Dagur - 02.08.1978, Side 5

Dagur - 02.08.1978, Side 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Að kaupa köttinn í sekknum Þegar þetta er ritað eru liðnar full- ar fimm vikur frá alþingiskosning- um. Fráfarandi stjórnarflokkar urðu fyrir stórfelldu fylgishruni, en Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið unnu mjög á. Stjórn Geirs Hallgrímssonar sagði af sér um leið og úrslitin lágu fyrir. Framsóknarmenn tóku þá afstöðu að eðlilegast væri að sigurvegararnir, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, stæðu saman að stjórnarmyndun með hiutleysi Framsóknarflokksins. Ekki er al- veg Ijóst hvað sjálfstæðismenn hugsuðu í þessum efnum, en Geir Hallgrímsson lét í Ijós áhuga sinn á þátttölu í ríkisstjórn, ef sam- staða yrði um málefni, og taldi að til greina kæmi þjóðstjórn. Það er eftirtektarvert að form- iegar stjórnarmyndunarviðræður drógust mjög á langinn. U.þ.b. 10 dögum eftir kosningar hófust svo- nefndar „könnunarviðræður“ milli Aiþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Stóðu þær dögum saman, en ekki er full-ljóst hvað þar var rætt eða hvern árangur þær báru í raun og veru. En upp úr þessum könnunarviðræðum fól forseti íslands Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins, að gera tilraun til myndunar meiri- hlutastjórnar. Benedikt freistaði þess fyrst að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- bandalagi. Sjálfstæðismenn reyndust fúsir tii viðræðu um slíkt samstarf, en Alþýðubandalagið hafnaði hugmyndinni. Jafnframt var ítrekað, sem áður hafði komið fram, að sigurvegararnir hefðu ekki áhuga á minnihlutastjórn með hlutleysi Framsóknarfiokks- ins. Benedikt Gröndal hélt enn um- boði sínu til myndunar meirihluta- stjórnar og sneri sér nú til Fram- sóknarflokksins með tilmæli um að flokkurinn tæki þátt í viðræðum um myndun þriggja flokka vinstri stjórnar. Þingflokkur Framsókn- arflokksins samþykkti á fundi sín- um 18. júlí að ganga til slíkra við- ræðna. Þessar viðræður þríflokkanna undir stjórn Benedikts Gröndals stóðu í 10 daga, en báru engan árangur. Það kom í kjós, sem hlýtur að vekja athygli, að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið áttu litla sem enga samleið í efna- hagsmálum, þegar til kastanna kom. Það liggur Ijóst fyrir, að fólkið, sem jók fylgi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í kosningun- um, í trausti þess, að það væri skynsamlegt og hagkvæmt, keypti köttinn í sekknum. Baldur á Ófeigsstöðum er dáinn Ég sé út um skrifstofugluggann minn, að búið er að flagga í hálfa stöng á elsta húsi Kaupfélags Þingeyinga. Islenski fáninn blaktir þarna fyrir hægri sunnan golu og ber í bláleit Kinnarfjöllin. Hvað hefur komið fyrir? Baldur á Ófeigsstöðum er dáinn. Þetta kom að vísu ekki á óvart. í meira en ár var hann búinn að liggja fársjúkur á Sjúkrahúsinu í Húsavík og þess mátti vænta þá og þegar að kallið kæmi. Og svo kom kallið, og fáninn blaktir við þessar aðstæður, en það vekur ættingjum og vinum trega. Minningarnar streyma fram í hugann um þennan glaða góða dreng, manninn, sem átti svo létt með, að skapa bjart og glatt mannlíf umhverfis sig. Nú er því lokið, morgundagurinn verður ekki lengur eins og dagurinn í