Dagur - 01.09.1971, Side 4

Dagur - 01.09.1971, Side 4
4 isft Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. SLIPPSTÖÐIN SLIPPSTÖÐIN H.F. á Akureyri var stofnuð af heiniamönnum og sýnir saga hennar farsæla þróun. Eigendur hennar nú eru Akureyrarbær, ríkis- sjóður, Kaupfélag Eyfirðinga og aðr- ir minni hluthafar. Slippstöðin hefur smíðað mörg og vönduð fiskiskip og síðan tvö strand- ferðaskip, en við hana hefur nú ver- ið samið um smíði tveggja stórra skuttogara, annan eða báða fyrir Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. Slippstöðin á Akureyri hefur full- komnustu aðstöðu innlendra skipa- smíðastöðva til stálskipasmíða. En árin 1967 og 1968, er samdráttur varð geigvænlegur í skipasmíðum og skipaviðgerðum, hrakaði hag stöðv- arinnar mjög, vegna verkefnaskorts. Bær og ríki tiv'ggðu þá stöðinni nýj- an starfsgrundvöll, er fróðir menn töldu öruggan um nokkra framtíð. Jafnframt gerði hið opinbera kröfu til þess, að skipt væri um fram- kvæmdastjóm fyrirtækisins og var svo gert. Nú er Slippstöðin aftur komin í alvarleg fjárliagsvandræði og hefur stjórn hennar farið fram á nokkra milljónatugi í rekstur og f járfestingu og er það mál óafgreitt. Fjármála- ráðuneytið hefur látið fara fram at- hugun á fyrirtækinu, og lét f jánnála- ráðherra þess getið í viðtali við Dag fyrir skömmu, að eftir þá athugun sýndist sér, „að nokkuð víðtækrar aðgerða sé þörf í Slippstöðinni“. Af þessum ummælum ráðheiTans má ráða, að stöðin sé ekki aðeins í þörf fyrir aukið fjármagn, en fleira þurfi endurskoðunar við, og eru þeir þætt- ir mjög ræddir á Akureyri um þessar mundir. Ráðamenn Slippstöðvarinnar, Ak- ureyrarbær og stjómvöld landsins, þurfa að gera sér vel ljóst, að stál- skipasmíðamar á Akureyri em orðn- ar einn af meginþáttum atvinnulífs- ins í kaupstaðnum, og að það myndi hafa hin alvarlegustu áhrif á Akur- eyri, svo og á öll landsbyggðarmál, ef að stálskipaiðnaðurinn hér væri sveltur til lengdar. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst, að í hinni ungu atvinnugrein hér á landi, stálskipasmíðum, mun margskonar þekkingu og reynslu vanta. Þá þekkingu þarf að flytja inn í landið, ef með þarf og er það engin minnkun, fremur en í öðrum yngri greinum iðnaðar. □ Teigadalsjökli SÍÐUSTU dagana í maímánuði sl. tók fólk á bæjunum Melum og Urðum í Svarfaðardal eftir því að Teigaráin, sem kemur úr samnefndri dalskoru, sem geng- ur inn í suðurhlíð Svarfaðar- dals innra, var orðin mjög mó- rauð, eða öllu heldur rauðgul á litin og jafnframt venju fremur vatnsmikil. Þegar farið var að grennslast nánar eftir þessu kom í ljós, að jökullinn í botni dalsins hafði hlaupið. Var hann allur ferlega sprunginn og sundurtættur, og mun jafnframt hafa lengzt nokk uð og hækkað framantil, en lækkað innantil. Mikið er af rauðleitum gjallleir í dalnum og veldur hann litnum á ánni. Þótt margir séu jöklar í Eyja firði, er það ekki hversdagsleg- ur atburður að þeir hlaupi, og því var það að undirritaður lagði þangað leið sína, þann 23. júlí sl. Glöggt