Dagur - 16.08.1978, Page 1

Dagur - 16.08.1978, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGXJR LXI. ÁRG. Akureyri, miðvikudagur 16. ágúst 1978 48- tölublað Nýr skólastjóri Iðnskólans Aðalgeir Pálsson, verk- fræðingur, sem verið hefur yfirkennari við Iðnskóla Akureyrar um fjölda ára, hefur nú verið settur skólastjóri Iðn- skólans í stað Jóns Sig- urgeirssonar, sem hefur látið af störfum og áður hefur verið sagt frá. Formaður iðnskóla- nefndar er Haukur Árnason, nýlega skipað- ur af menntamálaráð- herra. Akureyrar- togarar Sólbakur kom í morg- un með um 80 tonn. Kaldbakur seldi í Þýskalandi 7. og 8. ágúst, 278 tonn fyrir 48,4 millj- ónir króna. Togarinn er nýkominn heim og senn á förum á miðin. Svalbakur landaði 9. ágúst 250 tonnum. Skiptaverðmæti 29,1 milljón. Harðbakur landaði um mánaðamótin, 339 tonnum. Skiptaverð- mæti var 37,3 milljónir króna og er togarinn væntanlegum um miðja vikuna á ný. Sléttbakur landaði 2. ágúst, 279 tonnum. Skiptaverðmæti 34,5 milljónir. Hann fór í slipp til botnhreinsunar. Minningar- leikur um Jakob Jakobsson 1 kvöld (miðvikudags- kvöld) verður minn- ingarleikur Jakobs Jakobssonar. Akur- nesingar keppa við KA á grasvellinum. kl. 20. Akureyringar fjöl- mennið á völlinn og sjáið skemmtilega knatts pyrnu. MAGALENDING fslandsmótið f fallhlífastökki var haldið á Melgerðismelum um helgina. Sig- urvegari varð Sigurður Bjarklind, í öðru sæti varð Steindór Steindórsson og í þriðja sæti varð Gunnar Aspar. Þeir eru allir meðlimir í Fallhlifaklúbbi Akureyrar. Bestum árangri i mótinu náði Sigurður Aðalsteinsson, en hann kom niður i aðeins 1,05 metra fjarlægð frá markinu. Alls tóku fjórtán þátt í mótinu og áttu Akureyringar fjóra efstu mennina. Þetta er i þriðja sinn sem Sigurður Bjarklind hlýíur fslandsmeistaratitilinn í fallhlífastökki og vann hann því bikarinn til eignar. Mynd: áþ Kratar klufu viðræðurnar Ákvörðun þeirra olli mér miklum von- brigðum, segir Ólafur Jóhannesson „Ég get ákaflega lítið sagt um þessa ákvörðun Alþýðuflokksins, en það eru mér mikil vonbrigði að hann skyldi slíta viðræðunum. Það hafi ekki reynt á hvort flokkunum tækist að koma sér saman og t.d. höfðum við ekki lagt fram okkar tillögur“, sagði Ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins í við- tali við Dag, skömmu eftir að það varð Ijóst að Alþýðuflokkurinn hyggðist ekki ætla að taka frekari þátt í stjórnarmyndunarviðræðun- um. „Ég veit ekki hvað hefur valdið ákvörðun Alþýðuflokksins, en get ímyndað mér að ályktun Verka- mannasambandsins hafi haft ein- hver áhrif“. En hvað tekur þá við? Ólafur sagði það óvíst, forseti hefur þegar veitt Benedikt Gröndal umboð til stjómarmyndunar, en vissulega á þessara þriggja flokka hafa tilkynnt Geir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæðisflokksins að þeir telji ekki grundvöll fyrir slíku samstarfi og sé því ekki rétt að halda við- ræðum áfram. Að mati Alþýðuflokks geta þær hugmyndir um lausn efnahags vandans sem fram hafa verið lagð- ar í viðræðunum ekki leitt til nauðsynlegs samstarfs við laun- þegahreyfinguna eða tryggt kjara- sáttmála og vinnufrið. Hér mun því aðeins verða um að ræða endur- reisn fráfarandi ríkisstjómar að viðbættum Alþýðuflokknum um. Flokkurinn er ekki reiðubúinn til að standa að slíkri stjórnarmyndun, enda væri það í ósamræmi við stefnu hans og baráttu fyrir kosn- ingar. Alþýðuflokkurinn er enn fús til að stuðla að myndun starfshæfar ríkisstjómar í sem mestu samræmi við úrslit alþingiskosninganna, og minnir á þá tvo stjórnarkosti sem formaður flokksins reyndi, svo- kallaða nýsköpunarstjórn eða vinstri stjórn. Ef þeir hefðu fengið hljómgrunn hefði landið þegar haft meirihlutastjórn í nálega mánuð.“ Lúðvík Jósepsson eftir að fá að spreyta sig. Kratar hafa greinilega tekið snögga ákvörðun, því við- ræðufundur hafði verið boðaður klukkan þrjú í dag - þriðjudag. Ólafur Jóhanncsson. í fréttatilkynningu frá Alþýðu- flokknum segir: „Fulltrúar Alþýðuflokksins í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, og Framsóknarflokksins um stjórn Lögreglu- rannsókn vegna brota SH f síðustu viku ákváðu yfirvöld að neita Sjálfstæðishúsinu um samkomuleyfi næsta laugardagskvöld, en að kvöldi dags fimmta ágúst töldu lögreglumenn gesti hússins og komust þá að raun um að þeir voru alltof margir. Lögreglurannsókn er nú í gangi vegna máls þessa. Sjálfstæðishúsið hefur heimild til að hafa 483 gesti en samkvæmt þeim upplýs- ingum sem blaðið hefur aflað sér voru gestirnir rúmmlega 600 þetta umrædda kvöld. Lögreglurannsóknin beinist m.a. að því hvemig á þessum fjölda getur staöið og hve margir starfsmenn S.H. séu í tölunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðishúsið hefur orðið uppvíst að svipuðu at- hæfi og vaknar sú spurning hvort viðurlög séu nægjan- lega ströng, en til þessa hefur þótt nægja að svipta húsið samkomuleyfi sama kvöld að viku liðinni. Síðdegisblöðin hlera f iarskipti iöqregiunnar „Skýlaust lögbrot“ - segja starfsmenn lögreglustjóra „Bæði ljósmyndarar Vísis og Dagblaðsins hlera tal- stöðvarbylgju lögreglunn- ar og geta því fylgst náið með öllum aðgerðum hennar. Enda er algengt að Ijósmyndarar þessara blaða komi á undan lög- reglu á slysstaði,“ sagði blaðamaður hjá öðru síð- degisblaðanna í samtali við Dag. Dagur hringdi á skrifstofu lög- reglustjóra í Reykjavík, og spurði hvort þama væri ekki um skýlaust lögbrot að ræða. Var blaðinu tjáð að þetta væri með öllu bannað, en jafnframt að mjög auðvelt væri að breyta talstöðvum, svo ná mætti lögreglurásinni. Sögðu viðmæl- endur okkar á skrifstofu lögreglu- stjóra, að þeir vissu til þess að rás- imar væru hleraðar, en það væri verkefni radíódeildar Pósts og síma að fylgjast með því að þetta væri ekki gert. Hvað er Vulcan Projekt? opnaj Séra Pétur Sigurgeirsson skrifar um Pál páfa - opna

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.