Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 5
BM3ÖE Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Atvinnuleysi og búseturöskun? Eins og fram hefur komið í fréttum nýverið er atvinnuástand á Norð- urlandi eystra erfitt um þessar mundir. Þannig var tæplega þriðj- ungur atvinnuleysisdaga í janúar á Norðurlandi eystra, eða rösk- lega 6 þúsund, en skráðir at- vinnuleysisdagar á landinu öllu voru tæplega 19 þúsund í janúar. Atvinnuleysisaukning var mest á Norðurlandi eystra og atvinnu- leysisdagar voru þar nærri 2 þús- und fleiri en í janúar og desember á síðast liðnu ári. Þetta kom fram í skýrslu vinnumáladeildar félags- málaráðuneytisins. Þegar á heild- ina er litið var atvinnuleysi nánast í meðallagi miðað við síðustu 5 ár. Það hlýtur hins vegar að vekja ugg meðal Norðlendinga, hversu hlut- ur þeirra í atvinnuleysisdögum hefur aukist miðað við aðra landsmenn. í skýrslu vinnumáladeildar fé- lagsmálaráðuneytisins segir að atvinnuástand á Akureyri og á Húsavík valdi að mestu atvinnu- leysinu á Norðurlandi eystra. Á Húsavík hafi ástandið skánað nokkuð, en sé enn erfitt á Akur- eyri. Þar sé fyrst og fremst um samdrátt að ræða í útivinnu, vegna veðurfars, en einnig veru- legan samdrátt í byggingariðnaði og starfsemi tengdri honum. Nú er það svo með byggingar- iðnaðinn, að hann er nokkur mælikvarði á afkomu almennings og fyrirtækja. Ef illa árar í at- vinnulífinu kemur það tiltölulega fljótt fram í samdrætti í fjárfest- ingum. Lakari lánakjör sem eru til komin vegna aðgerða til að draga úr þenslu og verðbólgu í landinu ráða vafalítið all miklu um sam- drátt í byggingariðnaði um þessar mundir, en sá samdráttur og fjölgun atvinnuleysisdaga ætti að koma fram jafnt á öllu landinu. Norðurland sker sig hins vegar úr að þessu leyti og það er áhyggju- efni. Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri, Fjórðungssam- bands Norðlendinga sagði íviðtali við Dag fyrir nokkru: „Nú virðist óðum vera að hægja á þeirri bú- setuþróun sem verið hefur síðustu árin og búseturöskun á lands- byggðinni gæti farið að koma í Ijós á nýjan leik. Sú atvinnuuppbygg- ing sem kom samhliða skuttog- arakaupum á síðasta áratug hefur nú að mestu hætt og við blasir stöðnun, nema stórátak verði gert í atvinnumálum. Það sem okkur vantar er iðnþróun í stórum stíl, því iðnaðurinn verður að skapa þau tækifæri sem gætu viðhaldið búsetuþróuninni, þannig að fólk fari ekki að flykkjast til Suðvest- urlandsins í stórum stíl, lands- mönnum öllum til tjóns.“ pisp: lliiiili I httti.ii hiM fíiaiiijm Wyiijifllíi, i ífAj K. jr >nL . ■ Æii ZM (v j JBE amm - -W X : : & ■ J Þátttakendur á námskeiðinu létu sig hafa það að fara út f frostið og láta taka af sér mynd á tröppum Hótels KEA. námskeiðinu og varð Rut Ófeigs- dóttir fyrst fyrir svörum. Hún sagðist vita af mörgum komim sem ekki þorðu að láta innrita sig á þetta námskeið, þar sem þær hafi talið það vera fyrir fáa útvalda, sem ætluðu sér að læra að sýna föt. Sjálf sagðist Rut ekki hafa haft mikla hugmynd um hvað væri á ferðinni og forvitni ráðið mestu um að hún lét innrita sig. Hún sagði að þarna væri á ferðinni almenn fræðsla og mikil áhersla hafi verið lögð í að rækta