Dagur - 04.05.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR* HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. Akureyri, fimmtudagur 4. apríl 1978 26. tölublað Aðalfundur Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps haklinn að ||j| Sólgarði 27. apríl 1978 lýsir - óánægju sinni yfir viðhaldi ■ -' þjóðvega innan við Akureyri ■' ,, sem vægast sagt má teljast mjög lélegt. Ennfremur vill fundurinn benda á að enn eru langir vegarkaflar allsendis ófullnægjandi. enda sums staðar hálfrar aldar gamlir. Væntir fundurinn þess að þingmenn kjördæmisins og forráðamenn vegamála taki þetta til vinsamlegrar athug- unar. Stjórn Búnaðarfélags Saur- bæjarhr. Leifur Ljónsöskur Sunnudaginn 7. maí n.k. frumsýnir Leikklúbburinn Saga á Akureyri barnaleikrit- ið „Leifur Ijónsöskur" eftir Torben Jetsmark. Leikritið er þýtt af Höllu Guðmundsdótt- ur, en leikstjórar eru Þórir Steingrímsson og Theódór Júlíusson. Frumsýningin verður í Dynheimum og hefst kl. 14.00 Leikmynd, búningar og svið er unnið í hópvinnu af leikurum en umsjón með því verki hefur verið í höndum Þráins Karlssonar. Sextán leikarar taka þátt í sýningunni, en helztu hlutverk eru í höndum Helga Más Barðasonar (Leifur), Jóhönnu Birgisdóttur (Hnútur), Snjó- laugar Brjánsdóttur (Toppur) og Magnúsar Ársælssonar (Lúlli lampakveikur). ★ Hrossagaukurinn Hrossagaukurinn og spóinn eru fyrir nokkru farnir að láta til sín heyra og fjöldi hverrar tegundar hefur aukist mjög síðustu dagana. Þá hafa tveir starir sést í bænum og ein silkitoppa. Orgeltónleikar Tónlistarskólinn heldur |j orgeltónleika í Akureyrar- kirkju á fimmtudaginn klukk- an 5 e.h. Á laugardaginn verða svo tónleikar í Borgar- bíói klukkan 2 e.h.. Leika þar nemendur á efri stigum á píanó og fiðlu. Verkamannabústaðirnir: Verður tilboði Híbýlis tekið? Fyrir skömmu voru opnuð tilboð í byggingu næsta áfanga verka- mannabústaða sem verða við Hjallalund 7, 9 og 11. Tvö tilboð bárust og var hið lægra um 93% af kostnaðaraætiun. Sameigin- legt tilboð barst frá eftirtöldum aðilum: Pan h/f, Berki h/f og Smára h/f. Tilboð þeirra hljóð- aði upp á 168. 068.543 krónur, en tilboð Híbýlis var ögn lægra eða 164.893.250 krónur. Kostn- aðaráætlun sem Teiknistofan Ármúla 6 gerði var 176.180.450 krónur. Alls er 21 íbúð í fjölbýlishúsinu og samkvæmt útboði, skal áfang- anum vera lokið í maí á næsta ári. Þrjár þriggja herbergja íbúðir eru í húsinu og átján eru fjögurra her- bergja. Eftir er að bjóða út eld- hússinnréttingar, fataskápa og innihurðir og verður það sennilega ekki gert fyrr en í byrjun næsta árs. Kaúpandi íbúðar í verkamanna- bústöðunum greiðir aðeins 20% af íbúðarverðinu, en fær síðan venju- legt húsnæðisstjórnarlán. Það sem vantar upp á 80% fær hann úr byggingarsjóði verkamanna til 42 ára, með 2% vöxtum og án vísi- tölutryggingar. Hins vegar getur ekki hver sem er notfært sér þessi hagstæðu kjör. Skuldlaus eign, miðað við 31. desember 1977, má eigi vera hærri en 2.906.452 krónur. Til viðbótar, fyrir hvert barn yngra en 16 ára, 112.090 krónur. Við- komandi þarf að hafa búið á Ak- ureyri sl. tvö ár. Þá mega meðal- tekjur sl. þriggja ára ekki fara upp- fyrir ákveðið hámark. Nú liggur fyrir uppgjör fyrir verkamannabústaðina við Hjalla- (Framhald á bls. 3). Sakadómsrannsókn er hafin á brunanum ( Breka VE, en eins og kunnugt er kviknaði í tog- aranum á þriðjudagsmorgun. Búið er að kveða til þrjá sérfróða skoðunarmenn til að grafast fyrir um eldsupptök. Einnig hefur rannsóknar- lögreglan sent fulltrúa sína til Akureyrar. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, fulltrúi bæjarfógeta, stjórnar rannsókninni og sagði hann, að niðurstöður ættu að liggja fyrir í dag eða á morgun. Ljóst er að tjónið mun skipta hundruðum milljóna, en fbúðir skipverja eru mikið skemmdar, svo og tæki í brú og aðgerðarpláss er ónýtt. Eldurinn breiddist út með ótrúlegum hraða og gat slökkvilið Slippstöðvarinnar við ekkert ráðið og það tók slökkvilið Akureyrar nokkrar klukku- stundir að ráða niðurlögum eldsins. Breki átti að fara út til veiða í næstu viku. Skipið er aðeins tveggja ára gamalt og var eitt fuiikomnasta fiskiskip íslenska flotans. Mynd: áþ. 1.MAÍ Hátíðahöld verkalýðsfélaganna á Akureyri 1. maí fóru fram með hefðbundnum hætti, svo sem kröfugöngu og lúðrablæstri. Á útifundinum flutti Jökull Guð- mundsson ávarp. Aðrir ræðu- menn voru Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jón Helgason, form. Ein- ingar og Hákon Hákonarson, formaður Alþýðusambands Norðurlands, sem hér birtist mynd af við það tækifæri. Framtíð Hjalteyrar enn óráðin Forsvarsmenn Arnarness- hrepps hafa að undanförnu átt viðræður við ýmsa aðila um hugsanlega atvinnustarf- semi á Hjalteyri. Að sögn Magnúsar Stefánssonar, hreppstjóra, hefur m.a. verið rætt við fulltrúa Kaupfélags Eyfirðinga, en enn sem kom- ið er hafa engar ákvarðanir verið teknar. Magnús sagði hreppsnefndina hafa áhuga á léttum iðnaði svo og starf- semi er tengdist sjávarútvegi. Innan tíðar má búast við að lokaákvarðanir verði teknar og uppbygging hafin á nýjan ieik á Hjalteyri. Slippstöðin hf. skilaði hagnaði á síðastliðnu ári Starfsemi Slippstöðvarinnar h/f gekk vel á sl. ári og skilaði fyrir- tækið 5.2 milljónum króna í hagnað. Afskriftir numu 38.7 milljónum, niðurfærsla birgða 116.6 milljónum og á sl. ári voru 8.3 milljónir greiddar í arð til hluthafa. Samkvæmt þessu er árangur rekstursins 45.5 millj- ónum króna betri en árið áður. Á aðalfundi Slippstöðvarinnar h/f, sem haldinn var 29. apríl var ákveðið að greiða 10% arð. Stjórn fyrirtækisins var endur- kjörin. í ársskýrslu Slippstöðvarinnar kemur m.a. fram að vel hafi gengið að jafna út árstíðarsveiflur við- gerðann-.-og brúa bil á ntilli verk- hópa. Sérstaklega góð reynsla fékkst að þessu leyti við kaupin á togaraskrokknum frá Noregi. Fjöldi framleiðslustunda var 460 þúsund á árinu á móti 412 þúsund árið áður, sem er nær 12% aukning. Yfirvinna var nú 22% af vinnutím- anum þrátt fyrir yfirvinnubannið. Veltuaukning frá árinu áður var 37.4% Efnahagsstaða fyrirtækisins er orðin traust og með tilliti til þess, að nú er búið að ganga frá nýjum samningi um smíði á 56 m löngu nótaveiðiskipi er verkefnaleg staða einnig með betra móti. Að auki er mikil eftirspurn eftirýmsum breyt- ingum og viðgétðum og hefur ekki (Framhald á bls. 3).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.