mátti kenna áhrif þessa atburðar á Svarfaðardals- ánni, sem var rauðlituð allt til ósa, af vatninu úr Teigaránni, og er það þó aðeins lítið brot af vatnsmagni hennar. Ekið var að bænum Melum, sem er skáhallt fyrir neðan dalsmynnið, og gengið þaðan upp í dalinn. Vatnið í Teigaránni virtist vera þykkt af leðjunni, sem það bar, og fallega rauðgul. Einnig hafði farvegurimi litazt meira eða minna rauður. Meira að segja höfðu nokkrar lindir, sem spretta upp rétt fyrir neðan dalsmynnið, fengið lit af ónni. Var vatnið í þeim fölgult eða gulgrátt, líkast því sem árvatn- ið hefði verið síað. DalsmynniÖ liggur í nálægt 600 m. hæð yfir sjó, en þaðan er dalurinn fremur hallalítill, inn- undir jökulinn, en vegalengdin þangað er um 2 km. Austan dalsins er Stóllinn, með hæsta toppinum, Kerlingunni, sem er 1214 m. skv. korti. Að sunnan er hamragarður mikill og þver- hníptur, þvert fyrir botni dals- ins, og er hæsti hluti hans 1282 m. hár, en að vestan er Teiga- fjall, um 1000 m. hátt. Jökullinn blasir við utan úr dalsmynninu, hann fyllir dal- botninn að mestu, er ærið digur og bumbumikill. Sprungurnar sjást greinilega héðan að utan og jafnvel einstakir jakar. Þeg- ar nær dregur, sést að fram úr jökulkúpunni gengur tunga, sem er ekkert nema jakahröngl, blandað aur og grjóti. Ekki vantar mikið á að tunga þessi hafi fyllt upp gamalt jökulleg, sem þarna er, líklega frá því um 1800, og hefur hún því augljós- lega gengið töluvert fram. Eng- ar mælingar eru til á þessum jökli, en miðað við jökullegið og loftljósmyndir frá 1955(?) mætti áætla, að jökullinn hafi lengzt allverulega, en sjálf- ur er jökullinn vart meira en 1 km. á lengd. Fremstu jakarnir í tungunni eru að mestu úr nýsnjó (um 1—3 m. á þykkt), sem jökullinn virðist hafa rifið upp á undan sér. Sumstaðar hefur jökullinn einnig gengið fram yfir nýsnjó- inn. Ofantil í tungunni eru mun gtærri jakar, af bláum jökulís, oft meira eða minna blandaðir möl og grjóti. Eru margir þeirra á stærð við meðalhús, ferlega samanhrúgaðir og turnaðir. Margir jakanna eru greinilega lagskiptir, og markast lögin af .dökkum rákum, sem ætla má að séu sumarmörkin. Má því áætla aldur jakanna af þessum lögum. Jakarnir í tungunni voru samkvæmt þessu ekki nema fárra ára gamlir, en hvert árlag var um 1—2 m. á þykkt, nokkuð misjafnt. Því ofar sem dró í tungunni virtust jakarnir eldri, en í sprungum upp á jökulkúpunni mátti greina allt að 20 lög, og sást þó ekki til botns í þeim. Allt bendir þetta til þess, að jökullinn hafi verið staðnaður, og ekki hreyft sig að ráði, enda mun svo um flesta smájökla í dalbotnum á þessum slóðum. Má vera, að það sé einnig skýr- ingin á því hvers vegna jökull- inn hleypur svo skyndilega. Á nær næstum yfir hann. Ofan við þessa stóru gjá er um 100 m. breitt jökulstykki, sem er lítið sprungið og virðist ekki hafa haggazt neitt, en neðri gjár barmurinn hefur greinilega sig- ið og lækkað um nokkra metra, mest austantil, en þar virðist jökullinn hafa sigið niður á stóru svæði, og svarar það nokkurn