innri mann. Lögð væri áh- ersla á að laða fram það góða í manneskjunni. Undir þetta tóku þær Þóra Berg og Sæbjörg Richardsdóttir. Þær tóku fram að mjög mikið skorti á að umgengnis- venjur fólks væru eins og best væri á kosið. Þyrfti helst að kenna fólki rétta umgengnishætti í skólunum. í stuttu spjalli við Maríu Sigurð- ardóttur, Valgerði Sveinsdóttur og Helgu Magnúsdóttur kom fram, að þær hefðu farið í þetta til að lífga „Ungar konur á öllum aldri“ Módelsamtökin með námskeið á Akureyri f síðustu viku héldu Módelsam- tökin námskeið fyrir „ungar konur á öllum aldri“ á Hótel KEA. Af nafni samtakanna sem að þessu standa mætti ætla að námskeiðið væri fyrir verðandi sýningarstúlkur, en svo er þó ekki, enda tæpast grundvöllur fyrir 42 sýningarstúlkur á Akur- eyri, en það var einmitt sá fjöldi kvenna sem námskeiðið sótti og komust færri að en vildu. Að sögn Unnar Arngrímsdóttur, sem námskeiðinu veitti forstöðu, var kennd almenn framkoma og ræðumennska, þá var kennd snyrt- ing, sem Þórunn Pétursdóttir ann- aðist, og Hermann Ragnars, dans- kennari og eiginmaður Unnar, kenndi borðsiði og fleira því að lútandi. Námskeiðið stóð frá sunnudagskvöldi og lauk s.l. föstu- dagskvöld með smátískusýningu á fötum frá Sporthúsinu og skóm frá Leðurvörum. Mætt var tvisvar á dagalla dagana, þ.e. klukkan 5 e.h. og aftur klukkan 10 á kvöldin. Módelsamtökin reka skóla í Reykjavík, en áður hefur slíkt námskeið verið haldið í Vest- mannaeyjum, og við því að búast að annað námskeið verði haldið á Akureyri að ári. Dagur ræddi við þátttakendur á upp á hversdagslífið og hitta fólk, jafnframt sem þær lærðu eitthvað. Þær sögðu að þetta námskeið hafi verið afskaplega skemmtilegt og komið mjög á ávart. Auk þess að læra meðferð snyrtivara, rétta framkomu og umgengni væri lögð mjög mikil áhersla á það jákvæða í manneskjunni og umburðarlyndi gagnvart náunganum. Þær sögðust nær vissar um að karlarnir þeirra þekktu þær ekki fyrir sömu mann- eskjur að námskeiðinu. loknu. Með vonarglætu í pússi sínu Leikfélag Akureyrar: Skáld-Rósa Leikrit í þremur þáttum eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjórn: Jill Brooke Árnason. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir. Lýsing: Steinþór Sigurðsson og Viðar Garðarsson. Það var velunnurum leiklistar á Akureyri verulegt fagnaðarefni, að uppfærslan á Skáld-Rósu tókst vel og að verkið er þess eðlis að aðsókn ætti að geta orðið góð. Það hefði orðið meiri háttar áfall fyrir þessa sömu aðila, ef ekki hefði tekist vel til. Á undanförnum árum hefur L A. verið gagnrýnt fyrir leik- ritaval, en þetta verk ætti öllum að líka. Það er áhrifamikil ör- lagasaga en jafnframt skemmtileg og spennandi. Til- svör eru fyndin á köflum og njóta sín einkar vel í uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Þegar á heildina er litið er sýningin snurðulítil og ákaflega skemmtileg á að horfa. Ekki skaða góðir búningar og skemmtilega útfærð leikmynd og frumleg, sem bæði þjónar sem baðstofa á heldrimanna- heimili, kytra fátæklinga, torf- þök útihúsa og grasi vaxinn hóll. Lýsing var góð, en leik- hljóð óraunveruleg vegna lélegs tækjabúnaðar og ranglega stað- settra hátalara. Það