Dagur - 13.03.1971, Side 5

Dagur - 13.03.1971, Side 5
 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ENN REYNIR Á ENN mun á það' reyna næstu daga hvort þingmenn stjórnarflokkanna eru fáanlegir til að greiða atkvæði með lagafrumvarpi Framsóknat- manna um byggðajafnvægisstofnun ríkisins og ráðstafanir til að stuðla að verndun og eflingu landsbyggðar', og til að koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga. Frumvarp svipaðs efnis liafa Framsóknarmenn flutt þing eftir þing. En ýmist hefur það verið látið daga uppi eða því hefur verið vísað frá. En komið hef- ur fyrir, að því hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar, en slík afgreiðsla bendir til, að varliugavert þyki að fella rnálið, eða ekki tímabært að veita því fylgi. Tilgangur frumvarpsins er að koma upp fjárhagslega öflugri stofn- un til að vinna að framgangi lands- byggðarstefnunnar. Gert er ráð fyr- ir, að byggðajafnvægisstofnunin taki við eign Atvinnujöfnunarsjóðs og fái þær tekjur, sem honum eru ætl- aðar ár hvert, einkum af álverk- smiðjunni, en þar að auki 2% af tekjur ríkissjóðs ár hvert, nú hátt á annað hundrað millj. kr. og heirn- ildir til að taka ríkisábirgðarlán vegna starfsemi sinnar. Slíkri sér- stofnun, til stuðnings landshlutum, sem höllum fæti stóðu, komu Norð- menn upp hjá sér fyrir tveim ára- tugum, fyrst fyrir Norður-Noreg og síðar á breiðari grundvelli, eins og hér er gert ráð íyrir. Hefur þessi stofnun haft mikil áhrif jiar í landi. Hér, eins og þar, skiptir það miklu máli, að byggðajafnvægisstofnunin sé sjálfstæð og hafi aðstöðu til að ein beita sér að viðfangsefnum. Stjórnarmenn, og einkum Sjálf- stæðismenn, hafa borið fram ýmsar tylliástæður til að afsaka tregðu sína í þessu máli. Þeir segja, t. d. hér norðanlands, að Efnahagsstofnunin og Atvinnujöfnunarsjóður séu full- færir um að styðja landsbyggðina. Stofnun Atvinnujöfnunarsjóðs var spor í rétta átt, en geta hans er minni en æskilegt væri og langt frá að starfsemi hans vegi á móti þeirri röskun á jafnvægi á milli landshluta, sem stafar af stórvirkjunum syðra, stóriðju og fleira. Um Efnahagsstofn unina er það að segja, að jiví fer fjarri, að landsbyggðarsjónarmið sé þar ráðandi sjónarmið, öðrum sjón- armiðum fremur, enda var henni ekki það hlutverk ætlað sérstaklega. Gagnsemi þess, að Efnahagsstofnun- in blandar sér í málefni fjórðungs- sambandanna, eins og átt liefur sér stað, orkar tvímælis. Þegar byggðajafnvægisstofnunin kemst á fót, verða samdar raunveru- legar landshlutaáætlanir, í stað skýrslugerða, og fjármagn verður til að hrinda þeim fram. □ JONAS JONSSON RAÐUNAUTUR: Um fiskrækt á Norðurlaiidi Miklir ónotaðir möguleikar. Á austanverðu Norðurlandi, eða svæðinu frá Ólafsfirði aust- ur á Langanes, er mikill fjöldi veiðivatna, bæði stöðuvötn með silungi og ár með laxgengd eða silungs, og veiðzt livorttveggja. Þarna má telja a. m. k. 29 ár og virðast mér 17 þéirra vera með einhverri laxgengd en hin- ar 12 hafa laxræktarmöguleika, en ýmist þarf aðeins að klekja í þær, eða bæði að klekja og gera þær laxgengar með stærri eða minni aðgerðum. Stöðuvötnin eru enn fleiri og má telja a. m. k. 33 stærri vötn og vatnaklasa, en auk þess mik- inn fjölda minni vatna og tjarna. Öll hin stærri vötn eru með einhverjum