Dagur - 11.03.1980, Page 1

Dagur - 11.03.1980, Page 1
TRÚLOFUNAR' HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 11. mars 1980 18. tölublað i\mut rÁ&P pappw Fll M1 Borgarafundur um skipulagsmál: ° Meirihlutinn vildi höfn BORGARAFUNDURINN um skipulagsmál, sem haldinn var á laugardag, stóð í rösklega fjórar klukkustundir, og á þriðja hundrað manns sóttu fundinn. Þetta var þriðji borgarafundur- inn um skipulagsmálin, auk þess sem haldnir hafa verið sérfundir með ýmsum hagsmunaaðilum. Sautján tóku til máls á fundin- um á laugardag, og voru þeir nær allir á einu máli um að hafnar- mannvirki ættu að vera í nánd við miðbæinn, en skiptar skoð- anir voru um það, hvernig ætti að leysa málið. Helgi Bergs, bæjarstjóri, setti fundinn, sem hófst klukkan 14, en Finnur Birgisson, skipulagsstjóri, stjórnaði honum og fundarritari var Ágúst Berg. Tryggvi Gíslason, skólameistari og formaður skipu- lagsnefndar, flutti framsöguræðu og rakti hann m.a. þá miklu undir- búningsvinnu, sem lögð hefur verið í nýtt miðbæjarskipulag. Eins og áður sagði, voru flestir sem til máls tóku þeirrar skoðunar, að hafa ætti höfn í nánd við mið- bæinn, þar sem væri aðstaða til að taka á móti farþegaskipum, en einnig aðstaða fyrir smábáta, og til siglinga. Minntust menn m.a. á neflausa ásjónu Akureyrarbæjar, ef Torfunefsbryggjurnar færu að mestu og ekkert kæmi í staðinn. Frestur til að skila skriflegum athugasemdum við miðbæjar- skipulagið rennur út n.k. föstudag. Skipulagsnefnd mun síðan taka at- hugasemdirnar til meðferðar strax í þessum mánuði. Skipulagstillög- urnar verða síðan lagðar fyrir bæj- arstjórn að nýju til endanlegrar af- greiðslu og þaðan fara þær til skipulagsstjórnar ríkisins og fé- lagsmálaráðuneytisins til staðfest- ingar. Vel neppnaður téndagur UM EITT þúsund manns heim- sóttu Tónlistarskólann á Akur- eyri á sunnudag, en þá var hald- inn kynningar- og fjáröflunar- dagur skólans. Haldnir voru fernir tónleikar og voru flytjendur samtals 22. Um 300 manns hlýddu á þessa tónleika. Auk þess gafst gestum kostur á að skoða nýja kennsluálmu skólans, seldir voru happdrættismiðar og kaffi og góðgæti voru á boðstólum. Jón Hlöðver Áskelsson, skóla- stjóri Tónlistarskólans, sagðist vera mjög ánægður með undirtektir fólks. Hann sagði að þessi mikla aðsókn bæri vott um áhuga bæjar- búa á starfi skólans og að þeir væru samhuga í því átaki, sem kaup og frágangur nýbyggingarinnar væri. Vildi hann koma á framfæri sér- stökum þökkum til þeirra sem heimsóttu skólann og ekki hvað síst til kennara, nemenda og aðstand- enda þeirra, fyrir þeirra framlag. Ágóðanum af tóndeginum verð- ur varið til áframhaldandi upp- byggingar skólans. Ungir sem aldnir heimsóttu Tónlistarskólann á sunnudaginn. Sumir hlustuðu á tónleika, en aðrir settust fyrir framan sjónvarpið, þegar „Stundin okkar“ hófst. Mikið var um dýrðir f skólanum þennan dag og veitingar á boðstólum. Mynd: h.s. Myndina tók á.þ. 1 afgreiðslu skattstjórans. Framtalsfrestur liðinn: LANGFLESTIR VELJA FASTAN FRÁDRÁTT — VIÐ LAUSLEGA skoðun á þeim framtölum, sem komin eru, sýnist mér að langflestir, eða 80-90% framteljenda, velji fasta frádráttinn, sagði Hallur Sigurbjörnsson, skattstjóri í Norðurlandsumdæmi eystra i viðtali við Dag í gær, en þá var síðasti skiladagur skattfram- tala þeirra einstaklinga sem ekki eru með atvinnurekstur. Gífurlegt annríki var á skatt- stofunni í gær og fjöldi manns kom þangað og leitaði upplýsinga um ýmis atriði varðandi framtöl- in. Einnig voru látlausar sím- hringingar. Starfsmenn skattstof- unnar leiðbeindu fólki eins og unnt var, en vafalaust hafa þeir verið allmargir, sem ekki tókst að ná sambandi við starfsfólkið. Nokkuð var áberandi, hve margir drógu það fram á síðustu stund að telja fram og leita upplýsinga. Hallur sagði, að beiðnir um lengingu framtalsfrests hefðu verið með minna móti, enda átti fólki