er allt í lagi að heyra hrafnakrunk og ann- arra fugla söng koma langt að ofan, eins og af himnum, en verra þegar barnsgrátur kemur úrsömu átt. Leikur er að öllu jöfnu góður, en því er ekki að neita, að það er tvennt ólíkt að horfa á þaulvana atvinnuleikara og áhugafólk. Nokkur afgerandi hlutverk fyrir framgang leiksins eru í höndum óreyndra leikara og eru það veikustu hlekkir sýningarinnar. Heildarútkoman er hins vegar eins góð og við er að búast vegna þessa. Þeir sem reynsluna hafa komast vel frá leik sínum og einstaka aukaleikarar sína snilldartakta. Veigamesta hlutverkið er í höndum Sunnu Borg. Þó má segja að hlutverkið bjóði ekki upp á mjög mikil tilþrif, þar sem Rósa er oft á tíðum eins konar andlag í leiknum. Það er hún sem verður fyrir áhrifum frá öðrum og því hlýtur leikur Sunnu að nokkru að takmark- ast af því hvernig mótleikurum hennar tekst upp. Á frumsýn- ingunni var nokkur deyfð yfir fyrsta þætti, það lagaðist í öðr- um þætti og í þriðja þætti eftir hlé virtist allt komið í réttar skorður. Sama má að nokkru leyti segja um leik Sunnu. Hann var bestur þegar líða tók á og þegar halla fór undan fæti hjá Rósu. Eitt atriði í leik Sunnu stakk mig svolítið, en það var þegar Rósa var að því komin að sýna ofbeldi. Þar vantaði sann- færingarkraftinn, sem má e.t.v. að einhverju leyti skrifa á leik- stjórann. Um leikstjórn Jill Brooke Árna- son má að öðru leyti segja það, að henni tekst furðuvel að móta það misjafna hráefni sem hún hefur og gefa sýningunni góðan heildarsvip. Hún lætur fremur vanleika en of- leika, ef svo má að orði komast, og fyrir vikið verður sýningin trúlega áfallalausari. Theódór Júlíusson, sem leikur Ólaf, kokkálaðan eiginmann Rósu, gerir það með miklum ágætum. Leikur hans er sterkur og að því er mér hefur skilist með allt öðrum hætti en í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á sínum tíma: Þar var Ólafur í litlausara lagi, en í upp- færslu L.A. Njóta fyndin tilsvör Ólafs sín vel í túlkun Theódórs. Gestur E. Jónasson kemst mjög vel frá sínum hlut sem Natan Ket- ilsson, ófyrirleitinn kvennagosi, bitur út í samtíð sína, sem leyfir honum ekki að njóta hæfileikanna sökum upprunans. Orðaskipti nat- ans við Björn Blöndal, sýslumann, eru með því fyndnasta í verkinu og tilsvör Natans oft ærið skopleg. Gesti tekst vel að lýsa þeirri fyrir- litningu sem Natan hefur á áliti annara á sér. Þessi þrjú eru í veigamestu hlut- verkum leikritsins, en nokkur smærri hlutverk eru mjög eftir- minnileg. Þórey Aðalsteinsdóttir er beinlínis frábær í hlutverki Agnes- ar og tekst vel að lýsa þeirri innri baráttu sem hún á við að etja og leiðir til óhæfuverks. Af orðum Agnesar fæst enn frekari vitneskja um ófyrirleitni Natans í siðferðis- sökum og er það atriði skémmti- lega leyst af hendi höfundar. Kristjana Jónsdóttir sýnir mjög góðan leik í hlutverki kotkonu. Heimir Ingimarsson mætti vera ör- lítið slægari í hlutverki Blöndals sýslumanns, þegar hann býður Natani að versla með refsingu sem sá síðarnefndi á yfir höfði sér. Marinó Þorsteinsson er eftirminni- legur í hlutverkum hreppstjórans og slæma mannsins. Of langt væri að fjaila um frammistöðu allra leikaranna, en rétt að