veginn til upphækk- unarinnar á stallinum og efnis- ins í tung'unni. Erfitt mun vera að komast að gjánni, nema þá helzt vestan Jökuiiínn margsprunginn. undanförnum árum hlýtur jök- ullinn að hafa þykknað veru- lega, einkum efri hlutinn, sem liggur í um 900—950 m. hæð. Að því hlýtur að koma, að hann standi ekki undir sér, og brotni upp, líkt og hér virðist hafa gerzt. Fyrir ofan tunguna er mikil jökulbunga. Þarna er um 100— 150 m. hár stallur í dalbotnin- um, sem jökullinn hefur skriðið fram yfir, en jafnframt hefur hann hrúgazt upp á stallinum, og hækkað um nokkra metra. Þar eru sprungurnar mestar og stærstu jakarnir. Ofan við stall- inn er jökullinn að vísu mjög sprunginn, en hefur ekki brotn- að verulega upp. Flestar sprung urnar liggja þvert yfir iökulinn, þ. e. þvert á skriðstefnuna. Vegna sprungnanna er jökull- inn ófær yfirferðar, nema vön- um jöklamönnum með sérstak- an útbúnað, svo sem ísexi og reipi. Ekki er heldur hægt að komast inn með jöklinum að austan, því þar ná gínandi sprungurnar alveg upp í. þver- hníptan hamravegginn. Efst á jöklinum hefur myndazt heljar- mikil þversprunga eða. gjá, sem (Ljósm.: H. H.) frá, með því að fara upp á Teiga fjallið. Efri gjárbarmurinn var víða þverhníptur og mátti þar greinilega lesa um 20 árlög í jökulveggnum, en líklegt þykir mér að þau séu a. m. k. helm- ingi fleiri. Þannig er þá aðkoman í Teiga dalnum í stórum dráttum. Allt virðist benda til, að hlaupið hafi gerzt skyndilega, jafnvel á fáeinum mínutum, og að líkindum aðfaranótt hins 28. maí, enda telur fólkið á Melum, að þá hafi áin verið orðin rauð- lituð, en þess hafi ekki orðið vart fyrr. Dagana 25.—27. maí var töluverð úrkoma á þessum i slóðum, en hiti hins vegar frem- ur lágur. Þann 28. hlýnaði svo skyndilega aftur. Úrkoma í niáí * var allt að því þreföld miðað við meðallag, en hiti hins vegar í meðallagi. Ekkert verulegt vatnsflóð virðist hafa fylgt hlaupinu, fram yfir það sem venjulegt má telja í vorleysingum. Þó má sjá merki um það í jöklinum, að vatn hefur flóað út úr sprung- um. Ekki hafði Melafólk tekið eft- ir neinum óvenjulegum hljóð- um, um þetta leyti, og er það eðlilegt ef hlaupið hefur. gerzt á nóttu, en varla hefur það gengið alveg hljóðlaust fýriri sig; Þótt nú vaferu liðnir um tveir mánuðir frá hlaupinu, mátti samt heyra töluverða skruðninga í jöklinum, dunur' og dynki, ög alls kónar undar- lega tónlist. Stafar það einkum af því að steinar og jákar hrapa í sprungur bg hólur, jafnóðum og jökullinn bráðnar, en hver sprúnga hefur 1sína ákveðnu bylgjulengd og skapar því hver- sitt sérstaka hljóð. Minnir það eigi. alllítið á elekróniska tónlist: nútímans. Jökulhlaup eru sjaldgæf fyrir bæri hér um slóðir. Þó eru sagn ir um hlaup í Bægisárjökli árið 1801, og sagt var að þá hefði Bægisárin verið jökullituð allt sumarið. Halldór Hallgrímsson á Melum mundi einnig eftir hlaupi í Búrfellsjökli, sem er í næsta dal fyrir vestan Teiga- dalinn, og taldi hann það hafa orðið á árunum 1912—13. Þá hafði Búrfellsáin vaxið