Dagur - 20.01.1971, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.1971, Blaðsíða 5
4 (--------------------^ Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Ferðamál og vegir HEIMIR Hannesson lögfræðingur ritaði í Tímann nýlega um vaxandi fjölda útlendra ferðamanna hér á landi og um framtíðarmöguleika í ferðamálum. Er grein hans mjög athyglisverð og leiðir hugami að því, að einmitt hér, á austanverðu Norð- urlandi, er margt af því, sem erlend- um ferðamönnum, þar á meðal vís- indamönnum og íþróttamönnum, er eða mun verða hugleikið að sjá og kynnast. Hitt er þá jafnframt aug- ljóst, að enn er mikið ógert, sem gera þarf til þess að móttaka ferða- manna, innlendra og erlendra, og fyrirgreiðsla í því sambandi geti orð- ið vaxandi atvinnugrein í þessum landsliluta. Gistirými hér norðanlands er að sjálfsögðu allt of lítið til þess að hægt sé að auka gestamóttökur til mikilla muna. Má þá m. a. hafa í huga, að hér á Akureyri eru hin ákjósanlegustu skilyrði til vetrar- íþrótta, sem ætla má, að útlendingar vildu nota sér, ef þeir ættu þess kost á þann hátt er nú tíðkast, á hinum kunnu skíðaslóðum austan hafs og vestan. Varðandi gistihús er það að segja, að þau eru nú tæpast annars- itaðar til að neinu ráði en á Akur- eyri og í Mývatnssveit, og þyrfti þar þó miklu við að bæta, ef ferðamála- þróunin verður sú, sem spáð er. Gamla gistihúsið á Húsavík brann í vetur. A hinu víðlenda svæði austan Reykjaheiðar eru sáralítil skilyrði til móttöku ferðamanna, ef frá er talið lítið gistihús á Kópaskeri og svipað má segja um Ólafsf jörð. En gistihús- in er ekki það eina, sem máli skiptir. Samgöngurnar gera það ekki síður. Er ástæða til að minnast þess þegar rætt er um að gera samgöngumála- áætlun fyrir Norðurland. Fyrir atvinnulíf verzlunarstað- anna og umhverfis þeirra, eru það auðvitað markaðsleiðirnar eða kaup- staðaleiðirnar, sem mestu skipta, t. d. mjólkurflutningaleiðirnar liér við Eyjafjörð. En ef örva skal ferða- mannastrauminn þurfa sem flestir akvegir að vera fljótfarnir, a. m. k. um sumartímann. Má þar minna á hina fyrirhuguðu hraðbraut hér við innanverðan Eyjafjörð og fljótfarn- ari leið yfir Vaðlaheiði. Greiðfærara þyifti að vera en nú er, um ferða- mannaslóðir í Mývatnssveit og ná- grenni svo sem um Laxárdal og suð- ur þaðan um óbyggðir. Og af Hóls- fjöllum upp á Bungu og Haugsf jall- garð, sem er stutt leið, melöldur með dýrðarsýn til allra átta. Dettifossveg- ur vestan Jökulsár frá Ásbyrgi um (Framhald á blaðsíðu 2) JÓN H. ÞORBERGSSON: Sfórf hðgsiminamál fyrir sauðfjárbændur landsins í FYRSTA tölublaði Dags þ. á. er viðtal ritstjórans við Jón Bjarnason bónda í Garðsvík á Svalbarðsströnd, í tilefni þess að hann var í hópi þeirra bænda, sem að tilhlutan Bún- aðarfélags íslands, sóttu Smit- feild-sýninguna í Lundúnum, í síðasta mánuði. Ég fer ekki vítt út í þetta við- tal en vík að því þar sem Jón bóndi segir að við, hér heima, ættum að hafa tækifæri til að hagnýta okkur kynfasta eigin- leika holdafjár, sem Bretar hafa ræktað í sláturfénaði sínum. En upphaf þeirrar starfsemi er tal- in vera frá um 1770. Holdanaut höfum við en sem betur þarf að halda við með nýju blóði. En þau eru ekki æskileg hér, nema í snjóléttustu sveitum landsins. Það þarf að vera hægt að beita þeim að vetr inum. En það sem gei'a þarf nú, í þessu máli, er að mynda. hér í landi, annað