Dagur - 17.07.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 17.07.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaöamaöur: ASKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Óskiljanlegt frumhlaup Fátt hefur á síðustu tímum vakið meiri undrun en sú ákvörðun ut- anríkisráðherra, að rýmka veru- lega ferðaleyfi varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Með þeirri ákvörðun var horfið frá þeirri stefnu, sem Framsóknarflokkur- inn beitti sér ffyrir og tók upp fyrir aldarfjórðungi í ráðherratíð dr. Kristins Guömundssonar. Ástæð- ur fyrir ákvörðun sinni nú, um aukið ferðafrelsi, segir utanríkis- ráðherrann, vera gagnrýni í blöð- um vestanhafs og skerðingu á mannréttindum. Hins vegar minntist ráðherrann ekki á skerð- ingu mannréttinda íslensku þjóð- arinnar, ef hermennirnir geta farið um landið að vild, stofnað til sam- skipta við þjóðina að geðþótta, eins og var fyrir ráðherratíð dr. Kristins Guðmundssonar. Getur það verið, að utanríkis- ráðherra hafi verið búinn að gleyma hvers konar. ástand var í landinu á meðan ferðafrelsi ríkti bæði að og frá herstöðinni? Gleyma árekstrunum og úlfúð- inni? Það var ekki átakalaust að koma fram þeirri breytingu, að einangra varnarstöðina sem mest frá þjóðinni. Og hafa menn ekki tekið eftir því, hve mjög hijóðnaði um þessi mál og því meira, sem samskiptin hafa orðið minni? Það er með öllu óskiljanlegt, að ís- lenskir yfirmenn herstöðvarinnar skuli æskja breytinga til aukinna samskipta við þjóðina, þar sem reynslan sýnir, að það myndi leiða til árekstra og meiri pólitískra átaka um herstöðina, en verið hefur um árabil? Hafa þeir engar áhyggjur af því? Einar Ágústsson hvikaði aldrei frá einangrunarstefnunni í valda- tíð sinni og vann markvisst að því, að útfæra hana til hins ýtrasta og lét sem vind um eyru þjóta hjal um ómannúðlega einangrun varnar- liðsins. Örðugt er að skýra frum- hlaup núverandi utanríkisráð- herra og ekki hefur honum tekist það sjálfum. En hann hefur minnt á, hve hæpið það er að treysta krötum til forystu í viðskiptum við erlent vald. Það rifjar upp landhelgis- samninginn við Breta 1961 og það sem Emil Jónsson sagði á Alþingi 1971, að „það væri siðleysi að segja þeim samningi upp“, sem þýddi nánast það, að við mættum ekkert hafast að í landhelgismál- inu. Hvernig stæði þjóðin nú, ef hún hefði farið eftir þeirri leið- sögn? Hið sama gerist nú, en þjóðin hafnar leiösögn þessara forystumanna Alþýðuflokksins því Benedikt Gröndal tók ákvörðum sína til baka. Bífreukwerkstœóí Ffölnís Stgurjónssonar atigl&sir Hef á lager pústkerfi í flestar tegundir bif- reiða. Ennfremur kúplingsdiska, kúp- lingspressur og legur í flestar gerðir bifreiða. Þaó sem ekki er til á lager út- vega ég meó stuttum fyrirvara. Bifreiðaverkstæði Fjölnis Sigurjónssonar Hafnarstræti 22, Akureyri ,sími 23704 t Kveðjuorð BJÖRN BESSASON aðalendurskoðandi Til SÖIu Akureyri Einbýlishús við Engimýri, gott hús á góðum stað. Raðhús við Vanabyggð. Raðhús á 2 hæðum með bílskúr við Stapasíðu, selst fokhelt og lítilshátt- ar af efni með. 4ra herbergja íbúð við Oddeyrargötu, eignar- lóð, hitaveita komin. Þægileg íbúð nærri mið- bæ. 4ra herbergja íbúð á neðri hæð við Norður- götu. Góð 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi við Skarðs- hlíð. 3ja herbergja íbúð á neðri hæð við Löngu- mýri. 2ja herbergja íbúð á jarðhæð við Hólabraut. 