silungi. Reikna má með að samanlegt flatarmál stærri vatnanna sé töluvert á annað hundrað ferkílómetrar. Mývatn er lang stærst, 34 ferkílóm., og gefur auk þess sennilega langmest af silungi fyrir hverja flatareiningu. Það er lika alkunna hvílíkt geysilegt forðabúr matar það hefur verið og raunverulegur hfgjafi hinn- ar blómlegu byggðar. Á sama hátt er Laxá í Aðaldal lang gjöf ulust og dýimætust af 'axveiði- ánum, og hefur svo lengi verið. Þó að öllum vötnum verði seint jafnað við Mývatn og veiðián- um við Laxá, er ekki fráleitt takmark að með ræktun og öðr um aðgerðiun mætti bæta öll þessi vötn og ár, svo að þau verði hlutfallslega jafnmikill arðgjafi og Laxá og Mývatn og sjá menn þá hvílík geysi verð- mæti það yrðu fyrir landshlut- ann. Þessir miklu möguleikar eru þó langt frá því að vera nægi- lega kannaðir. Ungur námsmað ur á sviði fiskræktar og vatna- liffræði, Jakob Hafstein, ferðað- ist sumarið 1969 um Norðlend- ingafjórðung og gerði frumat- huganir á norðlenzkum vötn- um. Hann lét það álit í ljós að fiskræktar og fiskeldis skilyrði séu fyrir hendi á ótrúlega mörg um stöðum á Norðurlandi, að vísu misjafnlega góð, en víða mjög góð, á það við bæði um fiskeldi, klak, fiskrækt og sjó- eldi. Jakob bendir á að í öllum þessum möguleikum felist geysi leg verðmæti, ef rétt er á mál- um haldið, cg reynsla fremstu þjóða á þessum sviðum hag- nýtt. Á Norðurlandi er næstum því hvert vatn fullt af Iífi. Þannig er tekið til orða á ein- um stað í skýrslu Jakobs. Sil- ungstegundirnar eru yfirleitt smáar vexti í mjög mörgum þessara vatna, en bragðgóðar og geta oi'ðið hinir mestu nytja fiskar, ef beitt er réttum rækt- unaraðgerðum í hverju tilfelli. Þessir silungsstofnar geta einnig orðið dýrmætar til eldis (í eldistjörnum) og þui-fa í því tilliti ekki að gefa regnboga- silungi eftir, og sízt hvað matar gæði snertir. Sérstakar ástæður virðast til að reyna hér ræktunaraðferð, sem gefizt hefur vel erlendis við ræktun í stöðuvötnum. Ekið er fóðri út á ís vatnanna, sem síðan sekkur þegar ísa leysir á vorin. Hér ætti þetta að vera þeim mun ábatavænlegra sem fóður ætti hér oft að vera ódýr- ara en það, sem völ er á er- lendis. Norðlenzk klak og eldisstöð. Það ætti að vera augljósara mál en svo að at því þyrfti að eyða mörgum orðum hvílík lyftistöng fullkomin og vel rek- in klak og eldisstöð yrði fyrir alla fiskrækt á Norðurlandi. í lögum um lax og silungsveiði frá 1970, er heimild fyrir því að ríkið komi upp og reki fleiri slíkar stöðvar þegar fé fæst til á fjárlögum. En svo sem al- kunna er rekur ríkið nú eina slíka stöð, það er stöðina í Kolla firði, sem stofnuð var 1961. Síðan hefur þar verið unnið Jónas Jónsson. merkilegt brautriðjandastarf og aflað dýrmætrar reynslu og þekkingar, bæði varðandi eldis aðferðir og heimtur seiða, sem sleppt er á mismunandi aldn eða eftir mismunandi meðferð. Á síðastliðnu sumr kom í ljós glæsilegur árangur af því að sleppa gönguseiðum. Þá gengu í allt 4187 laxar úr sjó í tjarnh' stöðvarinnar. Heimtur voru mjög mismunandi af hinum ýmsu hópum seiða sem sleppt hafði verið. Af seiðum sem sleppt var 1969 komu þeim mun fleiri aftur 1970, þeim mun stærri sem þau voru er þeim Var sleppt. Af seiðum, sem voru stærri en 15 cm. þegar þeim var sleppt, komu frá 