gær. Merkur héraðshöfðingi setur ekki lengur svip á mannlífið í okkar héraði. Blaktandi fáninn kallar fram söknuð. Baldur Baldvinsson bjó allan sinn aldur á Ófeigsstöðum og tók þar við búsforráðum, í upphafi af foreldrum sínum. Hann giftist ungur Hildi Friðgeirsdóttur frá Þóroddsstað, en missti hana eftir stutta sambú, sonur þeirra er Baldvin bóndi á Rangá. Síðari kona Baldurs er Sigurbjörg Jóns- dóttir frá Litlu-Strönd, en börn þeirra eru Svanhildur húsmóðir á Ófeigsstöðum, og Ófeigur lög- regluþjónn á Akureyri. Baldur hafði aldrei mjög stórt bú á Ófeigsstöðum, en fjárhags- lega komst hann vel af, hann hafði sérstaka ánægju af að um- gangast og hirða sauðfé, en engan áhuga hafði hann á að safna ver- aldlegum auði. Því meiri var áhugi hans að safna vináttu, og treysta samfélagsþræði, við mik- inn fjölda manna, það var fjár- sjóður sem hann átti mikinn að leiðarlokum. Baldur og Sigurbjörg gengu marga ferðina fram á hlaðvarp- ann, til að fagna gestum sínum, ogsíðar að kveðja þá við brottför. Gestir voru umvafðir vinarþeli, MINNING sem streymdi frá húsráðendum og heimafólki, og gestirnir komu aftur og aftur. Allt þetta hafði að sjálfsögðu áhrif á búskapinn, en gestrisnin sat fyrir öllu, og stöðugt var haldið áfram að spinna þræði vináttunnar, bæði við fólkið sem bjó nær og fjær. Baldur var að eðlisfarð mikill félagsmálamaður, hann kom því mjög við félagslega sögu Þingey- inga. Hann tók þátt í miklum störfum fyrir sveitina sína, Kinn- ina, hann var mikill forystumaður í Búnaðarsambandinu, og stjórn- armaður í Kaupfélagi Þingeyinga í fjölda ára, í sambandi við það starf er mér Ijúft að færa fram þakkir okkar Kaupfélagsmanna. Baldur þurfti því um dagana að mæta á mörgum fundum, og hann var fjölhæfur fundarmaður. Hann átti það til að vera harður í horn að taka, og verja fast skoð- anir sínar og stefnu. Hann átti það þó oftar til að vera sáttamað- urinn í ræðuflutningi, þegar deil- ur risu meðal fundarmanna. Oft var það, eins og hann ákvæði það fyrir fram, að taka ekki beinan þátt í fundarstörfum, en sitja afsíðis með vasabók og búa til vísur úr ræðum fundar- manna. í kaffi eða matarhléi, flutti hann svo vísurnar, oftast snjallar og hnitmiðaðar, og skip- aði þannig gleðinni hátt á loft. Oft fór þannig í fundarlok, að margir höfðu gleymt ræðunum, en mundu því betur hinar fleygu vísur Baldurs. Baldur var snjall og fyndinn hagyrðingur, og átti marga góða vini og samstarfsmenn á því sviði. Hann gisti oft heima hjá okkur hjónunum í Húsavík, þar fauk hjá honum og félögum hans mörg fleyg vísan. Þetta er minninga- sjóður, sem við erum þakklát fyrir að eiga. Ríkasti þáttur í eðli Baldurs var heit og björt lífstrú á lífið. Hann var trúhneigður og taldi mesta og merkasta rannsóknarefnið væri um lífið eftir dauðann. Hann var traustur vinur og jafnan tilbúinn að bera sorgina með öðrum, og styðja þá á hálu svelli lífsins. Bjartsýnin var hans sterki þáttur, þegar hann var 75 ára sagði hann við mig. Mér finnst gaman að lifa, á hverju kvöldi hlakka ég til næsta dags. Þannig stráði hann lífsgleðinni í kringum sig og allir samferðamennirnir hrifust með. Útför Baldurs á Ófeigsstöðum var gerð á Þóroddsstað. Það var mildur júlídagur, sólin