Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 11166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 11167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÉDSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Framsóknar- þjóðfélag? Þjóðfélag okkar er margbrotið að allri gerð, þótt atyinnuvegirnir séu það ekki. Efnahagsmálin svo flókin, að venjulegu fólki er of- raun, kaup og kjarasamningar á síðustu tímum þau talnaundur að efnahagssérfræðinga og síðar lögfrœðinga þarf til að kveðja. Allt hefur þetta m.a. leitt til þess að margir eru stjómmálum fráhverfir og í skjóli þeirra staðreyndar eru stjórnmálalegar umræður oft nei- kvæðar og bjóða lágkúrulegum málflutningi heim. En þrátt fyrir þetta er íslenskt þjóðfélag að ýmsu leyti vel á vegi statt og naumast mun almenning- ur fyrr hafa getað veitt srér meira af þeim eftir sóttu lífsgæðum, sem fyrir peninga fást. Efnahagur fs- lendinga er jafnari er annars stað- ar þekkist, samhjálp og samvinna mikil, einkaframtak og félags- rekstur jafn rétthá form, almenn þjónusta hins opinbera ört vaxandi í flestum málaflokkum og atvinnuleysið, eitt hið mesta böl margra nálægra þjóða, er ekki til hér á landi um þessar mundir. Ekki er ofmælt að segja.m að at- vinnuvegimir um land allt hafi tekið stakkaskiptum þegar lands- byggðarstefnan loks náði veru- legu fylgi allra stjómmálaflokka og fiskstofnunum og þar með aðal útflutningsatvinnuveginum var bjargað á síðustu stund með ske- leggri baráttu í landhelgismálinu og síðari friðunaraðgerðum. Þeg- ar á allt þetta er litið er Ijóst að hér hefur Framsóknarflokkurinn mót- að stefnuna verulega, og má IJóst vera að þjóðin má ekki án þess flokks vera. Á það minna orð eins af and- stæðingum Framsóknar, sem sagði að íslenskt þjóðfélag væri í raun og veru Framsóknarþjóð- félag. Hann var beðlnn nánari skýringar og voru þá ofangreindar staðreyndlr ræddar nokkuð og niðurstaðan varð sú, að þótt margt væri að í þjóðf élagi okkar, og ætíð næg ágreiningsefni, mætti ekki ganga fram hjá því með lokuð augu, hve áunnist hefði og hversu dýkrmætt það væri. Hver og einn veit samkvæmt reynslunni, að þegar óábyrgir flokkar eru við stjórnvölinn brestur margt það besta, sem áunnist hefur. Jafnvel á skömmum tíma. Meöal annars af þeirri ástæðu er það hverjum og einum ábyrgðarhluti, að láta dægurmálin og loddaraleiki at- kvæðasmalanna vaxa sér í aug- um, og ráða úrslitum á kjördegi. tá Armann Dalmannsson Ármann Dalmannsson sem and- aðist á Akureyri 22. mars, var jarðsunginn 31. mars frá Akur- eyrarkirkju, að viðstöddu fjöl- menni. Ármann Dalmannsson fæddist í Fíflholtum, Hraunhreppi í Mýrasýslu 12. september árið 1894, sonur hjónanna Dalmanns Ármannssonar, bónda þar og Steinunnar Stefánsdóttur. Hann ólst upp við bústörf og sjósókn á góðu heimili og á unglingsaldri varð hann formaður á fiskibát og farnaðist vel. Alllöngu síðar var hann um skeið togarasjómaður og átti sjómennskan ætíð nokkur ítök í honum. En leið hans lá þó í Bænda- skólann á Hvanneyri og útskrif- aðist hann þaðan vorið 1918, en 1924—1925 var hann við nám í Ollerup á Fjóni, en sá skóli var þá og síðar mjög þekktur undir stjórn Niels Bukh, en hafði þá verið bóndi í tvö ár á föðurleifð sinni. Heim kominn