geta í lokin ágæts leiks Árna Vals Viggóssona,sem Ásbjörns, sem birtist í leikslok með vonar- neista í farangrinum, þegar öll von um betra mannlíf virðist úti. Áhorfendur gengu af frurrisýningu með einhverja svipaða vonarglætu í pússi sínu, varðandi framhald öflugs leikhússlífs á Akureyri. H.Sv. 4•DAGUR Svona þegar á heildina væri litið, mætti segja að þetta væri mann- bótanámskeið og mjög gagnlegt. Greinilegt var að þátttakendur á þessu námskeiði voru mjög ánægðar með það og lofuðu það einróma. Nokkrar sögðust hafa orðið varar við fordóma í þeirra garð vegna þátttöku í námskeiðinu, en þegar fólk hafi fengið vitneskju um á hvern veg þessu væri háttað, hefði viðhorfið breyst. Rut Ófeigsdóttir, >óra Berg og Sæbjörg Richardsdóttir. Myndir: H. Sv. María Sigurðardóttir, Valgerður Sveinsdóttir og Helga Magnúsdóttir. Ole Lindquist: Verndum rústir Gásakaup- staðar og umhverfi þeirra Hér upp á síðkastið líður ekki langt á milli þess að minnst er á uppbyggingu meiriháttar iðnfyrir- tækja og e.t.v. hafnar út með Eyja- firði, einkum vestanverðum. Strandlengjan frá svæðinu sunnan við Hörgána og út að Hjalteyri er oft nefnd í þessu sambandi. Seinast skrifaði DAGUR, þann 12. þ.m., í fyrirsögn á forsíðu og hafði það eftir Orkustofnuninni: STÓRIÐJA ÖÐRU HVORU MEGIN HÖRGÁRÓSA. í grein- inni er lauslega sagt frá umfjöllun ákveðinnar skýrslu Orkustofnunar og m.a. aðeins drepið á náttúru- verndarmál í þessu sambandi. En þar — eins og í allri annari um- fjöllun seinustu mánuðina um staðsetningu meiriháttar iðnfyrir- Jakobá Breiðumýri orti Bárðar- dalsvísur Karl Sigurðsson á Hjalteyri hafði samband við blaðið út af grein Glúms Hólmgeirssonar sem bar nafnið: „Hver orti Bárðardalsvís- ur?“ og birtist í Degi 10. febr. s.l. Sagði hann þá getgátu rétta, að Jakob Pétursson, umboðsmaður á Breiðamýri, hafi ort vísuna og væri það staðfest í bókinni „Horfnir úr héraði" eftir Konráð Vilhjálmsson. Samkvæmt þeirri heimild væri vís- an hins vegar ekki rétt, eins og hún birtist í áðurnefndri grein. Rétt væri hún þannig: Fljótsheiðar ég flóann óð, fatalaus um dausinn, svo var djúpt á seimaslóð að sást ei nema hausinn. Þess má svo geta, að Jakob á Breiðumýri var langafi Laufeyjar Stefánsdóttur á Hjalteyri, eigin- konu Karls Sigurðssonar. tækja og annara mannvirkja þeim tengd — gleymist (viljandi eða óviljandi?) að einmitt í Hörgárós- um, eða nánar tiltekið á Gáseyri, er að finna einn af allra merkustu og fegurstu fornminjastöðum á land- inu. Kaupstaðarústirnar á Gáseyri eru friðlýstar og hafa verið lengi. Á það hefur hingað til lítið sem ekkert verið minnst í sambandi við nýjustu stóriðjufarsóttina sem mér sú kunnugt. Fyrir hönd núlifandi og komandi kynslóða verður að gera þær kröf- ur, að ekki verði reist iðnaðar- og hafnarmannvirki nálægt þessum foma frægðarstað, þannig að nátt- úrulegu umhverfi hans verði ekki heldur raskað meira en þegar er orðið. Það er sár reynsla margra þjóða, sem þannig, vegna stundar- hagsmuna, hafa raskað umhverfi fornminja sinna, að slíkur skaði verður seint eða aldrei bættur. Það hefur sýnt sig, að fyrr eða seinna iðrast menn þannig skammsýni, ekki síst vegna þess að slík röskun leiðir almennt