Dagur - 04.05.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 04.05.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 11166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 11167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Hetjur í hvers- dagsklæðum Fyrir stuttu var sýnd kvikmyndin, Björgunarafrekið við Látrabjarg, sem Óskar Gísiason gerði á sínum tíma. Þar sáust þeir menn í hvers- dagsklæðum, sem björguðu mannslífum við ógnþrungnar að- stæður. Þar fóru rólegir menn og æðrulausir, athugulir, hugdjarfir og fumlausir. Hvert handtak þeirra var yfirvegað og ekki skrikaði þeim fótur. Hjá þeim fóru saman þeir eiginleikar, sem löngum hafa einkennt íslenska bændur og sjó- menn og gert þá að hetjum og bjargvættum á örlagastundum. Björgunarafrekið við Látrabjarg minnnir okkur rækilega á þau sannindi mannlífsins, hver munur er á því að sýnast og vera. Eða ætli nokkur áhorfandi kvikmyndarinn- ar hafi á meðan hugsað til allra spjátrunganna í þjóðfélaginu, þessara íþróttamanna í loddara- skap og sýndarmennsku, sem nú eru orðin svo fjölskrúðug gæludýr og jafnvel átrúnaðargoð? Landið okkar hefur ætíð gert kröfur til hugrekkis, þreks og þol- gæðir, umfram flest önnur byggi- leg lönd. Og á meðan við enn eig- um menn í líkingu við þá, sem sjómönnum björguðu úr heljar- greipum við Látrabjarg vestur, verður landið í byggð og þjóðin þess umkomin og verðug að eiga það. f framhaldi þessara orða meg- um við einnig hugleiða, hvernig við metum störf þau, sem unnin eru. Þá vaknar fyrst spurningin um það, hvort við vanmetum ekki fólkið í hversdagsklæðunum, al- mennt séð. Fólkið sem segjs má um, að öll megin verðmæti skapi hér á landi með vinnu sinni, oft þeirri erfiðustu og vandasömustu, svo sem bændur og fiskimenn, frystihúskonur, eyrarvinnumenn og iðju- og iðnaðarmenn? Eða höfum við e.t.v. gert okkur sek um að dekra við gæiudýrin í hinu spillta og ráðvillta þjóðfélagi okk- ar og reynt í einfeldni okkar, að gera þau að hetjum og átrúnaði, í stað þess að þroska þá bestu eig- inleika, sem þjóðin raunverulega þarfnast. Þá eiginleika þarf að meta og virða því þeir og e.t.v. þeir einir geta sköpum skipt í björgun- arstörfum undir hinum ýmsu Látrabjörgum þjóðfélagsins. Pétur Már Jónsson: Aukin fjölbreytni í atvinnuiífi Ólafsfirðinga forsenda frekari byggðaþróunar Wm 70-80% söluaukning hjá Kaupfélag inu á Ólafsfirði á þremur mánuðum Rætt við Ármann Þórðarson, útibússtjóra Það fer ekki fram hjá neinum sem kemur til Ólafsfjarðar, að þar býr dugandi fólk. Kappsamlega er unnið við byggingu heilsugæslu- stöðvar og dvalarheimilis og í sumar á að ljúka við fimm leigu- og söluíbúðir. Þar að auki er fjöldi nýrra húsa i byggingu, m.a. má nefna nýtt hótel og að sögn bæjarstjórans, Péturs Más Jóns- sonar, verður hafist handa við byggingu leikskóla í sumar. nauðsynlega félagslega þjónustU þarf bærinn að stækka". Stærsta verkefni bæjarfélagsins í ár verður bygging heilsugæslu- stöðvar og dvalarheimilis, en til hennar verður varið 90 til 100 milljónum króna. Af því þarf bæjarsjóður að leggja fram tæpan helming. í sumar á einnig að bæta hafnaraðstöðuna, en til þessa hefur viðlegupláss fyrir togarana ekki verið nægjanlega öruggt. Pétur sagði það skoðun sína að framkvæmdir við höfnina hefðu gengið alltof hægt, en fjárveiting- ar af hálfu ríkisvaldsins hafa ver- ið skornar við nögl. „Það er al- gjört lífsspursmál fyrir bæ eins og Ólafsfjörð að vel sé að þessum málum búið“, sagði Pétur, „Höfnin hérna hefur löngum verið talin með erfiðustu höfnum landsins, en það er sífellt erfiðara að fá fjármagn til nauðsynlegra framkvæmda". hingað til hefur vegagerðin varla verið til viðræðu um það mál. Eflaust væri best að byggja yfir hluta af Múlanum eða gera jarð- göng en ljóst er að það gerist ekki