12.29—15.63% til baka 1970. Góður árangur hefur einnig náðzt með mörgum klakstöðv- um og nokkrum eldisstöðvum einstaklinga og félaga. Allt eyk- ur þetta bjartsýni á og áhuga fyrir fiskrækt. Augljóst virðist því að mark- aður fyrir vel alin gönguseiði muni fara ört vaxandi á næstu árum. Þess má fastlega vænta að æ fleiri láti ekki standa við orðin tóm í fiskræktarmálum. Enda stíga veiðihlunnindi stöð- ugt og með vaxandi hraða í verði. Margt er enn ólært og enn fleira ógert. Ríkið verður enn um sinn að hafa forystu í þessum málum því að enn er svo margt ógert af tilraunum á mörgum sviðum. Sérstaklega er mikils að vænta af kerfisbundinni og markvissri kynbótastarfsemi bæði á lax og og ekki síður silungastofninum. Með kynbótum á bleikju og urriða mætti stórauka arðinn af vötnunum. Sumar ár eru sjálfsagt betur fallnar til sil- ungs en laxræktar. Það mælir því allt með því að ríkið láti reisa og reki aðra klak og eldisstöð og að hún verði á Norðurlandi. Meira ör- yggi er að því að hafa tvær slíkar stöðvar, bæði gagnvart sýkingarhættu og óhöppum. Stöðvamar gætu haft með sér samvinnu um margt, en þó skapast á milli þeirra heilbrigð samkeppni um það að ná sem beztum árangri. Ályktun Alþingis. Árið 1966 var samþykkt svo- felld þingsályktunartillaga, flutningsmenn voru nokkrir af þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að láta fara fram athugun á því hvort tímabært sé að stofnsett verði á Norður- landi klak og eldisstöð fyrir lax og silung. Skal í því sambandi athugað að hafa það fyrirtæki við vatnasvæði Laxár í S.-Þing. m. a. vegna góðra skilyrða til hagnýtingar á volgu vatni frá jarðhita þar um slóðir.“ Könnun veiðimálastjóra. Á grundvelli þessarar tillögu könnuðu þeir Þór Guðjónsson veiðimálastjóri og Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur að- stöðu fyrir slíka stöð á all mörg um stöðum á Norðurlandi, sem helzt þættu koma til greina. Þeir gerðu einnig kostnaðar- áætlun fyrir slíka stöð. Skýrslu sinni skiluðu þeir til landbún- aðarráðuneytisins í marz 1970, en síðan hefur ekkert heyrzt þaðan um málið. Fjórir álitlegir staðir. Ekki er þess kostur að rekja hér niðurstöður skýrslunnar, en þar kemur m. a. fram, að þrír staðir eru taldir hafa bezt skilyrði af þeim sem kannaðir SÁ atburður gerðist við aftan- söng síðasta aðfangadag jóla í Djúpavogskirkju, að sóknar- presturinn afhenti þar nýja númeratöflu, sem var gjöf frá Ríkarði Jónssyni, myndhöggv- ara. í bréfi frá gefandanum seg- ir svo: „Ég hef undanfarin ár síðan mín elskuleg eiginkona, María Ólafsdóttir úr Húsavík austur, andaðist, verið að grípa í það, að tiltelgja sálmanúmera- töflu, sem meining mín er að gefa Djúpavogskirkju til minn- ingar um okkur hjónin, því að okkar sælustu, yndislegustu ár voru í Hálsþinghá.“ í þakkarbréfi séra Trausta Péturssonar prófasts á Djúpa- vogi getur hann þess, að í Djúpavogskirkju sé annað lista- verk eftir Ríkarð, fallegur skírn arfontur, gjöf frá séra Róbert Jack. Þá getur hann þess einn- ig, að í Hofskirkju í Álftafirði, sé einnig skírnarfontur, fagurt listaverk eftir Ríkarð. En Björn bóndi Jónsson á Hofi gaf hann kirkjunni. Prófasturinn lýkur þakkai'bréfi sínu með þessum orðum: „Tel ég kirkjunni hér mikinn vegsauka að eiga þessa fögru gripi eftir þig, þykir