Dagur - 30.10.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 30.10.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaóamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.. JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. íhaldið boöar fráhvarf frá velferðarþjóðfélag inu I kosningum þeim sem í hönd fara verður aðalbaráttan í því fólgin að kveða niður boðskap íhaldsafl- anna um að láta óheft markaðs- lögmál og peningavald ráða stjórnarstefnu og þjóðfélagsþró- un. Þessi stefna hægri aflanna í landinu, sem Sjálfstæðisflokkur- inn boðar af auknum ákafa, er um þessar mundir slíkur ógnvaldur velferðarþjóðfélagi á fslandi að félagshyggjumenn, hvar í stétt og stöðu sem þeir eru, verða að sameinast um að stöðva fram- gang hennar. Þessi stefna er fyrst og fremt aðaláhugamál Sjálf- stæðisflokksins og felur í sér víð- tækt fráhvarf frá þeirri þjóðfélags- gerð, sem einkennist af sam- hjálpar- og velferðarhugmyndum. Sjálfstæðismenn hafa gefið þess- ari stefnu sinni fegrunarheitið „frjálshyggja,“ sem er álíka blekkingarhugtak eins og það að kenna flokk íslenskra hægri manna við sjálfstæði. En peningavaldsstefnan, ný- kapitalisminn, á einnig hljóm- grunn meðal Alþýðuflokksmanna. Þess vegna felst hætta í því ef Sjálfstæðisflokkurinn nær meiri- hluta með Alþýðuflokknum. Það er aðgætandi að þótt sjálfstæðis- menn tali stundum um möguleika þess að þeir fái hreinan meirihluta á Alþingi, þá gera þeir raunveru- lega ekki ráð fyrir að svo geti nokkru sinni orðið. Von þeirra og ætlun er að ná meirihluta með Al- þýðuflokknum. Það veltur á kjós- endum hvort slík von íhaldsins rætist. Það á að vera hlutverk þessara kosninga að koma í veg fyrir meirihluta hægri aflanna. Fyrsta skilyrðið til þess er að sjálfsögðu að varast áróður íhaldsins og öðl- ast vilja til þess að berjast gegn hinni andfélagslegu stefnu þess. Annað er að taka afstöðu með þeim flokkum, sem andstæðir eru hægri stefnunni og áformum hægri aflanna um meirihlutaað- stöðu. Það verður ekki best gert með því að efla Alþýðubandalagið frekar en orðið er. Alþýðubanda- lagið er þegar meira en nógu stór flokkur, auk þess sem mörgum er hulin raunveruleg stefnuskrá þess. Alþýðubandalagið gengur til kosninga nú eins og jafnan áður sem hentistefnuflokkur með laus- beislaðan málflutning og mein- ingarleysur um pólitísk grundvall- aratriði. Hins vegar á Alþýðu- bandalagið sér leynda stefnuskrá, sem hefur að geyma lausnarorðið um alræði kommúnismans. Lýð- ræðissinnað félagshyggjufólk á enga samleið með slíkum flokki. Flokkur þess er Framsóknar- flokkurinn. MINNING Viðar Helgason BYGGINGAMEISTARI Fæddur 29. ágúst 1939 Dáinn 17. október 1979 Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt, og undarleg var gangan heim í hlaðið, því fjallið hans og bœrinn og allt var orðið breytt, þó auðnin væri mest, þar sem kistan hafði staðið. Þó ennþá blöktu í stjökum örfá kertaljós, var alstaðar í húsinu döpur rökkurmóða. Á miðju stofugólfi lá föl og fannhvít rós, sem fallið hafði af kistu drengsins góða. Ég laut þaryfir rósina, svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. Svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hœtti að slá, en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. í silfurvasa lét ég mína sumarbjörtu rós, en samt var henni þrotið líf og styrkur. Svo brunnu þau að stjökum hin bleiku kertaljós, og blómið hvarf mér — inn íþögn og myrkur. Davíð Stefánsson. hefur þú vitað betur. Kannske hef- ur þú farið á undan til að leggja grundvöll að nýju samstarfi síðar. Guð einn ræður. Viðar Helgason fæddist í Ólafsfirði 29-8 1938, næst yngstur