Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 2

Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 2
Frá Möðruvallakirkju Á sl. ári var þess minnst að 110 ár voru þá liðin frá því kirkjan var fullbúin og afhent söfnuði. Á þessu ári bárust henni margar góðar gjafir og þar á meðal þessar peningagjafir: kr. 25.000 Minningargjöf frá öldruðu sóknarbami. kr. 5.000 Frá fjölskyldunni í Búlandi. kr. 25.000 Minningargjöf frá hjónunum Sigríði Magnúsdóttur og Bimi Gestssyni, Björgum. kr. 30.000 Minningargjöf frá Sverri Haraldssyni, Skriðu. kr. 30.000 Minningargjöf frá Sigríði B. Sigurðardóttur frá Syðra Brekkukoti. kr. 50.000 Frá Kvenfélagi Hörg- dæla. kr. 100.000 Minningargjöf frá Þóm Magnúsdóttur, Fagraskógi og bömum henriar. kr. 10.000 frá Þóroddi Sæm- undssyni, Akureyri. kr. 10.000 Minningargjöf frá Guðmundi Bergssyni, Akureyri. kr 6.500 Ágóði af hlutaveltu frá bömum Jóhannesi, Guðbjörgu og Eyjólfi, Hjalteyri. kr. 9.000 Frá bömum í Richardshúsi, Hjalteyri. kr. 50.000 Minningargjöf frá Helgu Þórðardóttur, Þríhymingi. kr. 10.000 Frá fjölskyldunni á Baldursheimi. { minningagjafabók kirkjunnar em nöfn þeirra geymd, sem fólk vill minnast með gjöfum sínum. Fyrir hönd sóknamefndar- innar og safnaðar flyt ég gef- endum öllum bestu þakkir, svo og þeim öðmm , sem sýnt hafa kirkjunni hlýhug og ræktarsemi, og bið þeim blessunar guðs. Þórhallur Höskuldsson. Dagmæður sam- ræma starfsemi sína % Sl. haust stofnuSu dagmæður á Akureyri með sér félag, sem hlaut nafnið „Félag dagmæðra á Akureyri". Tilgangur félagsins er að efla samstöðu meðal dag- mæðra og glæða skilning fólks á ábyrgð og gildi þess starfs og virðingu fyrir því. Einnig er til- gangur félagsins að beita sér fyr- ir fræðslu og fyrirgreiðslu fyrir meðlimi sína. Skilyrði fyrir inngöngu í félag- ið er, að hver umsækjandi hafi tilskilið leyfi barnaverndarnefnd ar til daggæslu í heimahúsum. Eru skilyrði sett um húsnæði, húsrými, möguleika til útiveru, um leikföng o. fl. Einnig eru skil- yrði að sækja námskeið, sem áformað er að halda árlega. Fé- lagsmálastofnun Akureyrar hefur umsjón með daggæslunni og hef- ur í samráði við félagið samið reglugerð fyrir starfsemina. Þar segir m. a. að bæði dagmæður og foreldrar hafi rétt til að leita til F. A. ef ágreiningsmál komi upp, og fá þá aðstoð við að leysa þau. Einnig er þar kveðið á um ýmis- legt er varðar samskipti foreldra og dagmæðra. Verkefni dagmæðranna hafa reynst ærin og oftast bíða ein- hver börn eftir gæslu. Vegna út- breidds misskilnings vilja dag- mæður láta þess glöggt getið, að þær eru ekki að leysa dagvistar- stofnanir af hólmi, heldur eru þær barngóðar konur, sem sjá sér fært að leysa dagvistarvanda annarra samhliða sínum eigin. Auk þess eru engar dagvistar- stofnanir bæjarfélagsins opnar yngstu borgurunum, svo dæmi sé nefnt. Dagmæður telja mjög gagnlegt að hittast eins og verið hefur í vetur, enda hittast þær ekki á vinnustöðum eins og flestar aðr- ar stéttir. Á fundum hefur ýmis- legt verið rætt, einkum þó er varðar samvinnu við foreldra. Tengslin við foreldra eru víða viðkvæm og foreldrarnir hika við að koma mikið inn á dag- gæsluheimilið. Dagmæður