mér vænt um, að þeir skuli prýða mínar litlu kirkjur, jafnframt því, sem þeir þjóna heilögu sakramenti." Þessi minningargjöf er merk fyrir tvennt. í fyrsta lagi fyrir ræktarsemí Ríkarðs við æsku- stöðvarnar og í öðru lagi fyrir, að hann gerir þessa töflu með sínum listfengu og högu hönd- um eftir áttrætt. Annars var það tvennt á síð- astliðnu ári, sem minnti þjóð- ina á, hve mikið hún á Ríkarði að þakka. AJþingi samþykkti handa honum heiðurslaun og haldin var sýning á verkum hans í húsnæði M. R. „Casa Nova.“ Þessi sýning vakti mikla athygli og urðu sýningargestir um 10 þús. og er það meiri að- sókn, en venjulega er um list- sýningar. Sýningin minnti á hve fjöl- hæfur listamaður Ríkarður er. Hún sýndi hvorttveggja hans voru. Þeir eru: Við Litlá í Kelduhverfi, hjá Hafralæk í Aðaldal og við austanvert Mý- vatn. Þá er einnig talin góð að- staða á Húsavík, og hefur hún þó batnað enn síðan, vegna hita veitunnar sem gefur nægt heitt afgangsvatn. Ekki mun auðið að gera upp á milli þessarra staða nema með nákvæmri könnun og áætlanagerð. Á Húsavík væru hin æskilegustu skilyrði til að koma upp verk- smiðju sem framleiddi tilbúið fiskfóður. Tilraunir hafa nú verið gerðar með innlenda fram leiðslu á því, og verður það von andi fljótlega framleiðslugrein bæði fyrir innlendan og erlend- an markað. Ekki mun auðið að gera upp á milli þeirra staða sem hér hafa verið nefndir nema með nánari könnun og áætlanagerð. Þingsályktunartillaga. Nú liggur fyrir Alþingi þings ályktunartillaga svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni, að koma upp klak og eldisstöð fyrir lax og silung og aðra nytjafiska ef henta þykir, svo fljótt sem nauðsyn- legt fé fæst til framkvæmda. Stöðin verði á þeim stað í Þing- eyjarsýslum, sem skilyrði reyn- ast hagstæðust." Vonandi er að þingið sam- þykki þessa ályktun og að sem fyrst verði hafizt handa með framkvæmdir. □ undraverða hagleik og hug- kvæmni við að skapa listaverk. Við eigum Ríkarði a'ð þakka meðal annars, að við eigum ágætar höggmyndir af tveim höfuðskáldum 19. aldarinnar, þeir Steingrími Thorsteinsson og Matthíasi Jockumssyni. Sumarið 1913, þegar Ríkarður var kominn að því að ljúka námi við Listaháskólan í Kaup- mannahöfn, kom hann hingað heim til að grennslast eftir at- vinnumöguleikum hér. Þá gerði hann mynd af Steingrími, en hann lézt skömrnu síðar. Svo flutti Ríkarður hingað heim 1914. Sumarið eftir gerði hann myndina af séra Matthíasi í tilefnis áttræðisafmælis hans um haustið, og býst ég við að bæjarstjórn Akureyrar hafi staðið fyrir því. Þessi mynd er bæði í Lystigarðinum á Akur- eyri og í Amtsbókasafninu. Hið aldna þjóðskáld tók sér far til Reykjavíkur til að sitja fyrir hjá Ríkarði. Og þá varð þessi frábæra mynd til. Þótti honum Ríkarður sækja vinnuna fast og kallaði hann „mikið herðimenni.“ Fannst Ríkarði hann komast þar ein- kennilega að orði. En meðan Matthías sat fyrir, gerði han eitt sinn vísu, sem ný- lega hefur tekizt að hafa upp á. Og ber hún öll einkenni Matt- híasar, en hún er svona: „Matta gerði guð úr leir, 1 sem guðsmenn aðra feiri. En Ríkarður mig renndi úr eir,_ rausnin var það meiri.