Dagur - 08.07.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 08.07.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJANSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Niðurrifsstarfsemi Stjórnarandstæðingar með Morgunblaðið í broddi fylkingar og Dagblaðið og Vísi í kjölfar- inu hafa gert mikið veður út af viðskiptasamn- ingi við Sovétmenn. Þar á að vera blandað saman pólitík og viðskiptum, beitt óeðlilegum þrýstingi af hálfu þeirra, sem selja vörur til Sovétríkjanna og svo framvegis. Þórarinn Þór- arinsson, ritstjóri Tímans, hefur bent á, að þessi samningur sé ekkert annars eðlis en samningur, sem Bjarni Benediktsson gerði á sínum tíma. Þessi samningur sé til þess ætl- aður, og nái þeim tilgangi, að tryggja við- skiptahagsmuni þjóðarinnar, rétt eins og fyrri samningar við Sovétmenn. Þingflokkur sjálfstæðismanna ályktaði um þennan samning nýlega og Ólafur G. Einars- son sat fyrir svörum í útvarpsviðtali vegna þessarar ályktunar. Það þurfti engan sérfræð- ing í utanríkisviðskiptum til að sjá í gegnum málflutning sjálfstæðismanna vegna þessarar samningagerðar. Þegar gengið var á þing- flokksformanninn með svör, kom í ljós, hvílíkar dylgjur, hálfkveðnar vísur og rökleysur voru uppistaða ályktunar þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Allur málflutningur sjálfstæðismanna í þessu máli hefur verið til þess eins ætlaður að slá ryki í augu fólks og ala á Rússagrýlunni margfrægu. Það er hættulegur og óforskamm- aður leikur, sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins með stærstu málgögnin hefur viðhaft vegna þessa samnings. Skyldi ekki vera svo um fleiri mál, sem upp koma í þjóðfélaginu? Seinni ályktun þingflokks sjálfstæðismanna var viðvíkjandi Blönduvirkjun og var þar allt á sömu bókina lært; dylgjur og hálfkveðnar vís- ur um ráðherra og starfsmenn ráðuneyta. Allt var þetta gert í þeim tilgangi að koma höggi á ríkisstjórnina. Engum dettur það í hug, að sjálfstæðismenn vilji klippa á mikilvæg við- skiptatengsl við Sovétríkin, sem þeirra eigin menn hafa meðal annars unnið við að koma á fót. Þá væru íslendingar líklega orðnir einir þjóða í Atlantshafsbandalaginu, sem ekki ættu viðskipti við Sovétríkin. Hvernig er t.d. með öll viðskiptin vegna gasleiðslunnar miklu og kornvöruviðskipti Bandaríkjamanna við Sovétríkin? Það er athyglisvert með hvaða hætti stjórn- málabarátta er háð á íslandi í dag. Segja má, að Alþýðuflokkurinn hafi byrjað og íhaldið hefur nú bætt um betur. í þessum herbúðum viðgengst „bombuaðferðin", þar sem þyrlað er upp moldviðri vegna einhvers, sem síðan reynist vera blaðra og rakalaust röfl. Aðferðin snýst um það að rífa niður en ekki byggja upp - gagnrýna flokka og einstaklinga án þess að hafa nokkrar úrbætur á takteinum. Þetta er af- leit aðferð og ekki sæmandi siðuðum mönnum. Er nema von þótt eitthvað bjáti á í þjóðfélaginu, þegar sterkustu stjómmálaöflin nota slík vinnubrögð? Hver er þessi bær Akureyri? — A ferð með útlendingum um the town of the midnight sun 5J Með tímanum verður maður ónæmur fyrir áreitum. Yond lykt - þefskynið hættir allri uppreisn og maður hættir að finna lyktina. Sama á við um hávaða. Því hefur meira að segja verið haldið fram, að verði tilfinningar fólks fyrir miklu álagi, verði þær ónæm- ar - þannig að þótt fólk haldi áfram