Dagur - 11.03.1980, Síða 8

Dagur - 11.03.1980, Síða 8
DAGTJR Akureyri, þriðjudagur 11. mars 1980 VARAHLUTIR ?<«■ VIÐŒRÐIB 22701 Starfsmenn við útskipun á kísilgúr: GETA VART NOTAÐ RYKGRÍMUR VEGNA ÓÞÆGINDA naasssaL. „ÞVf MIÐUR er það svo að flestir starfsmanna vilja ekki nota rykgrímur um borð í kísil- skipunum þegar þau eru lestuð á Húsavík. Sama máli gegnir um starfsmenn í vörugeymslu. Um hættuna við þessa vinnu er það að segja að í fyrra var gerð rannsókn á henni og kom í ljós að liún er 14-15 falt yfir hættu- marki. Athugunin var gerð í röku lofti og væntanlega er hættan enn meiri þegar útskip- unin fer fram í þurru veðri“, sagði Margrét Auðunsdóttir, heilbrigðisfulltrúi á Húsavík í samtali við DAG. Ástæðan fyrir því að starfs- menn við útskipun á kísilgús vilja ekki allir nota rykgríntur er sú að grímurnar eru óþægilegar og menn svitna undir þeim þegar líður á vinnudaginn. Að jafnaði eru 22-23 í lest hverju sinni. Margrét sagði að til stæði að gera rannsókn á heilsufari þeirra sem vinna við útskipunina, en sú hætta vofir yfir þeim sem vinna þar, án þess að nota grímur, að fá „steinlunga". Hér er um að ræða sjúkdóm sem herjar gjarnan á verkamenn í námum erlendis. verkamenn í námum erlendis. „Þetta er örfínt kísilryk sem sest að í lungnáblöðrunum og leiðir til alvarlegs sjúkdóms,“ sagði Margrét. Unnið við útskipun á kisilgúr. Samningur um hönnun brúar á Glerá BÆJARRÁÐ hefur heimilað bæjarverkfræðingi að undirrita f.h. Akureyrarkaupstaðar, verk- samning við verkfræðingana Einar Hafliðason og Pétur Ingólfsson og Röngvaid Gunn- arsson tæknifræðing um verk- fræðivinnu við fyrirhugaða brú á Glerá á Hlíðarbraut í samræmi við framlagt samningsuppkast. * Vilja ekki greiða fyrir heita vatnið HITAVEITUSTJÓRI skýrði frá því á fundi í stjórn hitaveit- unnar fyrir skömmu að nokkur brögð væru að því að eigendur fasteigna létu undir höfuð leggjast að greiða reglulega af- notagjöld fyrir heitt vatn. Stjórn Hitaveitu Akureyrar fól hita- veitustjóra að gera viðhlítandi ráðstafanir til að innheimta vangreidd afnotagjöld. TONLISTARUNENDUR HAMRAHLfDARKÓRINN IAKUREYRARKIRKJU NÆSTKOMANDI sunnudag syngur Hatnrahiíðarkórinn í Akureyrarkirkju og hefjast tón- leikarnir kl, 20.30. Stjórnandi kórsins frá upphafi hefur verið Þorgerður Ingólfsdóttir og verður efnisskrá kórsins að venju hin fjölbreyttasta — þjóðlög og samin kórtónlist frá ýmsum löndum og tímum. Einn- ig leika félagar kórsins með á hin aðskiljanlegustu hljóðfæri. Heimsókn kórsins til Akureyrar er skipulögð af Tónlistarfélagi Ak- ureyrar og Tónlistarfélagi M.A., en kórinn syngur einnig á mánudeg- inum 17. mars fyrir nemendur Menntaskólans á Akureyri i sam- bandi við listaviku þeirra, og verð- ur aðgangur þar ókeypis, en önnur efnisskrá. Tónleikarnir á sunnudaginn eru fyrstu tónleikarnir af fimm sem Tónlistarfélagið efnir nú til í sér- Búið að draga í GÆR var dregið um aukaverð- laun í fjórðu myndagátunni. N.k. fimmtudag verður greint frá vinningshafanum og um leið birtist fimmta myndagátan. Það er ekki of seint að vera með — þú getur fengið blöðin með mynda- gátunum sem hafa þegar birtst á afgreiðslu DAGS. Munið að til þess að vera með, þegar dregið er um aukaverðlaunin, þarf lausn að hafa borist blaðinu hálfum mán- uði eftir að myndgátan birtist. Vesturheimsferðir stakri röð áskriftartónleika, og kemur það í kjölfar söfnunar