Dagur - 08.05.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 08.05.1980, Blaðsíða 5
 Jli ^^^^* * \ "**^ TOlKff Reikmistokkar ««8lttlfc.-~ ckuö ið. -"*#"" ;tað öðr- bak- Fræðslufundir um Samvinnuhreyfinguna Á mánudag og þriðjudag voru haldnir fundir á fjórum stöðum við Eyjafjörð, þar sem fjallað var um samvinnuhreyfinguna, sögu hennar, markmið og skipulag. Fundirnir voru á Ak- ureyri, Freyvangi, Freyjulundi og Dalvík. Framsögumenn voru tveir kennarar við Samvinnu- skólkann að Bifröst — þeir Þórir Páli Guðjónsson og Niels Á. Lund. Að sögn þeirra félaga eru þessir fundir liður í skipulegu fræðslu- starfi á vegum samvinnuhreyfing- arinnar, sem Samvinnuskólinn stendur fyrir. Að undanförnu hafa verið haldnir fundir á Hvammstanga og í Reykjavík og í gær var fundur á Svalbarðseyri. 1 dag er áætlaður fundur á Húsavík, Þórshöfn á föstudagskvöld og eftir helgi er ráðgert að halda fund í verksmiðj- um S.Í.S. á Akureyri. Síðar í maí munu þeir Þórir Páll og Níels, ásamt Hauki Ingibergssyni, skóla- stjóra Samvinnuskólans, leggja leið sína austur um land og vestur á firði. Nú eru framundan miklar um- ræður, innan samvinnuhreyfingar- innar, um markmið og skipulag í framtíðinni. „Ahugi fundarmanna á málefn- inu hefur verið mikill og góður," sögðu þeir félagar í samtali við Dag. „Það er samdóma álit fund- argesta að umræður af þessu tagi séu nauðsynlegar innan hreyfing- t Björn Jóhannsson frá Syðra-Laugalandi Fæddur 11. apríl 1893. Dáinn 23. apríl 1980 Björn Jóhannsson fyrrum bóndi á Syðra-Laugalandi í Öngulsstaða- hreppi lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 23. apríl eftir stutta legu, var jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju 30. apríl og fylgdu honum margir til grafar. Björn fæddist á Garðsá í Öng- ulsstaðahreppi 11. apríl 1893. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Helgason frá Botni í Hrafnagils- hreppi Eiríksson á Vöglum í sömu sveit og Þóra Arnadóttir frá Garðsá. Börn þeirra hjóna urðu fimm: Elstur var Steinþór barna- kennari, Björn, Aslaug og Bryn- hildur, húsfreyjur á Akureyri og Katrín, fyrrum húsfreyja á Garðsá og lifir hún ein af þessum barna- hópi. Fjölskyldan flutti frá Garðsá að Syðra-Laugalandi og þar ólst Björn upp með systkinum sínum, tók þar við búi 1920, ungur maður og vaskur og ætlaði sér mikinn hlut. Hann kvæntist sex árum síðar Emmu Elíasdóttur, mikilli vask- leika- og rausnarkonu. Þau bjuggu á Syðra-Laugalandi til ársins 1966, en þá brugðu þau búi, fluttu til Akureyrar og áttu síðan heima í Stórholti 7 í Glerárhverfi. Syðra-Laugaland er grasgefin jörð og flæðiengjar sprottnar fergin og stör og hún var einnig allvel til ræktunar fallin. Björn bóndi reyndist athafnabóndi og á jörðinni urðu víðlend tún og mikið og arð- samt bú. Jörðin er í sveitamiðju og um 15 kílómetra fjarlægð frá Ak- ureyri. Þar var lítil laug og var íbúðarhús snemma hitað upp með henni, ennfremur sundlaug skammt frá og síðar húsmæðra- skóli. Prestsetur var á staðnum, barnaskóli í sama túni og íþrótta- leikvangur neðan við brekkurnar. Þegar leit að heitu vatni fyrir Ak- ureyrarkaupstað hófst, var byrjað að bora á Syðra-Laugalandi. Venjulegur búrekstur er nú aflagð- ur á jörðinni, en þar er áfram prestsetur og' nýbýli hafa risið á Laugalandsjörðunum. Um nokkurra ára skeið átti ég heima í næsta nágrenni Syðra- Laugalands og kynntist þá fjöl- skyldu Björns bónda og þó fyrst og fremst honum sjáifum allvel og ennfremur