sauðfjárkyn til þess að fá vænni sláturdilka. Það er hægt, á einfaldan hátt, með því að fá innflutt sæði úr Border Leicester hrúturn og hreinrækta fyrsta liðs kynblend inga út af þeim og innlendum ám. Þá mundum við fá slátur- dilka með breitt bak og malir og vel lagaða skrokka og þyngri bæði á kjöt og gærur. Á rækt- uðu landi mundu þessir dilkai' taka miklu örari framförum. Kynblöndun til að fá vænni sláturlömb viðgéngst um öll lönd þar sem sauðfjárrækt er stunduð að ráði. Samandregið er rökfærsla mín á þessa leið: 1. Border Leicester-féð er mest notað til blöndunar, víða um lönd, vegna þess hvað það er hraust, afurðasamt, kyn- sterkt og bráðþroska. 2. Nota ætti langræktaðar Þingeyskar ær við stofnræktun nýja fjárkynsins. 3. Fyrsta liðs kynblending- arnir yrðu mjög líkir í föður- ætt. Stórir, drifhvítir á ull og kollóttir, þótt mæðurnar væru hymdar og vaxtai'lag líkt í föðurætt. 4. Af þessu fyrsta liðs hrein- ræktaða fé, á svo að nota hrúta handa ám, sem slátra skal und- an, til þess að fá vænni dilka bæði á skrokk og gæru og betri vöru — ekki laus fita í kjötinu. 5. Á þennan hátt gætu bænd- ur árlega grætt milljónir króna án aukins tilkosnaðar. 6. Við í stjórn Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyjarsýslu gerðum tilraun með þetta, þeg- ar við höfðum Border Leicester- féð. Ærnar nýja fjárins reynd- ust stálþrifnar, mjólkurlægnar og hraustar. Dilkar undan fyrsta liðs hrútum og heimaám reyndust vænir. 7. Svona tækifæri, til hag- sældar bændum, má ekki þegja í hel og láta ónotað. 8. Innflutningur á sæði á ekki að valda nokkurri sjúkdóms- hættu. 9. Holdanautamáhð er smá- mál á móti þessu. 10. Arður af þessu er hárviss. Ég vil taka það fram, að fyrir langvarandi áróður okkar Hall- gríms heitins bróður míns, feng um við leyfi landsstjómarinnar til að gera þessar tilraunh- með útlenda féð. Landssjóður Iagði til stofnféð til búsins, en Hall- grímur keypti féð í Bretlandi, hafði tilraunirnar og búið og lét það bera sig. Þetta fé tók ekki mæðiveikina, en lenti þó allt í niðurskurðinum. Frá 1906 til 1920 var ég að segja má, með annan fótinn í útlandinu. Á Noi'ðurlöndum, Skotlandi og Hjaltlandi og kynntist þá meðal margt annars framleiðslu kynblendinga til slátrunar. Hún var almennt stunduð í Skotlandi og Hjalt- landi. f Hjaltlandi er líffjár- stofninn hinn sami og hér í landi. En féð þar mikið smá- vaxnara en hér — fénu aldrei gefið. Þar fengu bændur marg- falt verð fyrir kynblendings- lömbin. Mikið líka vegna þess að þau tóku miklu meiri fram- Laxamýri er bezt að fitunar- landið sé tún, hafragras og út- hagi með svo að haldist gott bragð af kétinu. Mikið fóðurkál skemmir mjög kétbragðið. Kál- ið er ágaett handa mjólkurkún- um. Bragðið af dilkakétinu er stórt atriði á markaðinum. Sleppi ég þó að minnast á það frekar að þessu sinni. Búnaðarfélag íslands á að taka upp forustu í þessu máli. Ég hefi sent erindi um það á Búnaðarþing og mun endurtaka það nú í vetur. Ég hefi líka rit- að um málið í mörg blöð í land- inu. Vona að bændur standi fast að þessu máli. Fá upp nýtt sauð fjárkyn til þeura nota, sem hér er vikið að og á þann hátt. Hver munur yrði á vænleik dilka, með þessum hætti, vil ég láta nýjar tilraunir skera úr um. Tel mig ekki taka djúpt í árinni, þótt ég nefni 3—5 kg. á kjöti og 1—2 kg. á gæru á dilk. Munurinn yrði tiltölulega meiri, ef