2ja herbergja íbúð viö Hafnarstræti. Hjalteyri Einarshús, Hjalteyri til sölu. Tiivalið sem sumar- hús, en annars fullkomið einbýlishús. rulilfa ir||ín|óAir. Fastclgnlr vld allra hnfl~. Traust þjonusta... •pfcfkl.5'7 jími 2X878 VASTetGHASALAH HJ. Hofoarstræti 999 amarohusltm □ODao □□□□□ Bæjarstjóri ráð- inn á Siglufirði MIKIL átök urðu á fundi gæj- arstjórnar Siglufjarðar f sl. viku um kosningu f bæjarstjóraemb- ættið. Niðurstaða í annarri at- kvæðagreiðslu varð sú að Ingi- mundur Einarsson lögfr., Hóla- vallagötu 5, Rvík, var ráðinn bæjarstjóri. Hann mun taka við embætti sínu í byrjun september. Umsækjendur um stöðuna voru alls 8. F. 5. mars 1916 - D. 9. júlí 1979 Úr skattskránni alúðarfyllstu þakkir fyrir störfin öll, jafnframt því sem ég óska honum alls velfarnaðar í austrinu eilífa, þar sem öll orka guðdóms- ins á uppruna sinn. Persónulega færi ég Birni innilegustu þakkir fyrir samstarf og vináttu, um leið og ég sendi eftirlifandi eiginkonu hans, dætrunum og fjölskyldunni allri, mínar dýpstu samúðarkveðj- ur- Valur Arnþórsson. •H* Björn Bessason er dáinn. Harma- fregnin segir mér afdráttarlaust: Skoðunarferðir ykkar Björns, ykkar tveggja út í guðs græna náttúruna, verða ekki fleiri og eigi heldur verða þær fleiri, land- könnunarferðir ykkar, undir merkjum Ferðafélags Akureyrar. Þetta er liðin tíð. Það var á fyrri hluta áratugsins 1940-1950, að ég átti því láni að fagna að kynnast Birni Bessasyni í ferðum og félagsstarfi FFA, og með okkur tókst órjúfandi vin- átta. Björn var sannur og heill náttúruunnandi og bjó yfir hafsjó af fróðleik um land og þjóð. Grasafræðin var honum hug- stæðust allra fræðigreina. Suður á Vatnahjalla veitti hann sam- ferðafólkinu fróðleik um dýja- mosa, jöklasóley og hverja þá jurt, er skaut rótum í urðinni. í fámennum hópi var ánægju- legast að vera með honum, því þá kom í ljós hin víðfeðma þekking hans, sem hann flíkaði aldrei. Stórhrikalegt landslag var óþarft og gilti einu hvar gengið var, skoðaðar starir á Kaupangsbakka eða Staðarbyggðamýrum eða fjandafæla í Glerágili. Hann opnaði sýn til innri fegurðar blómanna. Ekkert ferðalag gat mistekist ef Björn Bessason var með í för. Hann lagði til hina sönnu lífsgleði. Veður skipti raunar engu máli. 1 slagveðurs- rigningu sýndi líf og allur gróður jarðar ný og ný fyrirbæri, sem hreif huga Björns og hann vakti athygli á svo enginn viðstaddur hefði viljað án vera. Er séð er á bak svo góðum dreng, hvílir sorg yfir. Dýpst er sorg konu hans, Þyri Eydal, barna og annarra nánustu vandamanna. Ég sendi þeim öllum minar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi hin ljúfa minning veita huggun. Sigurjón Rist. Önnur hæstu félög skv. skattskrá umdæmisins eru: Krónur Slippstöðin hf. Ak. 99.145.000 Útgerðarfél. Ak. h.f. 79.190.000 Kaffibrennsla Ak. h.f. 77.885.000 Kaupfélag Þing. Húsav. 