn 360 7. Jónas — Þorsteinn 356 8. Jóhannes — Sveinn 351 9. Hörður — Jón 339 10. Bogi — Gunnar 338 11. Guðm. — Haraldur 336 12. Baldur — Reynir 333 B-riðill: stig 1. Guðjón — Þormóður 332 2. Sigfús — Rafn 331 (Framhald af blaðsíðu 1). inga. En samkvæmt eðli máls- ins ættu Akureyringar þó að nota sinn bæjarlæk, sem er Glerá og er mikið vatnsból og öruggt. Með nútímatækni getur hún, gegn um hreinsistöð, gefið bæjarbúum gott neyzluvatn, eins og grunnvatnið við Hörgá óhreinsað. Spurningin er því sú, á hvorum staðnum vatnstakan sé hagkvæmari, og að saman- lögðu betri, þegar kostir og gall ar hvers staðar liggja til grund- vallar. Yfirvöld bæjarins hafa raunar kosið Hörgáreyrar, en þær boranir, sem enn standa yfir þar, geta þó enn ráðið úrslit um um val vatnstökustaðarins. SJÓNVARPSTÍÐINDI HEFJA GÖNGU SÍNA BLAÐINU hafa borizt tvö fyrstu tölublöð fjórblöðungs eins, sem ber nafnið Sjónvarps- tíðindi og er blað um fjölmiðla og menningarmál. Eru í fyrra blaðinu dómar um sjónvarpið og kvikmyndir, bændauppreisn og eiturhernað, spíritisma og guðstrú, og í öðru tölublaði er leikdómur um Kristnihald und- ir jökli o. m. fl. Ritstjóri er Þor geir Þorgeirsson. Ýmislegt er læsilegt í þessum blöðum og eitt og annað látið fjúka. Blaðið Sjónvarpstíðindi á að koma út hálfsmánaðarlega, kost ar 25 krónur og er myndum prýtt. 3. Júlíus — Sveinn 324 4. Bergsteinn —• Gunnar 308 5. Sveinbjöm —■ Stefán 306 6. Alfreð — Guðmundur 305 7. Hermann — Þorbergur 302 8. Ólafur — Þórður 302 9. Gunnlaugur — Magnús 297 10. Gunnar — Tómas 286 11. Páll — Ævar 270 12. Hákon — Pálmi 257 Meðalárangur er 330 stig. Þriðja umferð verður spiluð n. k. þriðjudagskvöld kl. 8. Um sl. helgi fór bridgefólk frá Akureyri til Siglufjarðar til að spila árlega bæjakeppni við heimamenn, og sigruðu Siglfirð ingar með ofurlitlum mun. □ En mikið og gott vatn er, eitt af frumskilyrðum byggðar og iðn- aðar, og mörgum bæjarfélögum ei'fitt úrlausnarefni. Hér er vandinn fyrst og fremst fjárhags legs eðlis, og að einhverju leyti er hann kvöl þess, sem þarf að velja. Sá á kvölina, sem á völ- ina, er stundum sagt. Blaðið snéri sér til Sigurðar Svanbergssonar vatnsveitu- stjóra á Akureyri og spurði hann um nokkrar staðreyndir Vatnsveitunnar, svo sem um vatnsnotkun nú, vatnsþörf í næstu framtíð, vatnsveitukerfi það, sem Við nú búum við og nýja vatnsveitu. Til þess að tryggja nægilegt vatn fyrir hámarksnotkun bæj- arins þarf 110 lítra á sek. Upp- sprettur þær, sem bærinn not- ar nú, gefa frá 55 lítrum upp í 170 lítra í sekúndu. Vatnið er minnst á vetrum og var sl. vet- ur aukið um 40 lítra á sek. Til að nýta betur það vatn, sem til- tækt er og jafna aðstöðumun bæjarbúa til vatnsnotkunar, hef ur bænum verið skipt í tvö þrýstikerfi, sem markast, af ca. 55 m. hæð yfir sjó, eða nánar tjltekið, efra þrýstisvæðið nær niður að Sjúkrahúsi, Þórunnar- stræti norður að Hrafnagils- stræti, Byggðaveg norður að Hamarsstíg og Löngumýri. En við það verða þeir, sem heima eiga á hæstu svæðunum, ekki afskiptir með vatn. Vatnsgeym- ar fyrir hærra þrýstisvæðið standa í 126 m. hæð en hinir í 90 m. hæð og var verki þessu lokið í suniar, og skiptin fóru fram í lok ágústmánaðar. Kom þá í Ijós við aukinn þrýsting, að sum vatnsrör þoldu ekki þrýst- inginn og fóru að leka. En það voru einkum galvaníseraðar píp ur frá 1949, sem virðast hafa verið gallaðar frá upphafi og tærzt á blettum, þótt á þeim sjáist ekki á öðrum stöðum. Varð því að skipta á þessum og nýjum. r í sumar.voru lögð 12” víð stál rör í Þingvallastræti, 900 metr- ar, og í Hlíðarfjalli 1350 m. af plaströrum, 5 þumlunga víðum, auk nýlagna og ndurbóta hér og hvar í bænum, samtals. 