förgunardilkar yrðu bataðir á ræktuðu landi, undir slátrun. Ég spái vel fyrir tilrauninni ef úr verður — sem þarf að verða. Þótt rekja megi ættir búfjár- stofna okkar til fénaðar sem landnámsmenn fluttu inn; þá er það í lagi. Við höfum — á skömmum tíma — gert stórkost legan kynbætur á þeim og þeir henta okkur vel til hreinrækt- unar. Þótt umrædd framkvæmd kæmist á, yrði að sjálfsögðu áð hafa beztu ærnar til viðhalds heimafénu. Þingeyingar byrjuðu um 1850 að bæta sitt sauðfé. Þar er líka kynfestan mest. Halldór Páls- son segir mér að það fé, verði hiklaust ofan á, í tilraunabúinu á Hesti. Ég byrjaði að ferðast um landið 1909. Framförin síð- an er stórkostleg. Ég byrjaði að halda hrútasýningai- 1911 — sem ég skipulagði um alla land. Tíminn er ekki lengri. 11. janúar 1971. Árni Jóhannesson á Þverá Meistarar Bridgefélags Akureyrar í sveitakeppni 1970—1971: Talið frá vinstri: Haraldur Sveinbjörns son, Guðinundur Guðlaugsson, sveitarforingi, Jóhannes Sigvaldason, Sveinn Tryggvason, Gunnar Sólnes og Bogi Nílsson. Ljósmynd: Fr. Fr. Sveit Guðimmdar Akureyrarmeisfari í bridge MINNINGARORÐ ÁRNI Jóhannesson, hreppstjóri á Þverá í Öngulsstaðahreppi var jarðsunginn á Munkáþverá 8. janúar að viðstöddu fjöl- menni. Hann fæddist á Kussungsstöð um í Hvalvatnsfirði 2. septem- ber 1892 og andaðist 30. desem- ber sl. Foreldrar hans voru Jó- hannes Jónsson prests Reykja- lín og Guðrún Sigríður Hall- grímsdóttir, Olafssonar frá Hóli í Þorgeirsfirði. Þau áttu margt barna, en elztur var Óli, sem lengi átti heima á Hellu á Ár- SL. ÞRIÐJUDAG lauk sveita- keppni Bridgefélags Akiueyrar. Keppni var jöfn og spennandi Hressinsarliæli á Norðurlandi Jón H. Þorbergsson. förum er þau komu á ræktað land, undh' slátrun. Bændur á Bretlandi keyptu þessi lömb til eldis undir slátrun. Meg tímanum verður það al- mennara hér á landi að bændur láti förgunardilka sína á rækt- að land lengi'i eða skemmri tíma fyrir slátrun. Það er hagnaðar- mál og mikil undirstaða þess að hægt sé að hafa miklu fleira sauðfé í landinu, en úthagi og afréttir duga fénu, til fullra þrifa. — Þetta mál þarf athug- unar með, hjá bændum. Sam- kvæmt okkar reynslu hér á - Nautgriparæktin . . (Framhald af blaðsíðu 8). tagi, sem um getur hér á landi. Hrafn er frá Fellshlíð í sömu sveit, imdan Surti og Tinnu. Dætur hans skiluðu 3420 kg. af 4.05% feitri mjólk, og er þetta einnig framúrskarandi árangur. Afurðir kúnna á sambands- svæði SNE síðustu 40 ár sýna mikinn árangur kynbótastarfs og bættrar meðferðar. Fyrir fjórum áratugum mun meðal- nythæð kúnna oft hafa verið um 2000 kg. en nú fjölgar þeim bændum ört, sem fá að meðal- tali 4000 kg. og upp í 4500 kg. eftir árskúna. Fóðurmeistari á Lundi er Björn Sigurðsson. (Upplýsingar þessar eru sam- kvæmt viðtali við Sigurjón Steinsson ráðunaut). FRAM til vorra daga hefur heil brigðisþjónusta okkar ein- kennzt að mestu af því að lækna sjúkdómana, eftir að þeh* hafa orðið til. Nú síðustu ára- tugina hafa augu fólks sér á landi opnazt meir og meir á því sviði að koma í veg fyrir þá og verjast þeim. Ýmis félagssam- tök hafa verið stofnuð í þessum tilgangi, og hafa þau komið nokkru áleiðis. Ennþá einblín- um við samt of mikið á þær stofnanir, sem mest eru áber- andi í baráttunni við sjúkdóm- ana, svo sem sjúkrahús, lækna- miðstöðvar o. fl. Það er að vísu góðra gjalda vert, svo langt sem það