til enn meiri rösk- unar í formi enn fleiri mannvirkja, þrátt fyrir fögur loforð um hið gagnstæða. Hverskonar nýrri mannvirkja- gerð verður að halda eins mikið utan sjónmáls frá Gáseyri og næsta nágrenni kaupstaðarrústanna og unnt er og leyfa þó ekki undir neinum kringumstæðum slíka mannvirkjagerð innan þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægðar frá hinum forna kaupstað þ.e.a.s. til suðurs og norðurs með ströndinni og upp með Hörgánni til vesturs. Ef íslenska þjóðin getur ekki vemdað nokkrar frægustu forn- minjaar sínar með þessum hætti, á hún ekki skilið að kallast menn- ingarþjóð. Raunverulegur auður og ríkidæmi mælast í öðru en ný- krónum! Akureyri, 14. febrúar 1981 Ole Lindquist Mennlaskálakennari. Stelpur úr KA Isl.meistarar Um helgina var haldið í Reykja- vík, meistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss. Undanfarin ár hafa KAmenn átt marga sigurvegara í þessu móti, en nú var einhver deyfð í frjáls- um íþróttum hjá KA, og þegar úrslita var getið í mótinu kom í Ijós að KA hafði aðeins fengið einn fslandsmeistaratitil. Það voru KAstúlkur sem sigruðu í fjórum sinnum þriggja hringja boðhlaupi. Mótið fór fram í Laugardals- höllinni. Stórmót á (safirði Akureyrskir skíðamenn tóku þátt í stórmóti á ísafirði um helgina, og stóðu sig mjög vel. Best var þó Hrefna Magnús- dóttir, en hún vann svigið og varð önnur í stórsvigi og varð því sigurvegari í Alpatví- keppni. Keppt í fótbolta innanhúss Góður árangur Haraldur Pálsson. Um helgina var meistaramót 17 ára og eldri í fimleikum í Kennaraháskóla fslands í Reykjavík. Frá Akureyri fóru tveir keppendur, Haraldur Pálsson og Aðalgeir Sigurðs- son. Haraldur náði öðru sæti í keppni á tvíslá og þriðja sæti í keppni í hringjum. Árangur Haraldar er athyglisverður fyrir þá sök að mótherjamir hafa æft fimleika svo árum skiptir, en það er sutt síðan Haraldur fór að gefa sig að þeim. Haraldur og Aðalgeir eru 18 ára gamlir. Þjálfari piltanna er Herbert Halldórs- son. Fimmti flokkur KA varð Akureyrarmeistari í innanhússknattspyrnu 1981. Mynd: Ó.Á. Fyrsti flokkur Þórs, Akureyrarmeistarar I innanhússknattspyrnu 1981, ásamt þjálfara slnum Árna Njálssyni. Mynd: Ó.Á. Um helgina var haldið Akureyr- armót í innanhúsknattspyrnu, og var mótið á vegum KRA. Alls var leikið í níu flokkum, og voru fimm leikir á föstudagskvöldið og síðan fjórir á laugardaginn. f fjórða flokki urðu Þórsarar sigurvegarar en þeir sigruðu í tveimur leikjum, A-liðið vann með fjórum mörkum gegn einu, og B-liðið vann með fimm mörkum gegn þremur. í þriðja flokki sigruðu Þórsarar í A - flokki með tveimur mörkum gegn engu, en I B-flokki vann KA með fjórum mörkum gegn þremur. I öðrum flokki sigraði KA með fimm mörkum gegn þrem- ur, og í fimmta flokki sigraði KA í spennandi leik með þremur mörkum gegn tveimur. Þór vann stórsigur í fyrsta flokki, með tíu mörkum gegn þremur. í Old-boysflokki rneð Jón Stefánsson og Marra Gísla sem fyrirliða sigruðu KA-menn ör- ugglega með níu mörkum gegn sex. Aðalleikurinn var síðan í meistaraflokki en þar voru KA-menn í miklu stuði og unnu örugglega með fimmtán mörk- um gegn fimm. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.