frá námi sínu í Ollerup réðist Ármann til Rækt- unarfélags Norðurlands og var önnur hönd Ólafs Jónssonar í Gróðrarstöðinni frá 1924—1950, og síðustu tvö árin af þeim tíma vann hann að hálfu hjá Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga og síðan varð hann skógarvörður og helg- aði sig skógræktarstarfinu til elli- ára. Vaðlaskógur og Kjarnaskóg- ur bera honum gott vitni. Samhliða hinum miklu störf- um hjá Ræktunarfélagi Norður- lands, stundaði Ármann Dal- mannsson kennslu í leikfimi og frjálsum íþróttum á kvöldnám- skeiðum öðru hverju allt frá 1927. Fimleikaflokkur hans varð * * * Ármann Dalmannsson er sigldur. Við horfum á eftir honum með söknuði, en við vitum að hann hlýtur góðan byr. Góð samviska, réttsýni og góð- vild fylla seglin og fleyinu er stýrt styrkri hendi hins hægláta og varkára manns. Jafnan var Ármann athugull og tillitssamur. Ekki man ég þess dæmi, að honum brygðist boga- listin í samskiptum okkar íþróttamanna. Ágæt greind bar hann jafnan rétta leið í hverju máli. Hann var vel íþróttum búinn. í leikfimi- tímum brá hann sér oft í hand- stöðu eða gekk góða stund á höndum af frábæru öryggi. Jafnan var Ármann hlýr og hýr og yljaði þeim, er hann átti sam- skipti við. Hann var mannræktar og jarðræktarmaður, vel sjáandi og farsæll, vinsæll og virtur. Við hjónin þökkum honum samskiptin, og samfylgdina og biðjum honum blessunar á nýjum slóðum. Sigrúnu konu Ármanns, börn- um þeirra og vandamönnum öll- um vottum við dýpstu samúð. Hermann Stefánsson Blaðinu gefur borist eftirfarandi bréf frá Noregi: Ég er 20 ára norskur piltur og óska eftir að komast í bréfa- samband við jafnaldra á íslandi, pilt eða stúlku. Ég er skátaforingi og áhugamál mín eru m.a. frí- merki, tónlist, íþróttir og útilíf. Bréf má skrifa á ensku eða dönsku/norsku til: Korp. Torstein Bryne Adm 3 / SKKP / IÖ3 N-7714 STEINKJERSANDAN Norge KVEÐJUORÐ landskunnur á sínum tíma. Oft var hann fimleikakennari í hinum ýmsu skólum í forföllum og einnig prófdómari í ýmsum skól- um bæjarins og við Bændaskól- ann á Hólum í Hjaltadal um fjölda ára. Formaður Jarðræktarfélags Akureyrar varð Ármann 1934, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1954, formaður Iþróttabandalags Akureyrar frá stofnun, 1944, og formaður Ak- ureyrardeildar KEA frá 1952 til dauðadags. Heiðursfélagi íþróttasambands fslands varð hann 1964. Ármann Dalmannsson var löngum störfum hlaðinn, ætíð hvetjandi félagshyggjumaður, drengskaparmaður og bæði vin- margur og vinfastur. Heimili hans og Sigrúnar Kristjánsdóttur konu hans, í Aðalstræti 62, var annálað fyrir hlýju og gestrisni. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra eru: Jón Dalmann, fulltrúi, Stefanía, húsmóðir, Ing- ólfur, yfirkennari, öll á Akureyri og Kristján, framkvæmdastjóri á Kópaskeri. Ármann Dalmannsson var tveggja manna maki að burðum og. tveggja maki til starfa fram á síðustu ár. Glaðværð hans og geðró var við brugðið. Karl- mennska hans og einurð var þó aldrei í efa dregin, en leiðir sam- vinnu og bræðralags voru reynd- ar til þrautar í hverju máli og allir trúðu honum til farsællar forystu í hverju því máli, sem hann tók að sér. Þótt önn dagsins kallaði Ár- mann jafnan snemma til starfa á degi hverjum