að búa saman og sofa þeim finnsku fram á það, aö þessi bæjarhluti væri nokkurs konar skólahverfi - iðnskóli, hússtjórnarskóli, gagnfræða- skóli, menntaskóli og verk- menntaskóli á leiðinni. Tíðinda- maður stóð sjálfan sig að því að hafa ekki gert sér grein fyrir þessu með skólana áður, þótt hreinræktaður Akureyringur sé. Lystigarðurinn - í raun kapít- . . . „spiser de stene?" . .. hjá, getí það í raun ekki elskað. Þannig er hægt að verða ónæmur fyrir umhverfinu og áhrifum þéss. Þetta hlýtur að hafa í för með sér leiða mann- fólks á þessu umhverfi, sem alltaf er eins - svo að jafnvel smáframkvæmdir eins og það, að gangstétt sé malbikuð, virðist merkileg tilbreyting. Og þegar innfæddir Akureyr- ingar eiga að fara að sýna að- komufólki þennan fallega bæ - hvað finnst þeim þá þess virði að sýna það? Fyrir ekki löngu síðan voru hér á ferð nokkrir Finnar frá Lathi, vinabæ Akureyrar, og þeir voru að sjálfsögðu leiddir í all- an sannleika um bæinn okkar. Tíðindamaður Dags slóst í kynnisförina. Dulítill demantur Við hófum förina á Syðri- Brekkunni, án sérstakrar ástæðu - einhvers staðar varð að byrja. „Hér höfum við sundlaug og þarna tjaldstæði," sagði „gædinn" svona til að byrja með og án hátíðleika. Svo sýndi hann uli út af fyrir sig - í öllum sínum óstjórnlega fjölbreytileika, ef náið er að gáð. Fallegur- dulítill demantur í hjarta bæjarins - og um leið stærsta heimili bæjarins (og þótt víðar væri leitað), hýs- andi alla flóru landsins og það er ekki svo lítið. Þar hittum við mann, sem var með allt á hreinu, er garðinn varðaði og í fimmtán mínútna fyrirlestri gerði hann grein fyrir garðinum, næstum því grasstrá fyrir grasstrá. Hverju velta menn fyrir sér, þegar þeir heimsækja þennan garð? Fer það eftir því, hvort gesturinn er íslenskur eða út- lendur? Velta menn fyrir sér staðreyndum - hvað eru margar plöntur, hvað er garðurinn gamall, hvernig byrjaði þetta allt? Eða því, hvort það hafi bætandi áhrif á skapfar Akur- eyringa að vita af þessum dem- anti í bænum sínum, hvort Ak- ureyringum þykir eitthvað til garðsins koma, og hvort þeir gera sér grein fyrir, hvað þeir eiga, þar sem garðurinn er? Kirkjuskip Kirkjan hefur lengi verið stolt Akureyrar og prýtt fjölda póst- korta ásamt Lystigarðinum. Þar var stansað með finnsku gestina og leiðsögumaður sýndi þeim þessa fallegu kirkju, eins og vera ber. Benti á kirkjuorgelið og nefndi háa tölu um leið og píp-' urnar. Ein af þeim finnsku var hissa á, að skip skyldi hanga neðan í lofti, en var að sjálf- sögðu leidd í allan sannleika um tilkomu skipsins. Annar hafði mestan áhuga á ætt og uppruna leiðsögumannsins og hvar hann hefði lært þessa fínu sænsku. Enn var sest inn í blikkbelj- urnar og rúður skrúfaðar niður til að hleypa inn góða veðrinu og sólskininu. Og leiðarinn (leið- sögumaðurinn) hafði nóg að gera við að benda á merkileg hús í Innbænum. Höephnersversl- un, sem var, gamla apótekið, Laxdalshús, Nonnahús og fleiri hús, sem merkileg þykja í sögu bæjarins. Því að hús má varð- veita og endurbyggja og bæta og varðveita þar með ákveðinn hluta úr mannkynssögunni. En fólkið er illendurbætanlegt og er sífelldum breytingum undirorp- ið, þannig að þáttur þess í mann- kynssögunni er einungis til á bókum og ef heppnin er með á kvikmyndafilmu. Samt ósnert- anlegt. Frá