mjög, og verið jökullituð í nokkurn tíma. Venjulega breytist náttúran hægt, að okkar dómi. Þegar húri tekur skyndilegum stakkaskipt- um verður gjarnan uppi fótur. og fit. Þó eru þær breytingar ekkert merkilegri en þær sem hægfara eru. Helgi Hallgrímsson. Aldeyjarfoss í stuðlabergsgljúfri. (Ljósm.: Sig. Stef.) Skessukelillinn við Aldeyjarfoss Framhald af blaðsíðu 8. úmhverfi hans. Hann fellur frapqi af bjargbrún móti vestri. Áustan lljótsins, Jítinn spöl fyr- ir ofan fossinn er klettagil. Um það hefur fljótið áður runnið, fyrir hundruðum eða.þúsund- um ára. Er klettagilið hrikalegt mjög og fegurð þess æði stór- brotin. Um það rennur nú berg- vatnskvísl. Efst í gilinu eru furðulegar bergmyndanir, frá þeim tíma, er fljótið rann þar, og þar er skessuketill einn, fremur óvenjulegur, lóðréttur í skáhöllu berginu. Ég hafði veitt hringlaga opinu eftirtekt fyrir löngu.: En í sumar fór ég að at- huga þetta nánar. Opið eða hringurinn er 80 sm. í þvermál, en sjálfur var skessuketillinn fnllur af sandi og leir. Það leyndi sér ekki hvað hér hafði gerzt því að opið var slípað inn- an og mjög slétt. Hélt ég fyrst, Framhaldsnám í almennri UM skeið hefur verið um það rætt meðal kennara á Hvann- eyri og annarra, að þörf væri á því að koma á fót búfræðinám- skeiðum við bændaskólana. Hlutverk þeirra gæti verið tvenns konar: í fyrsta lagi að lengja búfræði námið frá því sem nú er, um allt að því 1 vetur, og stuðla á Fegurslu gölur bæjarins VEGNA hagstæðrar veðráttu, eru margar lóðir mjög falllegar og vel hirtar víðs vegar um bæ- inn. Breytt verður út af venju á þessu ári, með því, að finna tvær af fegurstu götunum. Ásvegur og Alfabyggð urðu fyrir valinu sem fegurstu götur bæjarins. Skólagarðar Akureyr- ar eru til fyrirmyndar, hvað við kemur ræktun matjurta. Ungl- ingar eru hvattir til þess, að notfæra sér þá kennslu sem þar er veitt varðandi ræktun hinna ýmsu tegunda matjurta. Fyrir tuttugu árum hlutu eftirfarandi aðilar verðlaun fyr- ir fallegar lóðir: Helgi Steinar og frú, Ægisgötu 24, Kristján Stefánsson og frú, Hríseyjar- götu 10 og Haraldur Jónsson og frú, Eyrarvegi 25 A. Verl er að minnast þess, að þessir aðilar hafa hirt garða sína af alúð og gostgæfni sl. tuttugu ár. Á þess utímabili hefur Fegr- unarfélagið veitt öðrum átta verðlaun, sem hafa einnig hirt garða sína með sóma. Félagið vill benda á framtaks semi Landsbankans, Útgerðar- félags Akureyringa og Mennta- ' skólans í standsetningu lóða sinna. Félagið vill hvetja Akureyr- inga til þess, að sameinast um fegrun bæjarins. Akureyri hef- ur haft forustu um áratugi, sem mesti og fegursti bær landsins, hvað viðkemur skrúðgarðyrkju. Akureyringar verða að halda því sæti og mega hvergi slaka á, því að samkeppnin er orðin mikil frá öðrum bæjarfélögum. Fegrunarfélagið lagði blóm- sveig að minnisvarða Sigurðar Sigurðssonar búnaðarmála- stjóra í tilefni af 100 ára fæð- ingarafmæli hans, 5. ágúst. Frá Fegrunarfélagi Ak. þann hátt að því, að búfræö- ingar verði betúr að sér. í öðru lagi að veita eldri