skein gegnum þunna þokuslæðu. Kinnin tjaldaði sínu bezta, öll blóm og gróður skörtuðu sínu fegursta, engjarnar, áin og fljótið, allt var á sínum stað, til heiðurs föllnum foringja. Þennan milda júlídag, virtust allra leiðir liggja til Þóroddsstað- ar. Mikill mannfjöldi kom á kirkjustaðinn. Ef til vill er þetta fjölmennasta jarðarför, sem nokkurntíma hefur farið fram í Þóroddstaðakirkju, ég veit það ekki með vissu, en fjölmennið sýnir vinarþelið, og þakklæti hér- aðsbúa fyrir manninn sem var merkisberi vináttu og alltaf drengur góður. Ég sendi Sigurbjörgu og ætt- ingjunum öllum hugheilar sam- úðarkveðjur. Finnur Kristjánsson. Framkvæmdastjóraskipti hjá Fataverksmiðjunni Heklu, við tekur Sigurður Arnórsson í stað Ásgríms Stefánssonar Þann l. júlí s.l. urðu verksmiðju- stjóraskipti á Fataverksmiðjunni Heklu, Akureyri. Ásgrímur Stef- ánsson, sem verið hefur verk- smiðjustjóri frá stofnun verksmiðj- unnar, ict af störfum að eigin ósk og tekur við öðru starfi á vegum Iðnaðardeildar SÍS. Við verk- smiðjustjórastarfinu tekur Sigurður Arnórsson, sem verið hefur fulltrúi verksmiðjustjóra s.l. 5 ár. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum Ásgrímur Stefánsson, fyrrv. verksmiðjustjóri. að Bifröst árið 1970 og starfaði hjá Landsbanka íslands í Reykjavík. Haustið 1971 hélt hann til Lund- úna þar sem hann lauk prófi í management studies frá Polytechnic og Central í London í ágústmánuði árið 1973. I. septem- Margir eru þeir, sem stutt hafa baráttu Styrktarfélags vangefinna fyrir málefnum þroskaheftra norð- anlands. Erú þær gjafir auðvitað misjafnar að stærð en sumar í háum upphæðum, svo sem frá ýmsum félagslegum samtökum. Mikil þörf er á slíkum stuðningi framvegis. Að þessu sinni vil ég biðja DAG að geta um viðbrögð fámenns sveitarfélags, sem ber vott um almennan áhuga og skilning á verkefnum S.V.N. Þetta eru Gríms- eyingar. Fyrir forgöngu frú Jór- unnar Magnúsdóttur hefur þar verið stofnuð deild styrktarmanna með 36 stofnendum, en það er allt að þriðjungur íbúa eyjarinnar. Þetta ágæta fólk hefur sent árgjöld sín fyrir þetta ár, öll með tölu, 500 krónur á mann, alls 18.000.00 ber 1973 hóf hann störf hjá Fata- verksmiðjunni Heklu sem fulltrúi verksmiðjustjóra og hefur gegnt því starfi síðan. Sigurður er kvæntur Margréti Jónsdóttur frá Raufar- höfn, og eiga þau tvö börn. (Fréttatilkynning) krónur, sem félagið kvittar hér með fyrir og þakkar innilega. Verður meðfylgjandi nafnaskrá færð inn í gerðabók félagsins. Þetta frumkvæði Grímseying- anna mætti verða öðrum sveitar- félögum fyrirmynd og ntikill yrði sá fjárhagslegi stuðningur, ef þetta yrði almennt um Norðlendinga- fjórðung, sem er félagssvæði S.V.N., jafnvel þó að hlutfallið af íbúatölu yrði hvergi svona stór- myndarlegt í framlagi til starfsem- innar. Hvar verður næsta átak gert? Hver verður Styrktarmannadeild S. V.N. nr 2? Grímseyingar eru nr. 1. Vel sé þeim. F.h. stjórnar S.V.N. Jóhannes Óli Sæmundsson formaður. Til fyrirmyndar 4.DAGUR ATHUGASEMD - frá sýslumanni Þingeyinga vegna fréttar Dags um silungsveiði í sjó í blaði yðar „DEGI“ hinn 19. júlí sl. birtist frétt undir fyrirsögninni „Silungsveiði í sjó bönnuð í Eyja- firði?