klapparbrún, sem blaða- maður kann ekki að nefna, var útsýnið yfir Glerárþorpið skoðað. Það er á slíkum stöðum, sem Akureyringur fer að hug- leiða, hvað bærinn sé stór - eða lítill, það fer eftir smekk og viðmiðun. Þarna er gömul stífla og þarna er slippurinn, þarna er þetta og þarna er hitt - leiðarinn hafði í nógu að snúast. Fjallablóm Hlíðarfjall - skíðaparadísin okkar - staður, sem sumir vilja enn bæta á kostnað lista- og íslenskt fjullablúm. menningarmála í bænum. Nóg hafði leiðarinn að gera við að telja upp allar lyfturnar, sem virðast geta flutt alla Islendinga til himna, ef því ér að skipta. Og svo þetta merkilega skíðahótel, sem einu sinni var sjúkrahús. Þeir finnsku kinkuðu kolli og pældu í rollunum, sem góndu á gestina. Einhverju sinni var það danskur ferðalangur, sem á ís- landi sá rollurnar háma í sig grængresið innanum stórgrýtið og sá danski spurði í sakleysi: „Spiser de stene?" Heldur voru Finnarnir betur upplýstir en svo, að þeir héldu, að íslenskt sauðfé snæddi grjót. Samt skondnar skepnur. Og ein af þeim finnsku tíndi blóm. Frostrósir Úr sveitinni niður að sjó. í frysti- húsinu gengu þeir finnsku bros- ándi milli misfúllyndra fslend- inga, sem streðuðu fyrir aurun- um sínum, beittu hnífunum fim- lega, meðan þeir góndu út í loft- ið og voru staddir alls staðar annars staðar en í vinnslusal í frystihúsi. Einstaka manneskja rýnir þó móti háfjallasólinni, sem skín úr borðinu og virðist hafa komið auga á meiningu og tilgang lífsins í fiskflakinu, sem einu sinni var fiskur í sjó, en núna verðandi Ameríkubúa- fæða. Veltur á skapillum íslend- ingi, hvort sá ameríski étur orma eða ekki. Þeir finnsku vita þá orðið allt um það, hvernig íslenskir með- höndla þennan ljóta fisk, sem allt byggist á. Finnarnir héldu áfram að skoða bæjarins gagn og nauð- synjar. Tíðindamaður Dags var hins vegar kominn með garna- gaul sökum hungurs og hypjaði sigheim. Það reyndist þá vera satt eftir allt samart - þetta er hinn ágæt- asti bær, sem við eigum - Akur- eyri. KGA. «-«•**-. m - ¦ Y"~ . . . milli misfúllyndra íslendinga . . Myndir: KGA. iííi-í .:¦;¦:::::.;:;:: Þór kom á óvart — en tapaði samt Þórsarar fengu sputnink lið Breiðabliks í heimsókn á þriðjudagskvöldið og léku þessir aðilar í 16 Iiða úrslitum í bikarkeppni KSÍ. Þessi leikur var ágæt skemmt- un fyrir þá áhorfendur sem á völlinn komu, og mun skemmti- legri en leikur KA og Breiða- bliks á laugardaginn. Blikarnir stilltu upp sama liði og sigraði KA örugglega, og það nægði þeim til sigurs í leiknum, en þeir skoruðu þrjú mörk en Þór að- eins eitt. Fyrsta marktækifærið kom strax á fyrstu mínútum leiksins og í fyrstu sókn Blikanna, en þá varði Eiríkur mjög gott skot frá Blika. Það voru hins vegar Þórs- arar sem gerðu fyrsta markið. Á 11. mín. léku þeir upp hægri kantinn og Óskar gaf góðan bolta fyrir markið og Nói fyrir- liði var þar til staðar og afgreiddi boltan í netið með viðstöðu- lausu skoti. Aðeins örfáum mín. síðar spiluðu Blikarnir Þórs- vörnina sundur og saman og sókn þeirra lauk með því að Nói varði á línu hörkuskot frá Helga Bentssyni. Á sömu mín. varði Eiríkur glæsilega eftir að einn Blikinn var kominn í dauðafæri. Á 20. mín. áttu Þórsarar gott tækifæri þegar Guðjón lék á tvo Staðan Eftir toppstöðu í deilidinni fyrir skömmu er nú nafn KA komið niður