bú- fræðingum, svó og bændum yfirleitt, kost á því að auka þekkingarforða sinn og fylgjast með framförum' á sviði búfræð- innar. Mál þetta hefur verið rætt við fyrrverandi og núverandi landbúnaðarráðherra, þá Ingólf Jónsson og Halldór E. Sigúrðs- son, svo og ráðuneytisstjóra Gunnlaug E. Briem. Hafa þeir allir tekið máli þessu vel óg tjáð sig því fylgjandi. Hefur land- búnaðarráðuneytið ákveðið að hafist verði handa í þessu efni á Hvanneyri í vetur (1971— 1972) með takmarkaðan fjöldh nemenda, ef þátttaka fæst. Nám skeiðin verða 3 alls, og stándá hvert þeirra í um það bil "6 vikur. Kennsla verður ókeypis. Fyrirkomulag nárriskéiðanna er hugsuð þannig: Námskeið í jarðræktarfræðí, er hefjist í byrjun nóvember. ‘ Námskeið í búfjárfræði, er hefjist upp úr áramótum. Námskeið í hútækni og bygg- ingum, er hefjist í seinni hlufa febrúarmánaðar. Nemendur geta eftir vild tek- ið þátt í einu námskeiðanna eða fleiri, eftir því sem rúm leyfir. Reynt verður að haga náminu þannig, að það ‘verði sem mest hagnýtt, en þó að mestu leyti framhald af venjulegu búfræði- námi. Þeír búfræðingar (eða aðrir), sem hafa hug á að sækja ofan- greind námskeið, sendi umsókn fyrir 20. sept. til undirritaðs, .þar-sem ín. a. sé greint frá aldri og irienntun. Guðmundur Jónsson. r a að þetta væri aðeins grunn skál. Fór ég að hreinsa upp úr þessu og kom þá í ljós, þegar í botn var komið, að hér var um 2.4 metra djúpan skessuketil að ræða, og heldur víðari í botn- inn en efst. Það var raunar helli rigningu 25. júlí að kenna eða þakka, að ég rauk í að fara að grafa skessuketilinn upp, því að þá var ekki hægt að vinna að heyskapnum, og var það meira verk en ég hugði og hafði ég þó hjálparmenn. Mér lék mikil forvitni á að sjá steina þá, er þetta verk höfðu unnið, ásamt straumvatn- inu. Og á gljáfægðum botnin- um voru þeir, 12 að tölu og mis- stórir. Þeir eru líka listaverk að útliti og lögun, allmörg kíló sá stærsti. Við hlið þessa furðu- verks mótar fyrir annarri skól, miklu stærri. Inn í hana er gangur úr þeim skessukatli, er frá segir hér að framan og mun frost hafa sprengt vegginn á milli, eftir að vatn hætti að renna þar. Er hægt að skríða þar í gegn, þegar hreinsað hefur verið upp úr þeim stærri. Þ. J. HVERNIG eru unglingar inn- .rættir, seiri leika sér að því að rífa níður og eyðileggja það sem fallegt þýkir? Blómstrandi jurtir eru rifnar upp með rótum og dréift um allt, perum og fattningum stolið, bekkjum velt úm koll og hent ofan í gos- brunn, te.nglar eyðilagðir og gfeinar brotnar,_____ Hvað liggur á bak við þennan verknað? Bera unglingar ekk- ert skynbragð á fegurð, snyrti- mennsku og líf jurtarma? Hverj úm er ufn að kenria?' Svarið 'er auðvelt, því hverja eiga UngÍingaTnir að taka sér til fyrirmyndar aðra en þá full- orðnu? Foreldrar, kennarar og aðrir, Sem taka þátt í uppeldi unglinga,- verða að ganga á und- an í því, að virða og varðveita allt það, er til fegurðar horfir. J Oddgeir f>. Arnason. Karófína Sigurbjörg Karlsd. HÚSFREYJA, VESTARA-LANDI, ÖXARFIRÐI