55.780.000 Fiskiðjusaml. Húsav. h.f. 44.818.000 Höldur s.f. Akureyri 27.307.000 K. Jónsson & Co. h.f., Ak. 27.239.000 Kaupfél. Svalbarðseyrar 23.828.000 Kaupfél.Norður-Þing. Kópask. 21.826.000 Hæsti einstaklingur í hverju sveitarfélagi umdæmisins ber samtals gjöld sem hér segir: Akureyri: Krónur Jónas H. Traustason, Ásvegi 29 10.483.000 Húsavík: Ólafur Ólafsson, Stóragerði 13 10.647.000 Ólafsfjörður: Bjöm Kjartansson, Hlíðarvegi 53 4.671.000 Dalvík: Ingólfur Lilliendahl, Goðabraut 4 9.823.000 Grímsey: Óli Bj. ólason, Sveinstúni 2.800.000 S varfaðardalshreppur Gísli Þorleifsson Hofsá 4.032.000 H riseyjarhreppur: Ámi Kristinsson, Hólabraut 3a 3.992.000 Á rskógshreppur: Sveinn E. Jónsson, Y.-Kálfskinni 7.726.000 A rnarneshreppur: Magnús Stefánsson, Fagraskógi 3.894.000 Skriðuhreppur: Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum I 8.189.000 Öxnadalshreppur: Steinn D. Snorrason, S.-Bægisá 4.960.000 Glœsibœjarhreppur: Gunnar Kristjánsson, Dagv.eyri 4.791.000 H rafnagilshreppur: Snorri Halldórsson, Hvammi 6.420.000 Saurbcejarhreppur: Hreinn Kristjánsson, Hríshóli 6.748.000 Öngulsstaðahreppur: Sigurður Snæbjörnss., Höskuldss. 5.886.000 S valbarðsstrandarhreppur: Bjami Hólmgrímsson, Svalbarði 9.040.000 Grýtubakkahreppur: Ásmundur Kristinsson, Höfða 2 7.148.343 Hálshreppur: Ragnar Jónsson, Fjósatungu 3.508.000 Ljósavatnshreppur: Viktor A. Guðl.son, S.-Tjarnarsk. 2.948.000 Bárðdœlahreppur: Svanhildur Hermannsd., Barnask. 2.285.000 Skútustaðahreppur: Birgir F. Haraldsson, Bjargi 4.867.000 Reykdœlahreppur: Þorleifur Matthíasson, Laugum 9.279.000 A ðaldœlahreppur: Harald Chr. Jespersen, M-hvammi 3.028.000 Reykjahreppur: Stefán óskarsson, Rein 6.458.000 Tjörneshreppur: Jóel Friðbjarnarson, ísólfsstöðum 2.226.000 Kelduneshreppur: Jóhann Gunnarsson, Víkingav. 1 2.137.000 Öxarfjarðarhreppur: Björn Benediktsson, Sandf.hagi 2 3.518.000 Fjallahreppur: Kristján Sigurðsson, Grímsstaðir 2 1.041.000 Presthólahreppur: Jóhann Helgason, Leirhöfn 4.095.000 Raufarhafnarhreppur: Helgi Ólafsson, Nónási 4 5.679.000 S valbarðshreppur: Stefán Eggertsson, Laxárdal 1.788.000 Þórshafnarhreppur: Jóhann Jónasson, Langanesv. 33 4.200.000 Sauðaneshreppur: Marinó Kristjánsson, Sauðanesi 1.463.000 Hæsta meðaltal álagðra gjalda á hvern framtelj- anda er í eftirtöldum sveit- arfélögum sem hér segir: Krónur 1. Svalbarðsstrandarhr. 1.074.000 2. Hrafnagilshreppur 1.061.000 3. Saurbæjarhreppur 945.000 4. Raufarhafnarhreppur 852.000 5. Glæsibæjarhreppur 851.000 6. Skriðuhreppur 819.000 7. öngulsstaðahreppur 775.000 8. öxnadalshreppur 748.000 9. Akureyrarkaupstaður 734.000 10. Reykjahreppur 731.000 ii. Húsavíkurkaupstaður 718.000 12. Grýtubakkahreppur 710.000 13. Dalvíkurkaupstaður 701.000 14. ólafsfjarðarkaupstaður 678.000 15. Skútustaðahreppur 657.000 Kærufrestur er til og með fimmtudeginum 26. júlí. Þann 9. júlí s.l. andaðist