nær. Einn þáttur í heilbrigðisþjón- ustu rnargra landa, sem við höf um ennþá lítið farið inná, en sá er hvíldar- og hressingarhæli fyrir fólk, sem ekki er sjúkt í þeirri merkingu, sem við hingað til höfum lagt í það orð. Fólk sem þarfnast hvíldar og hress- ingar frá önnum dagsins og skarkala lífsins. Fólk sem virð- ist heilbrigt og er það í mörg- um tilfellum, en er með vísirinn af sjúkdómnum í sér. Er með andlega og líkamlega þreytu, lífsleiða, spennu hins daglega lífs. Við höfum að vísu vísi að slíkri stofnun, en það er Heilsu hæli Náttúrulækningafélags ís- lands í Hveragerði, sem stofn- sett var fyrir atbeina þess ágæta hugsjónamanns Jónasar Kristjánssonar læknis. Það var stofnað fyrst og fremst til hvíld ar og hressingar og að kenna réttara matarræði, sem að áliti Jónasar, myndi hjálpa okkur til betri heilsu. Heilsuhælið í Hveragerði hefur vaxið og öðl- azt sinn sess í heilbrigðisþjón- EITT OG ANNAÐ FRA BÆJARSTJORN (Framhald af blaðsíðu 8). hæð kr. 2 milljónir hjá Atvinnu jöfnunarajóði. Heimild til ráðningar lögreglu- manns. Lagt var fram bréf dagsett 14. október 1970 frá bæjarfógetan- um á Akureyri, þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórn, að heimilað verði að ráða tvo lögreglumenn í lögreglulið bæj- arins til viðbótar þeim, sem fyr- ir eru, frá áramótum að telja. Bæjarráð leggur til, að einn lögreglumaður verði ráðinn til viðbótar frá 1. febrúar n.k. Jafn framt leggur bæjai'ráð til, að bæjarstjóri taki upp samninga við lögreglustjóra um fulla end- urgreiðslu ríkissjóðs á löggæzlu kostnaði, sem svarar launum tveggja lögreglumanna, vegna löggæzlu á vegum í nágrenni Akureyrar. Heiniild til ráðningar bru-na- varðar. Lagt var fram bréf dagsett 10. desember 1970 frá slökkviliðs- stjóra þar sem hann fer þess á leit, að ráðnir verði tveir nýir brunaverðir til starfa á slökkvi- stöðinni á árinu 1971. Bæj'arráð leggur til að ráðinn Verði einn nýr brunavörður á slökkvistöðina. ustu landsins, að sómi er að. En samt hefur það æ meira horfið inn á þá braut að vera nokkurs konar endurhæfingarstöð fyrir sjúklinga af stóru sjúkrahúsun- um. Hefur sú þróun orðið vegna mikillar þarfar fyrir slíka stofn un, en hlutverk þess sem hvíld- ar- og hressingarhælis orðið æ minna. Heilsuhælinu í Hveragerði var valinn staður, þar sem það er nú vegna ýmissa kosta, sem sá staður hafði upp á að bjóða, heitt hveravatn, heitan leir, og ekki hvað sízt ilræktin, sem þar hefur verið ört vaxandi og sér heimilinu fyrir jurtafæðu. Að- sókn að því hefur farið vaxandi ár frá ári, og fólk leitað þangað úr öllum fjórðungum landsins, og er nú svo komið að alllangan tíma tekur að komast þangað inn. Hér á Norðurlandi hefur síð- ustu árin öðru hvoru skotið upp hugmynd um að ekki væri van þörf á að stofnsetja yrði hér hvíldarhæli í líkingu við Heilsu hælið í Hveragerði, og hefur þá einkum Reykjahlíð við Mý- vatn verið efst í hugum manna. Hefur sá staður ekki síður en Hveragerði upp á að bjóða nátt úrugæði og allmiklu meira fram yfh- Hveragerði, svo sem náttúrufegurð, vatnið til veiða og bátasiglinga til dægrastytt- inga og betra veðurfar. Aukinn áhuga og aukna þekkingu er- lendra ferðamanna á Mývatns- sveit og nágrenni. Einnig er Reykjahlíð vel í sveit sett, hvað Norður- og Austurland snertir. Svo ekki sé talað um orkuna sem þar er í jörðu falin, og þeg- ar er byrjað að virkja. Hér