“ Þegar við sjáum myndina af Matthíasi, sem flestum þýkir mjög góð, skulum við minnast þess, að öldungurinn lagði það á sig að fara til Reykjavíkur, til að sitja fyrir hjá meistaran- um, svo að þessi mynd yrði til. Eflaust hefur hann fai'ið sjó- leiðis. En á þessum fyrstu árum sín- um hér heima bjargaði Ríkarð- ur svipmóti þessara tveggja höfuðskálda og mótaði þau í eir. E. S. i Ræktarsemi RíkarSs HJÓNABÖNDIN Það er alltaf í tízku að tala um hjónaþönd óg hjónálíf. Ný- lega gerði sænska Gaílup-stofn- unin skoðanákönnun á ýmsum þáttum hjónabands og heimilis- lífs fyrir Aftonbladet óg fara hér á eftir nokkrar niðurstöður þeirrar könnunar. Allflestir kvæntir menn eru ánægðir með hjónabandið — og telja að sama megi segja um eiginkonur sínar. Það mun þó ekki ,vera rétt, því fjórða hver kona sér eftir að hafa gift sig. Siðferði konunnar hefur breytzt: . . af hverjum 10 gift- úm, sænskum konum telja, að kýnferðislífið sé mjög þýðingar mikið'. Áftur á móti eru aðeins 7 af hverjum 10 ánægðar með hjónábandið. Ekkert kemur fram um orsak irnar til þessa í rannsókn Gállhþs". llún sýnir þó, að kon- urnar búast við meira af hjóna- bandinu heldur en karlmenn- irnir gera. — Konuna langar meira til að gifta sig heldur en karlmanninn — ög hún giftir sig líka að jafnaði yngri. Mun þetta vera mjög svipuð ' niður- staða og Gallup-könnunin komst að í Danmörku, þegar rannsókn svipaðs eðlis var framkvæmd þar árið 1961. — Hvað teljið þér heþpileg- asta giftingaraldurinn? var spurt. Karlmenn svöruðu 25.1 ár, en konurnar 22.7 ár. Danska könnunin sagði nokkurn veginn það sama. Fjórða hver kona er gift í Svíþjóð, þegar hún er 20 ára, og þrjár af hverjum fjórum þeg ar þær eru 25 ára, en aðeins annar hver karlmaður. Orsökin fyrir giftingunni er, að helming ur kvennanna er þungaður. Af eldri rarinpóknum má merkja, að konurnar hafa minni reynslu í kynferðismálum heldur en karlar, þegár þær giftast. Helm- ingur stúlknánna giftust fyrsta manninum, sem þær höfðu mök við (aðeinS sjötti hver karlmað- ur kværitist fyrstu stúlkunni, sem hann „sigraði“). Framboð og eftirspurn ráða mestu um 'giftingarnar — og það að hitta rettan aðila á réttu augnabliki. Á hjóriabándsmark aðinum gildir sama lögmál og í kjörbúðinni. Fólk þarf oft að greiða dýru verði fljótræði — að grípa það fyrsta — það bezta. NÝLOKIÐ er hjá Framleiðslu- ráði: landbúriaðarins gerð yfir- litsskýrslu um framleiðslu og sölu mjólkur og mjólkurvarla árið 1970. Kemui- í Ijós, að inn- vegin mjólk hjá .mjólkursam- lögunum hefur aukiza um 5.7 % -sfrá árinu 19.69, en sala nýmjólk- Innvegin mj ólk kg. ........... SeJd nýmjólk, ltr, ............ Seldur íýómi, itr. ............ Selt skyr.kg.-á...--. . . ..... Selt smjör kg.................. Seldur' ostur kg. ............. Smjörbirgðjr 31. des. ....-.... Ostabirgðir 31, des............ Árið 1969 spurði danska Gallup-stofnunin: — Hvar hitt- uð þér (núverandi) maka yðar? Svörin leiddu í Ijós, að nú eins og áður giftist unga fólkið gjarn an „elzta barni“ nágrannans. Hjá ungu fólki á aldrinum 20 til 24 ára höfðu 22% hitt maka sinn hjá fjölskyldunni, ángrann anum eða vinum, 20% á veit- ingastað, dansleik eða sumar- hátíð og 11% höfðu gengið að eiga „kærastann eða kærust- una“ úr skólanum, leikvellin- um eða úr skátaflokknum. Þeir, sem síðar ganga í hjóna band, hafa í fæstum tilfellum séð sig meira um í heiminum — því raunin er sú, að það verður