í næst neðsta sætið, eða fall- sæti en að vísu eiga þeir sennilega til góða tvö stig út úr kærunni á Val. Barátta í síðari umferð deildarinn- ar verður hins vegar erfið en von- andi hrista þeir af sér slénið nú í næstu leikjum. Víkingur ÍBV KR Breiðablik Valur Fram Akranes Keflavík KA ísafjörður 9 9 9 10 10 9 10 9 10 9 14-10 12 12-9 11 5^ 10 13-14 10 8-10 10 11-9 9 10-10 9 6-8 9 8-11 8 11-13 6 í annari deild er staðan einnig mjög tvísýn og mörg lið eiga möguleika á efstu sætum deildarinnar. Þór berst þar við marga verðuga andstæð- inga, og einnig eru nágrannar okk- ar Völsungar með góða stöðu. Þróttur FH Þór Ak. Reynir S. Völsungar Fylkir Njarðvík Einherji Þróttur N. Skallagr. 8 6 7 4 8 2 8 3 8 3 8 1 8 2 7 2 8 1 8 1 0 15-4 1 8-5 11-9 13-8 9-9 9-10 14-16 9-11 4-10 7-16 14 10 9 8 8 8 7 6 5 3 Mikil barátta er í B-riðli þriðju deildar, en þar eru mörg ágæt knattspyrnulið og verður eflaust hart barist 'um efstu sætin. Tindastóll Huginn KS HSÞ Austri Magni Árroðinn Sindri 0 17-5 0 11-4 21-5 6-4 1 0 6-9 9-14 4-14 2-20 12 10 8 6 5 4 3 2 varnarmenn Blikanna og hörku- skot hans hafnaði á þverslánni og yfir. Á 32. mín. jafnar síðan Helgi Bentsson fyrir Breiðablik og var vel að því marki staðið. Aðeins mín. síðar var Bjarni Svein- björnsson í góðu færi en mark- maður Blikánna varði glæsilega. í hálfleik var því staðan eitt mark gegn einu. Á 14. mín. síðari hálfleiks sendi Bjarni boltan vel fyrir markið og Óskar skallar j' netið, en dæmt var á hann. Úr næstu sókn skoruðu Blikarnir og var þar að verki Sig- urður Grétarsson. Hann bætti síðan öðru marki við á 23. mín. og innsiglaði sigur Blikanna. Það sem eftir var leiksins sóttu liðin til skiptis, en á óvart kom góð frammistaða Þórsara eftir slaka leiki undanfarið. Ef þeir ná svona baráttu í næstu leikjum sínum, ættu þeir að geta lagt að velli hvaða annarrar deildarlið sem er. Ekki veit íþr.fréttaritari hvað dómari leiksins hét, en hann var óspar á að gefa gul spjöld, eða alls sex í leiknum og var það sennilega þremur of mikið. Óskar skorar fyrir Þór, en markið var dæmt af, Ljósmynd: K.G.A. Golf - Golf - Golf - Golf Saab-Toyota- keppnin um helgina Eitt af stærri golfmótum sumarsins hjá Golfklúbbi Ak- ureyrar er Saab-Toyota- keppnin sem fram fer þar um næstu helgi. Er hér um að ræða opna 36 holu keppni og verða leiknar 18 holur á laug- ardag og aðrar 18 á sunnudag. Öll verðlaun í keppnina eru gefin af Saab-Toyota-umboðinu á Akureyri og eru þau vegleg að venju. Ekki ætla forráðamenn- irnir þó að láta sér nægja að veita hin hefðbundnu verðlaun fyrir bestan árangur með og án for- gjafar, heldur verða aukaverð- laun einnig veitt. Aukaverðlainin verða fyrir þann sem verður næstur holu á ákveðinni braut í einu höggi, og ef einhver verður svo heppinn að fara holu í höggi fær sá sami flugfar fyrir tvo til Reykjavíkur og til baka. Sem fyrr sagði er hér um opið mót að ræða. Búist er við mikilli þátttöku, enda tilvalið fyrir þá sem eru í golfklúbbnum í nám- unda við Akureyri, að koma á Jaðarsvöllinn og kynnast honum fyrir Jaðarmótið sem fer fram um verslunarmannahelgina. Á miðvikudag í næstu viku hefst síðan Akureyrarmótið hjá Golfklúbbi Akureyrar og verða leiknar 72 holur í hverjum flokki. 4-DAGUR-8.JÚIM982 8.JÚIÍ1982-DAGUR-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.