Dagur


Dagur - 16.08.1978, Qupperneq 6

Dagur - 16.08.1978, Qupperneq 6
ÞÓRSHÖFN: Olíumöl á helming gatna Gunnarsstöðum í Þistilfirði 12. ágúst. Nú hefur veðráttan leikið við okkur í tiu til tólf daga og heyskap- artiðin því mjög hagstæð, þrátt fyrir mikið döggfall um nætur. Heyskap- ur er víðast langt kominn og honum er jafnvel lokið á sumum bæjum. Heyfengur mun vera eitthvað mis- jafn að vöxtum en yfirleitt í meðal- lagi eða vel það og heyin vel verkuð. Nú er nýlokið við að leggja oliu- möl á Þórshöfn á 1.420 lengdar- metra af götum staðarins, sem er helmingur gatnkerfisins og var þetta mikið átak. Ennfremur var olíumöl lögð á opin svæði við ýms- ar byggingar, svo sem félagsheim- ili, kaupfélag, símstöð, sparisjóð og olíustöðvar, samtals 4200 fermetr- ar. Má segja, að Þórshöfn hafi skipt um svip og þorpsbúar búi nú við allt annað og betra umhverfi en áður, og áfram verður haldið. Einhvern næsta dag verður byrj- að á hafnarframkvæmdum og verður hafnargarðurinn lengdur. Grjótflutningur er þegar hafinn. Einnig átti að auka hafnardýpið, en til þess munu ekki hafa fengist tæki að þessu sinni. Ég þykist muna allvel síðustu fimmtíu árin. Nú kom það fyrir í sumar í náttúrunnar ríki, sem aldrei hefur áður hent mig, að ég hef ekki séð einn einasta rjúpuunga. Theo- dór frá Bjarmalandi, sem veit allt um rjúpur, segir þær stundum nær allar verpa undir 50 metra hæð, annað árið á beltinu 100-150 metra hæð o.s.frv. Vonandi er ekki að fara eins fyrir rjúpunni og geir- fuglinum. Það hef ég þó sannfrétt, mér til hugarhægðar, að í Hólma- tungum sé nokkuð að rjúpuungum. Sjálfur hef ég aðeins séð þrjár full- orðnar í sumar. Ó.H. NORÐURLAND: ERU FRYSTIHÚSIN AÐ STÖÐVAST? Það kom fram á fundi frystihúsamanna af öllu Norðurlandi, að yfirvofandi væri stöðvun frystihúsanna ef ekkert yrði að gert innan skamms. Beindi fundurinn þeirri alvarlegu aðvörun til nýkjörinna þingmanna að þeir gerðu sér ljósa grein fyrir vanda fiskvinnslunnar og sameinuðust um að vinna að lausn hans án tafar. Svo sem kunnugt er af fréttum hafa frystihús á Reykjavíkursvæð- inu hótað að loka 1. september. Frystihúsin hér á Norðurlandi telja einnig að viðunandi rekstrar- grundvöll verði að finna fyrir 1. september ef forðast á allsherjar- stöðvun fyrirtækjanna. Á fundinum kom fram að út- flutningsverðmæti afurða frysti- húsanna er nú um 4-6% lægri en framleiðslukostnaður þeirra. í ályktun fundarins er bent á að 11% greiðsla úr Verðjöfnunarsjóði gildi aðeins til 1. september. Þann sama dag er áætluð 10% hækkun launa. Þá mun orkukostnaður hækka um 20-25% nú um miðjan ágúst og gera má ráð fyrir hækkun fiskverðs frá 1. október. Á síðustu 12 mánuðum hafa vextir af afurðalánum hækkað úr 8.4 í 18.25% og vextir af viðbótar- lánum úr 11.7 í 23.5%. Kemur það sér illa fyrir fiystihúsin, vegna þess að birgðaaukning hefur verið mikil undanfarið, bæði vegna útflutn- ingsbannsins og sölutregðu. Vaxta- byrðin þyngist einnig óðum vegna sívaxandi skulda. Fjölskylduhátíð í Fn jóskadal Á sunnudaginn verður haidin fjölskylduhátið á fþróttasvæði U.M.F. Bjarma austan við nýju Fnjóskárbrúna. Tilefni hátíðar- innar er 70 ára afmæli ung- mennafélagsins, en það var stofnað haustið 1908. Hátíðin hefst kl. 14 og verður hún án nokkurra hléa til kl. 21. Reynt verður að miða efni hátíðarinnar við alla aldurs- flokka og markmiðið er að hinn gamli ungmennafélagsandi verði alls ráðandi. Sr. Bolli Gústafsson mun flytja hátíðar- ræðuna, Sigurjón Jóhannesson skólastjóri á Húsavik sér um sönglist, leikið verður á hljóð- færi, fluttur leikþáttur og á milli atriða leikur Lúðrasveit Akur- eyrar. Farið verður í leiki s.s. reiptog og pokahlaup, en í lokin mun hljómsveitin Hver spila fyrir dansi. Hátíðinni verður svo slitið með varðeldi og flugelda- sýningu. AUGLÝSIÐ ( DEGI Stöðugt er unnið að byggingu nýs skólahúsnæðis á Grenivík og búlð er að steypa upp veggi í kjallara og næsta verkefni er að slá upp fyrir loftplötu. Stefnt er að því að gera húsið fokhelt á þessu ári. Yfirsmiður er Þorgils Jóhannesson frá Svalbarðseyri. Að jafnaði hafa fimm menn unnið við bygginguna og byrjað var um miðjan júní. Mynd: á.