stöðugt erfiðara að hitta fyrir maka, eftir því sem aldurinn færist yfir fólk. Konur hafa ekki orðið ham- ingjusamari en áður var, síð- ustu 15 árin. Þær hafa eignazt meiri frítíma — og vita ekki til hvers á að nota hann. Gallup í Svíþjóð hefur borið ástandið í dag saman við það, sem var fyrir fimmtán árum, og útkom- an er þessi: Hagur heimilanna hefur batn að. Konurnar hafa nú fleiri heimilistæki en áður var. Kon- urnar drekka meira og þeim finnst þær vera einangraðri en áður var innan veggja heimilis- ins. Af tveimur milljónum kvenna í Svíþjóð eru 700 þús- und heimavinnandi og án barna innan við 16 ára aldur. Áhugi kvenna á krossgátum hefur aukizt meira síðustu 15 ár en á nokkru öðru áhugamáli kvennanna. Helmingi fleiri kon ur liggja nú yfir krossgátum en áður var, en karlmennirnir hafa heldur misst áhugann á þessu tómstundagamni. Greinilega má sjá, hve slæma reynslu konur hafa af hjóna- bandinu, þegar rætt er við kon- ur, sem hafa verið giftar, en eru nú skildar eða hafa misst menn sína. Helmingur kvenn- anna hafa yfir höfuð ekki löng- un til þess að gifta sig aflur. Karlmenn með hjónaband að baki eru mun jákvæðari í af- stöðu sinni til þess að reyna aftur. □ ENN Á ÓGÆFUHLIÐ f 6. tbl. „Dags“, 10. febrúar síðastliðinn, birtist grein eftir undirritaðann með yfirskrift- Ur og smjörs og fleiri mjólkur- vara hefur dregizt saman. Osta- sala hefur þó aukizt verulega eða um 12.8%. Helztu atriði yfirlitsskýrsl- unnar og samanburður við árið 1969 fylgja hér með: 95.140.295 100.568.092 + 5.7 43.443.741 42.535.791 2.1 949.877 912.430 -T- 3.9 1.819.988 1.804.262 -T- 0.9 1.347.817 1.164.819 -0 13.6 715.625 807.234 + 12.8 742.678 1.078.346 388.023 493.474 Upplýsingastofnun landbúnaðarins. inni, „Niðurávið enn“. Grein þessi er nú raunar ársgömul, en gæti samt eins vel verið skrifuð í dag, vandamálið sem þar er fjallað um er hið sama og þá. Áfengisbölið hefir enn færzt í aukanna, þar hefir enn sigið á ógæfuhlið. Bakkus er enn í sókn. Áfengisneyzla á mann hefir aukizt verulega, og þá að öllum líkindum í svipuðu hlutfalli allar þær óheillafylgj- ur, sem áfengisneyzlunni eru samfara. Af þessu tilefni langar mig til að bæta nokkrum orð- um við fyrri grein mína, þó þar verði e. t. v. um einhverjar end urtekningar að ræða. En aldrei er góð vísa of oft kveðin, segir gamall málsháttur, og víst er, að þessi vísa, áróðurinn gegn Bakkusi, verður aldrei of oft kveðin. Allir sem sjá hvílíkur þjóðar- voði hér er á ferð, með sívax- andi neyzlu áfengra drykkja, og þeir hljóta að vera margir, þurfa að taka höndum saman, og strengja þess heit að snúa vörn og undanhaldi í sókn. Eins og er, virðist óskiljan- leg deifð og áhugaleysi ríkj- andi um þetta mál, meðal þeirra sem helzt er að vænta forgöngu og jákvæðra aðgerða frá. Hvað gera áfengisvarna- nefndirnar? Hvað gera lands- samtök gegn áfengisbölinu? Því miður virðist harla hljótt um það. Að vísu geta áfengisvarna nefndir starfað eitthvað, hver í sínu umdæmi, þó lítt sé áber- andi, en betur má ef duga skal, áfengisneyzlan vex! Eitt jákvætt hefir þó verið gert, sem ber að þakka, en það eru „samkomur án áfengis", sem haldnar hafa verið hér og þar undanfarin ár. Munu það fyrst og fremst vera ungmenna- félögin, sem eiga heiðurinn af því. En þessar