á Akureyri hefur um ára bil verið starfandi náttúrulækn ingafélag en starfsemi þess ver- ið í nokkru dvala, þar til nú að áhugi hefur vaknað meðal fé- lagsmanna um að gera að veru- leika hugmyndina um hressing ar- og hvíldarheimili hér á Norðurlandi, og þá með Reykja hlíð í Mývatnssveit í huga. Árni Ásbjarnarson forstjóri Heilsu- hælisins í Hveragerði mætti á öðrum fundinum og kynnti rekstur hælisins þar. Varð mönnum þá ljósari þörfin fyrir slíkt hæli hér á Norðurlandi, sem myndi annast heilsu og vel ferð Austfirðinga og Norðlend- inga. Hefur stjórn félagsins, sem skipuð er konum, ásamt áhugasömum félagsmönnum fyrirhugað að koma af stað öfl- ugri hreyfingu í þessum fjórð- ungum, til þess að koma þessari hugmynd í framkvæmd, og hafa samband við bæjar- og sveitar- félög, félagssamtök og eihstakl- inga viðvíkjandi þessu nauð- synjamáli. Kjörstað til slíks rekstrar tel- ur stjórnin vera í nágrenni Reykjahlíðar við Mývatn af fyrrgreinudum ástæðum, ef sá staður fengist og nægur stuðn- ingur til framkvæmda. Myndi stofnun hressingarhælis jafn- framt tryggja þessu ört vaxandi byggðarlagi læknisþjónustu. Hugmynd stjómarinnar er að koma upp í.fyrsta áfanga hæli, sem tæki á móti 60—80 manns, og að reksturinn yrði að mestu í svipuðu formi og rekstur Heilsuhælisins í Hveragerði, en því til viðbótar að vinna .að sam starfi við íþrótta- og ungmenna félög í fjórðungunum, til að koma á æfinganámskeiðum fyr- ir íþróttamenn og aðra, nokkurs konar æfinganámskeiðum. Yrðu þau námskéið einkum yfir vetx armánuðina, er aðsókn að heim ilinu dregst óhjákvæmilega sam an. Myndu . slíkar æfingabúðir íþróttamanna auka þjálfun þeirra og getu, er til stórátaka sumarsins kæmi og forða þeim frá slitúm og meiðslum vegna þjálfúnarleysis. Jafnframt telur stjórnin" að méð stofnun sliks heilsuhælis mýndi ferðamanna straumurinn í Mývatnssveit og á Norðurlandi lengjast allveru- lega. "ý ' Tilgangur skrifa þessa, er að vekja áhuga fyrir þessari hug- niynd og kynna, hvað stjórn N áttúrulækningafélagsins hyggst beita sér fyrir á næst- unni. Væntum við stjórnarkon- úr, að þéssu baráttumáli okkar vérðiljað éýfáj og skorum sér- staklega á konúr þessara fjórð- unga landsins að sameina'st enn þá einu sinni til störátaks, Við höfum ekki 'komið svo litlu áleiðis með sámeiginlegu átaki áður, þegar við höfum farið af stað. Við vérðum að hugsa um heilsu og vélferð þessarar byggð af, ’eins' og mæður hugsa um börn sín, það' ér skylda okkar. Einhig 'skorum við á ritstjóra blaða fjórðunganna að taka rösk lega undir með okkur í þessu velfefðafrriáli. 'Taka sér til fyrir myndar ritstjóra’Dags á Akur- eyri, er harin vann að Krist- nesmálinu ásamt kVennasam- tökum. Fyrir hönd stjórnar N.F.L.A., Anna Oddsdóttir. milli efstu sveita, og úrslit óráð in allt fram að síðasta spili. — Sigurvegari varð sveit Guð- mundar Guðlaugssonar, en auk hans eru í sveitinni: Har- aldur Sveinbjörnsson, Jóhannes Sigvaldason, Sveinn Tryggva- son, Gunnar Sólnes og Bogi Nílsson. — Hlaut sveit Guð- mundar 105 stig. Röð sveitanna er gnnars þessi: 2.