hér í bæ Björn Bessason, aðalendurskoð- andi. Hann fæddist í Kýrholti, Viðvíkursveit í Skagafirði, þann 5. marz 1916 og var því aðeins 63 ára gamall, er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Bessi Gíslason og Elínborg Björnsdóttir, er um áratugaskeið bjuggu í Kýrholti. Björn lauk stúdentsprófi frá MA 1941 og nam síðan við Há- skóla íslands jafnframt endur- skoðunarstörfum hjá Samb. isl. samvinnufélaga. Þann 9. mai 1942 kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni, Þyri Eydal, og eign- uðust þau tvær dætur, Elínborgu, sem gift er og búsett f Svíþjóð, og Þyri Guðbjörgu, sem dvelst í heimahúsum og starfar hjá KEA. Var hjónaband þeirra og heimilis- líf allt einkar farsælt og traust. Þann 18. apríl 1942 hóf Björn störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og var aðalendurskoð- andi þess um áratugaskeið, allt þar til í apríl s.l., að hann lét af störfum sakir sjúkleika þess, er varð hans banamein. Hann starf- aði því 37 ár á vegum samvinnu- samtakanna hér i Eyjafirði, eða nær alla sína starfsæfi. Störf hans voru mikil að umfangi og ábyrgð og jukust slfellt með árunum eftir því sem umsvif samvinnufélagsins jókst um byggðir Eyjafjarðar. I öllu llfi sfnu var Björn Bessason einstaklega samviskusamur og trúr og mátti hvergi vamm sitt vita. Þeir eiginleikar voru leiðar- Ijós í öllu starfi hans hjá kaup- félaginu. Bjöm var jafnframt mjög góðum gáfum gæddur og voru störf hans því afar heilla- drjúg og farsæl. Að leiðarlokum vil ég fyrir kaupfélagsins hönd færa Birni 4.DAGUR LAND^ ^ROVER eigendur Höfum á lager varahluti í Land rover. Sendum hvert á land sem er. TELATAL Varmahlíð, sími 95-6118. loftverkfæri m.a. skröll borvélar skrúfvélar hnoötengur lofthamrar loftpressur herzlulyklar blikkklippur slöngur og tengi brettaheflar brettaskífur □G VIÐ ONNUMST ALLA ÞJQNUSTU VARÐANDI ’RODAC’ LOFTVERKFÆRIN LOFTIÐ KOSTÁH LÍTII) Þór náði í stig á Neskaupstað Á föstudagskvöidið léku í ann- arri deild Þróttur frá Neskaup- stað og Þór, og fór ieikurinn Sigríður í landliðskeppni FRJÁLSÍÞRÓTT AKON- AN úr KA, Sigríður Kjart- ansdóttir, keppti um helgina í Bremen í Þýskalandi í fimmtaþraut og var sú keppni landskeppni nokkurra þjóða. Sigríður hefur áður keppt í landsliðinu, enda verið ein af okkar bestu frjálsíþróttakvenna undanfarin ár. Þá mun hún einnig keppa á Kalottleikunum nú bráðlega. Oddur Sigurðsson er einnig erlendis um þessar mundir við keppnir og æfingar. Þór: O Þróttur: O fram fyrir austan. Þórsarar hófu leikinn af fullum krafti og stóttu stíft að marki Þióttar. I fyrri hálfleik sóttu þeir nær stanslaust, en allt kom fyrir ekki, í netið vildi boltinn ekki fara. í síðari hálfleik héldu þeir uppteknum hætti, sóttu og sóttu en tókst ekki að skora. Síðustu mínútur leiksins náðu Þróttarar sér á strik en þeir gátu ekki heldur skorað, þannig að leiknum lauk sem marklausu jafntefli. Þórsarar eru ennþá ..