að vera ljóst, að til þess að hægt væri að verða við slíkum beiðnum, þurfti ærnar ástæður. Hann sagði að helstu ástæðurnar hefðu reynst vera veikindi og að fólk væri ekki í bænum vegna at- vinnu sinnar. Endurskoðun framtalanna hefst strax í þessari viku og ætti að geta orðið fljótvirkari en áður, þar sem margir erfiðir liðir eru nú ekki lengur í framtölunum. Meiri áhersla á saltfiskverkun — ÞAÐ KÆMI mér ekki á óvart, þó að menn sneru sér nú að saltfiskverkun af meiri krafti en áður, bæði vegna þessara góðu sölusamninga við Spán- verja og Portúgala, en einnig vegna þess slæma ástands sem nú ríkir í frystiiðnaðinum, sagði Bjarni Jóhannesson, stjórnar- maður í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda og forstjóri Útgerðarfélags KEA, en hann var einn þeirra sem sömdu um saltfisksölur til áðurnefndra þjóða nú fyrir skemmstu. Samningarnir um saltfisksölurn- ar eru með þeim stærstu sem gerðir hafa verið og er verðmæti þeirra samtals um 30 milljarðar króna. Samningarnir hljóða upp á 7-10 þúsund tonn til Spánar, og er þar um að ræða venjulega stærðar- flokka, og 20 þúsund tonn af þorski til Portúgals, auk 2500 tonna af öðrum tegundum. Bjarni Jóhannesson sagði, að það hefði verið mjög fróðlegt að taka þátt í þessari samningsgerð, sem Sauðárkróki 10. mars HIN HEFÐBUNDNA sæluvika Skagfirðinga hefst á Sauðárkróki á laugardaginn. Skemmtanir vikunn- ar verða fjölþættar að vanda, leik- sýningar og kvikmyndasýningar verða alla daga vikunnar, kórar syngja og dansleikir verða sex kvöld vikunnar. Hljómsveit Geirmundar hann gerði nú í fyrsta sinn. Það fyrsta sem spænsku og portúgölsku samningamennirnir fóru fram á var að fá að veiða í lögsögu okkar, og sagði Bjarni það dæmigert fyrir þá ásókn, sem sífellt væri í fiskimiðin við ísland. Þeim var hins vegar fljótlega gert ljóst, að slíkt var ekki til umræðu. leikur á öllum dansleikjunum nema á fimmtudag (20. mars) þá verða gömlu dansarnir og hljómsveit hússins (nýstofnuð) leikur. Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauðárkróks verður að þessu sinni Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Ásdís (Framhald á bls. 7). Sæluvikan að hefjast Veiðileyfi í Laxá ofan Brúar UM SÍÐUSTU helgi hófst for- sala veiðileyfa í Laxá ofan Brúar. Veiðileyfin eru til sölu í Sport- og hljóðfæraverslun Akureyrar, en vilji menn fá ákveðna daga í sumar geta þeir hringt í síma 25264 í Reykjavík. Veiðileyfin í versluninni eru ódagsett. Þess má geta að urriðaveiðin sl. sumar var mun lélegri en undanfarin ár og á þetta sérstaklega við um efri hluta árinnar. Að dómi vísindamanna er ástæðan sú að lítið mý var í ánni og eru menn því miður ekki bjartsýnir á að ástandið batni næsta sumar. Veiðin hefst í byrj- un júní. Næsta sumar má búast við að einn og einn lax fáist ofan brúa, því fiskvegurinn við virkjunina er að verða tilbúinn. Nokkrir laxar gengu upp sl. haust. Sundiaug í Glerárhverfi ÞRÁTT FYRIR ítrekaðar áskor- anir frá Foreldrafélagi Glerár- skóla og Kvenfélaginu Baldurs- brá til bæjaryfirvalda um að gera eitthvað róttækt varðandi sund- laug í Glerárhverfi, hefur lítið sem ekkert áunnist. Því hefur verið brugðið á það ráð að halda almennan fund um þetta áhuga- mál hverfisbúa. Nokkrir af helstu ráðamönnum bæjarins munu koma á þennan fund til skrafs og ráðagerða. Fundurinn verður haldinn í Glerárskóla mánudag- inn 17. mars klukkan 20.30 Allir sem áhuga hafa á málinu eru hvattir til að mæta. (Fréttatil- kynning frá Foreldrafélagi Glerárskóla og Kvenfélaginu Baldursbrá). Fyrst hús með lé- leg kynditæki SAMÞYKKT hefur verið að hefja hitaveitutengingar í iðnað- arhúsnæði í dreifikerfisáföngum frá 1979. Ákveðið er að byrja á að tengja þau hús sem hafa léleg eða ónýt kynditæki og síðan þau sem hafa undanþágu frá brunavarn- arákvæðum, en síðan verði tengd önnur hús.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.