Alþýðublaðið - 10.08.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.08.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐOBLAÐIÐ 3 B. S. R. Sími 716, 880 og 970. Sætaferð austur yflr fjaJl á hverjum degi. Heilsufélagsdeild Reykjavíkur. Ssmkvæmt 7. gr. deildarsamþyktarinnar veröur styrkur veittur tii fátækra berkiaveikra sjúkiinga úr lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, þeirra er leita sérlækninga, en forgangsrétt hafa öðrum fremur félags* menn ef þeir hafa verið þrjú ár í félaginu. Umsóknir skulu sendast til einhvers af undirrituðum fyrir 25. ágúst 1921. — Læknisvottorð verður að fylgja með. Jakob Jónsson, Magnús SigurOsson, verzlunarstjóri. bankastjóri. Sæm. Bjarnhéöinsson, prófessor. S t e i n o 1 í a fæst nú aftur í Olíubúðinni Vesturgötu 20. Simi 272. þsssum hættutímum. Það er enn f bandalagi við Japan — þenna höfuðóvin Bandaríkjanna. Hvað lengi getur siíkt gengið án þess að það geri Bandaríkin að slnum óvini? AUIr sjá ófriðarhættuna. Eina ráðið, sem stjórnendum þess ara ríkja hugkvæmist, er að koma saman á fund í Washington f haust til þess að gefa hver öðr- um góð loforð — ef til vill, að undirrita einhverja »pappfrs snepla«. Állir vita hvaða þýðingu slfkt muni hafa. Ekki urðu þeir 1914 til að koma f veg fyrir heimsstyrjöidina. Hvort munu þeir hafa mátt tii þess nú? Manni verður á að efast. Ss iagiaa sg vtgiu. Porln í Yatnasbóg. Blaðinu hafa borist tvær greinar um þessa »frægu“ för, en vegna þess hve lítið það er, sér það sér ekki fært að birta þær, enda alveg ástæðulaust að birta greinina eftir .Spectator", því hún tekur fram það sama, sem áður hefir verið ritað um málið. Öðru máli er að gegna um grein Kristjáns Jóns- sonar, formanns á mótorbátnum. Bátsmenn bafa að ósekju verið skammaðir, af ýmsum nafnlausum lítilmennum og ber Kristján hönd fyrir höfuð bátsverja, sem að sögn margra þeirra, sem voru með i förinni, sýndu frábæran dugnað og lipurð við fiutning fólksins. Frá þeirri hlið hefir málið ekki verið rætt, og væri það kannske ástæða til að birta greinina, en bún er of löng til að birtast f blaðinu, enda ekki svo mikils virði ummæli nafnlausra greina, að það sé ómaksins vert fyrir þá báts- menn, að svara þeim. Sbýrsla um alþýðuskólann á Eiðum 1920—1921 hefir blaðið fengið. 28 nemendur hafa sótt eldri deildina og 17 yngri deild- ina. Eru f skóianum kendar ýmsar greinir bæði með bókalestri og í fyrirlestrum. Tvö námskeið voru haldin við skólann, annað f bú- fræði og sóttu það eins 3 menn, en hitt f heimilisiðnaði og sóttu 6 stúikur það. Sjóði á skólinn afarlitia, sem vonlegt er, þar sem hann er ungur. Heimavist er f skólanum og höfðu 39 manns með sér matarfélag. Kostaði fæði og þjónusta fyrir karlmann 3 kr. 60 a. á dag, en fyrir konur 3 krónur. Rekur mann f rogastanz er keypt- ar hafa verið 624 heiidósir af niðursoðinni mjólk f skóla f sveit, og verður á að syprja, hvort ekki mætti þar losna við svo dýran mat? Er engin furða þó bæirnir noti mikið af þessari vöru, þegar sveitirnar þurfa hennar með. Góð venja er það, sem tekin var upp á skólanum, að hafa »vöku< einu sinni í viku. Hauknr fór f gær áleiðis til Spánar með saltfisk. Yillemoes fór f gær vestur og norður um iand. Tekur hesta til útflutnings. 4 landsímastöðvar hafa nú verið opnaðar frá Blönduósi sð Kálfshamarsvík. — Teygir símanetið sig alt af iengra og lengra út yfir iandið og vantar þó allmikið á, að það nái saman hér sunnanlands. Sennilega væri kostnaðarminst á svæðinu frá Jök- ulsá á Sólheimasandi að Horna- firði, að nota þráðlaust firðtal. Það er að minsta kosti þess vert, að það væri athugað. Enigheden fer í dag til ísa- fjaiðar og þaðan tii Spánar með fisk. Kolaskip kom f gær til h/f. Kol og Salt. Botnía kom í dag frá Dan- mörku og Færeyjum með margt farþega. Fer á mánudaginn kemur tii Færeyja, Leith og Khafnar. Sbýrsla Kennaraskólans 1920 til 1921 er nýkomin út. Hafa 14 nemendur sótt 3. bekk, 17 2. bekk og 17 1. bekk. Námsskeið var haldið 17. maí til 25. júnf Og sóttu það 25 kennarar víðsvegar af iandinu. KaupiÖ A lþýðublaðíð!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.