samkomur þurfa bara að vera miklu fleiri. Ung- mennafélögin þurfa að setja sér það takmark að hafa allar sínar samkomur og fundi án áfengis. Það er án efa stærsta menning- arsporið sem þau geta stigið. í þessu máli, sem öðrum bar- áttumálum þarf að starfa. Mundi það t. d. ekki vera „sterkt“, ef landssamtök gegn áfengisbölinu sendu Alþingi og ríkisstjórn áskorun, undirritaða af öllum félögum, sem í lands- samtökunum eru, um að leggja niður vínveitingar í veizlum, og fylgdu málinu fast eftir. Tækist að fá þessu framgengt, mundi það hafa feikileg áhrif. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þá væri brotið stórt skarð í vígi Bakkusar, og leiðin til áfram- haldandi sóknar yrði mun auð- veldari. Þá þarf að vinna að því eftir öllum hugsanlegum leið- um að breyta almenningsálit- inu, bindindinu í vil. Þar þurfa margir aðilar að taka höndum saman, — samtök eru máttur. Landssamtök gegn áfengisböl- inu, áfengisvarnanefndir, góð- templarareglan, svo og allir aðrir áhugamenn um þetta mál. Væri unnið að þessu af heil- hug, er ekki vafi á að mikill árangur mundi nást, og vörn og undanhald snúast í sókn. Hann slær ofbirtu í augu margra, og glepur þeim sýn, ljóminn af milljónunum sem áfengissalan gefur í ríkiskass- ann. Eitt er þó víst. Væri allt það metið sem til frádráttar kemur, sem að vísu er ekki hægt, mundu milljónirnar þær verða smánargjald! Stefán Kr. Vigfússon. Oslasala hefur aukizt mjög Sala mjólkurvara dregsf saman 1969 1970 Mism. % i-—---:—____________________________________________________:----- Helgi Vallýsson MINNING LÁTINN er nestor íslenzkra rit höfunda á 94. aldursári. Helgi Valtýsson lézt á Akranesi þann 6. marz sl. Við brottför Helga úr þessum heimi langar mig til að segja nokkur kveðjuorð. Ég átti því láni að fagna að eiga hann að vini og fékk síðasta bréf frá honum um jólin og þá var andi hann- skýr og hress: Þetta verð- ur aðeins stutt kveðja, því að um ævi hans og ritstörf-hef ég ritað annars staðar. Helgi var einstaklega glað- lyndur og skemmtilegur í við- ræðum. Áhugamálin voru mörg, og um þau flugu af munni hans mörg leiftrandi skeyti. Hann talaði á skáldlegu máli og átti mjög létt með að ríma vísur og kvæði. Hann tamdi sér að yrkja á ritvél síð- ustu árin. Helgi var Austfirðingur, fæddur að Nesi í Loðmundar- firði 25. október 1877. Hann dvaldi tvívegis langtímum í Noregi og fékkst þar við kennslu og blaðamennsku. Hann átti norska konu, er lézt fyrir rúmum fimm árum eftir 65 ára sambúð í hjónabandi. Þau hjón eignuðust 5 börn og eru fjögur þeirra á lífi. Hann dvaldi síðustu árin hjá Sverre syni sínum lyfsala á Akranesi. Hann stundaði fyrst kennslu um skeið en síðar ritstörf. Hann var Sambandsstjóri ung- mennafélaganna eitt sinn og stofnaði „Skinfaxa.“ r Aheit og gjafir Hrafna Víkingsdóttir kr. 200, Anna Sveinsdóttir kr. 500, Lilja Sigurðardóttir kr. 500, Ósk Hallsdóttir kr. 500, Unnur Björnsdóttir kr. 200, N. N. kr. 250, Sigrún Júlíusdóttir kr. 225, Valgerður Jónsdóttir kr. 200, Jóhanna Sigurgeirsdóttir kr. 1.000, ónefndur kr. 2.000, Vera Sigurðardóttir kr. 200, D. M. kr. 500, A. H. kr. 1.000, Hermann Jónasson kr. 500, ónefndur kr. 100, Sólveig Hallgrímsdottir kr. 500, Baldrún Ámadóttir kr. 200, frá ónefndum hjónum í Hrísey kr. 1.500, til