—3. Sveit Páls Pálsson- ar og sveit Mikaels Jónssonar 102 stig. 4. Sveit Harðar Stein- bergssonar 92 stig. 5. Sveit Hall dórs Helgasonar 77 stig. 6. Sveit Gunnars Berg 22 stig. 7. Sveit Sveinbjörns Sigurðssonar 12 stig. 8. Sveit Olafs Ágústssonar 8 stig. Bókhald fyrirfækja í moliim RANNSOKNARDEILD rikis- skattstjória eða „skattalögregl- an“ heimsótti á síðustu misser- um eitt þúsund fyrirtæki í land inu og athugaði bókhald þeirra. Niðurstaða athugana leiddi í Ijós, að 650 fyrirtæk höfðu ófull nægjandi bókhald, þar af höfðu 270 fyrirtæki lítið sem ekkert bókhald og aðeins tíunda hvert fyrirtæki af þeim eitt þúsund, sem athuguð voru höfðu gott bókhald. Skattrannsóknarstjóri, Olafur Nílsson, segir um þetta, að rann sóknir hefðu byrjað seinni hluta árs 1969, og yrði rannsókn um haldið áfram af krafti. Kvaðst hann vona að takast mætti að rannsaka bókhald hjá öllum fyrirtækjum landsins á næstu fjórum árum. Sagði Ólafur að niðurstöður fyrrgreindra rannsókna sýndu, að mikil óreiða og formleysi væri á bókhaldi og reiknings- skilum fjölda fyrirtækja. Þá sagði Ólafur, að þau fyrirtæki þar sem rannsóknir fóru fram, hafi verið lítil, og í ljós hafi komið, að eftir því sem fyri'r- tækin voru minni, þeim mun lélegra hafi bókhald þeirra yfir- leitt verið. Það er flestum ljóst, sagði Ólafur Nílsson, að grundvöllur skattframtala fyrirtækja er bók hald þeirra og reikningsskil, auk þess sem bókhald þjónar margs konar öðrum tilgangi. Þegar þessar undirstöður vant- ar, hafa skattstjórar heimild til að áætla gjaldstofna til álagn- inga opinberra gjalda. □ Árni Jóhannesson. skógsströnd, Trausti, sjómaður og selaskytta á Hauganesi, Jó- hannes, drukknaði ungur og Árni. Systurnar voru: Inga, sem á heima í Grímsey og enn lifir ein þeirra systkina, Sigríður, kona Sæmundar skipstjóra, Halfdanía, í Hraunkoti í Aðal- dal, gift Ármanni Þorgrímssyni, Sigurbjörg, gift Kristjáni hrepp stjóra á Hellu, Valgerður, gift Guðmundi bónda á Lómatjörn og Guðrún, fyrri kona Snorra Sigfússonar námsstjóra. Þessi stóra fjölskylda flutti í Stærra-Árskóg á Árskógsströnd 1897 og var þar um skeið ásamt Góð þátfaka í Jólagetraun Samvinnufrygginga S AMVINNUTRY GGIN G AR efndu til jólagetraunar fyrir börn og unghnga, að 15 ára aldri, og birtist hún í dagblöð- unum í desembermánuði. Þrautin var í því fólgin að setja átti rétta tryggingu við númer á mynd af óhappaatburð um, sem bættir yrðu með fé af Samvinnutryggingum, ef við- komandi trygging væri fyrir hendi. Hina miklu óhappa- og slysakeðjumynd gerði Halldór Pétursson og stílfærði með sínu alkunna skopskyni. 500 verðlaunum var heitið fyrir rétta lausn á getrauninni. Mjög mikil þátttaka varð í getrauninni og bárust alls 5.637 svör, hvaðanæva af landinu, en þar af reyndust 1.520 með rétt svör. Farið var yfir öll svör og hverjum einstökum svarað með jólakorti, þar sem honum var þökkuð þátttaka og tilkynnt hvernig svar hans hefði verið. Þar sem svo mörg svör bár- ust, varð að draga um hverjir hljóta skyldu verðlaunin, sem voru 500 myndarlegir konfekt- kassar. Verðlaunin voru send út fyrir jól og munu hafa borizt verð- launahöfum fyrir jól og aukið á jólagleði þeirra, en ekki var unnt að póstleggja öll svarbréf- in fyrir þann tíma. Utsendingu lauk strax eftir jólin og eiga því allir þátttakendur að hafa feng- ið svar. Ánægjulegt var að finna hve ahnenn þátttakan varð, svo og, hvað börnin lögðu sig fram við lausn þrautarinnar. Ekki fer á milli mála, að þau hafa notið aðstoðar foreldra sinna og eldri systkina og má því lauslega áætla, að 20—25 þúsund ein- staklingar hafi staðið að inn- sendum lausnum. Mun vart í annan tíma hafa verið jafn mikið um