tólf syst- kina, kom ungur til Akureyrar og nam húsasmíði. Kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Birnu Eiríks- dóttur 1959 og eignuðust þau fimm mannvænleg börn. Fyrirtækið Að- algeir & Viðar h.f. stofnuðu þeir æskufélagarnir Viðar og Aðalgeir Finnsson árið 1963. Fjölskyldur þeirra hafa alla tíð verið mjög samrýndar og djúp er sú sorg sem ríkir hjá Aðalgeir, Lilju og þeirra börnum vegna fráfalls hins besta vinar og félaga. Það er átak- anlegt að horfa á þann mikla trega og þá djúpu sorg sem lýsir sér hjá Aðalgeir, sem fyrstur varð til þess að færa okkur, starfsfólki þeirra félaga, harmafregnina. Aðalgeir minnist hins ánægjulega samstarfs þau ár sem þeir hafa verið saman með rekstur fyrirtækja. Við starfs- fólkið höfum alla tíð litið á þá fé- laga sem eina órofa heild. Aðalgeir og fjölskyldu hans vottum við dýpstu virðingu. Birnu og börnunum vottum við öll dýpstu samúð og hluttekningu í sorg þeirra, og biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja í þeim erf- iðleikum sem fráfalla hins ástríka föður og elskulegasta eiginmanns hefir að geyma. Starfsfólk fyrirtækjanna, Aðalgeir & Viðar h.f. íspan h.f. Gler og speglar s.f. Okkur setti öll hljóð er harma- fregnin barst, laust fyrir hádegi 17. okt. sl. þess efnis að Viðar væri lát- inn. Slíku er ekki hægt að trúa, getur þetta verið satt, hann var hérna rétt áðan, ég var að tala við hann, hann ætlaði að koma eftir hádegi og ræða betur við mig, þurfti aðeins að skreppa heim sagði hann. Er ekkert réttlæti til, hver er tilgangurinn með því að hrífa burtu athafnamann í blóma lífsins frá konu, börnum og gróskumiklum fyrirtækjum? Hann var vanur að koma snemma á morgnana, gust- mikill í fasi og myndarlegur á velli, berandi með sér lífsþróttinn og at- hafnaþrána við upphaf hvers vinnudags, þessa ómetanlega eig- inleika til fangbragða við um- fangsmikið daglegt starf. Jú því miður er þetta víst satt og þess vegna höfum við öll verið svo hljóð og talað svo lágt, því hvort sem menn líta á endalok mannlegs lífs sem upphafs annars æðra tilveru- stigs eða ekki, eru sorg og tregi fylginautar dauðans, þessa óhjá- kvæmilega atburðar sem fylgir öllu lífi. Það mun verða gengið hljóð- lega um lengi lengi í fyrirtækjun- um. Við munum reyna að rækja okkar störf af vandvirkni og trú- mennsku eins og þú brýndir svo oft fyrir okkur. Það er ekki hægt annað en tala um þig eins og þú værir hérna, því það rúm sem þú fylltir í hugum okkar allra, sem göngum hér að daglegum störfum, er það stórt að án vitundarinnar um ná- lægð þína er nær óhugsandi að framkvæma það sem fyrir liggur. Er það ekki einkennilegt að sjúk- dómurinn sem þú kenndir fyrst fyrir tíu árum síðan og við vitum öll að leiðst mikið fyrir og sem hefir nú fullkomnað verk sitt, kom okkur algjörlega á óvart. Elja þín og vaknandi áhugi á öllu því sem var að gerast villti okkur sýn. Kannske ■ I Skilin í stjórn- málunum skýrari — segir Ingvar Gíslason, fyrrverandi alþingismaður Ber að harma stjórn- arslitin? Að ýmsu leyti ber að harma þau. Ég tel að stjórnarslit á þess- um árstíma séu ákaflega óheppi- leg hvað snertir löggjöf og lands- stjóm, en auðvitað koma fleiri ástæður til m.a. veðurfarsástæður þegar kosið verður. Hitt er svo annað mál að við megum ekki mikla desemberkosningar fyrir okkur úr því að þær hafa verið ákveðnar. I dag er það aðalatriði að berjast og fá fram úrslit, sem verða til þess að koma á verulegri breytingu í stjórnmálunum. — Liggja straumarnir á annan veg en fyrir síðustu kosningar? Já, þeir gera það. Að sumu leyti eru skilin í stjórnmálunum skýr- ari, en þegar gengið var til kosn- inga