minningar um Júlíus Júlíusson kr. 2.000. — Samtals kr. 12.075.00. — Með þökkum mótt. Safnaðarnefnd. Á Akureyri átti hann hein a. síðari hluta ævinnar frá 1935—■ 1967, og hafa flest ritverk hansj orðið til hér. Hann var heiðurs ■ félagi Austfirðingafélagsins ; Akureyri. Mörg voru áhugg,- mál þessa gáfaða hugsjóna ■ manns. Af þeim má nefna hitc • veitu á Akureyri og tamningu hreindýranna. Sennilegt þyki’.' mér að andi hans reiki á hreir • dýraslóðum, fylgist þar mec' hreindýrahjörðinni, sem hoi. um þótti svo vænt um og áti . þátt í að friða. Af ritverkum hans hyge; eg að langlífast verði fallega bókii „Á hreindýraslóðum“, safnritic „Söguþættir landpóstanna ’, oí.; „Aldrei gleymist Austurland"; austfirzku ljóðin, sem hanri safnaði. Auk þess sumar sma ■ sögur hans, sem eru hrein lista ■ verk. Helgi Valtýsson hefur kvat; eftir langa ævi. Hann átti mikl; lífsreynslu. Leið hans var ekk , alltaf ganga á rósum. En hin síðari ár ævinnar, meðan heils ■ an entist, naut hann sín bezt. Kveðjustund fylgir jatnan söknuður. En ef minningarna eru góðar um þann, sem kvada ■ ur er, þá verma þær og iýst, Þannig er því farið með mig nu, er ég kveð Helga Valtýsson. Ég veit að vísu, að nu muni ég ekki oftar geta heimsótt hann í íbúðina hans a fimmtu hæð í verzlunarhúsi KEA og heyrt hann segja frá svo morgt. skemmtilegu. En minningama,. lifa. Ég sendi börnum hans mína beztu kveðju. Svo kveð eg þig, Helgi, og bið góðan guð ao geyma þig í nýjum heimkynr: ■ um, og þakka allar okkar ánægjustundir. Eiríkur Sigurðsson. Skipuleg sókn að merku marki VISTHEIMILIÐ SÓLBORG og Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi (S.V.N.) efndu til foreldrafundar í Hótel Varð- borg á Akureyri sl. laugardag. Var þangað boðið aðstandend- um og foreldrum vistmanna Sól borgarheimilisins, en þeir eru víðs vegar af Norðurlandi. 45 manns sóttu fundinn, flestir héðan úr nágrenninu, en nokk- ur hjón úr Þingeyjar- og Skaga fjarðarsýslum. Gerð var grein fyrir vexti og viðgangi Sól- borgar og undirbúin víðtæk samvinna um málefni stofnunar innar. Margar ræður voru flutt ar, mikill áhugi rikjandi og sam koman öll hin ánægjulegasta. 30 nýir félagsmenn bættust í styrktarfélagið, og innan vé- banda þess var stofnuð Kvenna deild S.V.N., er mun beita sér fyrir ýmsum velferðarmálum Sólborgar. Stjórn deildarinnar skipa: Helga Gunnarsdóttir, Akureyri, Rannveig Þórsdóttir, Litlu-Hámundarstöðum og Sig- ríður Magnúsdóttir, Björgun:, Þá var og samþykkt að helja nv. þegar undirbúning að bygging.i sumarbústaðar handa vistiolkl Sclborgar og kosnir þnr menn framkvæmdanefnd, en þeir eru: Jón Bjarnason, Garðsvík, Berg ur Ingólfsson, Akureyrí og Níels Hansson, Akureyvi. Söfr.- uðust strax á fundinum ven ■ legar fjárhæðir til þessara nyju framkvæmda. — Aðstandendur eru mjög ánægðir með' rekstur vistheimilisins, enda hefur hann tekizt vel, og var stjórnendui.. þess og starfsfólki þökkuo frammistaðan. Kolbrún Guðveigsdótth’, fo,' stöðukona og Bjarní Kristján:- ■ son, kennari stóðu íyrir fundii um, og er ætlun þeirra að hafa einn slíkan fund árlega. í fundarlokin var setzt ao kaffiveitingum, og skildu men.i glaðir yfir góðum árangri x þýðingarmiklu velferðarmah. Jóhannes Óli SæinundssoH. í

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.