Dagur - 02.08.1978, Side 8

Dagur - 02.08.1978, Side 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 2. ágúst 1978 Pétur Antonsson, forstjóri Krossanessverksmiðjunnar: Hreinsitæki eru ekki á döfinni Kostnaður við slík tæki áætlaður hundruðir milljóna króna „Það er ekki á döfinni að setja upp hreinsitæki á Krossanessverksmiðjuna“, sagði Pétur Antonsson for- stjóri verksmiðjunnar, þeg- ar blaðið leitaði til hans. Allir Akureyringar kannast við reykinn sem oft leggst yfir bæinn í norðanátt. Reykurinn er illþefjandi, og lyktin hef- ur löngum verið nefnd peningalykt. Það eru sér- staklega íbúar Glerár- þorps sem þurfa að búa við þennan ósóma. Þar líða oft heilu vikurnar þannig að ekki er hægt að opna glugga, vegna þessa, hvað þá þurrka þvott á snúrum. Eru því mikil óþægindi af þess- um sökum. „Þetta mál hefur verið rætt í verksmiðjustjórninni, og hreinsi- tæki eru á óskalista. En því miður er fjárþörfin mikið meiri á öðrum sviðum, þannig að ekki er komið að þessu ennþá.“ Ákvörðunarvaldið í þessu máli er í höndum verksmiðjustjórnar- innar, en formaður hennar er Helgi Bergs, bæjarstjóri. Það hlýtur að koma að því að þetta mál verði gripið föstum tökum, þvi íbúar hverfa sem verða fyrir barðinu á þessu hljóta að eiga sama rétt og aðrir á hreinu lofti. En kostnaðurinn er mikill. „Það liggur Ijóst fyrir, að hann skiptir hundruðum milljóna króna", sagði Pétur Antonsson, verk- smiðjustjóri. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits ríkisins voru hér á ferðinni í vor og skoðuðu þeir verksmiðjuna Reykurinn frá Krossanessverksmiðjunni stígur upp, og leggur yfir bæinn. Mynd: G.M. Starfsleyf ið er útrunnið Skilyrði til vinnslu óuppfyllt „Krossanessverksmiðja fékk skilyrt starfsleyfi 2. janúar 1974 og þá var gert skylt að leggja frá- rennsli út fyrir stór- straumsfjöruborð innan eins árs. Við rákum auð- vitað augun strax í það nú í vor, f jórum árum seinna, að það hafði ekkert gerst. Frárennslið kemur bcint út úr bakkanum þarna“, sagði Hrafn Friðriksson forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits ríkisins. „Það var einnig skilyrði að þeir höguðu vinnslu með tilliti til vindáttar og aldurs hráefnis, þannig að sem minnst mengun yrði í nálægum íbúðarhúsum." Nú er fyrirhuguð stækkun verksmiðjunnar og báðum við Hrafn að segja álit Heilbrigðis- eftirlitsins á því. „í starfsleyfinu .segir, að verði umtalsverðar breytingar á verk- smiðjurekstrinum, og/eða um- hverfi verksmiðjunnar skal rekstrarleyfi endurskoðað. Sama gildir ef umræddar mengunar- varnir reynast ófullnægjandi. Vegna þess að þarna hafa farið fram umtalsverðar breytingar er- um við með þetta starfsleyfi í endurskoðun. Eins vegna þess að þeir hafa ekki framkvæmt nauð- synlegar varnaraðgerðir, sem voru skilyrði fyrir starfsleyfinu." „Það sem fyrst og fremst angrar menn er auðvitað lyktin, og hún stafar af aragrúa efnasambanda sem að illmögulegt er að henda reiður á. Það sem er í reyknum annað, er það sem kemur fram við bruna á olíu, brennisteins- sýrlingur og kolsýringur. Annars Eyjólfur Sæmundsson deildar- verkfræðingur Heilbrigðiseftirlits ríkisins hefur kynnt sér þessi mál á Norðurlöndunum og gaf hann Heilbrigðiseftirlitinu skýrslu um helstu varnaraðgerðir sem að gagni mættu koma. í fyrsta lagi kemur til álita að taka upp þvott á útblástursloftinu í svonefndum efnahreinsiturnum. í öðru lagi er hægt að brenna útblástursloftið með svokallaðri Hetland aðferð. í þriðja lagi að breyta um framleiðsluhætti og taka upp Starfsleyfi verksmiðjunnar hefur því runnið út einu ári eftir að það var gefið út, því aðeins var veittur eins árs frestur til að koma frárennslinu út fyrir stórstraums- fjöruborð. vitum