Dagur - 02.08.1978, Page 6

Dagur - 02.08.1978, Page 6
Frá lögreglu Hinn 24. júlí varð bif- reiðaárekstur nálægt efstu Glerárbrúnni. Tvær konur slösuðust og bílamir skemmdust mikið. Á fösludags- kvöldið varð þriggja bíla árekstur á mótum Ham- arstígs og Oddeyrargötu, án slysa á fólki. Einn bíllinn skemmdist mik- ið. Sama kvöld valt bíll hjá Dvergsstöðum í Hrafnagilshreppi, en ekki urðu teljandi meiðsli. Og enn gerðist það um miðnætti sama kvöld að bíl var ekið á brúarstólpa Eyjafjarðar- árbrúar og ónýttist hann en ökumaður, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Fjórir öku- menn voru teknir um helgina, grunaðir um ölvun við akstur. Ölvun var með meira móti og voru um 20 í fanga- geymslum lögreglunnar um helgina. Þá er þess en að geta, að maður einn slasaðist í fallhlífarstökki um helg- ina. Banna veiði í Mývatni Rannsóknir Veiðimálastofnunar- innar á Mývatni í sumar hafa sýnt að mjög lítið er af tveggja og þriggja vetra bleikju í vatninu, en þessir árgangar verða veiðanlegir sumrin 79 og 80. Nokkuð virðist enn vera eftir af fjögurra og fimm vetra fiski og þessi fiskur er nú mjög vænn eða I - 1,5 kg. að þyngd. Að fengnum þessum niðurstöðum taldi fundur í Veiðifélagi Mývatns að rétt væri að friða þennan fisk nú þegar, þannig að það sem eftir væri af honum gengi óhindrað á rið- stöðvamar í haust. Samþykkt var að stöðva allar veiðar í vatninu frá og með 25. júlí, þó með þeim und- antekningum að hver bóndi má ieggja tvö net til heimilisnota einu sinni í viku fyrir sínu landi. Fyrir- komulag veiðanna í Mývatni s.l. 2 ár hefur verið þannig að ekki hefur verið leyft að hafa fleiri en 160 net í vatninu samtímis. Þar áður var áætiað að oft hefur verið 700 - 1000 net í vatninu samtímis. Vinna að hefjast við vegi fram Eyjaf jörð „Ég þori nú ekkert að fullyrða um ásigkomulag veganna í fram-Eyja- firði nema fara um þá fyrst, sem ég hef ekki gert nýlega", sagði Guð- mundur Svavarsson hjá Vegagerð- inni. „Ég er nú fljótur að heyra ef eitthvað er að vegum, og ég hef ekki heyrt að þeir séu verri en vant er“. Að sögn Guðmundar verður hafin vinna við vegina í fram Eyja- firði innan mánaðar. Tvær fjár- veitingar eru í þessa vegi, annars vegar eru 18 milljónir í Eyjafjarð- arbraut vestri og verður aðallega unnið við Samkomugerði. Hins vegar er 12 milljóna króna fjárveit- ing í Eyjafjarðarbraut eystri, og verður unnið þar við veginn fram að Laugalandi. 6.DAGUR Bosch iðnaðarverk- færin eru að byrja að koma. Loftverkfæri ýmsar gerðir. Alternatorar 12 og 24 volt. Spennustillar í allar gerðir bíla og báta. Varahlutir og viðgerðir. Norðurljós sf Furuvöllum 13 Ak. sími 21669 Höfum fyrirliggjandi og getum útvegar Ignis- kæliskápa, uppþvottavélar, þurrkara og eldavélar Einnig hin vinsælu Girmi tæki svo sem ryksugur kr. 51.800, grillofnar kr. 38.800, brauðristar kl. 8.500, hrærivélar kr. 19.850, hraðsuðukatla kr. 11.500, kaffivélar kr. 17.950. Einnig jógurt vélar, hárblás- ara, krullujárn, hnífabrýni, pelahitara, straujárn og margt fleira Opið allan daginn Raftækni, Geislagötu 1, sími 24223. “Wor Fjölbreytt hollustuefni fyrir margháttaða hrörnun Ifkamans KYNNIÐ YKKUR BÆTIEFNIN ^Nftatvörudeild Hafnarstræti 91 Tjaldhimnar Tjalddýnur - svefnpokar bakpokar og grill Laxahjól - stengur og línur Sjónaukar - myndavélar og filmur HAFNARSTR. 91-95 Brúðhjón. Laugardaginn 22. júlí voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Katrín Hallgrímsdóttir og Einar Sólansson bifvéla- virkjanemi. Heimili þeirra er að Rofabæ 27, Reykjavík. Minjasafnið á Akureyri er opið daglega frá kl. 1.30. - 5 e.h. Tekið á móti ferðafólki á öðr- um tímum eftir samkomulagi. Sími safnsins er 24162 sími safnvarðar er 24272. Ferðaféiag Akureyrar. Verslun- armannahelgin 5-7. ágúst. Seljahjallagil-Heilagsdal- ur-Fremrinámur. Gönguferð: ' Ólafsfjörður-Hvanndal- ir-Héðinsfjörður. Brottför í báðar ferðir frá Skipagötu kl. 9. Næsta ferð: Laugar- fell-Laufrönd. Frá Sjálfsbjörg Akureyri. Fél- agar velunnarar. Munið áður auglýsta skemmtiferð um Kelduhverfi og Axarfjörð 5 og 6 ágúst. Gleymið ekki að panta far fyrir 1. ágúst svo hægt verði að fá bílkost í ferðina. Fjölmennum. Nefnd- in. Laus skólastjóra- staða Staða skólastjóra við grunnskóla Svalbarðs- strandar er laus til umsóknar. Skólahúsnæði er nýlegt ásamt áfastri íbúð. Vegalengd til Akureyrar aðeins 18 km. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Nánari upplýsingar veita: Fræðsiuskrifsstofan á Akureyri og formaður skólanefndar Bjarni Hólmgrímsson Svalbarði sími 96-23964 Fornsalan Fagrahlíð, Lönguhlíð 2, Glerárhverfi. Tilkynnir: Nýkomnar bækur úr einkabókasafni. Gott úrval. Meira væntanlegt. Afgreiðslustími: kl. 16 - 18. Sími (96) 23331. Nýtt hefti norðlenska tímaritsins SÚLUR verður til afgreiðslu og sölu eftir næstu helgi. Jóhannes Óli Sæmundsson .t Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug, við andlát ÞÓREYJAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Eiðsvallagötu 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristneshælis, fyrir góða umönn- un. Guð blessi ykkur öll. Vandamenn. Þökkum ynnilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall sona okkar er fórust 17. júní s.l. Alma Stefánsdóttir, Ægir Þorvaldsson Guðrún Benediktsdóttir, Stefán Arnþórsson Halla Jónsdóttir, Anton Angantýrsson Hekla Tryggvadóttir, Jón Jónsson Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ALBÍNU BERGSDÓTTUR, fyrrum Ijósmóður, Dalvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki að Elliheimilinu Skjaldar- vík. Guðmunda Gunnlaugsdóttir, Marinó Friðjónsson, Guðlaug Antonsdóttir, Reimar Þorleifsson, Hulda Dóra Friðjónsdóttir og böm.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.