Alþýðublaðið - 10.08.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1921, Blaðsíða 2
2 Algr^idisla biaðsfns er t Alþýðnhúsinn vlð Ingóifssstrætí og Hverfisgötn iSlœi 088. Auglýsingnm sé skilað þangað «ða í Ontenberg i síðasta iagi ki. ío árdegis, þann dag, sem þær «íga að koma l blaðið. Áskriftargjaið ein kr. i mánuði. Anglýsingaverð kr. 1,50 em. eindálknð. Útsölnmenn beðnir að, gera skii tU afgreiðslunnar, að minsta kostl ársi|órðungslega. Við megum gera ráð fyrir, að innan skamms komi fram á svið stjórnmálanna nýtt afl, sem getur orðið harla áhrifamikið. Og það eru nýlendurnar; þær eru að hefj ast handa og það er ekki ólíklegt að þær eigi eftir að vekja meiri en litla undrun stjórnmálamann anna. Lenin mintist á rússneska aftur- haldsmenn, sem væru nú erlendis, alls 2 miljónir manna. Þeir hafa um 60 blöðum á að skipa og eru orðnir mjög samrýmdir í barátt- unni gegn rússnesku Bolshevikun- um. Móti þessum afturhaldsmönn um eru þó Bolshevikar engan veginn einir. Þar er meiri hluti bændanna með þeim, enda þótt þeir séu ekki enn orðnir kommún- istar. Reynslan, sem rússnesku bændurnir fengu af innrás gömlu herforingjanna, kendi þeim að taka öreigalýðsstjórnina fram yfir stjórn bægri jafnaðarmanna. Bændurnir vita að sovjetstjórnin ein getur rétt Rússland við. Meðan ekki er búið að reisa okkar nýja skipulag verður byltiagat flokkurinn að leggja á sig ótrúlegar þrautir og sennilega kann sagan ekki að greina frá neinum flokki manna, sem gengið hefir gegnum annan eins eld, og rússnesku verkamenn- irnir á undanförnum árum. Bændur hafa þegar haft miklu meiri gróða en tap af byltingunni. Að vísu var nokkur óánægja bjá þeim i vetur sökum þess að uppskeran var ekki góð síðastliðið haust. Þess vegna urðum við að Iétta á þeim byrðina. Umfram alt verða verkamennirnir að halda völdum, ALÞYÐUBLAÐIÐ því þeir eru eina stéttin, sem getur megnað að leysa mannkynið ursdan oki auðvaldsins. Nýja skattakerfið okkar er ívilnun við auðvaldið og gamla verzlunarlagið og einkaleyfin, sem erlendir auðmenn hafa fengið i Rússlandi eru það í raun og veru líka. En þetta gerum við að eins vegna þess að sovjetstjórnin er ekki nógu öflug enn. Hún heflr ekki frjilsar hendur. Meö þessu vex henni þó afl og hún fær nokkurn frið til undirbúnings undir frekari aðgerðir. Við kærum okkur ekki um það hvað hræsnarar og heimskingjar úti í löndum segja um þessar athafnir okkar. En það sem við þurfum að gera tii þess að fullkomna sigur socialismans í Rússlandi, er að koma upp öflugum véliðnaði. Til þess ætlum við að taka rafmagnið i okkar þjónustu. Nefnd skipuð 200 beztu verkfræðingum og vél- fræðingum Rússlands hefír gert áætlun um að gerbreyta landinu með rafmagninu á einum áratug. Meiri hluti nefndarmannanna er okkur kommúnistum andstæður í stjórnmálaskoðunum, en þeir ganga samt í okkar þjónustu þar eð þeir sjá viljann og máttinn hjá sovjet stjórninni til þess að reisa Rúss land við. Með beinum árásum verður sovjetskipuiaginu ekki steypt. Þetta skilja nú andstæðingar okkar, hinir frjálslyndari þ. á. m Miljukofif Þess vegna heirata þeir nú #sovjet án kommúnistanna*. Þeir skiija að kommúnistarnir eru máttarstoð þessa skipulags og að það muni þvf altaf berjast móti öllum til raunum afturhaldsmanna til þess að steypa valdi alþýðunnar. Slík um mönnum véitum við engar ívilnanir". — I jfaesta helmsstyrjSIðin. Það er nú Iöngu sýnilegt orðið að nýafstaðni ófriðurinn hefír hvergi nærri útrýmt vfgbúnaðinum né ófriðarefnunum í veröldinni Það eru ekki friðarvinirnir, sem undanfarið hafa verið sð leggja Mið Evrópurlkin í rústir og svelta þær þjóðir, sem þar byggja, Þvert á móti. Fjárglæframennirnir, sem einskis svffast er um persónulega hagsmuni er að ræða, eru alvaldir sem stendur meðal sigurvegaranna. Það gat verið nógu gott meðan styrjöldin stóð yflr, að telja fólk- inu trú um, að Bandamenn hefðu vígbúist og lagt til ófriðarins til að taka að sér málstað friðar og réttlætis. Nú, er árangurinn er augljós orðinn, eru harla margir hættir að trúa þeim fögru orðum. Til hvers eru Bandamenn að víg- búast nú, þegar þeir, verndarar fiiðar og réttlætis, eins og þeir köiluðu sig, ráða lögum og iofuœ hér um bil um heira allan? Smn- leikurinn er sá, að sama baráttan er nú byrjuð milli Bandamanna innbyrðis, eins og áður milli þeirra og Miðveldanna. Miskunnarlaus verzlunarsamkepni, og vígbúnaðar- kapphlaup. í því eru England, Bandariki Norður Ameríku og Jap- an langt á undan öllum öðrum. Þessi ríki undirbúa sig af öllum mætti til þess, að geta orðið al- völd á sjónum í framtíðinní, tií þess að bola út verziun annara og geta lagt aðrar þjóðir undir hernaðarlegt og verziunarlegt ok sitt. Deiluefnin eru nóg fyrir hendi. Japan og Bandaríkin hafa þegar lengi litið hvort annað illu auga. Þegar 1908 lá við styrjöld milli þeirra í Kyrrahafinu. 1 það sinn leið þó ófriðarhættan hjá. Nú er hún orðin alvarlegri en nokkru sinni fyr. Japan hefir notað Vest- urlandaófriðinn á sfðustu 6 árum til þess að festa völd sfn og áhrif í Austur Asíu og Kyrrahafi Og Bandarfkin sjá ekki önnur ráð en að hefja vfgbúnað — flottbygg- ingu upp á líf og dauða. Japan hefir þegar lengi séð fyrir hvaft koma myndi. í öilum þessum ó- sköpum vofir sú hætta yfir Eng- landi, ( annað sinn á þessari öld, að verða svift „yfirráðunum á haf- inu*. Það hefír orðið að leggja á sig þungar byrðar til að eiga þó svo stóran flota, að hann standi ekki að baki flota nokkurs eins rfkis annars. Þetta getur það þó bersýnilega ekki til lengdar. Eins og Bandarfkin hafa flogið fram úr því í iðnaði og verzlun, eins munu þau á örskömmum tfma koma sér upp heiflota, sem stend- ur enska flotanum og japanska hvorum í sínu lagi og máske bá ð um til samans — langt framar. Engiand stendur ráðþrota á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.