og gæfi honum fáar tómstundir, hvatti ljóðadísin hann til dáða. Hinar margþættu og fögru hugsjónir birtust í ljóð- um hans, þar sem hann segir hug sinn allan og er mannbætandi lesefni. Það var Akureyringum og Ey- firðingum mikið happ, að Ár- mann Dalmannsson festi rætur við Eyjafjörð og vann þar sitt ævistarf. öll voru störf hans ræktunarstörf í rúmum skilningi, öll hans framkoma mótaðist af drengskap og góðvild til sam- ferðamanna og lotningu fyrir höfundi lífsins. Þökk fyrir sam- fylgdina. Megi störf Ármanns Dal- mannssonar bera ávöxt um langa framtíð. E.D. t Hlynur Snær Þormóðsson F. 26. des. 1975. D. 26. mars 1978. Kveðja frá afa. Nú er slitinn strengur, stærstu gleði minnar, ómar ekki lengur angrið litar kinnar. Hlyninn unga héðan höndin dauðans knýr klökku hjarta ég kveð hann kvöl í hug mér býr. Vorsins kynja-kraftur kveikir líf og trú. - Enginn kemur aftur alveg sami og þú. Þrír nemendur fara til ísafjarðar og syngja Nýverið kom 30 nemenda hópur til Akureyrar frá Tónlistarskólanum í Kópavogi, og var um að ræða blásaraflokk, blandaða hljómsveit og einsöngvara. Þessi ferð heppn- aðist í alla staði mjög vel, og léku gestirair á tónleikum í Akureyrar- kirkju og einnig fyrir vistfólk á Elliheimili Akureyrar. Sérstök á- nægja var með samleikstíma nem- enda frá Kópavogi og Akureyri, sem léku saman í 50-60 nemenda hljómsveit, og einnig var sameigin- legt skemmtikvöld öllum mikið á- nægjuefni. Tilgangur slikra nem- endaheimsókna er að auka tengsl og gangkvæm kynni milli nemenda og kennara skólanna. Nú um næstu helgi fara 3 söngnemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til ísafjarðar, en Tónlistarskól- inn á ísafirði annast móttöku og skipulagningu heimsóknarinn- ar. Söngnemendurnireru: Guðrún Kristjánsdóttir sópran, Helga Al- freðsdóttir sópran og Gunníriour Hreiðarsdóttir alt. Söngkennari þeirra Sigurður Demetz Franzson verður með í förinni, ásamt píanó- leikara Thomas Jackman, sem er kennari við tónlistarskólann. B Ríkisútgáfa námsbóka 40 ára Nýlega kom út afmælisrit Ríkisút- gáfu námsbóka þar sem minnst er fjörutíu ára útgáfunnar sem var á síðastliðnu ári. Jafnframt er þess þar minnst að Skólavörubúð Rík- isútgáfunnar var þá 20 ára. í riti þessu er rakin saga þessara fyrir- tækja í stórum dráttum. Vilhjálm- ur Hjálmarsson menntamálaráð- hera á þar fyrstu greinina, en auk hans eiga greinar í ritinu: Kristján J. Gunnarsson, formaður náms- bókanefndar, Pálmi Jósefsson fyrrv. skólastjóri, Helgi Elías- son,fyrrv. fræðslumálastjóri, Ingi Kristinsson, skólastjóri, Þórleifur Bjarnason fyrrv. námsstjóri, Rann- veig Löve, sérkennari, og Ingvar Sigurgeirsson, kennari, Allar eru greinar þessar stuttar og skýrar um sögu Ríkisútgáfunnar og varpað fram hugmyndum um framtíð hennar. Ritið er smekklega úr garði gert og gef ur glögga mynd um nytsemi stof nunarinnar. Við, kennarar, sem munum bókaleysið í skólunum áður en Ríkisútgáfa námsbóka var stofnuð, getum sennilega best dæmt um það hvílíkt gagn það var fyrir skólana þegar hún komst á fót. Vilmundur Jónsson, landlæknir átti mestan þátt í löggjöfinni en Jón Emil Guðjónsson hefur verið fram- kvæmdastjóri útgáf unnar frá því að sérstakur framkvæmdastjóri var ráðinn við hana 1956. Störfum