4 km., og eru þá ekki taldar heimæðar og viðgerðú:.. Athygli skal vakin á því að vatnsþrýstingur i vatnsveitu- kerfinu er stöðugri eftir breyt- inguna en áðm' og getur farið upp í 8.5 kg/cm2 í lægsta hluta bæjarins og um 7 kg/cm2 í lægsta hluta efra þrýstisvæðis. Árið 1968 var gerður saman- burður á vatnsveitu frá Glerá og Hörgáreyrum í landi Vagla. Glerárveitan kostaði 28 millj. kr. en vatnsveitan frá Hörgár- eyrum, þ. e. frá Vöglum á Þela mörk, um 34 milljónir. Auk þess var Glerárveitan talin nokkru ódýrari í rekstri. Hækk andi verðlag síðan hefur að sjálf sögðu breytt þessum tölum. Gert er ráð fyrir hreinsistöð um 1.5 km. frá núverandi miðlunar geymum en inntaksmannvirki í Glerá verði um 2.3 km. frá hreinsistöð. En vegalengdin út að Hörgárgeymum, þar sem boranir fara fram, eru í 14 km. fjarlægð frá bænum. Þar þarf að dæla vatni upp úr jörðinni og lyfta því allt að 100 metra yfir Moldhaugahálsinn. Borholurnar á Hörgáreyrum eru 12 þumlunga víðar með 10 þumlunga sigtisrörum. Ef vatn- ið verður tekið þar, verður að því stefnt að taka þar 60 sek.l. af vatni, en þó yrði aðalæð til bæjarins miðuð við 100—150 lítra á sekúndu. Þakkar blaðið þssar upplýs- ingar vatnsveitustjórans og von ar að vel takist að leysa vatns- þörf bæjarins. Þess sakar svo ekki að geta, í sambandi við bilanir vatns- lagna í bænum, sem áður var að vikið, að fólk getur tryggt eigur sínar gegn skaða af völd- um vatns. Vonandi má telja lík- legt, að bæjaryfirvöld taki til athugunar, hvort ekki er tími til þess kominn að fluorbæta neyzluvatnið í því augnamiði að koma í veg fyrir tannskemmdir, svo sem Vestmannaeyingar gera og Reykvíkingar hafa á dagskrá. Góð vatnsból hafa frá fyrstu tíð verið frumskilyrði fastrar byggðar og búsetu um allan heim og svo er enn. Víða er gífurlegum og stöðugt vaxandi fjárupphæðum varið til að afla vatns. Við getum þakkað for- sjóninni fyrir okkar ágæta vatn, sem við njótum og teljum þó naumast umtalsvert fyrr en greiða þarf verulegt fé til að afla þess, en hjá því verður ekki komist, hvort sem það verður tekið úr Glerá í Glerárdal eða á Hörgáreyrum í landi Vagla. □ Kennari fil náms í talkennslu J. K. Siglfirðingarnir reyndust sterkari Svar íélags landeigenda á Laxársvæðinu við greinargerS sfjórnar Laxárvirkjunar vegna vafnsmiðlunar Laxárvirkjunar við Mývafn I. Um mannvirkjagerð Laxár- virkjunarstjórnar við Mývatns- ósa. I greinargerð stjórnar Laxár- virkjunar, sem birtist fyrir nokkru í dagblöðum, reynir hún að bera af sér þær ásakanir Mý vetninga, að stíflan við Mið- kvísl, ein af útfallskvíslum Lax ár úr Mývatni, hafi verið ólög- leg. Eins og svo oft er háttur þeirra, sem fara með rangt mál, leiðir hún hjá sér að ræða þær ásakanir, sem henni eru bornar á brýn. í upphafi segir, að vegna hinna miklu rennslistruflana, sem urðu í Laxá á vetrum, sér- staklega þó við útrennsli árinn- ar úr Mývatni, og þeirra miklu truflana, sem þar af leiðandi urðu á raforkuframleiðslu virkj ananna við Laxá, þá hafi „eftir ýtarlegar athuganir" verið talið nauðsynlegt til úrbóta að gera þær stíflur í hinum 3 kvislum Laxár, sem hafa staðið, sú fyrsta frá árinu 1946 og hinar frá árunum 1960 og 1961. Þá segir, að þessar framkvæmdir hafi algjörlega komið í veg fyr- ir þær alvarlegu truflanir, sem þarna urðu, stundum oft á hverjum vetri. Það er rétt með farið hjá stjórn Laxárvirkjunar, að síðan framkvæmdirnar við Yztukvísl voru gerðar hafa