fyrir einu og hálfu ári. Til dæmis er augljóst að Alþýðu- flokkurinn fær ekki sama hljóm- grunn hjá kjósendum og síðast. Hins vegar falla hugmyndir okk- ar framsóknarmanna í betri jarð- veg — áróður okkar er ekki ofsa- fenginn eins og hjá andstæðing- unum — heldur reynum við að stilla upp málefnum og viljum takast á við raunveruleg þjóðfé- lagsmálefni. í þessum kosningum verður tekist á um stefnu Sjálfstæðis- flokksins þ.e. það sem þeir kalla frjálshyggju, en er ekki annað en nýkapítalismi. I þessum nýkapí- talisma, sem þeir kalla „frelsis- stefnu“ má finna flest þau atriði sem við framsóknarmenn erum andstæðir. Þar er verið að brjóta niður landsbyggðarstefnuna, sem við höfum barist fyrir. Sjálfstæð- iðmenn stefna einnig að því að opna landið fyrir erlendum auð- félögum og gegn því verður að berjast af hörku. Nýkapítalism- inn er árás á velferðarþjóðfélagið. Það hefur komið fram í blöðum, and- stœðum Framsóknar- flokknum, að það megi kalla síðustu 10 árin — Framsóknar- áratuginn. Ber ekki að fagna þessu nafni? Það má vel til sanns vegar færa að árin 1971,-1979 megi kenna við Framsóknarflokkinn. Ég álít að við framsóknarmenn megum vera hreyknir af þessu því síðustu 8 árin hafa verið fram- faratími. Þjóðarauðurinn hefur vaxið, lífskjör batnað á þessum tíma og síðast en'ekki síst verða sigramir í landhelgismálinu kenndir við þennan áratug. Þegar fræðimenn seinni tíma fara að kanna það mál munu þeirkomast að þeirri niðurstöðu að Fram- sóknarflokkurinn hafi haft þar meginforustu. Nú hefur verið sagl að Framsóknarflokk- urinn, og reyndar Al- þýðuflokkurinn.líka, séu óþarfir í íslensk- um stjórnmálum. Það sé nœgilegt að hafa tvo flokka, Alþýðu- bandalagið og Sjálf- stœðisflokkinn. Það er mikill misskilningúr að halda því fram að ékki sé þörf fyrir Framsóknarflokkinn. Sann- leikurinn er sá að ef við stillum málunum svona einfalt upp — eins og Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag vilja gera og virð- ist vera þökk í — sjáum við fljótt að hér er falskenning á ferðinni. Annarsvegar á fólk þá um að velja þennan nýkapítalisma Sjálfstæðismanna og hinsvegar á þá að vera um að' ræða þann sósíalisma sem Alþýðubandalag- ið stefnir auðvitað að. Ég álít einmitt að það sé þörf á íslenskri félagshyggjustefnu og það er Framsóknarflokkurinn sem boðar hana. Hinsvegar ætla ég ekki að segja að stefna Fram- sóknarflokksins sé einhver miðjustefna eða að hún sé ein- hver sáttargerð milli þessara tveggja öfga. Þannig vil ég ekki túlka þetta heldur segi ég: „Okk- ar félagshyggjustefna er eina leiðin til þess að ná eðlilegu tak- marki í íslenskum stjórnmálum." Er ekki kominn tími til að breyta kjör- dœmaskipaninni? ;Jú, en þá verður líka að gera það þannig að breytingin sé til bóta. Ég er ekki reiðubúinn til þess að svara hvaða leiðir eigi að fara. Þó hallast ég að því að kjör- dæmin eigi að vera minni en nú er — meðal annars tel ég að Akur- eyri eigi að vera sérstakt kjör- dæmi. Skoðanir manna um breytingar á kjördæmaskipuninni eru ákaflega mismunandi og ég held að við verðum að gefa okkur tíma til að ræða allar hliðar þess máls. — Ef listi framsóknarmanna verður eins og Dagur sagði í síð- usu viku er það ekki sönnun þess að nauðsynlegt sé að breyta kjör- dæmaskipuninni? Ekki þarf það nú endilega að vera. Við sem sátum fyrir flokk- inn á síðasta þingi lítum ekki á okkur sem fulltrúa tiltekinna hluta kjördæmisins. Slíkt væri fjarstæða. Við erum þingmenn alls kjördæmisins og bjóðum okkur fram sem slíka. í síðustu viku var til- kynnt um að hlutverk Byggðasjóðs hefði verið útvíkkað. Til dœmis verður nú heimilt að lána til iðnaðar í Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Er þetta ekki enn eitt dœmi þess að Reykja- I I I I I I I I I I unum er að vaxa ás- megirii víkur- Reykjaness öfl- | I I I I ; I Það má túlka breytingamar.