í bráð. Austurvegi miðar-hægt og sígandi áfram og í ár verður unn- ið í honum fyrir allt að 28 millj- ónir króna. „f gatnagerð hér innanbæjar er gert ráð fyrir að verja 26 til 27 milljónum króna í ár. Fyrir þá fjárhæð að að vera hægt að ljúka við jarðvegsskiptingu í nyðri hluta Hlíðarvegar. Reiknað er með að lengja Ægisbyggð til suð- urs, þannig að þar fáist lóðir fyrir einbýlishús. Einnig á að skipta um jarðveg í nyrsta hluta Aðal- götu og setja slitlag á hana. Einn- ig á að ganga frá gangstéttum við þá götu“, sagði Pétur Már. Ann- ars eru nóg verkefni framundan, og vandinn er að velja hvað á að hafa forgang." Þrátt fyrir stórbrotnar yfirlýsingar höfuðborgarbúa og ýmissa ráða- manna er það ekkert launungar- mál að framfærslukostnaður er ívið hærri úti á landsbyggðinni en t.d. í Reykjavík. Flutningskostn- aður er hár og það bætir ekki úr skák að samkvæmt lögum verður að leggja söluskatt ofan á hann. Hins vegar hefur vöruverð í verslun kaupfélagsins á Ólafsfirði lækkað síðan Kaupfélag Eyfirð- inga yfirtók reksturinn, en vöru- verð er hið sama í öllum verslun-, um KEA á félagssvæði þess. Þeg- ar blaðam. Dags var á ferð í Ólafsfirði hitti hann að máli Ár- mann Þórðarson útibússtjóra og var Ármann m.a. spurður að því hvort ekki væri erfitt að reka verslun í kaupstað á stærð við Ólafsfjörð. Sameiningin var til hagsbóta Pétur Már Jónsson. Sambands- iðnaður á Ólafsfirði „Við höfum nýlega sett á stofn svokallaða iðnþróunarnefnd, en henni er ætlað það hlutverk að leita nýrra leiða í sambandi við framtíðaratvinnuuppbyggingu í Ólafsfirði og hlúa að því sem fyrir er á sviði iðnaðar. Við höfum bundið nokkrar vonir við að KEA komi á fót iðnaði í samvinnu við útibúið á Ólafsfirði“, sagði Pétur Már Jónsson bæjarstjóri. „Aukin fjölbreytni í atvinnulífi staðarins er tvímælalaust mikilvæg for- senda fyrir nauðsynlegu áfram- haldi á byggðaþróun hér. Einnig vonumst við til að fyrirhuguð vélarsamsetningarverksmiðja á vegum Vélsmiðjunnar Nonna h/f verði mikil búbót. íbúafjölgun hefur verið hér hæg og jöfn á undanförnum árum, en þó hefur hún verið of lítil að mínu mati. Samhliða þessu tel ég nauðsyn- legt að bærinn byggi og leigi út íbúðir. Til þess að geta veitt alla Vatnsöflunar- vandamáiið úr sögunni Fyrirhugað er að leggja nýja að- veituæð úr Bustabrekkudal i sumar og þegar þeirri fram- kvæmd líkur eiga Ólafsfirðingar ekki að búa við skort á köldu vatni á komandi vetrum. Þá er að mestu leiti búið. að ganga frá dælubúnaði í hítaveituholu á Laugarengi. Væntanlega gerist ekki þörf á að taka dæluna í notkun fyrr en í' haust og næsta vetur á ekki að vera neinn skortur á heitu vatni þrátt fyrir aukna notkun. Þegar er farið að undir- búa frekari boranir eftir heitu vatni. Hins vegar verður ekki ráðist í þær á þessu ári. Það getur tekið langan tíma að finna aukið magn af heitu vatni og vilja Ólafsfirðingar hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Pétur var m.a. spurður um samgöngumál og sagði hann Ólafsfirðinga vera óánægða með að hafa ekki tvo snjómoksturdaga í viku eins og t.d. gerist á Siglu- firði. Ólafsfirðingar halda því fram að vetrarsamgöngur geti ekki komist í gott lag, fyrr en þeir hafa yfir að ráða snjóblásara, en „Erfiðleikarnir eru fólgnir í mörgu. T.d. þurfum við að liggja með stór vörulagera. Umsetning- in er alltof lítil og veltuhraðinn því hægur og með núgildandi vaxtakjörum er þetta nánast óframkvæmanlegt“, sagði Ár- mann. „Á sínum tíma beitti ég mér fyrir því að Kaupfélag Ólafsfjarðar yrði sameinað KEA og tel ég að það hafi verið til mjög mikilla hagsbóta fyrir Ólafsfirð- inga. KEA selur allar vörur á sama verði í sínum búðum og því lækkaði vöruverð hjá okkur all- verulega þegar KEA tók við rekstrinum á sl. ári. Mér hefur líkað samstarfið við KEA