þ. Akureyrarkirkja. Messað kl. 11 n.k. sunnudag. Sálmar 23, 25, 191,343, 345. P.S. Laugalandsprestakall. Verð að heiman fram undir næstu mánaðarmót. Séra Þórhallur Höskuldsson á Möðruvöllum þjónar fyrir mig á meðan. Bjartmar Kristjánsson. Glerárhverfi Messað verður ef veður leyfir úti í trjálund- inum kl. 2 e.h. n.k. sunnu- dag. En þar uppi á ásnum hefur söfnuðurinn óskað eftir að fá að byggja hina nýju Glerárkirkju. Sókn- arprestur. S.V.N. (Styrkktarfélagi vangef- inna á Norðurlandi) hefur borist peningagjöf frá Stein- dóri Pálmasyni, Hvannavöll- um 4, Akureyri að upphæð kr. 100.000,00, Kærar þakkir J.Ó. Sam. ^áMKOMUN Hjálpræðisherinn fimmtudag- inn 17.8 kl. 20.30 í Zion. Kveðjusamkoma fyrir Ingi- björgu Jónsdóttur og Óskar Jónsson. Söngur, vitnisburð- ur. Allir hjartanlega vel- komnir. Fíladelfía Lundargötu 12. Op- inber samkoma fimmtu- dag 17. ágúst kl. 20.30. Gestir frá Reykjavík taka þátt í samkomunni. Opin- ber samkoma sunnudag 20. ágúst kl. 20.30. Ræða, söngur og hljóðfæraleikur. Allir hjartanlega velkomn- ir. Fíladelfía. Brúðkaup. Þann 12 ágúst s.l. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Rann- veig Sjöfn Vemharðsdóttir bankastarfsmaður Mýrar- veg 122, Akureyri og Alexander Pálsson, Háa- leiti 24 Keflavík. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Ragnheiður Gunn- björnsdóttir Ysta-Gerði og Einar Thorlacíus Bjarmastíg 11 Akureyri Brúðhjón: Hinn 11. ágúst s.l. voru gefin saman í hjónaband að Syðra-Laugalandi, Ingi- björg Jósefína Benediktsdóttir afgreiðslustúlka og Þorsteinn Jóhannsson húsasmiður. Heimili þeirra verður að Laugavegi 13, Siglufirði. Ferðafélag Akureyrar. 18-20 ágúst. Laugafell þaðan norður Hofsjökul til Hveravalla. Happdrætti. Skyndihappdrætti Knattspymudeildar Þórs. Ný- lega var dregið í Skyndihapp- drætti Knattspyrnudeildar Þórs upp komu eftirtalin númer: lv. 199 2 v. 1169 3.v 1087 4v. 110 5v. 404 6v. 200 7v 307 8v. 624 9v. 128 lOv. 888. Uppl. gefur Sigmar Bjarnason í síma 21100 Beikilundur Einbýlishús eða hæð við Beiki- lund. Þetta er nýtt hús og fæst sem hæð með bílskúr eða allt húsið. Ásabyggð 6 herbergja hæð með bíiskúr 140 m- við Ásabyggð í skiptum fyrir minni hæð eða raðhús. Dalvík Einbýlishús á tveimur hæðum 6 herb. um 180 m2 auk kjallara og bílskúrs. Hægt er að hafa tvær íbúðir í húsinu. Fæst á góðum kjörum. Bátur til sölu 13 tonna eikarbátur byggður 1957 með Mannheim vél, neta- spil, dýptarmælir og talstöð. Færarúllur og ný net geta fylgt. Lögmaður Ölafur Birgir Árnason Sölumaður Ólafur Þ. Ármannsson heimasími 22166 m EIGNAMIÐSTÖÐIN SKIPAGÖTU 1 . SfMAR 24806, 2474S Húsnæói Reglusamur Menntaskólanemi óskar eftir íbúð eða herbergi með eldunaraðstöðu. Uppl. í síma 22213 eftir kl. 19. Bifreidir Til sölu er FÍAT 128 árg. 1974. Góð kjör ef samið er strax. Uppl. í síma 24651. Vörubíll, Benz 1413 árg. 1968 til sölu í góðu lagi. Uppl. eftir kl. 19 í síma 22785. Karlmannsreiðhjól til sölu, með gírum. Uppl. í síma 63180 og 63181. Til sölu Handfærarúllur. Dráttarbeisli fyrir Merdedes Benz og nagla- dekk 550x12. Uppl. eftir kl. 19 í síma 22176 Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför JÓNSJÓNSSONAR frá Fornastöðum. Áslaug Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Herdfs Jónsdóttir, Jóhannes Halldórsson, Halldór Jóhannesson, Ingibjörg Jóhannesdóttir. 6.DAGUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.