“. Þar sem ég tel fréttina vera að nokkru villandi og þegar hafa valdið misskilningi lesenda og sögusögnum, vil ég gera stutta at- hugasemd við hana. I upphafi greinarinnar segir: „Mikið hefur borið á því í sumar, að menn hafi gerst sekir um ólög- legar netalagnir í Eyjafirði. Einnig hafa nokkrir einstaklingar stundað ádrátt skammt frá árósum ein- stakra áa við fjörðinn, og í þeim hópi hefur m.a. mátt finna starfs- mann sýslumannsins á Húsavík.“ Helzt er að skilja á frásögn þess- ari, að einn af starfsmönnunum á sýsluskrifstofunni á Húsavík hafi stundað ádrátt í Eyjafirði. Það hef- ur ekki átt sér stað. Ef til vill á greinarhöfundur við einhvern bónda eða aðra íbúa Svalbarðs- strandarhrepps, sem stundar um einstaka helgar störf sem héraðs- lögreglumaður á dansleikjum. Má til sanns vegar færa, að héraðslög- reglumenn á Svalbarðsströnd séu starfsmenn sýslumannsins á Húsa- vík, af því að þeir teljast við störf á hans vegum og fá laun sín greidd úr rikissjóði. Frétt blaðsins er þó allt að einu villandi og vekur hjig- mundir um annað. Á undanförnum árum hafa sýslumannsembættinu borizt kær- ur frá eftirlitsmanni með silungs- veiði og laxveiði við Eyjafjörð. Hefur hann átt í stappi við nokkra Svalbarðsstrendinga. Fulltrúar sýslumanns Þingeyjarsýslu rann- sökuðu þetta mál m.a. sumarið 1976 með því að fara á staðinn og taka dómsskýrslur af þeim, sem kærðir höfðu verið. Hinn 26. júlí 1976 voru mál 7 einstaklinga vegna þessara meintu veiðilagabrota send ríkissaksókn- ara. Svör við 5 mála þessara bárust með bréfum ríkissaksóknara, dags. 25. ágúst 1976. Niðurlag allra bréf- anna 5 var á sama veg eða.... „skal tekið fram, að eftir atvikum er eigi af ákæruvaldsins hálfu krafizt frekari aðgerða í máli þessu.“ Ef Dagur vill afla sér frekari upplýsinga um mál þessi hér hjá sýslumannsembættinu, er ég vita- skuld reiðubúinn að liðsinna blað- inu í því efni. Einnig má benda blaðinu á að snúa sér til embættis ríkissaksóknara.“ Húsavík, 27. 7. 1978 Sigurður Gizurarson. Unglingastarf UMSE Undanfarin 5 ár hefur farið fram keppni í hinum ýmsu greinum íþrótta skák, frjálsum íþróttum, sundi, skíðagöngu og knattspyrnu milli 6 skóla á sambandssvæði Ungmennasambands Eyjafjarðar á vegum UMSE. Eftirtaldir skólar hafa verið þátttakendur: Árskógs- skóli, Dalvíkurskóli, Hrafnagils- skóli, Hríseyjarskóli, Húsabakka- skóli og Þelamerkurskóli. Vikublaðið Dagur á Akureyri gaf á 50 ára afmæli UMSE, Ung- mennasambandinu stóran og veg- legan bikar er settur var í umferð er keppni þessi hófst á sínum tíma, og hefur bikarinn verið nefndur „Dagsbikarinn." Keppni þessi hefur verið stiga- keppni milli fyrrnefndra skóla og hefur Þelamerkurskóli unnið í öll 5 skiptin. Á skólaslitsdegi Þelamerkur- skóla er Dagsbikarinn var afhentur í 5. sinn gat formaður Ungmenna- sambandsins Jóhannes Geir Sigur- geirsson þess að þetta yrði í síðasta sinn sem þessi bikar yrði afhentur sem farandgripur, en hann yrði tekinn úr umferð vorið 1979 og varðveittur á skrifstofu UMSE. Sem eignargrip, fyrir sigur í 5 skipti í skólakeppni UMSE, var Þelamerkurskóla afhentur mynd- arlegur bikar er Trésmiðjan Börkur h/f á Akureyri gaf. Árangur nemenda Þelamerkur- skóla er sérlega athyglisverður þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar er vægast sagt mjög bágborin, fyrir utan sundlaugina, en enginn íþróttavöllur er á staðnum né íþróttahús. Það stendur þó til bóta nú á næstunni hvað varðar íþrótta- völl en einhver bið mun verða á að íþróttahús verði byggt. Skólakeppni þessi hefur verið vinsæl hjá forráðamönnum skól- anna og hafa skólastjórar og kenn- arar viðkomandi skóla, stutt vel við UMSE hvað varðar móthald allt í skólunum sjálfum, en keppnin hefur farið fram til skiptis í skól- unum öllum. Þetta unglingastarf UMSE yfir vetrarmánuðina hefur nú verið að skila sér með aukiqpi þátttöku barna og unglinga í íþróttamótum Ungmennasambandsins yfir sum- armánuðina. Hefur t.d. ekki verið eins mikil þátttaka í knattspyrnu- mótum drengja sem í sumar, mörg undanfarin ár. Sundið er einnig á uppleið og verður nú á héraðsmót- inu væntanlega mun meiri þátttaka en hefur verið hin síðustu ár. Frjálsíþróttamót yngri aldurs- flokkanna hafa nú tvö síðustu ár verið hvað ánægjulegust þeirra móta er Ungmennasambandið stendur fyrir, og fer þar saman, mikill fjöldi þátttakenda,; keppnis- Keppnislið Þelamerkurskóla sigraði í skólakeppni UMSE gleði og ekki hefur vantað keppn- isskap hjá þeim yngstu. Nokkuð hefur verið um það, að foreldrar hafa fylgt börnum sínum á mótin og verið þar bæði sér og börnum sínum til gagns og gleði, einnig hafa margir rétt fram hjálparhönd til starfsmanna mótanna og er það ætíð vel þegið. Ánægjulegt væri þó ef fleiri foreldrar sæju sér fært að koma og fylgjast með börnum sín- um í félagsstarfi þeirra og keppn- um. Þessi mikla gróska hjá yngri ald- ursflokkunum er ekki síst ánægju- leg þar sem Ungmennasamband Eyjafjarðar mun halda næsta landsmót UMFf 1981, svo sem áð- ur hefur komið fram í fjölmiðlum. Haldi áfram sem nú horfir hvað varðar afskipti okkar, forustu- manna Ungmennasambandsins, ungmennafélaganna og foreldrá, af málum yngri aldursflokkanna, mun Ungmennasamband Eyja- fjarðar tefla fram ungu, sterku og þróttmiklu liði á landsmóti UMFÍ 1981 hér í Eyjafjarðarsýslu. Halldór Sigurðsson. Halldór Ágúst Guðmundsson, Ásgerðarstöðum, Hörgárdal Fæddur 7. ágúst 1898 — Dáinn 5. júlí 1978 Kveðja frá Hreiðari Aðalsteinssyni Þú gekkst ekki slóð þess, er frægðina fær þig fýsti ei störfin að sýna samt varstu mér fyrirmynd frændi minn kær því færðu hér kveðjuna mína. Hvem dag fannst mér ágætt að dvelja þér hjá, sem drengur og fullorðinn maður hin sífellda önn varð sem ævintýr þá þú ætíð varst kátur og glaður. Bjart er í sveitinni, blómskreytt er hlíð þó bóndinn sé fallinn í valinn. Einu má trúa, um ókomna tíð mun andi þinn sveima um dalinn. Þór kominn á toppinn í annarri deild Þórsarar bættu tveimur stigum í safn sitt á föstudagskvöldið þegar þeir sigruðu Völsung með tveimur mörkum gegn einu. Með þessum sigri náðu Þórsarar KR að stigum í annari deild, en KR-ingar hafa þó leikið færri leiki. Allt virðist nú stefna að því að Þór endurheimti sæti sitt í fyrstu deild, á komandi keppnistímabili. Ef vel gengur ættu bæði Akureyrarliðin að leika í fyrstu deild á næsta ári, og þá má segja að knattspyrnan hér í bæ verði í blóma. Þórsarar hófu leikinn með mikilli sókn og á 5. min. átti Baldvin Harðarson skot í Þverslá og niður en innfyrir