áskriftarfélaga, sem hafin var í haust og stendur enn yfir. Tilboð félagsins er mjög hagstætt því gef- inn verður 40% afsláttur á áskrift- arskírteinum miðað við að kaupa miða í lausasölu. Sjá auglýsingar félagsins. Að sjálfsögðu byggjast slík tilboð á mikilli þátttöku, og það er þvi aðeins unnt að standa við slíkt til- boð að um 200 manns sæki þessa tónleika. Askriftarskírteini verða til sölu ásamt miðum á einstaka tónleika í Bókabúðinni Huld, í Tónlistar- skólanum og einnig við innganginn 1 klst. fyrir tónleika. Frá TónlistarfélagiAkureyrar. Skemmtigarður f Gimli. EINS og mörg undanfarin ár hafa Þjóðræknisfélögin í Reykjavík og á Akureyri unnið að ferðum til Kanada í félagi við Þjóðræknisfélögin vestan hafs og ferðaskrifstofuna Viking Travel á Gimli. Samvinnuferðir skipuleggja ferðirnar, sem nú í sumar verða tvær og stendur hvor um sig í þrjár vikur. Sú fyrri hefst 1. júlí og verður farið alla leið til Vancouver og lýk- ur 23. júlí. Seinni hefst 30. júlí og verður farið til Winnipeg og komið til baka úr þeirri ferð 21. ágúst. Sú ferð er í sambandi við íslendinga- daginn á Gimli og hátíðahöldin þar, dagana 2., 3. og 4. ágúst. Þeir sem hafa hug á að bregða sér til Vesturheims í sumar þurfa að tilkynna þátttöku, annað hvort til Samvinnuferða á Akureyri, s. 23727, eða Þjóðræknisfélaganna á Akureyri, s. 24334 og 23853 á kvöldin. (Ul — — '“iTj "7 Öj_ > JL # Reglurnar breyttust meðan fulltrúinn för austur! Fulltrúi skattstjóra í umdæm- inu var fyrir skömmu að kynna bændum við Þistil- fjörðinn nýjar framtatsreglur. Þegar til Þórshafnar kom þurfti fulltrúinn, Jóhann Her- mannsson, að hringja til Akureyrar. Þá kom i Ijós að reglurnar höfðu breyst með- an hann ók frá Húsavík til Þórshafnar. Sem betur fer er Jóhann gamalreyndur í fag- inu og veit nokkuð hvaö stjórnarherrarnir hugsa sér þegar þeir eru að hræra í reglunum. # Enn um beinar línur Það er ekki aðeins deilt um Torfunefsbryggju. Nú hafa 250 manns, í Svalbarðs- strandar- og Grýtubakka- hreppi, ritað undir skjal þess efnis að leggja beri veg þvert yfir Leirurnar — þvert yfir eitthvert fegursta fuglaríki landsins — og með ófyrirsjá- anlegum aflelðingum fyrir Iff- rfki Pollsins f heild. Þvf má bæta við að vegur yfir Leir- urnar myndi stórskemma skógarreit austan fjarðar. Það er rétt athugað hjá þessu ágæta fólki að nauðsynlegt er að fá nýjan veg yfir Eyja- fjarðará — bæði er vegurinn gamli léiegur og brýrnar þola ekki lengur umferðina. En það er ekki skynsamlegt að vilja fá veginn yfir Leirurnar þegar hægt er að leggja hann sunnar á svipaðan hátt og núverandi vegarstæðí. Við megum ekki láta skamm- tfmasjónarmið ráða, þegar jafn veigamiklu máli er ráðið tll lykta. Við megum ekki ein- blína á tímann sem tekur að komast til og frá Akureyri — allra síst þegar jafn mikið er í húfi og í þessu tilfelli. § Vöruflutn- ingar á landi og sjó Magnús Svavarsson, bif- reiðastjóri, hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri athugasemd vegna ummæla Helga Bergs, bæj- arstjóra á Akureyri, i Kastljósi nýlega, þar sem hann átti að hafa nefnt, að erfitt væri að flytja vörur landlelðina frá Akureyri til annarra staða á Norðurlandi. Magnús vildi benda á, að hann hefði sjálfur annast flutninga tvisvar f viku mllli Akureyrar og Sauðár- króks, og hefði sú starfsemi gengið að óskum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.