við alltof lítið um þessi efni, en við teljum þó að í reykn- um sé nýtrosamín, þó við vitum ekki í hve miklu magni það er. Nýtrósamín er þekkt af því að vera krabbameinsframkallandi í dýrum,“ sagði Hrafn Friðriksson. gufuþurrkun, samfara brennslu lyktarefna undir gufukötlum eða eyðingu þeirra í efnahreinsiturn- um. Langflestar loðnu- og fiski- mjölsbræðslur á Islandi eru -með olíuþurrkun, sem eykur skaðsemi mengunarinnar. „Fyrst þegar við vorum að gefa út starfsleyfin, var álitið að hækkun reykháfa væri lausn. Síðan hefur komið í ljós að það er engin algild lausn á vandanum," sagði Hrafn Friðriksson for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits- ins. Er reykurinn skaðlegur Hvað er til varnar? ásamt heilbrigðisnefnd Akureyr- ar. Jóhannes Sigvaldason, for- maður nefndarinnar, sagði að það væri „ekki hægt að tryggja þetta algjörlega reyklaust, nema flytja verksmiðjuna“. Fyrirhugað er að stækka Krossanessverksmiðjuna og verður þá brætt á hverjum degi yfir sumartímann. „Við ræddum þetta við verksmiðjustjómina“, sagði Jóhannes, „og sögðum henni að þetta væri afskaplega óþægilegt fyrir bæjarbúa.“ 0 Jákvæðar njósnir Fyrir skömmu hófst, í útvarp- inu, þáttur er ber nafnið Fjöl- þing. Markmið þáttarins er að stuðla að bættri umferðar- menningu og eiga ökumenn að skrá þá bíla sem, að þeirra dómi, hafa sýnt sérstaka til- litssemi í umferðínni. Öku- menn eru beðnir um að skrifa á blað skrásetningarnúmer viðkomandi ökutækis og ör- stutta lýsingu á hvað öku- maðurinn gerði jákvætt. Síð- an á að senda bréfið til þátt- arins og í haust fær sá öku- maður viðurkenningu, sem flestar ábendingar sendir Ennfremur fær sá ökumaður sem oftast er tilnefndur og fær flest stíg eftir sumarið, sæmdarheitið „ökumaður ársins 1978“. Utanáskriftin er: Þátturinn Fjölþing, Ríkis- útvarpinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. 0 Stefnt í rétta átt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, seldi alls um 444 tonn af tóbaki árið 1977. Var það um 33.7 tonnum eða 7% minna en árið áður. Tó- bakssalan 1977 nam um 2 kg á hvern íslending. Miðað við þyngd eru sígarettur rúmlega 75% af sölunni, reyktóbak um 11.4%, vindlar um 10%, nef- tóbak rúmlega 3.5% og munntóbak aðeins um 0.03%. Sést af þessu að mestailt tóbakið er reykt, einungis tuttugasti og áttundi hlutinn er neftóbak og munn- tóbak. Áberandi er hve hluti nef- tóbaks í heildarsölu hefur farið jafnt og þétt minnkandi hér á landi. Það var til dæmis fuliur áttundi hluti tóbakssöl- unnar árið 1960 svo að ekki sé farið iengra aftur í tímann. Þessi hnignun á vinsældum neftóbaksins er gott dæmi um hve tískan skiptir miklu máli. Þeir sem berjast gegn reykingum telja að með sam- stilltu átaki megi fljótlega kveða niður reykingatískuna og þá verði ekki langt að bíða að draumurinn um reyklaust land verðí að veruleika. % 336,7 milljónir samvinnu- manna í yfirlití frá Alþjóðasamvinnu- sambandinu kemur m.a. fram, að nú eru taldir 336.667.519 féiagsmenn f samvinnufélögum innan þess. Þar af eru 156 milljónir í Evrópu, 112 milljónir í Asíu, 62 milljónir í Ameríku, 3 milijónir í Afríku og 3 milljónir Ástralíu. Samvinnufélög eru rúmlega 667 þúsund, og eru samvinnusparisjóðir flestir, 240 þúsund, landbúnaðar- samvinnufélög koma næst í röðinni, en þau eru 215 þús- und, og færri eru neytenda- samvinnufélög, bygginga- samvinnufélög, framleiðsiu- samvinnufélög og fiskveiða- samvinnufélög. Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu og gáfu ágóðann tll Elllhelmilis Akureyrar. Þær heita (f. v.) Bergþóra Njálsdóttir, Ásta Birglsdóttir og Ingi- björg Lóa Birgisdóttir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.