Dagur - 20.01.1971, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.1971, Blaðsíða 1
UV. árg. — Akureyri, miðvikutKaginn 20. janúar 1971 — 3. tölubl. FIJLMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 sErverzlun: LJÓSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERINC Stórbruni á Hofsósi Á SUNNUDAGINN bar það til á Hofsósi, að eldur varð laus í vélaverkstæðinu Manni' h.f., eign samnefnds hlutafélags. Brann það til kaldra kola. Menn voru að störfum á verkstæðinu, en sakaði ekki. Litlu eftir að eldsins varð vart varð spreng- ing svo öflug, að þak hússins lyftist upp og allar rúður brotn uðu. Sprenging þessi heyrðist langar leiðir. Gusu síðan upp logatungur og varð engu bjarg- að. Þarna brann verkstæðishús- ið, sem var 160 ferm. Þrjár dráttarvélar og jeppi og mörg tæki og efni brann. Tjónið er lauslega áætlað 2—3 millj. kr. Lítil atvinna hefur verið á Hofsósi í vetur. Einn bátur, Halldór Sigurðsson, 105 tonna, er á togveiðum, en aflar ekki nógu mikið og þyrftum við annan bát 250—300 tonna til að leggja hér upp, sagði frétta- maður. Á Hofsósi eru um 300 manns, og hefur atvinnuleys oft verið þar allt frá því sláturtíð lýkur á haustin og langt fram á vetui’. Eftirleit í Gjástykki á vélsleðum Laufási, Kelduhverfi. Hinn 14. janúar fóru þrír menn í eftirleit í Kelduhverfi. Þeir voru: Jón Sigurðsson, Garði, Adam Jóns- son, Tóvegg og Jón Stefánsson, Höfðabrekku, og fóru þeir á tveim vélsleðum. Leituðu þeir í Gjástykki og víðar, alla lei'ð að Mývatnsgirðingu og fundu fjög ur lömb, þrjú úr Mývatnssveit og eitt úr Kelduhverfi. Tvö lömbin fundust hjá Hitum og tvö í Krubbum, sem eru austur af Hrútafjöllum. Ferð þessi tók átta klukkustundir og komu leitarmenn lömbunum til bæja og voru þau svöng og fremur mögur vegna þess hve haglaust er þar sem þau fundust. Sjónvai-p sést mjög illa, því að sjónvarpssendirinn á Snarta- FRAMSÓKNARVIST FRAMSÓKNARVIST verður að Hótel KEA laugardaginn 23. janúar kl. 8.30 e. h. Góð verð- laun. Ingvar Gíslason alþingis- maður flytur ávarp. Laxar leika fyrir dansi til kl. 2 e. m. Framsóknarfélögin. staðanúp kemur ekki nema að litlu leyti að notum. Hins vegar á að koma sendistöð á Auð- bjargarstaðabrekku, en sú stöð er ekki nema hálfbyggð, en það er einmitt sú stöð, sem á að bjarga sjónvarpi okkar á stóru svæði. Við þurftum að bíða eft- ir nothæfu útvarpi í 30 ár. Við viljum ekki þurfa að bíða önn- ur 30 ár eftir nothæfu sjón- varpi. Og nú neita flestir að borga afnotagjöldin og er það eðlilegt. Þ. H. í efri hluta skiðalandsins í Hlíðarfjalli. (Ljósm.: H. S.) Skíðahótelið opnað cg starf í Hlíðarfjalli hafið SKÍÐAHÓTELIÐ í Hlíðarfjalli tók til starfa á þessum vetri hinn 15. janúar sl. en eins og kunnugt er, er þar engin starf- Blóm á þorranum NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ hef ur nú tekið upp þá nýbreytni, að sýna litskuggamyndir af ís- lenzkum jurtum á hinum föstu sýningartímum safnsins. Eru myndirnar sýndar í „mynda- salnum" á neðstu hæð hússins, og byrja sýningar kl. 3 síðd. (á sunnudögum). Er þetta dálítil uppbót á það hve lítið er hægt að sýna af plöntum í hinum föstu sýning- um, og jafnframt ætti það að geta verið dálítill sumarauki fyrir þá sem á horfa. Reynt verður að gefa yfirlit um plönturíki landsins í hverj- um sýningartíma, en jafnframt verða teknir fyrir sérstakir plöntuflokkar, eða ættir plantna. Dr. Hörður Kristinsson grasafræðingur mun annast þessar sýningar. □ Fjárhagsáæflun Akureyrar 209,5 millj. Hækkun mikil vegna verðbólgunnar í landinu STJT 2.“tSSf5 millj. kr. Að öðru leyti er áætl- Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI Til nýbygginga og húsakaupa un um tekjur og gjöld eftirfar- Akureyrarkaupstaðai- í gær, var eru áætlaðar 22 millj. kr., og til andi, talið í heilum þúsundum. fjárhagsáætlun bæjarsjóðs til fyrstu umræðu. Hún hækkar til TEKJUR: þús. mikilla muna frá fyrra ári og ýtsvör ..................................... kr. 125.000 ber svip þeirrar tniklu verð- „••u _nn boigu, sem er 1 landmu. ,__________________________ Utsvör samkvæmt sérstökum lögum................. — 400 f I 'I I ■ Framlag úr Jöfnunarsjóði.................... — 27.400 H lC OI 0 Fl IO Skattar af fasteignum ......................... — 9.900 JK\yí%|#l8iy íU Tekjm- af fasteignum.......................... — 4.000 SKÁKÞING Akureyrar hófst GatnaSel’ðal'gíöld ....................... — 6.000 sl. fimmtudag. Þátttaka er mjög Hagnaður af rekstri bifreiða og vinnuvéla... — 2.000 góð, eða alls 40 þátttakendur. Hluti bæjarsjóðs af vegafé................ — 4.600 Þar af tefla 14 í unglingaflokki. Vaxtatekjur .............................. — 400 Hafa þeir nú teflt 6 umferðir Ým9ar tekjur ............................. _ 300 og er Bjarki Bragason efstui'. ------------------ Hinir tefla allir í einum flokki Samtals kr. 209.500 og verða tefldar 9 umferðir eftir -------------------- Monrad-kerfi. Að loknum þrem umferðum eru efstir og jafnir dJOLD. þus. Hrafn.........., Júlíus Boga Stjórn bæjarins og skrifstofur............... kr. 7.000 son og Halldór Jónsson með Löggæzla ................................. — 5.985 2Ú2 vinning hver. Eldvarnir ................................ — 5.025 Teflt er í Landsbankasalnum Fék a ........................................ _ 58-095 og verður næsta umferð a „„„ fimmtudagskvöld. Menntamal ................................ - 25.666 Nánar verður sagt frá mótinu íþróttamál ................................ 6.960 síðar. □ (Fremhald á blaðsíðu 7) semi yfir sumar- og haustmán- uðina nema í einstaka tilfellum. íþróttamannvirkin í Hlíðarfjalli verða rekin með svipuðu fyrir- komulagi og áður, nema hvað ívar Sigmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vetr- aríþróttamiðstöðvarinnar. Undanfiarin ár hefur verið unnið að því í samvinnu við ferðaskrifstofur og fleiri aðila að kynna Akureyri sem skíða- stað, og leitast við að skipu- leggja skíðafei-ðir til Akureynar frá öðrum stöðum á landinu og einnig erlendis frá. Þróun þessi hefur gengið til- tölulega hægt, sem er að vissu leyti kostur meðan verið er að byggja upp skíðastaðinn í Hlíð- arfjalli, en mikið átak þarf að gera þar til að bæta aðstöðuna enn meir en nú er, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að síaukinn áhugi virðist erlendis fyrir skíðafeiðum hingað til Akureyrar. í því sambandi má benda á pantanir er gerðar hafa verið til Ferðaskrifstofu Akureyrar frá Bandaríkjunum, en þaðan eru væntanlegir a. m. k. 4 hópar 20—50 manna í hverjum, á þess- um vetri. í Skíðahótelinu verður öll venjuleg greiðasala og gisting, auk þess er þar skíða- og skó- leiga og gufubað. Skíðalyftan verður opin alla daga vikunnar, einnig togbrautin við Skíða- hótelig þar sem skíðabrekka er upplýst á kvöldin. Skíðaráð Akureyrar hefur opna togbr.aut við Stromp um helgar og þar (Framhald á blaðsíðu 7). Kaupsjúkir skreppa í kaupstaðinn Ófeigsstöðum, Kinn. Hér skríða menn naumast út úr bæ vegna frosta og harðviðna, og allur búpeningur er á fullri gjöf. Snjór er lítill og ferðir greiðar á vegum en stundum blindað. Mjólkurbílstjórarnir halda uppi sínum áætlunarferðum með sóma og kaupsjúkasti lýð- urinn skreppur í kaupstað. Brúðkaup var hér 10. janúar, og er það eðlilegt framhald þeirrar fréttar, sem ég áður lét blaðinu í té um trúlofun sama fólks. Brúðhjónin eru Sigur- borg Guðmundsdóttir frá Kópa vogi og Baldvin Einarsson, Engihlíð, og er þar heimili þelrra. Álfadans og brenna fÞRÓTTAFSLAGIÐ Þór held- ur álfadans og brennu á íþrótta svæði félagains við Barnaskól- ann í Glerárhverfi næstkom- andi sunnudag, 24. janúai', kl. 5.30 síðdegis. Þar koma fram kóngur og drottning ásamt dans álfum, ljósálfum, tröllum og púkum. Einnig skemmtir þjóð- lagatríóið „Lítið eitt“ frá Hafn- arfirði. Svæðið verður allt skrautlýst og flugeldum skotið. Þór hefur haldið álfadans og brennu annaðhvert ár og þá sem aðal fjársöfnun félagsins. Að þessu sinni munu nær 100 félagar leggja fram sjálfboða- vinnu rið akemmtun þessa. Skemmta» þa»ai hefur verið höfð eftir kl. 8 síðd., en að þessu sinni verður hún kl. 5.30 síðd. og með því vill félagið stuðla að því að yngri borgarar og jafn framt öll fjölskyldan geti sótt skemmtun þessa. fþróttafélagið Þór. Bændaklúbbsfundur BÆNDAKLÚBBUR Eyfirðmga heldur fyrsta fund siim á þessif ári að Hótel KEA mánudags- kvöldið 25. þ. m. Hefst fundur- inn að venju kl. 21. Formaður Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli, ræðir um verðlags mál og lífeyrissjóð bænda. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.