línu fór bolt- inn ekki. Skömmu síðar átti Jón Lárusson gott skot sem fór fram- hjá. Á 19. mín. kom þrumuskot frá Sigurði Lárussyni í bláhornið, en góður markmaður Völsungs bjargaði í horn. Fyrsta mark leiksins kom á 25. mín. en þá lék Óskar Gunnarsson upp vinstri kantinn og gaf góðan bolta fyrir markið sem Sigurður Lárusson skallaði örugglega í netið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sóttu Völsungar hart að marki Þórs og einu sinni björguðu Þórsarar á línu. Á 24. mín. síðari hálfleiks leik- ur Kristján Olgeirsson á varnar- menn Þórs og kemst innfyrir, leikur á markmanninn og spyrnir að markinu, en vamarmaður Þórs var þar kominn og varði með hendinni. Dómarinn, Þorvarður Björnsson, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Hermann Jónsson, hin gamla kempa Völsunga, skoraði örugglega úr vítinu og jafnaði metin. Völsungar börðust nú vel og voru nú staðráðnir í að ná a.m.k. öðru stiginu. Þórsarar gerðu hins vegar út um leikinn á 37. mín. þegar Guðmundur Skarphéðins- son gaf góðan bolta til Jóns Lárussonar, sem skoraði örugg- lega. Völsungar mótmæltu mark- inu og töldu Jón hafa verið rang- stæðan, en dómarinn var ekki á sama máli. Það urðu því örlög Völsunga að tapa þessum leik en staða þeirra í deildinni er nú að verða mjög erfið. Það yrði mikið áfall fyrir Húsvíkinga að falla niður í þriðju deild, því aðstaða til knattspyrnu á Húsavík er til fyrirmyndar. Þórsarar eru hins vegar komnir með annan fótinn í fyrstu deild, eftir frekar slæma byrjun í mótinu. Bestur í þessum leik var Völs- ungurinn Kristján Olgeirsson. KA-strákunum gengur vel S.l. sunnudag fóru fram á Akur- eyri 2 leikir í íslandsmótinu, öðrum flokki. Áttust við annars vegar Þór og Fram, og skildu leikmenn jafnir, l-l. Mark Þórs skoraði Árni Stefánsson. Hins vegar keppti KA við Ármann og sigruðu KA menn 2-L Mörk KA skoraði hinn efnilegi Óskar Ingi- mundarson. Þar með eru KA menn komnir í úrslit í íslands- mótinu. í kvöld leikur KA við Víking á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn kl. 20.00. Mikilvægt er fyrir KA að vinna þennan leik og hefna ófaranna hér fyrir norðan en þá sigruðu Víkingar KA vann Fram eftir óskabyrjun KA og Fram leiddu saman hesta sina á Akureyrarvelli í fyrstu dcildinni í knattspyrnu á laugar- daginn. KA hafði harma að hefna, þvf Fram sigraði i fyrri umferðinni með einu marki gegn engu. Þá var þarna einnig um að ræða uppgjör þríggja bræðra, þeirra Jóhannes- ar, Þorbergs og Kristins Atlasona. Kristinn er nú einn af máttar- stóipum Framliðsins, en Jóhann- es fyrrverandi leikmaður og þjálf- ari Fram, og Þorbergur stóð í marki Fram um margra ára skeið, en vinna nú báðir með KA. Að þessu sinni höfðu KA bræðurnir betur og Kristinn mátti láta í minni pokann fyrir sínum eldri bræðrum. Þorbergur stóð sig mjög vel í markinu og margsinnis klöppuðu áhorfendur leiksins honum lof í lófa. Leikur var rétt hafinn þegar Sigurbjörn Gunnarsson gefur langan stungubolta til Gunnars Blöndal og inn í vítateig Fram. Þar voru varnarmenn heldur að- gangsharðir við Gunnar, og dómari leiksins Magnús V. Pét- ursson dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. Þar brást Sigbirni Gunn- arssyni ekki bogalistin, frekar