telja mjög brýnt að foreldrarnir gefi sér góðan tíma þegar komið er með börnin og þau sótt, einkum í byrjun, þegar heimilið er barn- inu ókunnugt. Félög dagmæðra eru ný af nál- inni, það fyrsta var stofnað í Kópavogi á sl. ári. Eru samskon- '1r félög nú að hleypa heimdrag- anum í Garðabæ og Kópavogi og einnig í einstökum hverfum í Reykjavík. Félögin áforma að hafa með sér náið samstarf til að samræma þjónustu sína sem best. Stjórn félags dagmæðra á Akureyri skipa: Arnfríður Gunn- arsdóttir formaður, Ingibjörg Jónasdóttir ritari og Málfríður Baldursdóttir gjaldkeri. :; j jyki Herra-hattar Herraskór sérlega failegir TOSHIBA FINLUX Hljómflutningstæki • sjónvörp 20-- 22-“' 26-- Eidhúsgardínur Stórisefni TILBOÐ Sængurverasett kr. 3965 Barnasett kr. 2575 HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400 : ' '/V' 's íommœmtistís 2.DAGUR Sextugir tvíburar Hinn 5. apríl áttu sjötugsafmœli tvíburarnir frá Mýri í Bárðardal, þeir Páll H. Jónsson og Jón Jónsson. Páll var lengi kennari á Laugum en býr nú á Húsavík, kunnur söngstjóri og rithöfundur. Jón er bóndi í Fremstafelli, og yrkir jörðina og hefur staðið í stórframkvcemdum á allra síðustu árum. Blaðið sendir þeim sinar bestu árnaðaróskir. GRÖS - Bók fyrir börn og unglinga Nýlega kom út fallegt kver, 32 bls., þýtt úr dönsku af Ingólfi Davíðs- syni, en Ríkisútgáfa námsbóka gefur það út. I riti þessu eru á víð og dreif einstaklega fallegar litmyndir, ekki eingöngu af grösum, heldur ýmiss konar grasætum, allt frá skordýrum til mannsins og svo umhverfi þeirra. Lesmálið er létt og auðskilið, enda ætlað bömum og unglingum. Er kverið því mjög skemmtilegt og auðlærð nátturu- fræði í óvenjulegum búningi. Svo augljóst sé, hvaða efni kverið flytur ætla ég að láta hér fylgja nokkrar fyrirsagnir úr því: Grös eru algengustu jurtir jarð- arinnar. Gras vex nærri alls staðar. Hestar, kýr, kindur, og geitur eru grasbítar. Dýr lifa í grasi og þau lifa á grasi. Fuglar í grasi. Skordýr í grasi. Menn lifa á grasi. Litmyndimar em meira en helmingur af kverinu og vekja til umhugsunar og spuminga hjá fróðleiksfúsu bami. Gætu því margar blaðsíðumar orðið til þess að vekja samræður og löngun til að vita meira. Óhætt er því að mæla með þessu litla kveri og hvetja böm og unglinga til að lesa það sér til fróðleiks og gamans. Árnl M. Rögnvaldsson. - Opið bréf (Framhald af bls. 5). verðlaunahafa, að þegar mynda- vélin var færð frá einum til annars, var skýrleikinn stilltur á hvem og einn um leið og hann kom á skerminn. Myndimar Saltkrákan og Erfiðir tímar eru ágætlega skýrir. Þetta eru kannski segulbandsmyndir sem Sjónvarpið getur ekki gert óskýrar? Filmur sem sýndar hafa verið á stómm tjöldum og eru svo sýndar í Sjónvarpinu, óskýrar, skil ég ekki. Mér er annt um, að náttúrumyndir séu skýrar og í góð- um litum, en finnst minna gera til, þó svo einhver fyrirlesari í fallegum fötum og vel farðaður, taki sig ekki vel út. En vandvirkni í mynda- tökum á auðvitað að ná til alls þess efnis, sem myndað er. K.G.S. Húsmæður Uppskriftir til matargerðar fást í næstu kjörbúð ^Matvörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.