í topp- baráttu í deildinni, og er því ekki fyrstu deildar sæti næsta ár af- skrifað ennþá. FH og Breiðablik hafa að vísu nokkuð örugga for- ustu í deildinni, en hefur gengið nokkuð illa í síðustu leikjum. þannig að næstu lið fara að ná þeim að stigum. K A-Feyen oord Undirbúningur vegna komu Hollenska félagsins Feyenoord til Ak- ureyrar er f fullum gangi. Leikurinn fer fram á grasvellinum föstu- daginn 27. þ.m. kl. 19.30. Reynt verður að vanda til leiksins á ailan hátt — fyrir leikinn mun lúðrasveit leika á vellinum og í hálfleiknum verður keppt í sprett- hlaupum. Þá verða liðin kynnt fyrir leikinn á viðeigandi hátt. Um kvöldið verður dansleikur í Sjálfstæðishúsinu og verða Hollendingarnir heiðursgestir. Forsala miða á leikinn verður sama dag á Ráðhústorgi. Þá verður reynt að efna til hópferða úr nágrenninu til bæjarins. Slórtap hjá K.A. Óskar í leikbann Á laugardaginn léku í fyrstu deild Valur og KA og var þetta síðasti leikur í fyrri umferð og fór leikurinn fram á Laugardalsvelli. Það er skemmst frá að segja að KA fékk svokallað „bust“, en Valsmenn skoruðu fimm mörk en KA eitt. f hálfleik var staðan tvö mörk gegn engu. en fyrri hálfleikur var nokkuð jafnari, og KA Arthur í landsliðið ARTHUR Bogason eða „Norðurhjaratröllið“ eins og hann er stundum nefndur í sunnlenskum blöðum hefur verið valinn í landslið fslands í kraftlyftingum. Hann keppir í flokki 110 kg og yfir, sem er þyngsti flokkur- inn. Hann hefur aldrei áður verið valinn í landslið, og hefur aðeins æft lyftingar í um það bil eitt ár. Hann mu keppa fyrir ís- lands hönd á Norðurlanda- meistaramótinu sem fram fer í haust. Næstu leikir I kvöld (þriðjudag) kl. 20.00 leika á grasvellinum Þór og KA í Akureyrarmótinu. Þórsarar urðu meistarar f fyrra, og ætla eflaust að reyna að halda þebn títli I ár. Á föstudagskvöldið leikur KA við ÍA í fyrstu deild. Þama verður um hörku- leik að ræða, og bæði liðin hafa eflaust fullan hug á stigunum, ÍA f toppbarátt- unni og KA I fallbaráttunni. Sama dag leika á Greni- víkurvelli Magni og Selfoss I annarri deild. Daginn eftír fara Þórsarar tíl Eskifjarðar og leika við Austra. menn áttu nokkur góð mark- tækifæri, sem ekki tókst að nýta. í byrjun síðari hálfleiks komst Gunnar Blöndal inn í sendingu hjá Valsmönnum á þeirra vallarhelmingi og gaf á Elmar, sem aftur renndi bolt- anum til Gunnars sem þá skor- aði af öryggi. Valsmenn gerðu síðan út um leikinn nteð þremur mörkum til viðbótar. Um miðj- an síðari hálfleik lét Óskar Ingimundarson hnefana ráða, eftir samstuð við Valsmann og góður dómari leiksins vísaði honum umsvifalaust af leik- velli. Óskar fer því í leikbann í næsta leik sem verður gegn Akurnesingum. Happdrætti HSSA Eins og auglýst hafði verið var dregið í happdrætti Hjálpar- sveitar skáta á Akureyri þann 17. júní. Vinningsins, sem kom á miða nr. 2156, hefur verið vitjað. Stjórn Hjálðarsveitarinnar þakkar öllum þeim, sem studdu starf sveitarinnar með þvt að kaupa miða, og minnir um leið á að aðalfjáröflun sveitarinnar er flugeldasala um áramót, og verður þá boðið upp á stórkost- legt úrval flugelda að vanda. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.