en venjulega, og skoraði hann örugglega úr vítaspyrnunni. Aðeins mínútu síðar komst Elmar skemmtilega inn í send- ingu milli Framara og lék bolt- anum laglega fram vinstri kant- inn til Óskars Ingimundarsonar, sem lék á tvo varnarmenn Fram, kom sér í gott færi og skoraði örugglega. Tvö mörk gegn engu eftir aðeins þrjár mínútur er met í deildinni í ár. KA lék undan sunnan golu í fyrri hálfleik og sótti mikið að marki Fram. Á 25. mín. var markmaður Fram nokkuð djarf- ur í úthlaupi, og Óskar Ingi- mundarson ætlaði að skjóta háan bolta yfir vörnina og í autt mark- ið, en markmaður komst í markið á elleftu stundu og ætlaði að slá boltan yfir en barði hann upp í þverslána og boltinn hrökk aftur í markmanninn og út. Þarna skall svo sannarlega hurð nærri hæl- um. Á 30. mín. má svo segja að KA hafi gert út um leikinn, en þá sóttu þeir upp hægri kantinn, Óskar var kominn upp að enda- mörkum og spyrnti laglega til Gunnars Blöndal sem afgreiddi boltann umsvifalaust í netið. Þrjú gegn engu var staðan í hálfleik. Framarar hófu seinni hálfleik með mikilli sókn, og pressuðu að marki KA, en þar var Þorbergur á réttum stað og greip örugglega inn í á réttum tíma. Á I5. mín. gerðu KA menn skyndisókn og Gunnar Blöndal komst í dauða- færi, en á einhvern óskiljanlegan hátt náði varnarmaður Fram sem kom aðvífandi að bjarga í horn. Þrátt fyrir stöðuga sókn Fram- ara og hættuleg skyndiupphlaup KA urðu mörkin í þessum leik ekki fleiri, og KA vann verð- skuldaðan sigur, þrjú mörk gegn engu. Með þessum sigri hafa þeir aðeins þokað sér af hættusvæði deildarinnar og vonandi tekst þeim að tryggja stöðu sína þar. Það vakti athygli vallargesta að tveir af fastamönnum KA liðsins voru ekki með að þessu sinni, en þeir höfðu brotið agareglur liðs- ins og voru því teknir úr liðinu i þessum leik. Annars barðist liðið vel og allir leikmenn áttu góðan dag, og væri það ekki sanngjart að telja að einn hafi verið öðrum betri í þessum leik. Vonandi gengur KA vel í næstu leikjum og gulltryggir stöðu sína í deildinni. Hvaða merki er efst í írskum máiara- stigum? Hvað annað en STANZ? iri fór til læknis og kvartaði sáran undan því að í hvert sinn sem hann fengi sér tesopa - yrði hann var við sáran verk í öðru auganu. „Hefur þú reynt að taka skeiðina úr bollanum", spurði læknirinn. Þórsarar eru orðnir Akureyrarmeistarar í f immta flokki Á undan leik Þórs og Völsungs á föstudagskvöld léku Þór og KA úrslitaleik í fimmta flokki Akur- eyrarmótsins. Áður höfðu þessi lið leikið tvívegis og sigrað í sitt hvort sinn og var því um algjöran úrslitaleik að ræða. Þórsarar voru sterkari aðilinn í þessum leik og unnu verðskuldaðan sigur skor- uðu þrjú mörk gegn einu hjá KA. Mörk Þórs skoruðu Júlíus Tryggvason, Jakob Jóhannsson og Baldvin Guðnason, en öll þau mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Mark KA skoraði Jón Kristjáns- son í byrjun síðari hálfleiks. Það var skemmtileg nýbreyttni fyrir drengina að leika á aðal- leikvanginum, en völlurinn var þeim þó greinilega ofviða, því þeir æfa og leika yfirleitt á mal- arvelli. Þórsarar urðu því Akur- eyrarmeistarar í þessum flokki og fylgja þeim árnaðaróskir DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.