á reglum Byggðasjóðs þannig. Ég á sæti í stjóm Byggðasjóðs og þau ár sem ég hef setið þar, hef ég staðið mjög fast gegn því að regl- unum yrði breytt þannig að Reykjavík og Reykjanesssvæðið kæmi þar inn í. Hins vegar hefur á undanförnum árum smám saman verið að linast afstaðan _ gegn ásælni Reykjavíkurvaldsins | innan Byggðasjóðsstjórnar. Ég er g| því ekki ánægður með nýju « regluna eins og hún var sam- | þykkt, ef túlka má það svo að I Reykjavík og nágrenni sé þróun- ■ arsvæði. Hins vegar kom til I greina að líta öðrum augum á ■ Suðumesin. Þau hafa sína sér- | stöðu á þessu svæði, tilheyra J „landsbyggðinni" segjum, en ekki svæðinu. eins og við ' höfuðborgar- I Ber Framsóknar- flokknum að stefna í stjórn að loknum kosningum? I I I I I Við verðum að meta það eftir J kosningar hvernig fer með | stjórnarsamstarf. Það er oft sagt mt sem svo að stjórnmálaflokkar séu B myndaðir til þess að hafa áhrif á ■ landsstjórnina og það er hverju I orði sannara. Til þess að geta haft 5 áhrif er öruggast að eiga menn í | ráðherrastólum. En ég hef oft sagt ■ að það sé líka markmið sjó-1 mannsins að veiða fisk og koma I með sem mestan afla til lands — _ en hitt vitum við að sjómaðurinn | rær ekki í hvaða veðri sem er. ■ -áþ. * Framboðslistar Framsóknarflokksins BL'IÐ er að ákveða framhoðslista Framsóknarflokksins í sex af sjö kjördæmunt: Listinn í Norðurlandskjördæmi eystra verður ákveðinn á kjördæmisþingi um næstu helgi. Norðurland vestra 1. Páll Pétursson, bóndi, Höllustöðum. 2. Stefán Guðmundsson, framkvæmdastj., Sauðárkróki. 3. Ingólfur Guðnason, hreppstjóri, Hvammstanga. 4. Bogi Sigurbjömsson, skattaendurskoðandi, Sigluf. 5. Jón Ingi Ingvason, rafvirki, Skagaströnd. 6. Brynjólfur Sveinbergsson, mjólkurbússtj., Hvammstanga. 7. Helga Kristjánsdóttir, húsfrú, Silfrastöðum. 8. Sverrir Sveinsson, rafveitustjóri, Siglufirði. 9. Gunnar Oddsson, bóndi, Flatartungu. 10. Ólafur Magnússon, hreppstjóri, Sveinsstöðum. Austurland 1. Tómas Árnason, fyrrv. alþm., Kópavogi 2. Halldór Ásgrímsson, fyrrv. alþm., Höfn. 3. Guðmundur Gíslason, kaupfélagsstj. Stöðvarf. 4. Jón Kristjánsson, fulltrúi Egilsst. 5. Alrún Kristmannsdóttir, húsfrú, Eskifirði. 6. Kristján Magnússon, sveitarstj., Vopnafirði. 7. Beta Einarsdóttir, húsfrú, Kálfafellsst., Suðursv. 8. Sveinn Guðmundsson, bóndi, Sellandi. 9. Friðjón Skúlason, húsasmíðam., Neskaupsst. 10. Þórdís Bergsdóttir, bæjarfulltr. Seyðisf. Vestfirðir 1. Steingrímur Hermannsson, fyrrv. alþingism. Garðabæ. 2. Ólafur Þórðarson, skólastj. Reykholti. 3. Sigurgeir Bogason, skrifstofustj., Bolungarv. 4. Finnbogi Hermannsson, kennari, Núpi. 5. össur Guðbjartsson, bóndi, Lága-Núpi. 6. Madgalena Sigurðard., húsfrú Isafirði. 7. Jósep Rósinkransson, bóndi, Fjarðarhorni. 8. Sigurjón Hallgrímsson, sjómaður, Isafirði. 9. Gunnlaugur Steinsson, bóndi, Hvilft. 10. Guðmundur Ingi Kristjánsson,- skáld, Kirkjubóli. Suðurland 1. Þórarinn Sigurjónsson, fyrrv. alþm., Laugard. 2. Jón Helgason, fyrrv. alþm., Seglbúðum. 3. Böðvar Bragason, sýslumaður, Hvolsvelli. 4. Ríkharð Jónsson, framkv.stj., Þorláksh. 5. Jóhann Bjömsson, forstj. Vestm.eyjum. 6. Guðni Ágústsson, eftirlitsmaður, Self. 7. Sólrún Ólafsdóttir, húsfrú, Kirkjubæjarkl. 8. Einar Steingrimss. flugumf.stj., Vestmannaeyjum 9. Garðar Hannesson, stöðvarstj., Hveragerði. 10. Steinþór Runólfsson, ráðunautur, Hellu. Vesturland 1. Alexander Stefánsson, fyrrv. alþm., Ólafsvík. 