ágæt- lega og tel að þetta breytta fyrir- komulag í verslun verði Ólafs- firðingum til verulegra hagsbóta. Það sem af er þessu ári miðað við sömu mánuði á sl. ári hefur orðið 70 til 80% söluaukning hjá Kaupfélaginu og verður því að telja að Ólafsfirðingar hafi vel kunnað að meta sameininguna. Þegar KEA yfirtók reksturinn óskaði stjórn Kaupfélags Ólafs- fjarðar þess við félagsmenn sína Ármann Þórðarson. að þeir gengju í Ólafsfjarðardeild KEA, því að formleg sameining hefur ekki átt sér stað. Þeir brugðust vel við, en í dag eru fél- agsmenn Ólafsfjarðardeildarinn- ar orðnir 227 talsins. Iðnaður er nauðsyn „Það er í athugun hvort KEA sjái sér fært að segja upp iðnað af einhverju tagi á Ólafsfirði. Búið er að leggja niður sláturhúsið og mjólkursamlagið og viljum við gjarnan fá einhvem atvinnu- rekstur í staðinn og ljóst er að brýna nauðsyn ber til að komið verði á fót iðnaði á Ólafsfirði. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um hverskonar iðnaður verður fyrir valinu og hvenær hann gæti orðið að veruleika." „í sambandi við bæjarmálin vona ég að aljir Ólafsfirðingar stdndi saman um það að halda áfram við þær framkvæmdir sem staðið er í“ sagði Ármann. „Þar er stærsta verkefnið bygging heilsu- gæslustöðvar og elliheimilis og ég vona að við berum gæfu til að ljúka verkinu árið 1980 eins og stefnt er að. Auk þess eru að sjálfsögðu mjög mörg verkefni sem nauð- synlegt er að vinna að, en of langt að telja upp að þessu sinni Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur verið mjög gott samstarf með okkur sem skipuðum lista vinstri manna og vona ég að svo verði á því næsta líka. Við vorum svo heppnir að fá mjög dugandi bæjarstjóra eftir síðustu kosningar og hefur hann komið ótrúlega mörgu til betri vegar á stuttum tíma. Það er okk- ur því mikil ánægja að núverandi bæjarstjóri Pétur Már Jónsson mun gefa kost á sér til að gegna bæjarstjórastarfi áfram ef listi Vinstri manna fær meirihluta 1 komandi bæjarstjómarkosning- „„ u um. Veglegt hótel er að rfsa á Ólafsflrði Hellsugæslustöðin f bygglngu. Myndlr: á.þ. Lftll hnáta í leikskólanum Forsenda heilbrigðs bæjarfélags er góð aðstaða tii félagsstarfsemi segir Björn Þór Ólafsson „Aðstaða til skíðaiðkana verður auðvitað aldrei nægjanlega góð, en það sem vantar einkum í dag Gunnar L. Jóhannsson: er betri skíðaaðstaða fyrir al- menning. Nú er fyrirhugað að setja upp nýja skíðalyftu og í gær var raunar gengið frá þeim mál- um. Búið er að festa kaup á skíðalyftu frá Doppelmayer og Fylgið færist til vinstri Gunnar L. Jóhannsson bóndi í Hlíð skipar fjórða sæti á sameig- inlegurn framboðslista vinstri flokkanna í Ólafsfirði. Kona hans er Svanfríður Halldórsdóttir og eiga þau hjónin þrjár dætur. Gunnar er fæddur og uppalinn í Hlíð og hóf þar búskap 1966. Þegar síðast var kosið til bæjar- stjórnar skipaði Gunnar fjórða sætið og hreppti það. „Ég er utanflokkamaður og skipti mér ekki af sveitarstjórnar- málum fyrr en á því kjörtímabili sem nú er senn liðið. Ég skipa nú fjórða sætið á ný. Fólkið vildi breyta til 1974. Það leynist tæp- lega nokkrum í Ólafsfirði, að breyting er að verða á kjörfylginu -það færist til vinstri. „Hvernig ganga bæjarmálin?" Gunnar L. Jóhannsson. „Ég hygg, að stjórn bæjarins hafi tekist vel á þessu kjörtímabili og við erum heppnir að hafa fengið ötulan bæjarstjóra. Á mörgum sviðum hefur vel verið unnið og er það fyrir allra augum, og margt annað hefur færst til betri v.egar í stjórn bæjarmál- anna“. „Afkoma Ólafsfirðinga getur talist allgóð, en hins vegar er kaupstaðurinn einn sá tekjulægsti í landinu. I Ólafsfirði eru engin mjög stór fyrirtæki, þótt þau séu mörg og þar af leiðandi bera þau ekki mikla skatta til bæjarsjóðs". „Stærstu framkvæmdir?