tryggingar og tjónabætur rætt á heimilum, í skólum og á vinnustöðum og nú í desember. Við yfirferð lausna var það mest áberandi, hve þátttakend- um hætti til að rugla saman frjálsri ábyrgðartryggingu og almennri slysatryggingu. Það er nú í athugun hjá forráða- mönnum Samvinnutrygginga, hvernig úr megi bæta og koma aukinni fræðslu út til fólksins um þessar nauðsynlegu trygg- ingar, því til heilla og hagsbóta. (F r éttatilky nning) Starfsstúlkur Samvinnutrygginga ganga frá verðlaunum í Jóla- getrauninni. Sæmundi skipstjóra og -konu hans. Árni Jóhannesson fór að vinna fyrir sér á fermingar- aldri, og á meðan hann enn var unglingur, varð hann ráðsmað- ur á Þverá, gekk síðan í Hóla- skóla, en kvæntist Þóru Jóns- dóttur Arasonar á Þverá árið .1919, tók þar litlu síðar við búi og bjó þar síðan alla ævi. Börn Árna og Þóru á Þverá eru þessi á lífi: Anna, gii't og búsett í Noregi, Jón, lönguni heima og önnur hönd foreldra sinna við búskapinn, Guðrún, yfirhjúkrunarkona á Blönduósi, Guðbjörg, gift og búsett i Olai's- vík, Helga, gift og búsett í Kéflr. vík, Sigríður, gift og búsett á Akureyri og Rósa Elín, gift og búsett í Danmörku. Öll vora ■börnin við útför föður síns. Árni á Þverá var um átta ára skeið oddviti í Öngulsstaða- hreppi og hreppstjóri frá 1948 til dauðadags, og fórust honum þau störf vel úr hendi. En fyrsi) og fremst var hann bóndi, rækt' aði og byggði á jöi'ð sinni og var ágætur fjárræktarmaður. Ungi ráðsmaðurinn á Þverá fékk orð fyrir atorku og hag- sýni, skaphita og gamansemi og' hélt hann þeim einkenriun. langa ævi. Hann var tæplega meðalmaður á vöxt, snar i hreyl: ingum fram á elliár, starfssam'- ur gleðimaður, vakandi um vei- ferð samfei'ðamanna og ág'ætur nágranni. Fyrir sjö öldum og fimmtár. árum betur var síðasta mann- skæða stórorrustu á íslandi hác á eyrunum norðan við bæinr. Þverá, þar sem samnefnd á fell- ur úr skógivöxnu gljúfri Garðs- ái'dals niður á víðáttumiklar eyrarnar. Þá voru vopn látin skera úr deilum. Þar hefur nú setið í meira en hálfa öld góður drengur, gildur bóndi og um langt skeið yfir- vald sveitar sinnai', Árni Jo- hannesson, og jafnan á friðstóli Hann unni mjög jörð sinni og’ umhverfi, fann þar lífsstarf sitú og lifshamingju og var gæfu- maður. Bærinn Þverá er nálægs miðju Öngulsstaðahrepps og stendur hann á allháu og þurr- lendu nesi. Norður að Þverann. eru háar brekkur og einnig ao vestan, en þar tekur við mikið flatlendi allt til Eyjafjarðarár, norðan hinna víðendu títaðar- byggðarmýra, grasi vafið lanci á hverju sumri. í þessai'i svei; hafa bændur keppzt við það á undanförnum áratugum ad rækta og byggja, og að búa :l haginn fyrir framtíðina, og med meiri árangri en í flestum sveit- um öðrum. Landið er frjósamt, en moldin þurfti að bíða í þús- und ár þeirra handa, er íóku upp ný vinnubrögð, og skiluðu búskaparháttum lengra áieioij á skömmum tíma en a öldanum sjö, sem liðnar eru frá vopna- viðskiptunum á Þveráreyrum, Árni Jóhannesson og margir jafnaldrar hans vöktu moidina til mikils afraksturs, en yngri menn, sem höfðu góð dæmm fyrir augum sér, byggðu mörg nýbýli í sveitinni og una veii sínum hag. Þegar horft er ura öxl, sjáum við hve hlutur þeirr . er mikill í framförum landsinu, sem lif&ð hafa og starfað eiii; og bóndinn á Þverá. Þeim se bæði heiðui' og þökk. E. D. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.