Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 3

Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 3
- Karl Kristjánsson (Framhald af bls. 7). heilumtil bestu bjargálna, og til héraðsforystu fyrir Þingeyingum. Þetta er ekki nema hálfsögð saga. Starfstími Karls Kristjánssonar, sem leiðtoga í þingeyskri félags- málastarfsemi var einnig mesti framfaratímihéraðsins. Hætt er við að lokið sé sérstöðu Þingeyinga á félagsmálasviðinu. Hvað um það. Byggðir Þingeyj- arsýslu hafa skilað sér í hóp þeirra byggða, sem betur hafa staðið af sér byggðaröskun, en flestar dreifbýlisbyggðir í land- inu. Héraðshöfuðstaðurinn við Skjálfanda er með örari íbúa- fjölgun en almennt gerist í land- inu. Þetta er hinn efnislegi stað- all, sem allt er vegið og metið eftir nú til dags. Eitt er víst að félagsleg leiktöf var Karli Kristjánssyni ekki að skapi. Hann vildi vera maður hinna jákvæðu viðhorfa, þar sem réttur hins smáa var virtur um leið og hagsmunir heildarinnar réðu málum til lykta. Það var fjarri skapi Karls Kristjánssonar að deila um málefni deilnanna vegna. Hann trúði á félagslega réttsýni fólksins og heilbrigt matá því jákvæða sem bjó í hverju málefni og hverjum manni. Hans lífsstefna var samhyggja, en ekki sérhyggja, sem um of hefur sett svip á félagslegar skilmingar á síðustu tímum, ekki síst í heima- héraði hans. Við sem störfuðum með Karli Kristjánssyni og nutum starfs- krafta hans og mannkosta þökk- um samfylgdina og vottum ætt- ingjum hans samúð og þökk fyrir ómetanleg kynni. Með Karli er gengin einn af máttarviðum aldamótakynslóðarinnar. Það kom í hlut hans að færa Þing- eyska félagsmálahyggju fram til nútímans og gera hana hlutgenga í nýju og óvinveittu þjóðfélags- umhverfi. Áskell Einarsson. — Hlíðarfjall (Framhald af bls. 4). varðar frekari uppbyggingu á svæðinu, og þeir mega ekki hugsa sem svo, að það sé orðið full- komið og fólk muni sækja það hvort sem er. Það er álitið að hugur margra utanbæjarmanna sé orðinn sá sami og margra Akureyringa, þ.e.a.s. að þeir nenni ekki að standa í biðröðum í fjallinu og sitji þar af leiðandi heima. Þá sáust þess merki um páskana að margir hafa áhuga á að stunda skíðagöngu, en íþrótt- ina geta allir stundað án þess að ver í eilífum biðröðum, og víðátta fjallsins tekur við ótakmörkuðum fjölda skíðagöngumanna Leitast hefur verið við að troða göngu- braut norður fyrir Stórhæð, en búnaður til að troða göngubrautir er mjög af skomum skammti í fjallinu. Snjótroðarinn hentar illa til þeirra nota. Brautina þarf líka að merkja betur og koma þarf upp einhverri að aðstöðu fyrir þá sem vilja borða nesti sitt á slíkum göngum og jafnvel snyrtiaðstöðu. Koma þyrfti upp áfangastöðum þar sem sem menn rituðu nafnið sitt í gestabók, eða fengju stimpil i sérstakt gönguvegabréf, eða fengju viðurkenningu fyrir að ganga vissa vegalengd. Á hverju vori mætti síðan verðlauna þá sérstaklega, sem þeim áfanga ná, t.d. að ganga 100 km eða 200 km. í þessum merktu göngubrautum. Það eykur mjög á útilífsáhuga al- mennings, en skíðaganga er öll- um holl og flestum tilfellum mjög æskileg. Það eru margir hlutir sem vel hafa verið gerðir í Hlíðarfjalli hvað varðar upp- byggingu og skipulag, en það er líka margt sem eftir er að gera og þv'í fyrr því betra. Aðalfundur Aðalfundur Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsal í húsi félagsins í Reykjavík fimmtudaginn 18. maí 1978, kl. 13,30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvœmt 13. greln samþykkta félagsins. 2. Tillögur tll breytinga á samþykktum fél- agsins samkvæmt 15. greln samþykktanna (ef tlllögur koma fram). 3. önnur mál, löglega upp borln. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík 12.-17. maí. Reykjavík 20. mars 1978, Stjórnin Smíða kerrur fyrir allar gerðir bíla og dráttarvéla, með eða án undirvagna. Keðju- dreifara fyrir tað og mykju, einnig neta- dreka fyrir þorska og grásleppunet. Leitið upplýsinga Trausti Bergland Ljótsstöðum, Hofshreppi, Skagafirði, sími um Hofsós 6311. Athugið Fóstrur á Akureyri gangast fyrir kynningu á starf- semi dagvistarstofnana nk. sunnudag. Allar dagvistarstofnanir Akureyrarbæjar, Stekkur og Sólborg verða opnar öllum, sem áhuga hafa kl. 14-17 þennan dag. Foreldrar eru hvattir til þess að taka með sér börn sín. FÓSTRUR Á AKUREYRI. Knattspyrnudeild KA óskar eftir 5 herbergja íbúð sem fyrst á leigu. Góð fyrirframgreiðsla. Uppl. gefur Stefán Gunnlaugsson í síma 21717 AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Stjórn verkamannabústaða Akureyri óskar eftir til- boðum í að byggja fjölbýlishús við Hjallalund 7, 9, 11 með 21 íbúð. Útboðsgögn verða afhent gegn skilatryggingu að upphæð kr. 25.000. Tilboðin verða opnuð þann 26. apríl á bæjarskrif- stofunni Geislagötu 9 kl. 11 . F.h. Stjórnar verkamannabústaða Akureyri Sigurður Hannesson. VERKSTJÓRI Viljum ráða verkstjóra í eina af framleiðsludeildum fyrirtækisins. Tilvalið starf fyrir kjötiðnaðarmann eða matsvein. Uppl. í síma 21466. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co. hf. Starfsmann vantar, helst vanan rafsuðu. Bónuskerfi. Ofnasmiðja Norðurlands. Starfsfólk óskast Vegna fyrirhugaðrar stækkunar á versluninni vantar okkur starfsfólk nú þegar eða síðar í vor. Upplýsingar ekki gefnar í síma. KIÖRBOO HF= KAUPANGI Afgreiðslumaður óskast nú þegar eða sem fyrst. Þriðja og síðasta spilavist Framsóknarfélags Akur- eyrar verður haldin að Hótel KEA sunnudaginn 9. apríl k. 20.30 1. Góð kvöldverðlaun. 2. Heildarverðlaun Júgóslavíuferð að verðmæti 150.000 krónur 3. Ferðakynning. Kynnt verður m.a. Júgóslavíu- ferð Kjördæmissambands eystra. 4. Dansað til kl. 1 e.m. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR HBEIN6EBNIHGAR TÖKUM AÐ OKKUR TEPPAHREINSUN, HÚSGAGNAHREINSUN OG HREINGERNINGAR. SÍMI 21719 OG 21988. DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.