gáfumanninum, séra Benjamín Kristjánssyni sóknar- presti, sem bjó í sama húsi, ásamt Jónínu Björnsdóttur konu sinni og voru þeir Björn og séra Benjamín aldavinir. Báðir unnu þeir bókum og lánaði prestur bónda oft bækur til lesturs og áttu þeir síðar bókmenntalegar viðræður um efni þeirra. Bj örn fór ekki dult með það, að hann teldi prest mikinn veitanda í þessu efni og lagði sér oft á minni orðrétt ummæli prestsins um. hin ýmsu bókmenntalegu efni. En það hygg ég, að sóknarprestinum hafi einnig þótt nokkurs um það vert að ræða um bækur og strauma og stefnur í íslenskum bókmenntum við jafn eðlisgreindan, sjálfmenntaðan og sjálfstæðan bónda sem Björn var og auk þess mann, er lítt eða ekki var í þeim efnum litaður eða mótaður af kennisetningum eða skólalærdómi. Björn gat rætt hin margvíslegu efni út frá reynslu bóndans, ekki síður en prestur, út frá sinni reynslu og lærdómi. Þessir bókmenntatímar urðu margir og stundum langir. Minnist ég þeirra orða Björns bónda um það, að þeir hafi orðið sér til aukins skilnings og sjálf- stæðrar hugsunar um ýmsar grein- ar bókmenntanna. Björn varð mik- ill bókavinur og átti safn góðra bóka. Heimili Björns og Emmu á Syðra-Laugalandi varð mann- margt því þau eignuðust sex börn, þrjár dætur og þrjá syni. Þessi syst- kinahópur eignaðist svo fjögur hálfsystkini, samfeðra og ólust þessi börn nær alveg upp á Syðra- Laugalandi og hefur þetta alla tíð verið samhent fjölskylda. Auk mikilla umsvifa í búskapnum á Syðra-Laugalandi, var þar gest- kvæmt og hallaðist ekki á með þeim hjónum í rausn og gestrisni, fremur en í atorku við búskapinn. Björn Jóhannsson á Syðra- Laugalandi var þess lítt fús að taka að sér opinber störf og var laus við að ota sínum tota á sviði félags- mála, en hann naut óskoraðs trausts sveitunga sinna og komst því ekki hjá trúnaðarstörfum. Mikill og einlægur samvinnumað- ur var hann og var kosinn í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga frá 1948- 1966. Þótti hann þar bæði glöggur og traustur. Björn á Syðra-Laugaiandi var hár og þrekinn, myndarlegur mað- ur og vasklegur, eðlisgreindur og mikill vinur dýra og barna. Honum var það óblandin ánægja, að leysa vanda nágranna sinna og sveitunga, var ráðhollur í bestu merkingu þess orðs, maður sem bæði var treyst og tekið mark á. Um þetta er mér jafn ljúft að vitna og að þakka. Meira en sextíu ára atvik segir sína sögu um Björn bónda á Syðra-Laugalandi. Hann var þá á leið til kirkju í nágrannasókn og heyrði barnsgrát skammt frá bæ einum og stöðvaði hest sinn. Barn það, er þarna grét með þungum ekka og ekki var neitt álfabarn hafði ekki fengið að fara til kirkjunnar. Björn tók það á hnakknefið, fékk leyfi foreldranna til að reiða það til messunnar, hafði það þar hjá sér á meðan biskup landsins sté í stólinn. Hann skilaði barninu glöðu til síns heima að guðsþjónustu lokinni og kann það nú kunnur borgari á Akureyri, frá að segja. Björn hélt andlegri heilsu fram til hins síðasta en var orðinn stirður til gangs síðustu árin. Hann talaði oft í skrýtlum og smásögum og var þar engu ófimari en þeir ágætu hagleiksmenn andans, sem kallaðir voru talandi skáld. Þessa naut hann mjög vel og lét aðra njóta þess með sér. Nú hefur Björn Jóhannsson safnast til feðra sinna. Þakklátar kveðjur fjölda samferðamanna- fylgja honum. Vinir dýra og barna eru aldrei einir á ferð, þótt þeir leggi upp í nýjan áfanga. E.D. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.