“ í fyrsta lagi er það vegamálin, hafnarmálin, heilsugæslustöðin, heita vatnið og göturnar. Allt eru þetta stórmál sem þokast áleiðis og þarf að vinna ötullega að.“ endur og þá sem lengra eru komnir". Þannig komst Björn Þór Ólafs- son íþróttakennari að orði í stuttu rabbi nú á dögunum. Hann var m.a. spurður um aðstöðu skíða- stökkvara og sagði Björn að til þess að halda lífi í þessari fögru íþrótt væri nauðsynlegt að gefa þeim tækifæri á að æfa sig á öðr- um og stærri palli en til er í dag. „Ólafsfirðingar hafa staðið sig vel í göngu og stökki á mörgum ís- landsmótum, en það er misskiln- ingur að ekki hafi verið lögð áhersla á iðkun alpagreinanna. Við höfum verið með tvær tog- brautir í fjallinu, en leiðbeinend- ur hefur skort til að fylgja eftir framförum fólks,“ sagði Bjöm. Björn Þór Ólafsson. kostar hún einar 20 milljónir. Ef allt gengur semkvæmt áætlun ættum við að vera búnir að koma henni upp fyrir n.k. haust. Hún verður á mjög góðum stað í fjall- inu og hentar vel bæði fyrir byrj- Næsta stórverk- efni: Bygging íþróttahúss Á Ólafsfirði er leikfimihús (16 X 8 m) og á undanförnum árum hefur áhugi almennings fyrir innanhússíþróttum aukist til muna. Yfir veturinn er ásóknin svo mikil að aðeins er hægt að sinna litlu broti þeirra sem vilja fá Þær voru á lelð í skólann. inni til boltaleikja og þ.h. Björn sagði að nokkuð hefði verið hreyft við byggingu nýs íþrótta- húss og mun það vera vilji bæjar- stjórnar að næsta stórverkefni í íþrótta- og skólamálum verði bygging nýs íþróttahúss. Aðstaða fyrir frjálsar íþróttir hefur setið nokkuð á hakanum, en búið er að gera fótboltavöll fyrir ofan gagn- fræðaskólann. í bígerð er að koma upp einfaldri hlaupabraut og stökkgryfjum næsta sumar. Hvað kylfinga varðar þá hafa þeir ágætan 9 holu völl í landi Skeggjabrekku. en þeir hafa lagt mikla vinnu að baki til að skapa sér þessa aðstöðu. „En það er alltaf spurning í hvað bæjarfélagið á að ráðast. /ið vitum að það hefur ekki úr miklu að spila, en fyrst og fremst verður að leggja á það áherslu að koma hafnarmálunum í gott lag. En ég vil líka benda á það að ekkert bæjarfélag getur laðað til sín fólk, né haldið í það sem fyrir er, nema að bæjarfélagið styðji við og ýti undir félög þau er starfa innan þess“, sagði Björn að lok- um. — Fiskihafnirnar hafa orðið afskiotar segir Sigurður Jóhannsson „Höfnin er alls ekki nógu góð eins og hún er í dag. Hún þjónar að vísu smábátunum nokkuð vel þótt ýmislegt þurfi að bæta, en togararnir hafa orðið afskiptir", sagði Sigurður Jóhannsson, hús- vörður í Félagsheimilinu Tjarn- arborg. „Það er mikil ókyrrð í höfninni og einnig er hún ekki nægjanlega djúp. Sem betur fer á að ramma niður 80 metra langt stálþil í sumar og um leið á að dýpka. Þegar þessum fram- kvæmdum er lokið á að vera komin frumaðstaða fyrir stærri skip og báta“. Sigurður sagði það skoðun Ólafsfirðinga að framlög hins opinbera til hafnarframkvæmda hefðu lækkað til muna á undan- förnum árum. Það væri ekki nægjanlega mikið fjármagn til fiskihafna, en hins vegar fengju landshafnirnár óeðlilega mikinn hluta af því fé sem ríkissjóður veitir til hafnarframkvæmda. „Það þarf nauðsynlega að vinna að viðgerð á innsiglingunni í Vesturhöfnina. Einnig þarf að koma þekju á bakkann og bæta Sigurður Jóhannsson. löndunaraðstöðu fyrir smærri báta“, sagði Sigurður. Eins og mönnum er kunnugt, er rekstur félagsheimila á lands- byggðinni erfiður og ekki síst fyrir þá sök að heimilin þurfa að greiða söluskatt og fl. Þrátt fyrir þetta er unnið að lagfæringum á Tjarnarborg. en efri hæð hússins var raunar aldrei fullfrágengin. Verkið er fjárfrekt og óljóst hvort takist að Ijúka algjörlega við þennan áfanga í ár. Á efri hæð- inni niunu ýmis félagasamtök fá aðstöðu fyrir starfsemi sína. DAGUR.5 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.