hans fyrir útgáfuna hefur fylgt mikil gifta. Fyrstu námsbækur útgáfunnar voru fremur fátæklegar að ytra út- liti en það hefur stórlega breyst á síðari árum. Minnist ég þess hve mikla gleði það vakti í skólunum þegar lestrarbókin „Gagn og gam- an" kom út litprentuð. Síðan hefur verið haldið áfram að vanda útlit bókanna og má í því efni minnast á I útgáfu Skólaljóðanna með teikn- ingum Halldórs Péturssonar. Það er álit mitt að engin þjóð í heimin- um eigi eins fögur skólaljóð með verkum góðskálda sinna. Að vísu hefði verið æskilegt að þau hefðu einnig kynnt ýmsar fleiri perlur úr kvæðum skálda nútímans, en 20 ár. Er mér minnisstætt hve oft var gott að koma þar og fá ýmis hjálpartæki við kennsluna sem ekki fengust annars staðar. Það vaf sannarlega þarft spor þegar hún var stofnuð. Og nú þegar litið er um öxl þá munu flestir kennarar þessa lands telja það happa-atburð þegar Rík- isútgáfan var stofnuð. Auðvitað hefur hún ekki sloppið við gagn- rýni fremur en aðrar stofnanir, en Jón Emil Guðjónsson, framkvæmdastjóri Rfkisútgáfunnar. sennilega hefur stærð bólarinnar sett þar takmörk. Upphaflega náði útgáfan aðeins yfir barnaskólastigið en nú sér hún börnum fyrir námsbókum á öllu skyldunámsstiginu. í afmælisritinu er skrá yfir allar bækur útgáfunnar og myndir af höfundum bókanna eða öðrum þeim sem hafa haft aðalumsjón með útgáfu þeirra. Skólavörubúðin hefur starfað í án hennar höfum við við ekki viljað vera. Og ég hygg að hún eigi sama tilverurétt í framtíðinni. Það er mun heppilegra að skólamenn sjái um útgáfu kennslubóka en að þær lúti gróðasjónarmiði. Þessar fáu línur eru ritaðar til að minna á þessi tímamót í Ríkisút- gáfu námsbóka og það hlutverk sem stofnunin hefur gengt í fjörutíu ár. Eiríkur Sigurðsson. Hver fær lóðina? Mig langar að leggja orð í belg vegna fyrirhugaðrar úthlutunar verslunarlóðar í Hlíðahverfinu í Glerárhverfinu, þar sem ég kem með að búa næstu árin og vonandi mörg. Mér kom það nokkuð spánskt fyrir sjónir að sjá það auglýst í blöðum bæjarins, að lóðin væri laus til umsóknar, því fasteignasal- inn, sem seldi okkur íbúð hér í hverfinu hafði sagt okkur, að þarna kæmi matvömverslun KEA og því væri góð verslunarþjónusta tryggð. Það þótti mér milall kostur, og gaf staðnum mikið gildi í mínum aug- um og okkar hjóna, því við höfðum heyrt um góða verslunarþjönusfu hjá þessu fyrirtæki og sanngjarnt vöruverð í búðum þess. Nú er ár liðið síðan við fluttum í bæinn og höfum vissu fyrir, að það sem við höfðum heyrt, var rétt. Við komum frá stað, þar sem öðruvísi var staðið að málum í versluninni og samkvæmt reynsl- unni þar og síðan hér, get ég ímyndað mér að Akureyringar geri sér það naumast nægilega ljóst, hvað þeir búa við góða verslunar- þjónustu á Akureyri. íbúðahverfi eins og Hlíðarhveff- ið, finnst mér eigi að vera sem mest laust við viðskiptaumferð þótt nauðsynlegt sé að hafa þar dag- vöruverslun og þess vegna er tæplega aðstaða fyrir verslunar- samkeppni í hverfinu, því hún hlýtur að auka verslunarkostn- aðinn, þótt verslunarsamkeppni sé auðvitað æskileg, 4 DAGUR Eftir að ég fói að kynnast hlutunum hérna á Akur- eyri, held ég að óhætt sé að treysta góðri þjónustu og byggi ég það meðal annars á þeirri óvenjulegu