Fædd 5. júní 1895. — Dáin 4. júlí 1970. Kveðja frá eiginmanni, börnum og öðrum vandamönnum. Nú rökkurslæður reifa sund og rikir þögn uni f jörðinn þinn þá stirðnuð er þín milda mund, er mýkti und og vermdi kinn. En hvíldin er þeim miskunn mjúk, sem mein og þjáning nístir fast þú varðst að þreyja særð og sjúk og sárar æ þinn f jötur baízt. En heima á Landi hugur þinn til hinzta dags æ bundinn var. Nú Ijóð þér flytur Iækurimi og litum bregða sóleyjar. Því ykkar sambúð auðnu merkt var alla stundu jöfn og söm, til býlis þess, er batt svo sterkt var brautin ávallt kær og töm. Þú unnir kjarri, lyngi, lind og litlum þrestí, er æfði söng, og við þér brostí vegleg mynd, er vorið gaf sín yndisföng. Þú gekkst þinn veg af grandvarleik og glóð á þínum armi brann sem vermdi og kveiktí ljós á kvcik, svo kaldur skuggi þoka vann. Og nú ert þú með kærleik kvödd, þér hvílu bj'ggð þín hefur veitt. Þér Öxarfjarðar ómar rödd sem unnir þú svo trúít og heitt. J. Ó. STEFANlA AUSTFJÖRÐ MINNINGARORÐ HVAR hefur brotnað skarð í skjólvegg okkar? Hvað veldur þessum óróa hugans og bresti í öryggið? Ég veit það! Hvert á nú að flýja með áhyggjur fjöl- skyldunnar, vafamálin, gleði- efnin? Vinkona okkar, næsti granni, er horfin, vinkona, sem allt skyldi og allt : vildi gott gjöra. Stefanía „amma“, Stef- anía Austfjörð, er dáin! Nú verður ekki framar hlaupið til hennar, að sjá hana og heyra með hollráð og vinhlýju — svo hýra og erna, þrátt fyrir háan aldur og næsta erfitt æviskeið. — Þess vegna verða okkur sumardagarnir ekki eins bjartir og gleðiríkir sem ella. Oft höfum við setið við þitt góða kaffiborð í litla eldhúsinu. Þar hafði ég og notið frásagna þinna frá liðinni ævi. Minnið var trútt og frásögnin lipur, skýr og hispurslaus. Aðeins tveggja ára var Stef- anía litla látin til vandalausra, en var þó meira hjá móður sinni, einstæðri vinnukonu. Átta ára gömul var þó litla stúlkan send til frænku sinnar og átti að gæta yngra barns hennar. En aðbúðin var ömur- leg, hirðing engin og hún fékk að sofa í druslum á bak við kistu! En sú litla var snemma ákveðin til bjargráða. Seglskúta kom á fjörðinn og lagðist inn í Krók. Stefanía litla kannaðist vel við Larsen, norska skipstjór ann. Hún laumaðist í rökkrinu inn í Krók. Skipstjórinn tók henni glaðlega og sagði: „Viltu vera með?“ „Ef ég má,“ var svarið. Og næsta morgun skil- aði Larsen henni heim til móð- urinnar í næsta firði. Móðirin fagnaði henni nú ekki, en sá skjótt, að ekki var vanþörf á aðgerðum. En þær reyndust ekki þrautalausar; hárið mikið og flókið, kamburinn reif og sleit, og steinolían brenndi, — en lítil stúlka var ekki send aftur í bráð. Skólagangan varð einn dag- ur, — þá komu upp „rauðir hundar“ — allt búið, — en mik- ið grátið næstu daga og vikur! Blessuð litla Stefanía! Tíu ára gömul ertu svo komin upp í sveit og lærir að mjólka kýr, strokka rjómann, búa til flat- brauð og baka á glóð. Húsfreyj- an er ljósmóðir, en lítil hús- móðir, og þarna er þér ætlað að - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). kvæmdastjóri