rennslistrufl- anir í Laxá minnkað. Hins vegar er það ný kenn- ing hjá Laxárvirkjunarstjórn, að þessar framkvæmdir hafi al- gjörlega komið í veg fyrir þær alvarlegu truflanii', sem þarna urðu, því að þær hafa einmitt - verið ein af röksemdunum fyrir nauðsyn þess að fá uppistöðu- lón í Laxárdal. Allir vita, sem rafmagns hafa notið frá Laxárvirkjun, að raf- magnstruflanir urðu oft á vetr- um á árunum 1960—69, en minni veturinn 1969—70. Skýr- ingin á þessu er sú, að Laxár- vii'kjun hugðist nota lokuvirkin við Mývatnsósa til daglegrar vatnsmiðlunar. Hinar tíðu vatns sveiflur í ánni, urðu þess vald- andi, að aldrei komst traustur ís á ána í Laxárdal, en hún braut hann öðru hverju og þannig myndaðist óeðlilegur ís- ruðningur í ánni, er olli raf- magnstruflunum og stórspjöll- um á lífi í ánni. Þannig lá dauð ur urriði uppi um bakka eftir slíkar hamfarir, sem beinlínis má rekja til aðgerða Laxárvirkj unar. Síðastliðinn vetur var þessu vatnsmiðlunarfikti hætt og þá rann áin undir traustum ís í Laxárdal og truflanir urðu litlar sem engar. Hér má einnig við bæta, að Laxárvirkjun hefur ár eftir ár framið það lögbrot að sprengja ísstíflur úr ánni með dýnamíti. Hefur Laxárvirkjun þannig ár eftir ár valdið tjóni á silungi í Laxá, en hún hefur ekki haft neina lagaheimild til slíkrar notkunar dýnamíts. II. Mótmæll Mývetninga gegn stíflugerð við Mývatnsósa. Upphaf málsins var stíflugerð in í Syðstukvísl. í greinargerð stjórnar Laxárvirkjunar segir um hana: „Stíflan í Syðstukvísl, sem er í landi Haganess, var gerð með fullu samþykki bónd- ans þar, Stefáns Helgasonar, og yfirlýstu samþykki hreppsnefnd ar Skútustaðahrepps um bygg- ingu stíflunnar.“ Stefán í Haganesi er nú gam- all maður og kveðst ekki muna fyrstu orðræður varðandi stíflu gerðina, en Sigurður sonur hans, sem þá var búsettur á Skútustöðum, ber, að faðir sinn hafi í fyrstu neitað, en þá hafi þegar vei'ið vitnað til ráðherra- leyfis eða eignarnáms og því hafi faðir sinn gefið samþykki að lokum. En samtímis hafi Stefán sett það skilyrði, er grein ir í svofeldri yfirlýsingu, sem Stefán gaf hinn 29. september sl.: „Varðandi stíflugerðina í Syðstukvísl við Drangsey voru engir samningar gerðir, en ég FYRSTI HLUTI >4^><Í>«>«hS^x5><$>^><$>^k$>^><í><5>^><^ gaf samþykki mitt.til þess með því skilyrði, að sama vatnsmagn rynni um kvíslina sumar og vetur og áður var, því að ég taldi það skyldu mína gagnvart sveitungum mínum að halda eðlilegu rennsli í kvíslinni og um leið eðlilegri vatnshæð í Mý vatni.“ Stjórn Laxárvirkjunar færði sér í nyt samþykki Stefáns, en virti skilyrði hans að vettugi strax og framkvæmdir hófust í Geirastaðakvísl og frá árinu 1960 hefir Syðstakvísl verið lok uð á vetrum. í áðurgreindrj yfirlýsingu Laxárvirkjunarstjórnar ségir ennfremur, að hreppsnefnd Skútustaðahrepps hafi lýst yfir hlutleysi sínu um byggingu stífl unnar. Enginn stafur finnst þó um slíka hlutleysisyfirlýsingu í bókum Skútustaðahrepps og þá verandi oddviti hreppsins, Jón Gauti, kannast ekki við slíka yfirlýsingu. 