2. Davíð Aðalsteinsson, bóndi, Ambjarnarlæk. 3. Jón Sveinsson, lögfræðingur, Akranesi. 4. Haukur Ingibergsson, skólastjóri, Bifröst. 5. Kristmundur Jóhannesson, kennari, Giljalandi. 6. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, Akranesi. 7. Sigurður Þórólfsson, bóndi, Fagradal. 8. Magnús Óskarsson, yfirkennari, Hvanneyri. 9. Dagbjört Höskuldsdóttir, skrifstofumaður, Stykkishólmi. 10. Halldór E. Sigurðsson, fyrrv. ráðherra, (Framhald á bls. 7). Troðið í körfuna Unglingar á Laugum í Reykjadal voru í fótbolta er áþ bar að garði í síðustu viku. Áhorfendur voru margir og leikmenn sýndu mikil tilþrif. Á efri mynd- inni er sótt, en á þeirri neðri varið. Þegar þetta er skrifað er Ijóst að íslenska unglingalands- liðið í handknattleik, er komið í úrslitariðil heims- meistarakeppninnar í hand- knattleik. Þeir sýndu stórleik á laugardaginn á móti stór- veldinu Vestur-Þýskalandi, þar sem handknattleikurinn er nánast þjóðaríþrótt, þegar þeir sigruðu örugglega. Þeir urðu í öðru sæti í sínum riðli, fast á eftir heimsmeistur- unum Rússum. Tvö lið úr hverjum af hinum fjórum riðl- um berjast í úrslitakeppninni, og er það nú ljóst að íslendingar eru í hópi átta bestu hand- knattleiksþjóða heims og eftir úrslitakeppnina færast þeir ef til vill ofar í þeirri keppni. Akur- eyringurinn Alfreð Gíslason keppir með íslenska landslið- inu, eins og áður hefur verið greint frá í þessu blaði, og óskar íþróttasíðan honum og félögum hans til hamingju með glæsi- legan árangur. Körfuknattleiksdeild Þórs var með skemmtilega nýjung um helgina, en þá buðu þeir bandarísku körfuboltamönn- unum, sem leika með Reykja- víkurliðunum, að koma og • leika gegn Þór. Leiknir voru tveir leikir, bæði á laugardag og á sunnudag. í báðum leikjunum var lið Þórs styrkt með Banda- ríkjamönnum til að gera leikinn skemmtilegri og kunnu hinir fjölmörgu áhorfendur vel að meta hæfni þeirra. í fyrri leiknum léku með Þór þeir Tim Dwyer og Trent Smoke, en þeir hafa báðir leikið í úrvalsdeildinni síðan í fyrra. Leiknum lauk með sigri banda- ríska liðsins en þeir skoruðu 141 stig gegn 138. Það var mikið skorað og leikurinn nánast sýn- ing á því besta sem körfubolta- íþróttin býður upp á. I síðari leiknum léku með Þór þeir Mark Cristiansen sem þjálfaði og lék með Þór tvö s.l. ár, en leikur nú með ÍR, og KR-ingurinn Dakasta Webster, eða „Spóinn' eins og félagar hans kalla hann. Hann er eitt- hvað á þriðja meter á hæð, hirðir mikið af fráköstum, en er ekki eins leikinn og margir aðrir landar hans sem hér voru. í þessum leik voru leiknir fjórir leikkaflar og hver um sig 12 mín. Bandaríkjamennirnir sigr- uðu einnig í þessum leik, en þeir skoruðu 166stiggegn 140. Þetta sýnir að nánast er skor- að í flestum upphlaupum og meira lagt upp úr skemmtileg- um leik en að sigra. Margsinnis klöppuðu áhorf- endur leikmönnum lof í lófa þegar þeir tróðu boltanum í körfuna með miklum tilþrifum. í „aðalhálfleiknum" sýndu • Bandaríkjamennirnir ýmsar kúnstir með boltann og sérstak- lega hvernig á að troða honum í körfuna. Spóinn lék sér að því að hoppa upp með tvo bolta og troða þeim hverjum á eftir öðr- um í körfuna. Mark Cristiansen tróð hins vegar með mestum tilþrifum að mati þess er þetta skrifar, en hann lék sér að því að hoppa upp með boltann, og troða með báðum höndum aft- ur fyrir sig, og geigaði það nán- ast aldrei. Þeim gengur hins vegar ekki eins vel að troða með slíkum tilburðum í leiknum sjálfum, því til að geta hoppað nógu hátt þurfa þeir að taka nokkur skref með boltann, en það er ekki leyfilegt í leiknum. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.