þjónustu, sem KEA veitir fólki „í hinum dreifðu byggðum" allt til Grímseyjar, Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, að selja vörur við sama verð í útibúum sínum t þar og það gerir á Akureyri. Þetta i er. svo einstakt, að hvergi mun annars staðar þekkjast, eða ekki hef ég heyrt um það. Mér finnst þett nú alveg stókostlegt. Fyrirtæki, sem rekur þannig viðskipti, jafna ég ekki við kaupmenn, hversu góðir sem þeir annars kunna að vera. Lítið sem ekkert þekki ég til þeirra mann, sem sækja um verslunarlóðina á móti KEA, en eftir því sem mér er sagt, ráða þeir ekki yfir því fjármagni, að geta byggt vel og haft góðan vörulager, sem KEA er hinsvegar treystandi til. Á þetta og fleira þarf að líta við úthlutun verslunarlóðarinnar og ég trúi ekki öðru en að þeir, sem þar ráða, sjái til þess að við, sem eigum að búa í þessu hverfi, fáum að sitja við sama borð og aðrir Akureyr- ingar um hina góðu og tryggu verslunarþjónustu Kaupfélagsins. Mér er sagt, að KEA hafi borist áskorun úr hverfinu um að koma þar upp dagvöruverslun og tek ég undir þær óskir og treysti því að lóðin verði veitt Kaupfélaginu. Að loku lokum finnst mér mér, að fleiri ættu að taka til máls um þetta til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Kona í Hlíðarhverfi. Opið bréf til sjónvarpsins Þar sem ég er áhugamaður um myndasmíði og myndatökur á mjófilmur.áleit ég lengi vel, að óskýrar myndir Sjónvarpsins væru lélegum tækjum að kenna. En nú er ég kominn að þeirri niðurstöðu, að svo sé ekki, þar sem ég hef séð skýrar og ágætar myndir stöku sinnum. Hvernig stendur til dæmis á því, að klukkumyndin er næstum aldrel skýr og þulurinn sjaldan alveg skýr né heldur fólk í hringborðs- umræðum og þar þar er nú myndsmíðin fyrir neðann allar hellur. Mér dettur í hug, að myndatökumennirnir þyrftu að fá sér betri gleraugu. Oft er skýrasti punktur myndarinnar í bakgrunninum eða framan við borðið. Mér var kennt að stilla á augu mann, til þess að fá góða mynd. Mér dettur í hug, hvort myndatakan eigi að vera einhver nýtískuleg listsköpun, þar sem fólk eigi að sjást í einhverskonar móðu? Og hvernig stendur á því, að filmur eru sendar út, svo óskýrar, að tæpast er hægt að lesa nöfn leikenda í myndinni? Vel skil ég að fréttamyndir geti ekki alltaf verið hnífskarpar vegna misjafnra skilyrða við myndatök- una. En þegar verið er að mynda í stúdíói, á þetta ekki að koma fyrir, eða þegar myndir eru teknar í sjónvarpssal. Ég tók eftir því á sýn- ingu hringborðsumræðna Nobels- (Framhald á bls. 2). rrescrr ^ribar- * Itíkrrát f samvinnu við útgáfufyrirtæk- ið Gutenbergshus-Bladene í Danmörku, hefur verið efnt til skíðamóts fyrir börn á aldr- inum 7-12 ára, er nefnast „Andrésar Andar" leikarnir á Akureyrl. Framkvæmdaaðili er sem fyrr, nefnd áhugamanna um skíðafþróttir þar sem eru m.a. fulltrúar frá Skíðaráði Akureyrar, íþróttabandalagi Akureyrar og Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Mót þetta fer fram nú um næstu helgi. Hefst það með veglegri setnlngarathðfn sem fer fram í kirkjunni og í kirkjustöllunum á föstudags- kvðldið. A laugardag og sunnudag verður síðan keppt í Hlíðarfjalli. Keppt verður í svigi og stórsvigl drengja og stúlkna í öllum aldursflokkum frá 7-12 