er Eyjólfur Sigur jónsson. Systurfélag Fjánnagns hefur einnig tekið á leigu Auðn ir við Mývatn og ætlar í sam- vinnu við bændur, að koma upp klaki og fiskeldi. HITABYLGJA Leikíélag Reykjavíkur sýndi „Hitabylgju“ á Akureyri á sunnudagskvöldið, í Samkomu- húsinu. Var troðfullt hús og leiknum mjög vel tekið, sem vænta máttí, og var Önnur sýn- ing á mánudag og í gærkveldi. Steindór Hjörleifsson er leik- stjóri en leikendur sjö. Höfund- ur Hitabylgju er Ted Willis, sjónvarpsmaður og leikritahöf- undur frá Tottenham. Leikur- inn fjallar um hin miklu vanda- mál í samskiptum fólks af ólík- um kynþáttum. Leikfélag Reykjavíkur hefur jafnan hlotið ágæta aðsókn í leikferðum sinum hingað norð- ur. taka við húsverkum og nat- reiða aðra vikuna móti vaxinni vinnukonu. Og stundum er eld.l viðurinn svo slæmur, að eina ráðið til þess að fá matinn soð • inn, var að fara í fiárhús og ná sér í fúinn raft úr ræfrinu! Eina bótin að húsbóndinn er þolinmóður og tillitssamur, og heimilið ekki stórt. Sem ung kona ertu með smá - börn þín með þér í vinnu- mennsku, en eiginmaðurinn : sjó, í siglingum vítt um álfu * og höf. Á sextugsaldri ertu mai. ■ ráðskona við byggingu Lauga- skóla. Þá eru börnin uppkomir. og gift, öll þrjú og eiginmaðui • inn kominn að landi og vinnu ; við smíðar við bygginguna. Þu ert ein, með eldavél í lelegum skúr og matreiðir fyrir stórar. hóp manna og þjónar sumum. líka. Þá — eins og oftar un . ævina — var lítið sofið en ieng 1 unnið og af kappi. Og það líður á ævina við mei i læti og mótlæti, sonur og eigin- maður hafa kvatt og hortið aii sviðinu, en fjölskyldan stæhka..' þó, jafnvel barna-barna-Darní ■ börn farin að hlaupa um og kalla á Stefaníu ,.ömmu::. Og ,,amma“ er alltaf viðbúm aci sinna þeim sem kalla — yngri og eldri. Rokkurinn og p'rjói.- arnir eru í notkun til siðusti daga, ótal leystar og vettiingar, mjúkir og litfagrir eru unnir og stroknir af lúnum höndum, er. með gleði og bæn, að þeír fa yljað litlum fótum og kóldum höndum, glatt barnshugam. með fögrum litum. En nú er rokkurinn þagnaður, prjónarm:-' liggja og blómin í gluggunum þínum eru hnípin. Kæra vinkona, Stefanía „amma“. Stutt var þín skóla- ganga-----en námsbrautin þó löng; lífið allt. En þar læröir þú snemma þann sannleika, að li:: í friði við umhverfið: blómir.., dýrin, börnin, fólkið, með kær- leiksríkum vilja og fórnarhug gefur lífsgildið mest. Þes-; vegna urðu og vinirnir margh’ og margskonar. Ég þakka ai: hjarta fyrir mig og' mína, og veit, að þú munt áfram og hvar- vetna í góðra vina hópi, meðal blóma í Guðsfriði. Skrifað í júlí 1971. Jónas frá Brekknakovi. ÞAKKARORÐ HJÓNIN í Krossnesi í Árnes- hreppi í Strandasýslu, Eyjóifu : Valgeirsson og Sigurbjörg Ale>' andersdóttir, hafa beðið Dag aö flytja öllum, sem studdu þau með gjöfum og' á annan hát; vegna eldsvoða á heimili þeirrr, kærar þakkir. Þau hjón eru nú að byggja hæ sinn að nýju og ætla aci halda búskap áfram á jörðinnx.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.