1) Almennur sveitarfundur 1. marz 1945. Nokkru Ijósi á forsögu þessa máls varpar fundargerð al- menns sveitarfundar, sem hald- inn var hinn 1. marz 1945. Þar var lesið upp bréf frá sr. Magn- úsi M. Lárussyni til fundarins, en sr. Magnús lá þá rúmfastur. í fundargerðinni segir m. a.: „Hann skýrir frá því, að St. Steinsen bæjarstjóri á Akur- eyri hafi leitað viðtals við sig nýlega og tjáð sér, að bæjar- stjórn Akureyrar vidi leita samninga við landeigendur í Mývatnssveit um, að rafveita bæjarins setti stíflugarð í Laxá til að hækka vatnsborð Mývatns um allt að 50 cm. að vetrinum til. Hafði bæjarstjórinn jafn- framt látið í það skína, að mann virki þéssi myndu gerð, hvort heldur Mývetningum líkaði bet ur eða verr. Er þó ekki vitað, að bærinn hafi fengið eða farið fram á nokkra eignarnámsheim ild hér hjá Alþingi." Síðan segir m. a. um viðbrögð fundarmanna við málaleitan þessari: „Voru fundarmenn einhuga um, að hér væri mjög athuga- vert mál á ferð, sem full ástæða væri til að afstýra, að til fram- kvæmda kæmi, ef þess væri kostur. Þar sem víst má telja, að slíka vatnshækkun þyrfti að hefja löngu áður en vatnið legði á hverju hausti, gæti orðið mjög mikil hætta á landbroti auk ann arra spjalla, og gæti enginn maður séð fyrir eða metið fyrir fram, hvar það tjón kæmi nið- ur, eða liversu mikið það kynni að verða, er tímar liðu.“ Eins og kunnugt er, reyndist ótti fundarmanna árið 1945 ekki að ástæðulausu. ísrek á vetrum hefur þegar brotið niður bakka vatnsins, sem áður voru grasi grónir, auk alls annars tjóns, sem stíflugerðin hefur valdið. 2) Fundur stjórnar Laxárvirkj- unar og Mývetninga hinn 12. júní 1960. Sunnudaginn 12. júní 1960 boðaði stjórn Laxárvirkjunar tii fundar við Mývatnósa hina efri. Komu þar þeir, sem bjuggu mecí ofanverðri Laxá, en auk þess komu á fundinn nokkrir ábú- endur jarða umhverfis Mývatn. í fundargerðinni segir m. a.; „Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur tók til máls og skýrði fyrirhugaðar framkvæmdii, sem nú væru á dagskrá. Þá tóku til máls nokkrir ábúendur við Laxá og skýrðu sín sjónar- mið og kom það fram, að ekk. mundu allir hér um slóði:.’ hugsa gott til þeirra fram- kvæmda, og Eysteinn Sigurðs- son á Arnarvatni lýsti því yfir, að ekki yrði gengið til neinm. samninga af hálfu landeigendi. um væntanlegar framkvæmdir, fyrr en gerður hefði verið samr, ingur um þær framkvæmdir, sem þegar væri búið að gera hér á þessum slóðum." Til þessara samninga við lanc eigendur um þegar gerðar fran. kvæmdir gekk stjórn Laxár- virkjunar aldrei, heldur veifað'. ráðuneytisleyfi. Að vísu félls. hún á að fresta framkvæmdun. við Miðkvísl um eitt til tvö á:. til að fá úr því skorið, hvorí; hennar væri þörf. Síðar va-; þessari frestun hafnað að hálfc verkfræðings hennar, og þá voru framkvæmdir hafnar. 3) Fundargerðabók lirepps- nefndar Skútustaðahrepps. í gerðarbók hreppsnefnda ? Skútustaðahrepps segir m. s, frá sveitarstjórnarfundi, sen. haldinn var hinn 15. júlí 1960, Þar segir í gerðarbókinni, ao lagt hafi verið fram bréf frá. ábúendum á Arnarvatni og; Geirastöðum, þar sem farið er fram á, að hreppsnefndin tak/ að sér sókn og vörn fyrir þeirrc hönd og svo annarra sveitar- • manna í þeim ágreiningsmálum, sem risið hafa út af við mann- virkjagerð og fyrirætlunun stjórnar Laxárvirkjunar í Laxa og kvíslum hennar. Samþykkt hreppsnefndin að taka málið a<: sér fyrir ábúendur. 4) Stjórn Laxárvirkjunar fcki; ráðuneytisleyfið með því að beita blekkingum. Þá segir í gerðarbókinni, ai' lesið hafi verið upp bréf stjóm- • ar Laxárvirkjunar, dags. 12, júlí 1960. Bréfinu fylgdi leyL raforkumálaráðherra, dags. 5, júlí 1960, þar sem Laxárvirkjun var heimilað að gera stíílu :! Miðkvisl og tvo hliðarfarveg1. Syðstukvíslar. Kom þar fram, að stjórn Laxárvirkiunar byggð > beiðni sína á því, að samningai1 hefðu ekki náðzt við landeigentl ur um leyfi til þessara fram- kvæmda. Þá segir í gerðarbók hrepps- nefndarinnar orðrétt: „Samkvæmt framkomnun'í upplýsingum hlýtur hrepps- (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.