ára. Allir keppendur fá þátt- tökuviðurkenningu og svo fá sex fyrstu í hverri grein sérstðk verðlaun. Keppendur verða um 250 frá Akureyri, Reykjavfk, Dalvfk, Húsavfk, Siglufirði, Austfjörðum og (safirði. Fyrsti knattspyrnu- leikur vorsins S.l. sunnudag fór fram knatt- spyrnuleikur á Sana vellinum á milli Akureyrarfélaganna Þórs og KA. Var þetta fyrsti leikur KA á þessu vori, en Þórsarar hafa leikið þrjá leiki í Englandi nú um páskana. Nokkra leik- menn vantaði hjá báðum liðum, og aðstæður á vellinum voru nánast ómögulegar til knatt- spyrnuleikja. Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Marinóis- son í fyrri hálfleik og kom Þór í 1:0. Um miðjan síðari hálfleik bætti Jón Lárusson öðru marki við fyrir Þór og þau urðu úrslit leiksins. KA menn áttu nokkur góð. marktækifæri, en Ragnar Þorvaldsson markvörður varði oft á tíðum mjög vel. Bæði þessi lið hyggja á frekari æfingarleiki nú í vor fyrir deildarkeppnina, og ekki mun af veita. 1 liði Þórs komu fram nokkrir ungir leikmenn sem ekki hafa leikið áður með meistaraflokknum og stóðu þeir vel fyrir sínu. Annars voru það leikreyndustu menn liðanna sem best komust frá þessum leik, svo sem Sigurður Lárusson og Haraldur Haraldsson. Punktar úr Hlíðarfjalli Aðsókn að skíðasvæðinu f Hlfðarfjalli um páskana var mjög góð, þó svo að veður hafi verið heldur risjótt og raunar englnn dagur verulega góður. Þá dagana sem best viðraðl eða á skfrdag, föstudaginn langa og páskadag hafa verið á svæðinu 1700 tll 2000 manns. Þá voru um 300 bílar á bíla- stæðinu en í heild munu hafa komlð á milll 4-500 bílar í hlaðið, dag hvern. Að vanda mynduðust langar biðraðir við lyfturnar og þá sérstaklega vlð stólalyftuna, en þar var biðln allt að 40 mín. Þegar mest var, blðu við þá lyftu um 250 manns. Við stromplyftuna var biðln 15 mín og álfka við kaðaltogbrautirnar. Því hefur stundum verið haldið fram að Akureyringar færu síður á skíði á þeim dögum sem aðsókn er hvað mest vegna þess að þeir hafi ekki áhuga á að standa í bið- röðum uppi í fjalli. Af þessu til- efni var gerð á því könnun um páskana hve margir væru hér að- eins um páskana og hve margir væru Akureyringar. Könnunin var gerð í biðröðinni við stóla- lyftuna og stromplyftuna, og voru 409 manns spurðir. Niðurstaðan fvar Sigmundsson. varð raunar mjög athyglisverð. Rúmlega 42% sem voru spurðir, voru utanbæjarmenn. Það gefur tilefni til'íð álíta að verulegur fjöldi fólks hafi lagt leið sína til lAJcureyrar um páskana, gagngert til að fara á skíði. Fram hefur komið að Flugleiðir fluttu um 1200 manns til og frá Akureyri um páskana. Engar tölur liggja fyrir um það hve margir komu til að vera á skíðum, en ljóst er að það er verulegur hópur. Þá komu einnig fjöldi manna, aðallega fjölskyldur á einkabílum, og þá_ Reykjavíkursvæðinu helst. Ætla má að skíðalandið í Hlíðar- fjalli dragi árlega til sín töluverð- an fjölda aðkomumanna, og er eflaust af því mikill hagnaður fyrir bæjarfélagi í heild. Skíða- svæðið í Hlíðarfjalli er í vitund margra eitt best búna skíðasvæði landsins og stendur jafnvel fram- ar mörgum erlendum skíðastöðv- um. Forráðamenn mega hins vegar ekki sofna á verðinum hvað (Framhald á bls. 6). DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.